Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 22
34 Bragi Gunnlaugsson bóndi og vörubílstjóri á Setbergi í Fellum íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára__________________________ 'íósey Sigríður Helgadóttir, Seljalandi 5, Reykjavík. 75 ára_________________________ Anna Ingvarsdóttir, Álfheimum 18, Reykjavík. Ragnar Sigurösson, Borgarhöfn 4, Garði, Höfn. 60 ára_________________________ Anna M. Björnsdóttir, Hvanneyrarbraut 24, Siglufirði. Ágústa Ragnh. Benediktsdóttir, Sngjavegi 7, Isafiröi. Margrét K. Guömundsdóttir, Melavegi 11, Hvammstanga. Þórhaliur Guömundsson, Hæðargötu 12, Njarðvík. 50 ára_________________________ Anna Ingvarsdóttir, Galtalind 26, Kópavogi. Björk Kolbrún Gunnarsdóttir, Flúðaseli 92, Reykjavík. Fanney Friðbjörnsdóttir, Ánalandi 1, Reykjavlk. Geröur Helgadóttir, Orápuhllð 26, Reykjavlk. Guöbjörg Haraldsdóttir, Starengi 2, Selfossi. Guöfinna Ásdís Arnardóttir, Dalbraut 4, Dalvik. Guörún Ágústa Jónsdóttir, ,Túngötu 18, Keflavik. Maria Guidice, Kirkjuteigi 11, Keflavik. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Reynivöllum 2, Egilsstöðum. 40 ára_________________________ Elínborg Lárusdóttir, Vesturgötu 147, Akranesi. Ingimundur H. Hannesson, Veghúsum 29, Reykjavlk. Kristín Jóhanna Hirst, Fjallalind 87, Kópavogi. Óskar Reynir Eövarösson, at Álfhólsvegi 63, Kópavogi. Þorbjörg Freyja Pétursdóttir, Birkimel 9, Varmahlíð. Þórarinn Gunnarsson, Skriðugili 5, Akureyri. Bragi Gunnlaugsson, bóndi og vörubílstjóri á Setbergi í Fellum, er sjötugur í dag. Starfsferill Bragi fæddist á Setbergi í Felium og ólst þar upp. Hann var fjóra og hálfan mánuð í farskóla í Fellum, stundaði nám á Laugarvatni 1947-48 og lauk landsprófi frá Eiðum 1951. Bragi vann við landbúnað, vega- -gerð, í sláturhúsi á Egilsstöðum og í fiskvinnslu 1951-55 og ók vörubíl í Vestmannaeyjum á þremur vetrar- vertíðum, 1954, 1955 og 1956. Bragi og kona hans hófu búskap á nýbýlinu Flúðum í Hróarstungu vorið 1955, byggðu þar upp og bjuggu til 1975. Þau keyptu jörðina Setberg í Fellahreppi 1970, fluttu þangað 1975 og byggðu þar nýtt íbúðarhús, úti- hús og gerðu upp gamla íbúðarhús- ið. Skógræktarsamning gerðu þau 1990. Á Setbergi voru þau með fjárbú, mest fjögur hundruð og tíu kindur fyrir riðuniðurskurð 1987, stunduðu kartöflurækt í vaxandi mæli og vél- væddu upptökuna 1986 og komust mest i hundrað tonn. Bragi stundaði vörubílaakstur á árunum 1954-96, var atvinnuvöru- bílstjóri í vegagerð, fjárflutningum og fleiru sem bauðst en 1987-90 ann- aðist hann verkstjórn í fimm stór- um útboðsverkefnum vegna vega- gerðar. Voru það fyrsti og annar áfangi Egilsstaðaflugvallar, Dala- vegur, Oddsskarð og Eiðavegur. Þá hafði Bragi umboðssölu á kósangasi á Héraði 1956-77. Bragi sat i stjórn UMF Huginn í Fellum 1952-55, i stjórn VBF Fljóts- dalshéraðs - Snæfells 1960-90, var fulltrúi þess á þingum LV 1973-93, fulltrúi LV 1982 á ASÍ-þingi í Kópa- vogi, sat í hreppsnefnd Hróarstungu 1966-70, í stjórn Verslunarfélags Austurlands hf. 1966-91, í stjórn Fljótsbæjar 1982-95, var formaður í stjórn Akurgulls