Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2001, Blaðsíða 22
34
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2001
Islendingaþættir________________________________________________________________________________________________________py
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
' BESBffli
95 ára___________________________
■, Kristján Kristjánsson,
Dalbæ, Dalvík.
85 ára___________________________
Eyjólfur Ólafsson,
Torfnesi, Hlíf 1, ísafirði.
Signý Þorvaldsdóttir,
Suðurgötu 15, Keflavík.
80 ára___________________________
Einar Daníelsson,
Nestúni 6, Hvammstanga.
75 ára____________________
Gróa Björnsdóttir,
Grundarstíg 1, Flateyri.
Guörun Gísladóttir,
Norðurbrún 1, Reykjavík.
Robert Thomas Anderson,
Hjarðarhaga 54, Reykjavík.
70 ára____________________
Kristinn Heigason,
Heiönabergi 11, Reykjavik.
60 ára_________________________
Ólafur Einarsson,
Austurkoti, Árnessýslu.
Sigurlaug Helgadóttir,
Heiðmörk 5, Stöðvarfirði.
50 ára_________________________
Ágúst Guöjónsson,
Búlandi 16, Djúpavogi.
Inga Jóhannsdóttir,
Bergstaöastræti 24, Reykjavík.
Kristín Gunnarsdóttir,
Vættaborgum 1, Reykjavík.
Pálína Baldvinsdóttir,
Safamýri 49, Reykjavík.
Steingrímur Þorsteinsson,
Tjaldanesi, Mosfellsbæ.
40 ára___________________________
Ásgeir Kristján Mikkaelsson,
Kleifarseli 14, Reykjavík.
Björk Árnadóttir,
Holtsgötu 19, Njarðvík.
Dariusz Bosak,
Háengi 2, Selfossi.
Jóhannes Ólafsson,
Hæöagarði 18, Höfn í Hornafirði.
Jón Óli Einarsson,
Tungufelli, Árnessýslu.
Sigrún Elfa Ingvarsdóttir,
Aflagranda 18, Reykjavík.
cc
■QX)
■ mmm
</)
'OJ)
03
'03
E
</>
©
550 5000
@
vísir.is
550 5727
Þverholt ±±,
105 Reykjavík
Fólk í fréttum
Fimmtug
Georg Ólafsson
forstjóri Samkeppnisstofnunar
Georg Ólafsson, forstjóri Sam-
keppnisstofnunar, hefur mikið ver-
iö í fréttum að undanfórnu vegna
rannsóknar Samkeppnisstofnunar á
meintu samráði olíufélaganna.
Starfsferill
Georg fæddist í Reykjavík 13.7.
1945. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR 1965, viðskiptafræðiprófi frá HÍ
1970 og stundaði nám í fjármála-
fræði við Handelshojskolen í Kaup-
mannahöfn 1971-73.
Georg var viðskiptafræðingur hjá
bankaeftirliti Seðlabanka íslands
1970-71 og 1973-74, viðskiptafræð-
ingur hjá Tilsynet med Banker og
Sparekasser í Danmörku 1972 og hjá
hagfræðideild Den Danske Bank í
Kaupmannahöfn 1972-73, verðlags-
stjóri hjá Verðlagsstofnun 1975-93
og hefur verið forstjóri Samkeppnis-
stofnunar frá 1993.
Georg sat í stjórn Stúdentafélags
HÍ 1967-68, var varaformaður Vöku,
félags lýðræðissinnaðra stúdenta,
1967-69, formaður gjaldskrárnefnd-
ar 1977-78 og frá 1980, i stjórn Is-
lenska flugsögufélagsins frá 1984,
formaður verðlagninganefndar
landbúnaðarvara á vegum landbún-
aðarráðuneytisins frá 1985, skipað-
ur formaður stjórnar Flutningsjöfn-
unarsjóðs olíu og bensíns á vegum
viðskiptaráðuneytisins, í ílugeftir-
litsnefnd á vegum samgönguráðu-
neytisins frá 1990 og er formaður
samkeppnisnefndar EFTA-ríkja í
Brússel frá ársbyrjun 1996.
FJölskylda
Georg kvæntist 28.10. 1967 Soffíu
Stefánsdóttur, f. 23.4. 1945, kennara.
Hún er dóttir Stefáns Pálssonar, f.
13.6. 1915, d. 25.7. 1969, tannlæknis í
Reykjavík, og k.h., Guðnýjar
Kristrúnar Níelsdóttur, f. 19.9. 1916,
klæðskera.
