Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001 Fréttir ÐV Hneyksli i skugga stríðsreksturs Brottreknir og atvinnulausir Tengsl orkuveitunnar og fjármálafyrirtækisins Enron og Hvíta hússins eru ótvíræö. Bush forseti þáöi háar upphæöir frá fyrirtækinu í kosningsjóöi og varaforsetinn haföi samráö viö forstjórana þegar hann undirbjó nýja orkustefnu stjórn- arinnar í Washington. Mikil málaferli eru í uppsiglingu vegna gjaldþrots fyrirtækisins. Á myndinni eru starfsmenn í höf- uöstöövum Enron í Houston aö bera út eigur sínar eftir aö fyrirtækinu var lokiö og þeir búnir aö missa vinnuna. Stríðsrekstur Bush forseta og liðsmanna hans dregur athyglina frá einu mesta fjármálahneyksli í sögu Bandaríkjanna. Gjaldþrot orkuveitufyrirtækisins Enron, sem lýst var yfir í byrjun desember, tengist forsetanum og stjórn hans með margvíslegum hætti og er nú komið til kasta þingnefnda, skatta- yfirvalda og margs kyns eftirlits- stofnana að rekja gang mála og tengja umsvif og áhrif fyrirtækisins í ólíklegustu áttir. Enron var til skamms tima talið sjöunda stærsta fyrirtækið í Banda- ríkjunum. Höfuðstöðvarnar eru í Houston í Texas en starfsemin teygði anga sína um Bandarikin og víða um heim og var ekki lengur bundin við orkuöflun og sölu og tók til margra sviða viðskiptalífsins. En höfuðviðfangsefnið var sala og dreifing á rafmagni og jarðgasi, sem víða gegnir sama hlutverki og hita- veitur á íslandi. Enron var því sannkölluð orkuveita. Mjög kom á óvart þegar þetta öfl- uga fyrirtæki varð skyndilega gjald- þrota, það var metið á 60 milljarða dollara en á nú ekki fyrir skuldum. Upp á hvaða upphæð gjaldþrotið hljóðar er enn óvíst en ljóst þykir að hluthafar tapi miklu fé og að tug- þúsundir manna missi vinnuna. Ekki bætir úr skák fyrir starfsfólk- ið að svo virðist sem búið sé að hirða tryggingasjóði þess og er það ein af mörgum meintum lögleysum sem verið er að rannsaka. Samkvæmt bandarískum fjöl- miðlum leikur sterkur grunur á að margt sé gruggugt hjá stjómendum Enron og að þeir hah stundað ólög- leg innherjaviðskipi til að skaðast ekki sjálfir í gjaldþrotinu og selt sín bréf háu verði þegar sýnt þótti á hvaða leið fyrirtækið var. En þeir létu aðra hluthafa ekki vita um raunverulega stöðu og enn síður þá sem keyptu hlutabréf þeirra í góðri trú. í stjórn Enron sátu mektar- menn í viðskiptalífi og stjórnmál- um. Þeir fjölmiðlar sem um málið fjalla telja engar likur á að stjórnin hafi ekki öll vitað um bága stöðu löngu áður en gjaldþrotið reið yfir. Stjórn fyrirtækisins, margir framkvæmdastjórar og háttsettir yf- irmenn þögðu sem gröfin yfir uppá- fallandi gjaldþroti og reyndu hver sem betur gat að tryggja eigin hags- muni og náðu þeir gífurlegum upp- hæðum út úr búinu áður en yfir lauk. Þannig sviku þeir hluthafa, lánastofnanir og starfsfólk og hið opinbera um mikið fé og þykir greinOegt að víða verði þröngt í búi þegar til skuldaskila kemur. Margt þykir gruggugt í starfsemi Enron og dótturfyrirtækja. Falsað bókhald og uppgjör sem ekki studd- ust við eiginlega stöðu fyrirtækj- anna og sú leynd sem hvíldi yfir hve illa það stóð fjárhagslega bend- ir til að viðskiptasiðferðið hafi ekki verið á háu stigi hjá stjórnendum og að margs konar lög hafi verið brot- in. Einkavinur forsetans Ekkert eitt fyrirtæki hefur staðið éins vel við bakið á Bush forseta og Enron. Stjórnarformaðurinn Kenn- eth Lay hefur lengi verið í góði vin- fengi við Bushfjölskylduna og þegar George W. Bush hóf afskipti af stjómmálum í Texas stóð hann fast að baki vini sínum og lagði mikið fé í kosningabaráttu hans þegar hann keppti um ríkisstjóraembættið. En- ron hefur síðan lagt mikið fé í kosn- ingasjóði Bush og Rebúblikana- flokksins í Texas. I kosningabaráttunni um forseta- embættið lagði Enron og fram- kvæmdstjórar félagsins 2 milljónir dollara í sjóð Bush en þá fengu demókratar um fjórðung þeirrar upphæðar