Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
Fréttir
DV
DV kannar afstöðu kjósenda til brottreksturs heimildarmanns DV frá Landssímanum:
Yfirgnæfandi meirihluti
telur uppsögnina ranga
Var rétt að reka Landssímamanninn?
- skoöanakönnun DV 4. mars 2002
Yfirgnæfandi meiriMuti kjós-
enda, eöa 8 af hverjum 10, telja að
það hafi verið rangt af stjórnendum
Landssímans að reka heimildar-
mann DV í Landssímamálinu.
Heimildarmaðurinn, Halldór Örn
Egilson, kom upplýsingum úr bók-
haldi Landssímans til DV þar sem
fram komu upplýsingar um millj-
ónaviðskipti Góðráða ehf., fyrirtæk-
is Friðriks Pálssonar stjómarfor-
manns, við Landssímann. Fram að
þeim tíma höfðu þessi viðskipti
ekki verið kunn innan stjómar
Landssímans.
Könnun DV var gerð á mánudags-
kvöld. Úrtakið var 600 manns, jafnt
skipt á milli höfuðborgarsvæðis og
landsbyggðar sem og kynja. Spurt
var: Var það rétt eða rangt hjá
stjómendum Landssímans að reka
heimildarmann DV í Landssíma-
málinu?
Af öllu úrtakinu sögðu 68,5 pró-
sent það rangt hjá stjórnendum
Landssímans að reka heimildar-
mann DV, 19,2 prósent sögðu það
rétta ákvörðun, 8,2 prósent voru óá-
kveðin og 4,1 prósent neituöu að
svara.
Samkvæmt þessu tóku 87,6% af-
stöðu til spumingarinnar. Sé ein-
ungis litið til þess hóps sögðu 78,1
prósent brottreksturinn vera rang-
an en 21,9 prósent voru á öndverðri
skoðun.
Fleiri karlar en konur tóku af-
stöðu til spumingarinnar eða 92
prósent á móti 83,3 prósentum
kvenna. 75,5 prósent karlanna sögðu
rangt af stjómendum Landssímans
að reka heimildarmann DV en 80,8
prósent kvenna. -hlh
Halldór Örn Egilson, starfsmaður Landssímans, sagði frá Góðráðum:
Uppnám vegna uppljóstrana
- heimildarmaður DV var rekinn en eignaðist hug þjóðarinnar
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 19.01 18.43
Sólarupprás á morgun 08.15 08.04
Síðdegisflóö 24.40 16.31
Árdegisflóð á morgun 00.40 05.13
Mildast syðst
Austan- og norðaustanátt 15-20
m/s með suðurströndinni og á
Vestfjörðum en hægari annars
staðar. Él norðan- og austanlands
og dálítil snjókoma syöst en annars
skýjað. Frost 0 til 12 stig, mildast
með suðurströndinni.
Bjart vestanlands
Austlæg átt 5-10 m/s og él um
landið austanvert en bjart veöur
vestanlands. Frost 0 til 12 stig,
mildast með suðurströndinni.
Friðrik
Pálsson.
w
Sturla
Böðvarsson.
Mál uppljóstr-
arans, sem upp-
lýsti DV um það
að stjórnarfor-
maður Símans
hefði innheimt
milljónalaun ár-
lega sem verktaki
og utan við hefð-
bundin stjómar-
laun, vakti þjóðar-
athygli.
Halldór Öm Eg-
ilson starfaði sem
millistjórnandi
hjá Landssíman-
um og kaus að
upplýsa DV og þar
með íslenska þjóð
um það að Friðrik
Pálsson stjómar-
formaður hefði
um árabil farið á
bak við stjóm
sína með því að innheimta verktaka-
laun hjá Landssímanum í nafni Góð-
ráða ehf., einkafyrirtækis síns.
