Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 DV Barist við Ebrofljót í nútíð skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Yfir Ebrofljót- ið, erum við stödd í Reykjavík nýliðins samtíma, ef til viU um 1981-2. Sögumaður, Haraldur, er gamall maðm', illa fær um að sjá um sig sjálfur, en konan hans er farin, hann veit ekki hvert, og sonur hans lítur eftir honum við og við, sér um að hann baði sig og borði. Haraldur er að ná sér eftir erfið veikindi, og hann notar ævi sína til að æfa sig að muna. Að- allega leitar hugur hans að borgarastyrjöldinni á Spáni þar sem hann barðist fyrir tæpri hálfri öld, ungur maður, og þaðan kemst hann ekki fyrr en hann er búinn að rifja upp alla atburðarásina og horfast í augu við hryllinginn sem hann upplifði. Bókmenntír Þrír íslendingar munu hafa farið til Spánar til að berjast með lýðveldissinnum gegn sveitum Francos, og svo er að sjá sem Álfrún byggi á heim- ildum um þá alla þó að einn eigi þar stærstan þátt. Sagan gefur nákvæma mynd af þessu vonda stríði, þar sem jafnvel nánir ættingjar börðust í andstæð- um fylkingum, en ævinlega frá sjónarhóli útlend- ings sem ekki þekkir landið, ekki kann mál inn- fæddra, ekki veit löngum stundum hvar hann er. staddur. En lengi veit hann hvers vegna hann er að berjast. Hann er kommúnisti og honum svíður að fasistar skuli vilja steypa löglega kosinni stjóm á Spáni; hann er sannfærður um „að úrslit þessa stríðs gætu haft áhrif á framtíð mannkyns" (149) og að hans sé þörf. En hugsjónin er eitt, veruleikinn annað, og verst er hve samherjar hans valda honum miklum vonbrigðum. Lýðveldissinnar vita varla hvað þeir eiga að gera við útlendingana sem vilja Álfrún Gunnlaugsdóttir rlthöfundur Segir magnaöa sögu af nákvæmni og stílsnilld. veita þeim lið, og senda þá að lokum úr landi. Þá er Haraldur raunar sár orðinn og ónýtur til erfiðis- vinnu fyrir lífstíö. Yfir Ebrofljótið er sögð í endurliti með innskotum úr lífi sögumanns bæði fyrir Spánarferðina og eftir heimkomuna, en meginhluti sögunnar gerist á Spáni þessa örlagariku mánuði 1937-8. Sú frásögn verður nærri áþreifanleg: Hitinn, rigningin, óhrein- indin, skóleysið, skorturinn, lúsin (dyggasti foru- nautur hermannsins), þreytan, glundroðinn sem smám saman nær yfirhöndinni, svikin sem aldrei var hægt að segja frá og síðast en ekki síst: háskinn. Og á móti: gjöful vinátta við ólíka og ólík- lega einstaklinga, hugsjónin og vonin sem smám saman veslast upp. Átakanlegast er að lesa lýsing- una á því hvernig tilfmningar Haralds til dauðans þróast: Fyrst er hann gagntekinn samúð, næsta stig er samsömun - honum finnst hann sjálfur vera hinn fallni - loks finnur hann til saknaðar þegar vinur deyr, eitt andartak, „og ekkert um- fram það. Að minnsta kosti ekki í bili.“ (389) Ekki grunar hann þá hve mörg ár hann á eftir að rifja upp þessi atvik og kveljast. Sársaukinn dofnar aldrei. Persónur eru fjölmargar og þeirra rúmfrekust Haraldur sjálfur sem er lifandi kominn á síðum bókarinnar, bældur maður frá bernsku, þver, en seigur og traustur. Hedda kona hans verður líka skýr persóna og meðal forvitnilegra aukapersóna eru fjarlægur faðir Haralds og hans danska kona, danski vinurinn Kjeld, sem kannski er ekki allur þar sem hann er séður, og ýmsir félaganna á Spáni. Saga Haralds færir mann beint inn í hita bar- áttu sem enn er háð víða um heim, og á einhvem hátt verður lífsreynsla hans nákomnari okkur en erlendra hermanna í útlendum bókum, sjálfsagt af því að allt er séð með íslenskum augum. Hann er að- eins peð í örlagaríkri heimsskák síns tima, en saga hans er skrifuð af innlifun og stílsnilld og á ekki sinn líka á islensku. Silja Aðalsteinsdóttir Álfrún Gunnlaugsdóttir: Yfir Ebrofljótiö. Mál og menning 2001. Bókmenntir Kunnuglegur ógæfumaður John John er síðasta sagan í þrí- leik Mats Wahls um ungan sænsk- an ógæfumann. í fyrri sögum hefur m.a. verið sagt frá manndrápsmáli sem John John flæktist nauðugur í og lýsir þessi bók eftirmáium þess og lífí hans á meðan hann bíður dóms. Hann endurnýjar kynnin við fyrstu ástina, Elísabetu, fær vinnu við að fylgja