Synir Georgs og Soffíu eru Ólafur
Georgsson, f. 5.7. 1967, flugmaður
hjá Ffugféfagi ísfands, búsettur í
Reykjavík, dóttir hans er Guðrún
Soffia: Páff Georgsson, f. 27.12. 1974,
sölustjóri í Reykjavík, kona hans er
Guðný Steinsdóttir, BA í sálfræði, í
framhaldsnámi í markaðsfræðum.
Foreldrar Georgs: Ólafur Georgs-
son, f. 10.2. 1918, d. 19.8. 1961, for-
stjóri Vátryggingafélagsins hf. í
Reykjavík, og Alda Bryndís Hans-
dóttir Hansen, f. 19.7. 1922, húsmóð-
ir.
Ætt
Ólafur var sonur Georgs, hag-
fræðings og bankastjóra Lands-
banka íslands í Reykjavík, Ólafs-
sonar, gullsmiðs í Reykjavík, bróð-
ur Guörúnar, ömmu Sveins, for-
stjóra Völundar, Júlíuönnu listmál-
ara og Sigurveigar, móður Baldurs
Johnsens, fyrrv. forstöðumanns
Hollustuverndar ríkisins. Guðrún
var dóttir Sveins, b. i Ytri-Skógum
undir Eyjafjöllum, ísleifssonar, b. í
Skógum, Jónssonar, lrm. í Skógum,
ísleifssonar. Móðir ísleifs var Vig-
dís Magnúsdóttir, systir Þuríðar,
langömmu Jensínu, móður Ásgeirs
Ásgeirssonar forseta. Móðir Sveins
var Þórunn Sveinsdóttir, b. í Ólafs-
húsi undir Eyjafjöllum, Þorleifsson-
ar. Móðir Georgs bankastjóra var
Ásta, systir Jensínu, langömmu
Guðmundar J. Guðmundssonar,
alþm. og formanns Dagsbrúnar.
Ásta var dóttir Jóns, pr. í Dýrafjarð-
arþingum, bróður Þorkels, pr. á
Staðastað, langafa Jóns Sólness, föð-
ur Júlíusar Sólness verkfræðings.
Jón var sonur Eyjólfs, pr. í Miðdala-
þingum, Gislasonar, og Guðrúnar
Jónsdóttur, pr. og skálds á Bægisá,
Þorlákssonar. Móðir Guðrúnar var
Margrét Bogadóttir, systir Benedikts,
langafa Sigríðar, langömmu Geirs
Hallgrímssonar forsætisráðherra.
Móðir Ólafs var Augusta
Frederikke Ólafsson Weiss, dóttir
Martins Sörensens Weiss, málara-
meistara í Kaupmannahöfn.
Alda Bryndís er dóttir Hans Han-
sens, járnsmíðameistara í Reykjavík,
ættaðs frá Borgundarhólmi, og Softlu,
systur Kristbjargar, móður Erfends
bæjarfógeta og Marteins verkfræð-
ings Björnssona. Systir SofEiu var
Þóra, amma Ingjalds Hannibalssonar
forstjóra. Sofíla var dóttir Péturs, b.
i Miðdal í Kjós, Árnasonar, b. í Haga-
koti, Árnasonar, bróður Guðmund-
ar, langafa Guðmundar, föður Einars
Más rithöfundar. Móðir Soffíu var
Margrét Benjamínsdóttir, b. í Flóka-
koti í Kjós, Jónssonar, og Kristínar
Þorkefsdóttir, b. í Prestshúsum í
Húnavatnssýsfu, Þorfákssonar.
Hulda Guðbjörnsdóttir
hjúkrunarfræðingur á Selfossi
Hulda Guðbjörnsdóttir hjúkrun-
arfræðingur, Sófvöffum 1, Seffossi,
er fimmtug í dag.
Starfsferill
Hufda fæddist í Vestmannaeyjum
en ólst upp í Kópavogi. Hún fauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskól-
anum í Kópavogi, hjúkrunarprófi
frá Hjúkrunarskóla íslands 1974,
stúdentsprófi frá FS 1985 og B.Sc,-
prófi í almennum hjúkrunarfræð-
um frá Hjúkrunarskólanum í Lundi
1989.
Hulda var hjúkrunarfræðingur á
Landspítalanum 1974-75, hjúkrun-
arforstjóri á Húsavík 1975, hjúkrun-
arfræðingur á Sjúkrahúsi Selfoss
1976, á Heilsugæslustöð Selfoss
1977-78, Heilsuverndarstöð Reykja-
vikur 1978, hjá SÁÁ 1979, Heilsu-
gæslustöð Selfoss 1979-83 og við
Sjúkrahús Suðurlands frá 1983 og
kenndi við Fjölbrautaskóla Suður-
lands nokkrar annir. Hún hefur ver-
ið búsett á Selfossi frá 1976.
