Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Page 21
41
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002
DV Tilvera
Myndgátan
Myndgátan hér
til hliöar lýsir
oröasambandi.
Lausn á gátu nr. 3242:
Sér ekki högg
á vatni
Krossgáta
Lárétt: 1 ofstækisfull, 4
hrella, 7 teningaspil, 8
skarð, 10 æst, 12 sekt, 13
léleg, 14 draugur, 15 tima-
bil, 16 snjór, 18 kafmæði,
21 ótamin, 22 gapti, 23
auðvelt.
Lóðrétt: 1 fjölda, 2 hlass,
3 grútarlampinn, 4 spýtu-
bakka, 5 heydreifar, 6
huldumann, 9 æviskeið-
ið, 11 bárum, 16 trekk, 17
aldur, 19 steig, 20 eðli.
Lausn neðst á síðunni.
Skák
Hvítur á leik!
Það standa yfir 2 stórmót þessa dag-
ana, annað í Linares og hitt í Cannes.
í Linares höfðu allar skákimar endað
með jafnteíli eftir 3 umferðir, nema
skákir Fide-heimsmeistarans Ponom-
ariovs, hann vann ívantsjúk í 1. skák-
inni og tapaði síðan fyrir Adams og
fékk að hvíla sig i 3. umferð. Kasparov
hefur einnig teflt 2 skákir en ekki tek-
ist að vinna góðar stöður. Þar hefur
því ekki teflst almennileg skák enn þá
og við bregðum okkur til Cannes aftur
og fylgjumst með í B-mótinu! Bareev
vinnur hér sigur á Leko sem er óvænt
því þeir eru vanir að gera mikið af
jafnteflum. En Ungverjinn var eitt-
hvað annars hugar í þessari skák og
Rússinn gekk á lagið.
Hvítt: Evgení Bareev (2707)
Svart: Peter Leko (2713)
Enski leikurinn Cannes (1), 22.02.
2002
1. c4 c5 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. e3
Rc6 5. Re2 e6 6. d4 cxd4 7. exd4
Rge7 8. d5 Re5 9. dxe6 dxe6 10.
Dxd8+ Kxd8 11. 0-0 Bd7 12. Hdl
Kc7 13. Rbc3 a6 14. Bf4 Bc6 15. Rd4
Had8 16. Rxc6 R7xc6 17. Hel Kb6
18. Ra4+ Ka7 19. Bg5 Hd6 20. Hedl
Rd4 Stöðumyndin! 21. Be7 Rxc4 22.
Bxd6 Rxd6 23. Kfl e5 24. Hacl Hd8
25. Hc5 Kb8 26. Hd5 Kc7 27. Rc5
He8 28. Hcl Bh6 29. Rxa6+ 1-0
Bridge
Umsjón: ísak Öm Sigurösson
Spil dagsins er frá fjórðu um-
ferð í aöalsveitakeppni Bridgefé-
lags Reykjavikur úr leik sveita
Simonar Símonarsonar og Páls
Valdimarssonar. í spili 5 var mis-
jafnt hvaða samning AV spiluðu,
allt frá einum spaða og upp i fjög-
ur hjörtu. í opna salnum kom
austur í sveit Páls inn á einum
spaða eftir tígulopnun norðurs og
þar lauk sögnum. Sagnhafi fékk
þar 7 slagi, en hafði áhyggjur af
því að fjögur hjörtu gætu staðið.
Á hinu borðinu þreifuðu AV sig
upp í 4 hjörtu, en þrautin var
þyngri að standa þann samning.
Noröur gjafari og NS á hættu:
4 G1076
<4 K6
4 ÁK764
* 95
4 -
«4 ÁD9532
4 D952
* 742
4 K52
«4 1084
4 103
4 DG853
NORÐUR AUSTUR SUÐUR VESTUR
Páll V. Friöjón Eríkur Guöjón
Pass 14 pass 1 grand
Pass 3 4 pass 4 44
P/h
Páll spilaði út ásnum í tlgli og
fékk kaÚ frá félaga sínum í litnum.