hf. 1985-94, var fulltrúi kartöflubænda á Héraði á LSK fundi 1985-97 og fulltrúi þess á aðalfundum Stéttarsambands bænda 1993 og 1994. í stjóm LSK 1995-97, stjórnarformaður Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum og fulltrúi þess á landsfundum LS 1985-94, sat í varastjóm LS í fjögur ár, var í framboði til Alþingis 1987, þriðji maður á lista Þjóðarflokksins i Austurlandskjördæmi og fyrsti maður á lista Heimastjórnarsam- taka í Austurlandskjördæmi 1991, var einn af stofnendum Héraðs- verks hf. 1997, sat þar í stjórn og verkstjórn til 1992, hefur sungið í kirkjukór Áskirkju frá 1978 og í Karlakór Fljótsdalshéraðs 1983-92, var stjómarformaður Fjárræktarfé- lags Fellahrepps 1976-99, fulltrúi Búnaðarfélaga í Tungu og Fellum á aðalfundum BSA í fjöldamörg ár, stjórnarformaður Búnaðarfélags Fella 1991-94, i stofnstjórn Héraðs- skóga 1988-91 og hefur leikið á harmóniku og orgel í skólum og á mannamótum frá 1948. Fjölskylda Bragi kvæntist 29.12. 1960 Hólm- friði Helgadóttur, f. 6.18. 1938, frá Helgafeili í Fellum, bónda og hús- móður. Foreldrar hennar: Helgi Gíslason, f. 22.8. 1910, d. 27.5. 2000, bamakennari, hreppstjóri og odd- viti Fellahrepps og vegaverkstjóri, og Gróa Björnsdóttir, f. 30.8. 1906, d. 16.4. 1989, húsmóðir. Börn Braga og Hólmfríðar eru Ingólfur Helgi, f. 14.6. 1955, vörubíl- MIDVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 1 Þórarna Gró, f. son, f. að Setbergi 29.5. 1924, d. 15.8. stjóri í Fellabæ, en sambýliskona hans er Soffía Sigurborg Sigur- jónsdóttir, f. 2.9. 1962, bóndi og eru böm þeirra Sigurjón, f. 25.2. 1987, Hjálmar Gunnlaugur, f. 19.6. 1991, Signý, f. 4.4. 1994; Anna Heiðlaug, f. 10.10. 1960, skrif- stofumaður að Flúðum í Hró- arstungu, gift Friðjóni Krist- jáni Þórarins- syni, f. 12.8. 1958, bónda og eru börn þeirra Tómas Bragi, f. 6.7. 1982, smiður, 18.2. 1986, Hólmfríður Dagný, f. 4.3. 1992; Hlynur Bragason, f. 22.7. 1966, skóla- og vörubílstjóri í Fellabæ, kvæntur Sólveigu Dögg Guðmunds- dóttur, f. 6.5. 1965, skólabílstjóra og eru börn þeirra ívar Örn, f. 2.10. 1990, Gróa Rún, f. 13.11. 1992, og Kristófer Vikar, f. 18.7. 1995; Helgi Hjálmar Bragason, f. 22.8. 1972, bóndi og Héraðsskógaverkstjóri að Setbergi, en sambýliskona hans er Heiðveig Agnes Helgadóttir, f. 23.10. 1970, bóndi og er dóttir þeirra Krist- björg Mekkín, f. 25.3. 2001. Þau tóku við búskap á Setbergi voriö 1998. Systkini Braga eru Guðrún Gunn- laugsdóttir, f. í Bót 9.5. 1918, d. 5.5. 1919; Ingólfur Eiríkur Gunnlaugs- son, f. í Bót 29.4. 1920, d. 17.3. 1942; Sigfús Jón Gunnlaugsson, f. í Bót 16.7. 1921, bóndi og vörubílstjóri á Egilsstöðum; Haraldur Gunnlaugs- 1986, var bóndi á Hreiðarsstöðum og stundaði síðan vélaviðgerðir, skrif- stofustörf og leigubilaakstur á Egils- stöðum. Hálfbróðir Braga er Jón Atli Gunnlaugsson, f. á Setbergi 16.2. 1945, héraðsráðunautur BSA á Eg- ilsstöðum. Foreldrar Braga voru Hjálmar Gunnlaugur Eiriksson frá Bót, f. 19.1. 1888, d. 23.4.1974, bóndi og odd- viti Fellamanna, og Anna Bjarn- heiður Sigfúsdóttir frá Staffelli, f. 24.3. 1892, d. 4.6. 