litlum sérkennilegum dreng, Gústaf, til og frá skóla og æfir hlutverk Konstantíns í Mávin- um eftir Tsjekov. Þetta er fyrstu persónu frásögn; John John segir söguna en lesandi verður eigi að síður að ráða nokk- uð í tilfinningar hans. Hann er hálfgert fórnarlamb í lífi sínu; veld- ur öllum í kringum sig áhyggjum en tekur ekki sjálfur ábyrgð með því að taka af skarið og skil- greina samskipti sín við aðra. Amma hans vill hjálpa honum en hann getur ekki einu sinni látið hana vita hvenær hann kemur og fer. Elísabet á í sam- bandi við annan mann en John John er ekki til friðs fyrr en hann er búinn að endurheimta hana þó að fyrri sam- skiptum þeirra hafi lokið með ósköp- um. Samband þeirra er sérstakt; hann vOl vissulega þóknast henni en hún vill allt fyrir hann gera; gefur honum peninga og skrúbbar á honum bakið i baðinu. í samskiptum sínum við Gústaf fær John John tækifæri til að gefa af sér sem hann og gerir. Hann teygir sig þó aldrei alla leið; gefur sig aldrei full- komlega. Inn í þetta blandast svo um- ræða um kynþáttahatur en John John er svartur. Hann á bandarískan foður og kannski veldur óör- yggi þvi að honum fmnst hann alltaf vera utangarðs að einhverju leyti. Frásögnin er raunsæ; það er vetur í Stokkhólmi og kuldi, kvef og myrkur eru áberandi í sögunni. Hún verðnr því nokkuð drungaleg á köílum. John John er persóna sem við þekkjum flest og flestir hafa m.a.s. nokkuð af honum í sér. Sökum þessara tengsla geta lesendur bæði skilið John John og haft skoðun á gjörðum hans. Þýðing Hilmars Hilmars- sonar er ágæt en stundum fannst mér hnökrar á. Til að mynda finnst mér óskiljanlegt að þýða ekki orð- ið „persilla" með því ágæta íslenska orði „stein- selja“ (123) og handklæðaþurrkari finnst mér kauðs- legt orð yfir handklæðaofn. En John John er ágætis saga um hvernig það er að vera maður í félagi við aðra menn og hvemig á að lifa af í þessum heimi. Katrín Jakobsdóttir Mats Wahl: John John. Hilmar Hilmarsson þýddi. Mál og menning 2001. Leildist Systur gera rósir íslensk börn hafa tekið fagnandi á móti Snuðru og Tuðru sem Möguleik- húsið hefur sýnt þeim undanfarin ár, enda kannast öll börn við svona prakk- ara eins og þær. í nýrri leikgerð Péturs Eggerz af Jólarósum Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur rifjar langlúin móðir þeirra systra upp ýmis atvik und- anfarinna jóla um leið og hún setur áhorfendur inn í undirstöðuatriði búta- saums ásamt Theodóru vinkonu sinni 1 næsta húsi. „Jólarósirnar" sem titillinn vísar til eiga ekki við plöntuna heldur prakkarastrik - sbr. að „gera rósir“. Þær ræna rusladöllum og fara með nið- ur í fjöru til að fólk geti sett drasl í þær í stað þess að henda því úti í náttúr- unni, þær rusla hroðalega til í herberg- inu sínu, þær meiða hvor aðra í harka- legum leikjum (Tuðra er svolítið meira kvikindi en Snuðra), þær éta svo mikið af smákökudeiginu að þær grípa til þess ráös að blanda restinni saman svo mamma taki ekki eftir hvað það hefur rýmað (og úr verða óætar smákökur) og þær skreyta jólatréð og klæða sig á aðfangadagskvöld með svo miklum látum að ungir áhorfendur stungu fingri í munn, hálfhneykslaðir á þessum hama- gangi. Það er líka nauðsynlegt því þannig verður sýningin eins konar „hreinsun"; áhorfendur þurfa ekki að vera óþekkir heima hjá sér, Snuðra og ir fyrir það kapphlaup. Reyndar eru hlut- verkin fimm því faðir systranna kemur ör- lítið við sögu og skiptust leikkonurnar á bæta á sig hatti og hálsbúnaði fyrir Ingibjörg Stefánsdóttir og Lára Sveinsdóttir minntu raunar einna mest á dr. Jekyll og mr. Hyde þegar þær snar- skiptu um eðli og eigin- leika á núll komma fimm, hvað eftir annað. Ingibjörg var heldur ýktari i leik, bæði sem hin snobbaða Theodóra og Tuðra. Lára gerði góðan mun á sinum per- sónum, var undurblíð og góð sem móðirin og svo alger andstæða sem skellibjallan Snuðra. Sýningin er hröð og hávaðasöm á köflum en varla hraðari og hávaðasamari en snuðrur og tuðrur á heimilum lands- manna á þessum stressaða árstíma. Allur umbúnaður sameinar að vera litríkur og hentugur og talar beint til barna. Silja Aðalsteinsdóttir Möguleikhúsiö vlð Hlemm sýnir: Jólarósir Snuöru og Tuöru eftir löunni Steinsdóttur í leikgerö Péturs Eggerz. Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Leikmynd: Katrín Þor- valdsdóttir og Bjarni Ingvarsson. Tónllst: VilhjSlmur Guö- jónsson. Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson. DV-MYND E.ÖL Það er gaman að lelka sér með litríku efnisbútana hennar mömmu Lára Sveinsdóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir leika systurnar. Nú er líka kom- in út plata meö öllum uppáhaldslögunum þeirra Snuöru og Tuöru. Tuðra eru búnar að sjá um slíkt fyrir þá. Eins og venjan er í litlum leikhúsum reynir sýn- ingin mikið á hvað leikararnir eru snöggir að skipta um fót því tvær leikkonur sjá um öll fjögur hlut- verkin. Þær voru í fótunum af systrunum en „klæddu sig svo í“ fullorðnu konumar, og reyndust búningar móðurinnar og Theodóru afar vel hannað- ________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Slagverk Sænski slag- verkshópurinn Kroumata verður í aðalhlutverki á sinfóníutónleikum í Háskólabíói kl. 19.30 annað kvöld, og munu þeir sem sáu hann spila í Óperunni síðast ekki láta sig vanta á þessa tónleika. Á efnisskránni eru verk eftir Magnús Blöndal Jóhann- son, Edgar Varése og Georg Katzer en hljómsveitarstjóri er Frakkinn Diego Masson. Á undan tónleikun- um mun Bjarki Sveinbjörnsson tón- listarfræðingur kynna verk Magnús- ar Blöndals, Punkta. Kynningin fer fram i anddyri bíósins kl. 18 og eru allir velkomnir að hlýða á fyrirlest- urinn. Kroumata-hópurinn sænski var stofnaður í Stokkhólmi 1978 þegar sex ungir menn létu þar með rætast draum um kammerhóp þar sem slag- verkið væri í forgrunni. ÝKroumata hefur frá upphafi verið skipað fram- úrskarandi hljóðfæraleikurum og hefur hópurinn ferðast um allan heim og fyllt sali auk þess að vera vinsælir í heimalandinu Trúarbragöafræði Á föstudaginn gengst Guðfræði- stofnun Háskóla ís- lands fyrir mál- þingi sem tileinkað er dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi í tilefni af níræðis- afmæli hans 30. júní sl. Málþingið yerður haldið í Hátíðarsal Háskóla íslands og hefst kl. 14, og er yfirskrift þess: Trúar- bragðafræði við dögun 21. aldar. Fundarstjóri verður prófessor Gunn- laugur A. Jónsson, forseti guðfræði- deildar. Allir velkomnir. Amelie Annað kvöld kl. 22.30 forsýnir Fil- mundur í Háskólabíói nýjan vin- sældasmell frá Frakklandi, „Le fabu- leux destain d’Amelie Poulain" eða „Amelie" eins og myndin er oftast kölluð. Leikstjórinn er ein af skær- ustu stjömum franskrar kvik- myndagerðar um þessar mundir, Jean-Pierre Jeunet, sem á að baki myndir eins og „Delicatessen" og „Alien: Resurrection". Myndin segir frá Amelie, draum- lyndum einfara sem hefur óskapleg- an áhuga á lífi meðbræðra sinna, en á erfitt með að taka virkan þátt í eig- in lífi. Dag nokkurn ákveður hún að bæta líf fólksins í kringum sig og fer að blanda sér í ýmislegt sem flestir teldu sér óviðkomandi. Þetta hefur ófyrirséðar afleiðingar i för með sér, meðal annars þær að hinn eini sanni skýtur upp kollinum og upp- hefst þá indælis ástarsaga ... Myndin ber sterk höfundarein- kenni í útliti og efnistökum, og sag- an minnir um margt á „Delicat- essen“ þótt hún sé öll ljúfari. Síðari sýning Filmundar verður á mánu- dagskvöldið kl. 22.30. í þágu byggingarlistar Annað kvöld kl. ~~~I 20 flytur Pétur H. Ármannsson arki- tekt fyrirlestur um verk og starfsferil Guðmundar Kr. Kristinssonar arki- tekts í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17. Guðmundur Kr. (1925-2001) var einn anna í stétt íslenskra arkitekta á 20. öld. Hann stundaði nám í arkitektúr í Zúrich í Sviss og hóf að loknu námi störf hjá Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt, helsta frumherja módern- ismans í íslenskri húsagerð, en rak einnig eigin teiknistofu. Fyrirlesturinn er liður í röð er- inda á vegum Byggingarlistardeildar og Arkitektafélags Islands þar sem fjallað er um verk merkra íslenskra arkitekta á 20. öld. Aðgangur er ókeypis. Kristinsson brautryðjend-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.