Páll hefði þurft að skipta yfir i lauf,
til að hnekkja fjórum hjörtum, en
erfitt að sjá þá stöðu við borðið.
Hann lagði niður kónginn í tígli og
spilaði meiri tígli en Friðjón Þór-
hallsson trompaði
með hjartagosa. Er-
íkur Jónsson ákvað
að henda spaða.
Friðjón lagði nú
niður ásinn í spaða
og henti tígli í
blindum. Síðan var
spaöi trompaður,
hjartaásinn lagður
niðúr og litlu hjarta
spilað. PáU fékk á kónginn en sagn-
hafi átti afganginn af slögunum.
Tapslagurinn í laufi fór niður í
drottninguna i spaöa.
Páll
Valdimarsson.
Lausn á krossgátu
'Ue oz ‘ajs 61 ‘tAae
il ‘8ns 9i ‘umpip n ‘utna 6 ‘JI? 9 ‘HBJ S ‘Itepeiiejg \ ‘uijgi(sio>i e ‘iifæ z ‘3æs i :}}ajgo'i
‘}}?l £8 ‘uta8 zz ÚIUA IZ ‘buisb 81
‘jæus 9i ‘pig si ‘ipue n ‘iiqis 81 ‘MQS z\ ‘jqhr oi 8 ‘BJ}0>[ i ‘epq t» ‘>[æ}s i :j}gj?T
Haukur L.
Hauksson
blaðamaður
Einbeitt
löghlýdni
Undirritaður varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að dvelja í London um
helgina. Ekki verður fjölyrt frek-
ar um ferðina ytra heldur skal
stokkið beint heim á Frón, nánar
tiltekið í komusal Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar. Fríhöfnin var
að baki með tilheyrandi hama-
gangi og hinn lögboðni skammtur
af áfengi á sínum stað í pokun-
um. í handtöskunni var síðan
fiaska af vodka umfram þær
heimildir sem einstaklingar hafa
til innflutnings á slíkum varn-
ingi. Meðan færibandið malaði og
töskurnar birtust ein af annarri
velti ég því fyrir mér hvort ég
ætti að taka sjensinn og stika að
græna hliðinu. Um leið velti ég
því fyrir mér hvort ekki leyndist
dropi í fleiri handtöskum og
hvort einhverjir hinna farþeg-
anna væru í svipuðum vangavelt-
um. Það hefur jú nánast verið
talið til íþróttar hér á Fróni að
koma aukapyttlu i gegn um toll-
inn. En svo birtist taskan og ég
vissi ekki fyrr en ég var kominn
að rauða hliðinu. Tilkynnti ég há-
tíðlega að hér væri maður á ferð
sem sýna vildi einbeitta löghlýðni
og gjalda keisaranum það sem
hans væri. Mér var ljúflega tekið
og leiddur inn á skrifstofu þar
sem flaskan var sett á borð. Eftir
að hafa skoðað upplýsingar um
magn og áfengisprósentu var
prentuð út kvittun. Upphæðin:
2.151 króna með vaski. Takk fyr-
ir. Sams konar flaska kostar um
2.500 krónur hjá Höskuldi.
Gjaldagleðin er svo sannarlega
við völd hjá ríkinu. Þó orðið
„gunga“ hafi og muni oftlega
heyrast í rabbi um þessa uppá-
komu hugga ég mig við þá stað-
reynd að uppnám í græna hliðinu
vegna einbeitts brotavilja hefði
orðið mun dýrara og flaskan að
auki horfið.