1942, húsfreyja. Bragi verður að heiman á afmæl- isdaginn, en hann býður ættingjum, og vinum til afmælisfagnaðar í Golf- skálanum að Ekkjufelli í' Fellum þann 1.12. 2001 frá kl. 15.00 og von: ast eftir að sjá þar sem flesta. Aðventu-I 12V Sent í póstkröl ei u, ðiskrossar 34V sími 898 3206 Þjónustu- auglýsingar ►I 550 5000 Fimmtugur Ksaesmmmmmm i IséIiisé Guðni Albert Jóhannesson prófessor í byggingarverkfræði í Svíþjóð Dr. Guðni Albert Jóhannesson, prófessor í byggingarverkfræði við Konunglega verkfræðiháskólann í Stokkhólmi, varð fimmtugur í gær. Starfsferlll Guðni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971, fyrrihlutaprófi í eðlis- verkfræði frá HÍ 1973 og verkfræði- prófi frá Verkfræðiháskólanum í Lundi 1976, og lauk doktorsprófi í byggingareðlisfræði 1981. Guðni stundaði kennslu og rann- sóknir við Byggingatæknideild Há- skólans í Lundi frá 1975 og hlaut þar dósentsnafnbót 1982. Guðni og fjölskylda hans fluttu til íslands 1982 og starfaði hann fyrstu árin í hlutastarfi við Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins og rak síðan eigin verkfræðiþjónustu. Á þeim árum stofnaði hann, ásamt fé- lögum sínum, Verkvang hf. og var stjórnarformaður þess um árabil. Guðni hlaut prófessorsstöðu á sviði orkunýtingar í byggingum við Konunglega verkfræðiháskólann í Stokkhólmi 1990 og prófessorsstöðu í byggingatækni við sama skóla 1993 og hefur starfað þar síðan. Guðni sat í stjórn Orkusparnað- arátaks á vegum iðnaðarráðuneytis- ins, sem vann að ráðgjöf og fjár- mögnun orkusparandi aðgerða á landsbyggðinni, og átti sæti í nefnd- um um húsnæðismál, orkumál og stóriðju og í byggingamefnd Þjóð- leikhússins. Hann var einn af stofn- endum Lagnafélags íslands og hefur haldið fjölmörg námskeið á sviði lagna- og byggingatækni. Hann var formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík i tvö ár og sat á vegum þess í stjórn Veitustofnana og stjórn Sjúkrasamlags Reykjavikur. Guðni var einn af stofnendum Búseta í Reykjavik og formaður Landssambands Búseta frá stofnun þess og fram til 1990. Guðni hefur um langt skeið unn- ið að alþjóðlegri staðlagerð og var m.a. formaður starfsnefndar sem samdi frumgerð að núgildandi ISO/CEN staðli fyrir útreikninga á orkunotkun til húshitunar. Hann hefur skrifað í íjölmörg vísindarit á sínu sviði og sinnt trúnaðarstörfum innan háskólans og utan. Hann er höfundur tveggja einkaleyfa á sviði byggingatækni sem nú eru í fram- leiðslu. Fjölskylda Guðni kvæntist 17.8. 1974 Huldu Bryndísi Sverrrisdóttur, f. 6.2.1953, fil. kand. og framkvæmdastjóra. Hún er dóttir Sverris Hermannsson- ar, f. 26.2. 1930, viðskiptafræðings, alþm. og fyrrv. ráðherra og banka- stjóra, og k.h., Grétu Lind Kristjáns- dóttur, f. 25.7. 1931, húsmóður. Börn Guðna og Huldu Bryndísar eru Gunnhildur Margrét Guðnadótt- ir, f. 18.9. 1973, læknir, gift Arnari Hartmannssyni netstjóra og er dótt- ir þeirra Kristín Arnarsdóttir; Sverrir Páll Guðnason, f 12.9. 1978, leikari í Stokkhólmi. Foreldrar Guðna: Jóhannes Guðnason, f. 29.9. 1921, d. 18.8. 1990, iðnrekandi og Aldis Jóna Ásmunds- dóttir, f. 9.5. 