Um nokkurra vikna skeið var Hall-
dór Öm ásamt nokkrum öðrum heim-
ildarmönnum í sambandi við blaða-
mann DV vegna málefna innandyra
hjá Símanum. Hann upplýsti DV með-
al annars um að orðrómur væri um
það innan Símans að Friðrik Pálsson
væri á háum launum hjá fyrirtækinu
án þess að þau kæmu fram í launa-
bókhaldi. Menn hentu meðal annars
að því gaman að réttast væri að sam-
eina Landssímann og fyrirtæki
stjórnarformannsins. DV kannaði hjá
tveimur stjómarmönnum Landssím-
ans hvort það væri með þeirra sam-
þykki að stjómarformaðurinn væri
jafnframt með einkarekstur sem hefði
afkomu af viðskiptum við Landssím-
ann. Stjómarmennimir komu af fjöll-
um og þeir höfðu aldrei heyrt minnst
á þann rekstur. Aftur á móti höfðu
þeir vitneskju um að Friðrik Pálsson
væri stjórnarformaður Hótel Rangár
en þangað var miklum viðskiptum
Símans beint. Blaðamaður DV og
Halldór Öm vom í þessu ljósi sam-
mála um að reyna að finna gögn sem
sýndu fram á það hver sannleikurinn
væri í máli stjórnarformannsins. Við
rafræna leit í bókhaldi Símans fund-
ust gögn sem sýndu að fyrirtækið
Góðráð hafði fengið greidda reikn-
inga að upphæð rúmlega 7,6 milljónir
á síðasta ári. Þær upplýsingar vora
prentaðar út úr bókhaldinu. Halidór
Örn klippti ofan af pappíranum þær
upplýsingar sem sýndu frá hvaða
tölvu kallað var eftir upplýsingunum.
Laugardaginn 16. febrúar hittust
Halldór og blaðamaður DV í Kola-
portinu þar sem heimildarmaðurinn
afhenti DV umrædda útskrift.
Stjórn óviðkomandi
Sunnudagskvöldið 17. febrúar var
fréttin fullunnin að öðru leyti en því
að eðlilegt var að leita viðbragða
Friðriks Pálssonar stjórnarformanns.
I símtali við Friðrik var það borið
undir hann hvað lægi að baki þessum
reikningum. Hann brást illa við og
lýsti þvi að þetta væri ekki fréttaefni.
Þama væri um að ræða sanngjöm
laun vegna ráðgjafar
hans við einka-
væðingu Sím-
ans. Þá væri inni
í umræddri upp-
hæð kostnaður
vegna ferðalaga
hans á vegum Sím-
ans. Friðrik
hringdi nokkrum
sinnum þetta kvöld
og krafðist þess að
fréttin yrði ekki birt í
DV. Hann lagði
áherslu á að hann
væri strangheiðarleg- |
ur og hefði ekkert að
fela en umræðan, sem
sprytti af fréttinni, yrði
honum erfið.
Skömmu áður en DV
fór i prentun kom Friðrik
á ritstjóm DV með yfirlýs-
ingu frá endurskoðanda
sínum um að ráðgjafarlaun
hans hefðu verið rúmar 5
milljónir króna en það sem
út af stæði væri kostnaður
og virðisaukaskattur. Jafn-
framt lýsti Friðrik því að
þessi laun væru stjóminni
óviðkomandi.
Mánudaginn 18. febrúar birtist
fréttin og vakti hún gífurlega athygli.
Það fylgdi sögunni að samgönguráð-
herra hefði samið um verktakalaunin
við Friðrik og ríkisendurskoðandi
hefði samþykkt fyrirkomulagið.
Á mánudeginum kom stjóm Lands-
símans saman til að fjalla um ráðgjaf-
arlaun formannsins. Fundurinn stóð
lengi og á endanum var samþykkt aö
formaðurinn hefði fengið sanngjöm
laun. Einn stjómarmaður sat hjá við
þá afgreiðslu sem þótti um margt ein-
kennileg þar sem formaðurinn vék
ekki af fundi þótt verið væri að ræða
hans mál. Flosi Eiríksson, annar
tveggja stjómarmanna Sam-
fylkingar,
oel>s0P»»-a6
sókn beindist að því hver hefði leitað
í bókhaldskerfinu auk þess sem fólk
var spurt. Á miðvikudeginum var
búið að fmna út frá hvaða tölvu um-
ræddar upplýsingar höfðu verið kall-
aðar fram. Halldór Öm var þá kallað-
ur fyrir yflrmann sinn, auk þess sem
starfsmaður bókhalds-
deildar var kallaður
fyrir. Halldór Öm
játaði strax að bera
fulla ábyrgð á því að
upplýsingamar
vora sóttar og að
hafa afhent blaða-
manni DV þær.
Jafnframt lýsti
hann því yfir að
hann einn bæri
ábyrgð þar sem
bókhaldsmaður-
inn hefði ekki
vitað af því að
hann ætlaði að
færa DV þær.
Halldór
Örn var rek-
inn og fékk
aðeins
þriggja
mánaða
uppsagnar-
frest en
- ois hann loiau,;;.r bókhalds-
lýsti Þvl q sKipt verö maðurinn
iðraðist
h^SSS^^sssss
þess
neitaði
að skrifa undir álykt-
un fundarins en Sigrún Benedikts-
dóttir, hinn fulltrúi Samfylkingar,
samþykkti. Daginn eftir sagði Flosi af
sér í stjórn og á miðvikudeginum
fylgdi Sigrún í kjölfarið.