frá sömu aðilum. Þá fékk Bush forstjóraþotu samsteypunnar til afnota þegar hann þurfti á að halda. Árið 2000 opnaði Enron eigin hafnaboltavöll. George W. Bush for- seti sat í heiðurssæti í forstjóra- stúkunni við opnunarhátíðina fyrir framan vin sinn Lay stjórnarfor- mann. Orkuveitur eiga mikið undir eft- irlitsnefnd orkumála sem starfar á vegum ríkjasambandsins og lítur eftir rafmagns- og gasdreifingu. Snemma á árinu kvartaði formaður nefndarinnar yfir ágangi Enron og heimtufrekju Lay stjórnarfor- manns. Búist var við að hann yrði endurskipaður af Hvíta húsinu á ár- inu. En hann var látinn víkja án þess að skýringar væru gefnar á þeirri ráðstöfun. Dick Cheney varaforseti fékk það verkefni að undirbúa nýja orku- stefnu. Þegar hann vann við það verkefni komu Lay stjórnarfprmað- ur og framkvæmdastjórar Enron til fundar við hann og gáfu góð ráð varðandi nýja stefnumörkun. Ekki er vitað til að varaforsetinn hafi kallað til fulltrúa neins annars orkufyrirtækis í sama tilgangi. Tengsl inn í Hvíta húsið í stjórnkerfi Hvíta hússins eru Enron-menn áhrifamiklir. Aðalefna- hagsráðgjafi forsetans er fyrrum ráðgjafi orkufyrirtækisins og eins sá maður sem gegnir stöðu aðal- samningamanns viðskiptamála. Ráðherrann sem fer með málefni landhersins var einn af fram- kvæmdastjórum Enron áður en hann tók við núverandi stöðu sinni. Áður en hann tók sæti í ráðgjafa- stjórn forsetans, eða rikisstjórn, Þegar um hœgist í har- áttunni við hryðjuverka- menn er meira en líklegt að demókratar og ein- hver dómsvöld geri gang- skör að því að tengja Bush forseta, stjórn hans og Rebúblikanaflokkinn í Texas við Enron- hneykslið. Þá mun ekkert verða til sparað að velta forsetaembœttinu upp úr subbuskap fégráðugra og siðlítilla viðskiptajöfra og minna á tengslin sem liggja á milli Hvíta húss- ins og risavaxnasta gjald- þrots sem sögur fara af. eins og venja er að kalla þá sam- kundu upp á evrópska vísu, varð hann að selja hlutabréf í Enron fyr- ir ríflega 25 milljónir dollara. Enn er mörgum spurningum ósvarað um samskipti Hvíta húss- ins og orkufyrirtækisins. Eru jafn- vel áhrifamiklir rebúblikanar fam- ir að krefjast þess að æðstu menn flokks og ríkis fari að gera hreint fyrir sínum dyrum. Spurt er hvort menn sem störfuðu sem ráðgjafar og framkvæmdastjórar Enron hafi ekki séð teikn á lofti um erfiða stöðu og fyrirsjáanlegt gjaldþrot eða hvers vegna þeir vöruðu ekki við því. Hvíta húsið neitaði fyrr á árinu að verða við kröfum ríkisendur- skoðunar og rannsóknaraðilum full- trúadeildarinnar um samskipti Cheney varaforseta og Enron varð- andi mótun nýrrar orkustefnu sem hann vann að. Gekk það mál svo langt að hótað var að fá dómsúr- skurð um að skylt væri að gögnin væru látin i té. Eftir árásirnar 11. september tilkynnti ríkisendurskoð- un að krafan um að fá gögnin frá varaforsetanum væri ekki lengur forgangsmál. Við það situr. En gangur gjaldþrotamálsins heldur samt áfram og þótt ekki sé verið að tefja æðstu stjórnendur frá stríðsrekstri á meðan á honum stendur er vist að þeir verða síðar að svara til saka. En áður þarf að góma þá efnahagslegu hryðjuverka- menn sem bera ábyrgð á stærsta gjaldþroti í sögu Bandaríkjanna eft- ir að hafa komið sínum eigin auði undan. Fleiri syndarar Rebúblikanar lögðu ofuráherslu á að klekkja á Clinton-hjónunum fyr- ir þátt frúarinnar í Whitewater-mál- inu. En þær upphæðir sem um var að tefla í því lóðabraski og innherja- svindli voru smámunir einir í sam- anburði við Enron-ósköpin. En með- eigendur frú Hillary í lögfræðifirma lentu þar í miklum hremmingum, einkavinur forsetahjónanna framdi sjálfsmorð og aðrir voru dæmir til langrar fangelsisvistar. En ofsækj- endur fyrrum forsetahjónanna gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að klekkja á þeim og helst að fá frúna dæmda fyrir að vera meðsek í ólöglegu braski. Þegar um hægist í baráttunni við