Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002
DV
Kúbu-fangarnir fá
mannúðlega meðferð
- segir Donald Rumsfeld, varnarmálaráöherra Bandaríkjanna
Á vakt viö fangabúriö á Kúbu
Bandarískur gæsluliði á verði við fangabúrið í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu
þar sem 158 talíbanar og al-Qaeda-liðar eru í gæslu og bíða örlaga sinna.
REUTER-MYND
Á verði
Öryggisvörður við aðalstöðvar Enron
í miðborg Houston í gær.
Eyðing skjala hjá
Enron rannsökuð
Útsendarar bandarísku alríkislög-
reglunnar FBI og dómsmálaráðu-
neytisins íjölmenntu í höfuðstöðvar
gjaldþrota orkusölufyrirtækisins
Enron í Houston í gær til að safna
gögnum um eyðingu skjala.
Á sama tíma var nefnd Banda-
ríkjaþings að búa sig undir að
kanna sannleiksgildi staðhæflnga
um ólöglegt athæfi af hálfu endur-
skoðunarfyrirtækisins Arthur And-
ersen sem var endurskoðandi En-
ron þar til í síðustu viku.
Forráðamenn Enron fóru sjálfir
fram á að fullyrðingar um eyðingu
skjala yrðu rannsakaðar. Fyrrum
starfsmaður Enron sagði í vikunni
að eyðing skjala hefði hafist í októ-
ber og henni verið haldið áfram til
14. janúar að minnsta kosti.
Bush forseti varði í gær gerðir
stjórnar sinnar í tengslum við hrun
Enron og lofaði aðgerðum til að
vernda betur hagsmuni fjárfesta
eins og tengdamóður sinnar sem
tapaði þúsundum dollara á hluta-
bréfaeign sinni í Enron.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, mótmælti í gær
orðrómi um illa meðferð á Afganistan-
fóngunum sem í haldi eru í Guant-
anamo-herstöðinni á Kúbu og fullyrti
að þeir fengju mannúðlega meðferð í
samræmi við alþjóðleg lög og reglur.
Þetta kom fram á blaðamannafundi
í gær eftir að fulltrúar Evrópusam-
bandslandanna og talsmenn mann-
réttindahópa höfðu gagnrýnt neitun
bandarískra stjórnvalda um að skil-
greina fangana sem stríðsfanga og þar
með veikja réttarstöðu þeirra.
Fulltrúar Evrópusambandsland-
anna töldu einnig að þessi afstaða
Bandaríkjamanna gæti veikt sam-
stöðu alþjóðasamfélagsins til barátt-
unnar gegn hryðjuverkaöílunum í
heiminum, en alls 158 handteknir talí-
banar og al-Qaeda-liðar eru nú geymd-
ir í útibúrum og bíða örlaga sinna í
herstöðinni á Kúbu.
„Ég hef ekki fundið eina einustu
vísbendingu um að fangamir hljóti
ekki mannúðlega og sanngjarna með-
ferð,“ sagði Rumsfeld og bætti við að
allt tal um annað undanfama þrjá
daga ætti ekki við rök að styðjast.
Myndbandsupptaka, sem nýlega
var sýnd á sjónvarpsstöðum um víða
veröld og sýndi fangana hlekkjaða í
búrum með bundið fyrir vitin, varð til
þess að margir fylltust efasemdum um
réttmæta meðferð fanganna og varð
gagnrýnin hvað hörðust frá þýska og
breska þinginu. „Það er furðulegt
hvernig stjórnmálamenn í um 5000
mílna íjarlægð frá Kúbu geta
gangrýnt okkur án þess að hafa séð
aðstæður með eigin augum. Fólk verð-
ur að gera sér grein fyrir að þarna er
um að ræða hættulega fanga og eng-
inn þeirra hefur verið beittur harð-
ræð á nokkurn hátt. Einn þeirra hef-
ur haft í hótunum um að drepa
Bandaríkjamenn og annar beit banda-
rískan gæslumann," sagði Rumsfeld.
Fulltrúar Rauða krossins hafa þeg-
ar skoðað aðstæður á Kúbu og ræddu
þeir auk þess við tuttugu fanganna án
afskipta gæslumanna.
Að sögn Urs Boeglis, talsmanns
hópsins, fengu þeir frjálsan aðgang að
því sem þeir vildu sjá af aðstöðunni í
fangabúðunum. „Við bentum á það
sem betur mætti fara,“ sagði Boegli en
neitaði aö greina frá því hvað um var
að ræða.
20 geisladiskar með Regínu og tveir
bíómiðar ó Regínu sem sýnd er í Hóskólabíói.
Aron Austmann, nr. 16377
Oaníel Á. Gautason, nr. 9361
Kolbrún E. Haraldsdóttir, nr. 03247
Ósk Jóhannesdóttir, nr. 16406
Höröur Helfiason. nr. 15019
Svava L. Kristjánsdóttir, nr. 18487
Lilia D. Heiðarsdóttir, nr. 12972
Kristrún Pétursdóttir. nr. 18694
Guðión A. Einarsson, nr. 15959
Gísli R. Einarsson, nr. 12892
Anna M. porsteinsdóttir, nr. 14348
(sabeda Ó. Gunnarsdóttir, nr. 06144
(ris Anna Níelsdóttir, nr. 18070
Hrafnhildur E. Guömundsdótfir, nr. 8695
Einar Siöurösson, nr. 6727
Gíeia Snorradóttir, nr. 15488
Sandra Ó. Uikforsdótfir, nr. 15390
Uera Júlíusdóttir, nr. 18027
íris B. Granf, nr. 15970 *
(ða H. Hauksdóttir, nr. 18480
Krakkaklúbbur DU óskar
vinnineshöfum til hamineju.