Heimildarmanna leitaö
Strax á mánudeginum var sett í
gang mikil rannsókn innan Símans
til að finna út hver hefði lekið. Rann-
Ævintýralen fjérfeating ötU að trywíja hfimnbyltinRu í fjurskiptum:
Sími i klóm skýjaglópá,
- fttPbelt Hfði í ár «« Itólfur niiUjurður fmtk. 1500 krðmtr A hvorn íxlumlinH j
Landssíminn
DV hefur birt fjölda frétta af málefnum Símans þar sem heimildarmenn hafa
komiö viö sögu vegna uppljóstrana.
fékk
áminn-
ingu. Annar heim-
ildarmaður DV lét strax vita hvem-
ig komið væri. Friðrik Pálsson stað-
festi þegar í samtali við DV að menn-
frnir hefðu náðst en lýsti síðar við fjöl-
miðla að hann hefði engan þátt átt í
brottrekstrinum. Hann varaði DV við
að birta frétt af brottrekstrinum þar
sem slíkt myndi skaða Halldór.
Öll stjórnin fer
Laugardaginn 23. febrúar sagði DV
frá brottrekstrinum án þess þó að
nafngreina Halldór Öm. Fréttin var í
fullu samráði við hann. Halldór átti
siðan frumkvæði að því sjálfur að
koma fram undir nafni í mánudags-
blaði DV þar sem hann lýsti því að
hann iðraðist þess í engu að hafa upp-
lýst um trúnaðarbrot stjómarfor-
mannsins. Svo er að sjá sem íslenska
þjóðin sé sammála honum því að 80
prósent aðspurðra í könnun DV telja
rangt af stjómendum Landssímans að
reka hann.
Afleiðingar af uppljóstrunum Hall-
dórs eru þær að ákveðið hefur verið að
skipta um alla stjóm Landssímans. Enn
hefur þó enginn lýst ábyrgð á hendur
sér á samningnum við Góðráð. Eftir
stendur að uppljóstrarinn, sem var rek-
inn, eignaðist hug þjóðar sinnar.
mnm Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
©■ Q
Hiti 1° Hiti 2° Hiti 2°
«110° ti: 12° til 12°
Vindur: Vindur: Vindur:
5-13 m/s 5-13 m/‘ 5-13 m/s
* * *
Noröaustan Noröaustlæg átt Noröaustlæg átt
5-13 m/s og 5-13 m/s og 5-13 m/s og
víöa dátrtil dálítil él en bjart dálítil él en bjart
snjókoma eöa veöur sunnan tfl. voöur sunnan tll.
él. Frost 1 tll Frost 2 tll 12 Frost 2 til 12
10 stig. stig. stig.
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldl 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassvlðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárvlöri >= 32,7
AKUREYRI alskýjaö -5
BERGSSTAÐIR skýjaö -5
BOLUNGARVÍK snjókoma -4
EGILSSTAÐIR úrkoma í gr. -3
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö -3
KEFLAVÍK alskýjaö -3
RAUFARHÖFN skýjaö -6
REYKJAVÍK alskýjaö -3
STÓRHÖFÐI úrkoma I gr. -1
BERGEN snjókoma -1
HELSINKI slydda 1
KAUPMANNAHÖFN snjókoma -3
ÓSLÓ rigning 1
STOKKHÓLMUR rigning 3
ÞÓRSHÖFN snjókoma 0
ÞRÁNDHEIMUR snjóél 0
ALGARVE heiöskírt 9
AMSTERDAM skýjað 7
BARCELONA léttskýjaö 7
BERLÍN þokumóöa 6
CHICAGO alskýjaö -3
DUBLIN rigning 9
HALIFAX léttskýjaö -7
FRANKFURT hálfskýjað -1
HAMBORG alskýjað 6
JAN MAYEN snjókoma -5
LONDON rigning 7
LÚXEMBORG þokumóöa -1
MALLORCA þokumóöa 9
MONTREAL léttskýjað -5
NARSSARSSUAQ skýjaö -2
NEW YORK hálfskýjaö 2
ORLANDO skýjaö 11
PARÍS þokumóöa 4
VÍN skýjaö 1
WASHINGTON heiöskfrt -1
WINNIPEG léttskýjaö -22
ilNGUM FHA VfinúRSTOru ISIANDS