Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002
Fréttir
DV
Mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar:
Reykjavíkurborg hefur
dregiö lappirnar
- segir adstoðarmaöur samgönguráðherra
Aðstoðarmað-
ur samgönguráð-
herra segir
Reykjavíkurborg
draga lappirnar í
skipulagsmálum.
Það hafi m.a.
áhrif á aö ekki er
farið í mikilvæg-
ar lagfæringar á
hættulegum
slysastöðum í
borginni.
Forgangsröðun i vegagerð hér á
landi hefur mjög verið í umræðunni
að undanförnu. í síðustu viku gagn-
rýndi Bjöm Mikaelsson, yfirlög-
regluþjónn á Sauðárkróki, þetta
harðlega og sagði að sér blöskraði
gerð dýrra jaröganga til Siglufjarð-
ar á meðan enn væru hættulegir
flöskuhálsar og einbreiðar brýr á
Vantar
fjármagn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri vísar því á bug að Reykjavíkur-
borg dragi lappimar varðandi mislæg
gatnamót á mótum
Kringlumýrar-
brautar og Miklu-
brautar.
„Það er alveg
ljóst að framlög til
vegamála hvort
heldur er í Reykja-
vík eða á höfuð-
borgarsvæðinu
hafa verið allt of
lág. Það eru mörg
brýn verkefhi á þessu svæði sem bíða og
hafa beðið vegna þess að ekki hafa ver-
ið til fjármunir til framkvæmda. Hvað
varðar gatnamót Kringlumýrarbrautar
og Miklubrautar, þá hafa menn verið að
skoða með hvaða hætti væri hægt að
leysa þau mál án þess að þar yrðu sett
niður viðamikil gatnamót eins og eru á
Reykjanesbraut-Breiðholtsbraut. Þau
einfaldlega komast ekki fyrir. Út af fyr-
ir sig hefur ekki verið fundin endanleg
lausn á því enn. Þetta er þó komið inn i
aðalskipulag. Gatnamótin eru i hönnun
og menn eru að skoða það nú hvort
hægt sé að hafa Miklubrautina í „plani"
og grafa Kringlumýrarbrautina undir
hana,“ segir borgarstjóri. -HKr.
Hitt húsið:
Flytur i gömlu
lögreglustöðina
Hitt húsið mun ílytjast í gömlu lög-
reglustöðina við Pósthússtræti 3 til 5
þann 1. mars næstkomandi. Tillaga
þess efnis kom frá stjóm íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur og fór
hún þess á leit að framkvæmdastjóra
ÍTR og borgarlögmanni yrði falið að
ganga til samninga við íslandspóst
um leigu á Pósthússtræti 3 og hluta af
Pósthússtræti 5 og var það samþykkt
á borgarráðsfundi í gær. Um er að
ræða tæplega fnnmtán hundruð fer-
metra húsnæði og yrði það afhent 1.
febrúar næstkomandi.
Hitt húsið var formlega opnað árið
1991 og hefur undanfarin ár verið
með starfsemi sína í Geysishúsinu
við Aðalstræti. Með flutningunum
núna gefst Hinu húsinu möguleiki til
að festa sig í sessi i miðborg Reykja-
víkur auk þess sem færi gefst á því að
auka tækifæri ungs fólks á jákvæðu
starfi í miðbænum. Þá felur það
einnig í sér tækifæri til stefnumótun-
ar til lengri tíma því leigusamningur-
inn nær til tíu ára. Þannig er hægt að
byggja upp starfsemina með mark-
vissum hætti til framtíðar. -MA
Inglbjörg Sólrún
Gísladóttir.
þjóðvegi eitt. Þá hefur einnig komiö
fram að hættulegustu gatnamót
landsins, á Kringlumýrarbraut og
Miklubraut, bíða enn úrlausnar eft-
ir margra ára umræðu.
DV hafði samband við samgöngu-
ráðuneytið vegna málsins, en þar
varð Jakob Falur Garðarsson, að-
stoöarmaður ráðherra, fyrir svörum
þar sem ráðherra er í fríi erlendis.
„Þau verkefni sem nú er verið að
gagnrýna að séu ekki komin af stað
eru einfaldlega ekki í forgangi hjá
Reykjavíkurborg í dag. Yfirvöld í
höfuðborginni hafa hreinlega ekki
leyft þeim verkefnum að vera með á
forgangsröðunarlista. Af þeim
ástæðum er í raun og veru lítið
hægt að gera,“ segir Jakob Falur
Garðarsson. Það sé fyrst núna sem
umrædd gatnamót eru komin í aðal-
skipulag sem þó hefur ekki enn ver-
ið samþykkt.