hryðjuverkamenn er meira en lík- legt að demókratar og einhver dómsvöld geri gangskör að því að tengja Bush forseta, stjórn hans og Rebúblikanaflokkinn í Texas við Enron-hneykslið. Þá mun ekkert verða til sparað að velta forsetaemb- ættinu upp úr subbuskap fégráð- ugra og siðlítilla viðskiptajöfra og minna á tengslin sem liggja á milli Hvíta hússins og risavaxnasta gjaid- þrots sem sögur fara af. En á meðan bandarísku þjóðinni er haldið í „krigshumor" þar sem óvinir eru á hverju strái og sigur einhvern tíma i höfn verður ekki farið að efna til þess óvinafagnaðar að gera forseta Bandaríkjanna sam- sekan um glæpsamlega fjármála- starfsemi. Undraveröld Umdeilt máiverk af Betu Hinni háttvirtu Elísabetu Eng- landsdrottningu var ekki mikið skemmt skömmu fyrir jól. I tilefni af því að kerla hefur borið krúnuna í fimm- tíu ár á næsta ári málaði einn fremsti andlits- málari Bret- lands, Lucian Freud, af henni nýja andlits- mynd, eða portrait-mynd. Freud notaði breiða pensla þannig að andlitsdrættir drottningar eru grófir og miklir. Þar ofan á benda svipbrigði hefðar- konunnar á myndinni ekki til þess að gleði ríki í lífi hennar eins og sést á myndinni hér að ofan. Við- brögð Buckinghamhallar hafa verið fá og sagði talskona hirðarinnar að drottning hefði ekkert um málið að segja. Gagnrýnendur hafa hins veg- ar ekki legið í skoðun sinni og hafa yflrlýsingar þeirra flestar verið á verri veg hvað varðar gæði mál- verksins. Sveinki á eftirlaunum Bandaríski bankastjórinn Patrick Faye tók sig til fyrir þessi jól og borgaði ílugfarið fyrir jólasveininn til New York svo ættleiddu krakk- amir hans gætu hitt hann. Jóla- sveinnin heitir raunar Ken Godfrey og er 76 ára eftirlaunaþegi frá Nott- ingham á Englandi. Leiðir Godfrey og Faye fjölskyldunnar lágu saman í Lapplandi og krakkar Faye voru viss í sök sinni um að Godfrey væri hinn eini sanni jólasveinn. Þegar Faye frétti að Godfrey hefði misst konuna sína fyrir stuttu þá ákvað hann að bjóða honum á heimili sitt í New York. Faye segist ekki ætla að leiðrétta þennan skemmtilega mis- kilning fyrir krökkunum sínu, 11, 9, 7 ára og 18 mánaða. Hann mun borga allan kostnað sem ferðinni fylgir fyrir Godfrey. Óskarinn heilsuspillandi Svo virðist sem hinn eftirsótti Óskar sem veittur er við hátíðlega athöfn á hverju ári í henni Hollywood sé ekki jafn eftir- sóknarverður og látið er af vera. Samkvæmt nýrri kanadískri rannsókn á þetta sérstaklega við um þá sem vinna Óskarinn fyrir framúrskarandi kvikmyndahand- rit. Lífslíkur óskarverðlaunahafa fyrir kvikmyndahandrit er um 3,6 árum styttri en hjá öðru fólki. Hugs- anlegar skýringar eru sagðar vera óheilbrigðara líferni sem fylgir auk- inni velgengni og meiri peningum, s.s. reykingar, drykkja, hreyfingar- leysi og vökunætur. Á meðan handritshöfundar tapa þá virðast lífslíkur leikara sem hljóta Óskarinn fræga aukast. Talið er þessir aðilar passi sig og sitt líf betur þar sem þeir eru stöðugt und- ir eftirliti fjölmiðla og almennings. Jólasveinninn handtekinn Svo virtist sem lögreglan í borginni Ottawa í Kanada hefði tekið forskot á sæluna hvað varðar ný lög gegn hryðjuverkum sem voru til umræðu í efri deild kanadíska þingsins í sein- ustu viku. Menn í lögreglubúningum sáust handtaka jólasvein á þeim for- sendum að hann væri með skegg, hegðaði sér undarlega og væri þ.a.l. mjög líklega meðlimur í hryöjuverka- sellu. Þegar betur var að gáð þá reyndist ekki um alvöru handtöku að ræða heldur var handtakan liður í mótmæl- um gegn lagafrumvarpi um varnir gegn hryjuverkum. Frumvarpið, er líkt og systurfrumvörp þess í öðrum löndum, talið ganga mjög á almenn mannréttindi borgaranna með víð- tækari símahlerunarleyfum, handtök- um vegna grunsamlegs útlits osfrv. Neðri deild kanadíska þingsins hefur nú þegar samþykkt lagafrumvarpið en efri deildin er að ræða þau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.