1922, húsmóðir. Ætt Jóhannes var sonur Guðna Jóns, b. í Botni í Súgandafirði og á Suður- eyri, Þorleifssonar, að Norðureyri í Súgandafirði, Sigurðssonar. Móðir Guðna Jóns var Gunnjóna Einars- dóttir. Móðir Jóhannesar var Albertína Jóhannesdóttir, b. að Kvíanesi, Guð- mundssonar. Móðir Albertínu var Guðrún Jónsdóttir. Aldís Jóna er dóttir Ásmundar Jónssonar frá Stóruborg í Gríms- nesi, sjómanns í Reykjavík, og k.h., Sigriðar Magnúsdóttur frá Litla- landi í Ölfusi. Guðni og Bryndís munu taka á móti gestum í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík, laugard. 1.12. frá kl. 20.00. Guðlaug Oddsdóttir, fyrrum húsfreyja á Lyngum I Meöallandi, lést á hjúkrunar- heimilinu Klausturhólum fimmtud. 22.11. Jóhann Helgason frá Hnausakoti, Unu- felli 48, Reykjavík, andaöist á Landsplt- ala Landakoti aöfaranótt laugard. 24.11. ' Marta María Þorbjarnardóttir lést á Kumbaravogi mánud. 26.11. Axel Þóröarson mjólkurbílstjóri andaöist föstud. 16.11. Útförin hefur farið fram. Sigríður Friöriksdóttir, Ytri-lngveldar- stööum, andaöist á Sjúkrahúsi Sauöár- króks laugard. 24.11. Sesselja Aðalstelnsdóttir (Daddý), Asp- arfelli 12, andaðist á Landspítalanum -Fossvogi laugard. 24.11. Merkír Islendingar Asgeir Sigurðsson, skipstjóri á Heklu og stofnandi og formaður Skipstjórafélags íslands, fæddist í Gerðiskoti í Sandvíkur- hreppi 28. nóvember 1894. Hann var son- ur Sigurðar Þorsteinssonar, bónda og formanns í Gerðiskoti og síðar fast- eignasala í Reykjavík, og k.h., Ingi- bjargar Þorkelsdóttur húsfreyju. Ásgeir var albróðir Árna Sigurðs- sonar, fríkirkjuprests í Reykjavík, Ás- geir stundaði nám við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan far- mannaprófi 1914. Hann byrjaði kornung- ur til sjós en hann reri með föður sínum á árabáti í æsku, var á kútterum og togur- um á árunum 1910-1917, var stýrimaður á Lagarfossi 1917-1921 og var síðan stýrimaður Ásgeir Sigurðsson og skipstjóri á ýmsum flutningaskipum, varð skipstjóri á strandferðaskipinu Esju 1929, hafði eftirlit með smíði strandferðaskips- ins Heklu 1949 og var síðan skipstjóri á Heklu til æviloka, 22. september 1961. Ásgeir var forystumaður í félagsmál- um skipstjórnarmanna og annarra sjó- manna. Hann var frumkvöðull að stofnun Skipstjórafélags Islands 1936 og lengi formaður þess og varaformað- ur. Þá var hann formaður Farmanna- og flskimannasambands íslands frá stofnun þess 1937 og til æviloka. Ásgeir Vcir skipstjóri á Esjunni í hinni fræknu för til Petsamo í Finnlandi er skipið flutti heim fjölda Islendinga frá Norð- urlöndunum og víðar að á stríðsárunum. Vilhelmína Sumarliöadóttir, Hrafnistu, Hafnarfiröi, verður jarösungin frá Fríkirkj- unni I Reykjavík miðvikud. 28.11. kl. 13.30. Útför Jóns Baldurssonar, Mörkinni 8, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtud. 29.11. kl. 13.30. Ekachai Saithong veröur jarösunginn frá Langholtskirkju fimmtud. 29.11. kl. 13.30. Valgaröur Bjarnason, Reynimel 80, Reykjavík, verðúr jarðsunginn frá Há- teigskirkju fimmtud. 29.11. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.