Uinninearnir verða sendir
í pósfi næstu daea.
Þökkum Þáttfökuna.
Kveðía, Tífíri o& Halldóra
REUTER-MYND
Loftvarnabyssu komiö fyrir
Pakistanskir hermenn taka loftvarnabyssu niður úr járnbrautarlest sem flutti
hana til Sukkur sem er um 500 kílómetra austur af borginni Karachi.
Vaxandi spenna er í samskiptum Pakistans og Indlands í kjölfar skotárásar á
bandaríska menningarmiðstöð i Kaikútta á Indlandi í gær.
Samskipti Indlands og Pakistans:
Árás eykur spennu
Árás sem gerð var á bandarísku
menningarmiðstöðina í Kalkútta á
Indlandi hefur aukið spennuna
milli Indverja og Pakistana.
Löndin tvö hafa sent um eina
milljón hermanna að landamærun-
um í kjölfar mannskæðrar sjálfs-
morðsárásar á indverska þinghúsið
í Nýju-Delhi í síðasta mánuði. Ind-
verjar kenna aðskilnaðarsinnum
frá Kasmír, sem hafa aðsetur í
Pakistan, um tilræðið. Þá segja ind-
versk yfirvöld að helsta leyniþjón-
usta Pakistans gæti tengst tilræðinu
í Kalkútta í gær þar sem að minnsta
kosti fjórir lögregluþjónar létu lífið.
Pakistönsk stjórnvöld segja aö
enginn fótur sé fyrir slíkum stað-
hæflngum.
Innanríkisráðherra Indlands
gagnrýndi Pakistana enn i gær og
sagði að ekki væru nein teikn á lofti
um grundvallarbreytingu á stuðn-
ingi þeirra við starfsemi skæruliða
í Kasmír, þótt þeir hefðu lagt til at-
lögu við íslamska öfgamenn.
Stuttar fréttir
Páfi dásamar Netið
Jóhannes Páll páfi
sagði í gær að Netið
væri dásamlegt tæki.
Engu að síður þyrfti
að setja um það ein-
hverjar reglur til að
koma í veg fyrir að
það yfirfylltist af
ósóma. Páfi sagði að
nota ætti Netið til að útbreiða orð
guðs og til að stuöla að friði.
Stríðsherrar berjast
Hersveitir hliðhollar afganska
striðsherranum Rashid Dostum
hafa lagt undir sig svæði í norðan-
verðu Afganistan eftir átök við
keppinauta sina.
Mómælir illri meðferð
Háttsettur ráðgjafi áströlsku rík-
isstjórnarinnar í málefnum innflytj-
enda hefur sagt af sér vegna harð-
neskjulegrar stefnu stjórnvalda í
garð flóttamanna.
" ■ i ' j,
'MM
Sakfelldur fyrir tilræði
Dómstóll á írlandi sakfelldi í gær
Colm Murphy fyrir aðild að
sprengjutilræði í Omagh á Norður-
írlandi árið 1998 þar sem 29 létust.
Refsing verður ákveðin á fóstudag.
Lindh á heimleið
Bandaríski talibaninn John Walker
Lindh er á leið til Bandaríkjanna
þar sem réttað verður í máli hans.
hann hefur verið í yfirheyrslum í
45 daga um veru sina í Afganistan.
Solana varar BNA við
Javier Solana, ut-
anríkismálastjóri
Evrópusambands-
ins, hvatti í gær
bandarísk stjórn-
völd til að forðast
að reka einhliða
stefhu í alþjóðamál-
um og sagði að ESB
yrði að ráðast að rótum átaka í fá-
tækt, jafnt sem aíleiðingum þeirra.
Þráttað innan WTO
Mike Moore, framkvæmdastjóri
Heimsviðskiptastofnunarinnar
(WTO), sagði í gær að þras um lyk-
ilstöður gæti komið í veg fyrir að
nýrri lotu viðræðna um frjálsa
verslun lyki á réttum tima.
Skrípaleikur í dómsal
Umdeildur franskur
lögmaður, Jacques
Vergés, sem hefur ver-
ið Slobodan Milosevic,
fyrrum Júgóslavíu, til
halds og trausts, sagði
í gær að réttarhöldin
yfir Milosevic fyrir
stríðsglæpadómstóli SÞ í næsta
mánuði yrði „réttarkómedía“ sem
hann myndi fletta ofan af.
Búa sig undir komu dáta
Kráaeigendur i Zamboanga á Fil-
ippseyjum og barstúlkur hlakka
mjög til komu bandarískra her-
manna þangað í næsta mánuði. Dát-
arnir eiga að aðstoða í baráttunni
við skæruliða múslíma.
Bush stappar stálinu
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti stappaði stálinu í andstæðinga
fóstureyðinga sem minntust þess í
Washington í gær að 29 ár eru liðin
frá því Hæstiréttur heimilaði fóstur-
eyðingar.