„Það liggur nokkuð ljóst fyrir í
umræðu um mislæg gatnamót
Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar, að sú framkvæmd gæti ver-
ið komin mun lengra en raunin er í
dag. Ástæðan er afstaða skipulags-
yfirvalda i borginni og sú staðreynd
að Reykjavíkurborg hefur ekki
skipulagt mislæg gatnamót á þess-
um stað. Við framkvæmum að sjálf-
sögðu ekkert nema í fullri sam-
vinnu við skipulagsyfirvöld í við-
komandi sveitarfélagi.
Meira að segja hefur verið látið í
veðri vaka af hálfu Reykjavíkur-
borgar, að það væri svo mikil sjón-
ræn mengun að mislægum gatna-
mótum á þessum stað. Þess vegna
væri verið að leita annarra leiöa.
Reykjavíkurborg hefur því að mínu
mati dregið lappirnar í þessu máli.
Samgönguyfirvöld í landinu væru
að sjálfsögðu búin að taka stærri
skref hvað varðar þessa fram-
kvæmd ef borgin hefði fengist fyrr
að því verkefni.
Þá er rétt að minna á þá stað-
reynd að oft á tíðum hefur því verið
haldiö fram af yfirmönnum borgar-
innar, að samgönguráðherra Sjálf-
stæðisílokksins í gegnum tíðina
hafi haft horn í síðu framkvæmda á
höfuðborgarsvæðinu. Ég vil leyfa
mér að vísa því sérstaklega á bug. Á
undanfórnum árum hafa fjárveit-
ingar til framkvæmda almennt ver-
ið að stóraukast. Þaö hefur ekki síst
átt við höfuðborgarsvæðiö. Einnig
vil ég leyfa mér að nefna, vegna um-
ræðunnar um einbreiðar brýr, að
það er áætlun í gangi um tvöföldun
brúa vítt og breitt um landið. Þar
ræður ekki síst umferðarþungi og
aðstæður á vegum. Þá er ástæða til
að nefna að fjölmörg slys á þjóðveg-
unum bera vitni um hversu nauð-
synlegt það er, almennt, að byggja
upp vegakerfi landsins þar sem víða
eru slysagildrur ekki siður en í um-
ferðarþunganum hér á höfuðborgar-
svæðinu," segir Jakob Falur Garð-
arsson. -HKr.
DV-MYND BRINK
Áframeldi þorsks fékk Nýsköpunarverölaunin
Tveir nemendur viö sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri fengu í gær Nýsköpunarverölaun forseta ísiands fyrir verk-
efni sem þeir kalla Áframeldi þorsks. Nemendurnir sem um ræöir heita Björn. Gíslason og Bergur Guömundsson og er
verkefni þeirra fyrst og fremst ætiað sem grunnupplýsingaöflun fyrir áframeldi á þorski og veiöar á fiski til eldis. Niö-
urstaöa þess gefur til kynna aö þorskeldi geti skilaö umtalsveröum hagnaöi og ástæöa sé því til bjartsýni. Þaö var
forseti íslands sem afhenti verölaunin á Bessastööum í gær.
Tillögur um loðnukvótann tilbúnar:
1,2 milljónir tonna
- spurning um tíðarfar hvort þetta næst, segir útgerðarmaður
„Þetta eru finar fréttir þótt ýmsar
vísbendingar hafi verið uppi um
það að undanförnu að það gæti orð-
ið bjart yfir þessari vertíð,“ segir
Sverrir Leósson, útgerðarmaður á
Akureyri, um tillögur Hafrann-
sóknastofnunar að loðnukvóta sem
birtar voru í gær. Hafrannsókna-
stofnun leggur til að heildarkvótinn á
vertíðinni verði 1,2 milljónir tonna og
mun sjávarútvegsráðherra að öllum
líkindum staðfesta þá tillögu.
Á sumar- og haustvertíð veiddust
tæplega 150 þúsund tonn og ríflega
60 þúsund tonn hafa veiðst
á vetrarvertíðinni. Það magn sem
er eftir er því
tæplega milljón
tonn samkvæmt
tillögum Hafró og
má reikna með
að tíminn til að
veiða það magn
sé um tveir mán-
uðir eða ríflega
það. Er ljóst að
tíðarfar þarf að
vera mjög hagstætt eigi það að
takast og langvarandi bræla má
ekki setja verulegt strik í reikning-
inn. „Já, þetta veltur allt á tíðarfar-
inu, flotinn er orðinn geysilega öfl-
ugur og afkastamikill og ef tíðarfar-
ið verður gott náum við að veiða
þetta," segir Sverrir.