Sandkorn
Umsjón: Höröur Kristjánsson • Netfang: sandkorn<s>dv.is
Sífellt berast fréttir af vend-
ingum hjá Svæðisútvarpi Norður-
lands á Akureyri en sem kunnugt
er stefnir í að Rás 2 komi að ein-
hverju leyti þangað norður á
næstunni. Verið er að undirbúa
flutning RÚVAK
utan úr Þorpi og
inn í miðbæ Ak-
ureyrar í hús-
næði þar sem DV
og Morgunblaðið
eru fyrir. Sigurð-
ur Þór Salvars-
son mun þó að
öllum líkindum
verða fjarri góðu gamni á næst-
unni því hann er sagður á leið í
langt frí til Ítalíu þar sem hann
mun dveljast ásamt Guðrúnu
Öldu Harðardóttur, kennara við
leikskóladeildina í Háskólanum á
Akureyri, fram á haust. Ekki er
vitað hvað í þessu felst um fram-
tíðaráform Sigurðar hjá Rúvak en
þeir Karl Eskil Pálsson fréttastjóri
og Björn Sigmundsson tæknistjóri
munu í sameiningu leysa Sigurð
Þór af...
NÚ StyttÍSt í að sjálfstæðis-
menn muni stilla endanlega upp á
listann hjá sér í Reykjavík og eru
tvær nokkuð óvæntar breytingar
sagðar vera í spilunum núna.
Önnur er sú að
Jóna Gróa Sig-
urðardóttir, sem
hefur verið far-
sæll en ekki mjög
áberandi borgar-
fulltrúi fyrir
flokkinn um
langt árabil,
muni hverfa af
listanum, í það minnsta úr borgar-
stjómarsæti á listanum. Hermir
sagan að það sé Jónu Gróu að
meinalausu. Hin óvænta uppá-
koman mun vera sú að Eyþór
Arnalds er ekki á listanum sem
mun ráðast af því að kosið hafi
verið innan kjömefndarinnar og
Eyþór einfaldlega lent þar undir...
Upp á síðkastið þykir Ágúst
Einarsson hafa farið mikinn á vef-
síðu sinni og verið venju fremur
skáldlegur i pistl-
um sínum. í
nýjasta pistli sín-
um skrifar hann
um símamál og
spillingu og hefst
pistillinn á þess-
um orðum: „Eitt-
hvað er rotið
innan Danaveld-
is, segir Shakespeare í leikriti
sínu rétt áður en hinn ungi prins
Hamlet fær að vita um glæpi
Kládíusar föðurbróður síns. ís-
lenskur almenningur er Hamlet
og Sjálfstæðisflokkurinn er Kládí-
us. Forustumenn í Sjálfstæðis-
flokknum fara með opinbert fé
eins og ræningjar." Sumir segja
að hugsanlega sé Ágúst þama
kominn með drög að persónulýs-
ingu í nýtt leikrit - og muni leggja
skáldskapinn fyrir sig næst, en
fyrir er hann sem kunnugt er í
viðskiptum, háskólaprófessor og
stjórnmálamaður!...
Grein eftir Dag B. Eggertsson
í DV i gær vakti talsverða athygli
meðal stuðningsmanna Reykja-
víkurlistans. Dagur skrifar það
með skeleggum hætti um þá virð-
ingarverðu ákvörðun sérfræðings-
ins á Símanum, sem lét sig hafa
það að segja blaðamanni DV frá
viðskiptasamn-
ingum Símans og
Góðráða ehf.,
einkafyrirtækis
Friðriks Pálsson-
ar stjórnarfor-
manns. Dagur
kallaði grein
sína „Borgara-
legt hugrekki“
og veltu ýmsir því fyrir sér hvort
þessi grein væri forsmekkurinn
að því „borgaralega hugrekki" hjá
Degi að gefa kost á sér í 7. sætið á
Reykjavíkurlistanum en Dagur
hefur einmitt verið orðaður við
það sæti...
Myndasögur
3
Ö
Er ekki frábært hvað úýrin eru for-
sjái að safna nasringu fýrir langa og
kalda vetrarmánuði.
1
I
Ö
ií
^ Afsakíð
merkir
Andrée.
Láttu mii
fá hannlj
alltaf Ajax!
Látum okkur ejá ... hann er merkt-
rtýr?
varetu ao nota
Ajaxbolta?
y.