Hulda var í stjórn Suðurlands-
deildar Hjúkrunarfélags íslands
1986 og formaður 1987-88, i stjórn
Hjúkrunarfélags íslands 1987-88,
formaður umhverfisnefndar Selfoss
1982-86, í byggingar- og skipulags-
nefnd Selfoss 1986-90, í stjórn Sjálf-
stæðiskvenfélags ' Árnessýslu
1979-83, í stjóm Landssambands
sjálfstæðiskvenna 1984-88 og fram-
kvæmdastjórn 1986-88, átti sæti í
flokksráði Sjálfstæðisflokksins, í
fræðslunefnd Hjúkrunarfélags ís-
fands í fræðslunefnd Sjúkrahúss
Suðurfands.
Fjölskylda
Hufda giftist 27.6. 1976 Brynleifi
H. Steingrimssyni, f. 14.9. 1929,
lækni við Sjúkrahús Suðurlands.
Foreldrar hans: Steingrímur Dav-
íðsson, skólastjóri á Blönduósi, og
k.h., Helga Jónsdóttir húsmóðir.
Sonur Huldu og Brynleifs er
Steingrímur, f. 30.3. 1977, nemi í
húsasmíði.
Sonur Huldu frá því áður er
Hrafn Tryggvason, f. 8.3.1970, versl-
unarmaður á Akureyri, og er dóttir
hans Hrafnhildur Lára, f. 9.1. 1997.
Börn Brynleifs af fyrra hjóna-
bandi: Guðrún, f. 22.6. 1954, lögfræð-
ingur, gift Gunnlaugi A. Jónssyni
guðfræðiprófessor; Helga, f. 4.3.
1956, kennari, gift Jóni G. Hauks-
syni, ritstjöra; Friðrik, f. 15.5. 1958,
d. 21.12.1990, en hans kona var Ólöf
Halldórsdóttir kaupmaður; Brynja
Blanda, f. 11.8. 1971, BA 1 þýsku og
rekstrarhagfræði.
Systkini Huldu: Björn, f. 10.6.
1955, læknir í Reykjavík; Hrafnhild-
ur Soffia, f. 5.5. 1962, læknir í Sví-
þjóð.
Hálfsystkini Huldu, samfeðra: Jó-
hanna, f. 13.7.1946, gjaldkeri hjá ísól
hf.; Sveinbjörn Guðnýjarson guð-
fræðingur.
Foreldrar Huldu: Guðbjörn Guð-
jónsson, f. 21.6. 1925, fyrrv. stór-
kaupmaður, og Hrafnhildur Helga-
dóttir, f. 3.4.1932, meinatæknir.
Ætt
Guðbjörn er sonur Guðjóns Júlí-
usar, málarameistara á Akranesi,
Jónssonar, formanns á Akranesi,
Jónssonar. Móðir Guðjóns var Hall-
dóra Guðlaugsdóttir.
Móðir Guðbjörns var Anna
Björnsdóttir, skipstjóra og síðar
seglasaumara á Ákranesi, Sveins-
sonar, og Guðrúnar Klemensdóttur
frá Saltvík á Kjalarnesi.
Hrafnhildur er dóttir Helga Guð-
mars, vélstjóra í Vestmannaeyjum,
bróður Magnúsar, afa Magnúsar
Gauta kaupfélagsstjóra. Systir
Helga var Rósa, móðir Magnúsar
Péturssonar pianóleikara. Helgi var
sonur Þorsteins, b. á Upsum í Svarf-
aðardal, Jónssonar, sjómannafræð-
ara og hákarlaskipstjóra á Mínervu,
Magnússonar. Móðir Þorsteins var
Rósa Sigríður, systir Snjólaugar,
móður Jóhanns Sigurjónssonar
skálds. Rósa var dóttir Þorvalds, b.
á Krossum, Gunnlaugssonar, ætt-
föður Krossaættar, Þorvaldssonar.
Móðir Helga var Anna Björk Bene-
diktsdóttir, b. í Miðsamtúni, Jóns-
sonar. Móðir Önnu var Hólmfríður
Þorkelsdóttir.
Móðir Hrafnhildar var Hulda
Guðmunsdóttir, vélstjóra í Vest-
mannaeyjum, Ólafssonar, og Sofílu
Þorkelsdóttur.
smáauglýsingarnar ná athygii
550 5000