Verðið fyrir loðnuna er mun
betra en fyrir ári. Þá var verðið til
útgerðanna um 4.500 krónur fyrir
tonnið en verðið í dag er um 9.500
krónur. Það verð fer þó lækkandi til
loka vertíðarinnar eins og venjan
er. Hásetahluturinn er að sama
skapi mun hærri nú en í fyrra.
„Þetta er allt miklu betra núna og
allt sem segir manni að vertíðin
núna verði mun betri en sú síð-
asta,“ segir Sverrir. -gk
Sverrir Leósson
Verðhjöðnun:
Suzuki-bílar
lækka í veröi
Suzuki-bílar lækkuðu verð bíla
sinna í gær um 1-2% og urðu þar
með fyrst bílaumboða til að sigla i
kjölfar verslana sem tilkynnt hafa
um lækkanir á vöruverði síðustu
daga.
Úlfar Hinriksson, framkvæmda-
stjóri Suzuki-bíla, segir að þetta
þýði um 20-50 þúsund króna lækk-
un á bíl eftir gerðum. „Þetta er
ákveðið tillegg til þess sem gert hef-
ur verið hjá byggingarvöru- og mat-
vöruverslunum. Við erum að leggja
okkar lóð á vogarskálina. Hins veg-
ar hefur verð á bílum hjá okkur
engan veginn fylgt gengisþróuninni.
Við höfum ekki hækkað bílana í
takt við þá gengisfellingu sem varð
á siðasta ári. Sem dæmi þá hefur að-
alsölubíll okkar, Grand Vitara, sem
kom fyrst á markað um mitt ár 1998,
aðeins hækkað innan við 12%.
Krónan hefur hins vegar lækkað ná-
lægt 25%.“
Úlfar segir að mismuninn hafi
umboðið og framleiðandinn þurft að
taka á sig. Hann segist ekki sjá
neinar stórbreytingar í spilunum í
sölu nýrra bíla eftir mikinn sam-
drátt á síðasta ári. „Þessi niður-
sveifla hefur hins vegar verið allt of
mikil og það hlýtur að koma að því
að salan aukist aftur. Salan í fyrra
var langt undir því sem þarf að vera
til að endurnýja bílaflotann." -HKr.
r
.ÆL '*W
"4
Vílja þjóðaratkvæöi
Vinstri grænir kynntu í gær tillögu
sína um þjóöaratkvæöagreiðslu um
Kárahnjúkavirkjun.
Vinstri grænir:
Þjóðin ráði
virkjun eystra
Vinstri grænir hafa lagt fram
þingsályktunartillögu um að fram
fari þjóðaratkvæðagreiðsla um
Kárahnjúkavirkjun og framtíð há-
lendisins norðan Vatnajökuls.
Kolbrún Halldórsdóttir, 1. flutn-
ingsmaður, segir að lagt sé til að
kjósendur fái að velja á milli
tveggja kosta. Annars vegar nú-
verandi áforma um Kárahnjúka-
virkjun og hins vegar hvort fresta
beri ákvörðun um framtíðarnýt-
ingu svæðisins uns afstaða verður
tekin til stofnunar þjóðgarðs með
einu stærsta ósnortna víðerni
Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan
fari fram jafnhliða sveitarstjórn-
arkosningunum 25. maí nk.
„Við teljum að menn hafi rasað
mjög um ráð fram varðandi Kára-
hnjúkavirkjun," segir Kolbrún.
Hún telur að þjóðaratkvæði um
slíkt stórmál eigi vel við og al-
mennt sé umræðan um lýðræðið
of lítil hér á landi. Þó hafi t.d. um-
ræðan um flugvallarmálið í
Reykjavík verið dæmi um virkt
lýðræði borgaranna. -BÞ
Hrifsaði peninga
úr búðarkassa
Ungur maður rændi peningum úr
söluturni í austurhluta Reykjavíkur
á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Maðurinn snaraðist inn í sölu-
turninn og vippaði sér yfir af-
greiðsluborðið. Hann hrifsaði síðan
til sín peninga úr búðarkassanum
og hljóp á brott að því loknu. Af-
greiðslustúlka var ein í versluninni
og kom engum vörnum við. Um
ungan mann er að ræða og gerði
hann enga tilraun til að dyljast, t.d.
með því að hylja andlit sitt. Manns-
ins er leitað. -gk