Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 15 DV Útlönd ísraelar réðust inn á Gaza eftir fyrstu eldflaugaárás Palestínumanna í ísraelska byggð: Alls 94 látnir eftir blóð- ugustu viku ófriðarins Ungt fórnarlamb ófriðarins fyrir botni Miðjaröarhafs. Ekkert lát var á ófriðnum fyrir botni Miðjarðarhafs í gær og morgun eftir blóðbaðið síðustu daga og byrj- uðu ísraelar á því að senda hersveitir sínar inn á Gaza-svæðið í nótt, að þeirra sögn í leit að hryðjuverka- mönnum sem í gærkvöldi léku þann ljóta leik að skjóta heimatilbúnum Qassam-eldflaugum á íbúðabyggð Israelsmanna í fyrsta skipti síðan ófriðurinn hófst í september sl. Að sögn talsmanna öryggissveita Palestínumanna skutu ísraelsmenn tvo Palestínumenn til bana í nótt við bæinn Khan Younis á Gaza og sá þriðji, sem var lögreglumaður, lést af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir eldflaug sem skotið var frá herskipi úti fyrir ströndinni. Á norður-Gazasvæðinu særðust svo fjórir palestínskir öryggisverðir þeg- ar herjeppi þeirra varð fyrir skotárás ísraelsks byssubáts. Innrás Israelsmanna á Gaza-svæðið kemur eins og áður sagði i kjölfar eld- flaugaárásar Palestínumanna á íbúða- byggð ísraelsmanna i Sderot en þar var um að ræða tvær flaugar sem skotið var frá Beit Hanoun i norð- austur-Gaza. Önnur flaugin lenti í húsagarði og særði litillega tvö börn sem voru þar að leik. Fyrr um daginn hafði ísraelsk kona látist eftir skotárás á bil hennar í ná- grenni Jerúsalem og í kjölfarið gerði palestínskur sjálfsmorðsliði skotárás á Qölsetinn veitingastað í Tel Aviv þar sem þrír létust og 25 særðust. Þar næst var komið að sjálfsmorðsliða sem sprengdi sjálfan sig í loft upp framan við strætisvagn í bænum Afuia í norð- urhluta ísraels þar sem einn ísraelsk- ur borgari lést og 17 særðust. Þá var komið að hefnd ísraels sem drápu tvo Palestínumenn í eldflauga- árás á Ramallah og fylgdu þvi eftir með hörðum eldflaugaárásum á byggðir Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gaza. í gærkvöldi hófu ísraelar síðan áð- umefnda sókn inn á Gaza-svæðið og var skothríðinni fyrst beint að sjálfri Gaza-borg þar sem 15 Palestínumenn slösuðust í öflugri sprengingu. Þá sprakk öflug sprengja á leikvelli í austurhluta Jerúsalem i gær þar sem kennari og nokkur börn slösuðust al- varlega. Þar með er tala látinni i blóð- ugustu viku ófriðarins komin í 94, þar af 63 Palestínumenn og 31 ísraeli. REUTER-MYND Forseti með risastóran silung Eduardo Duhalde Argentínuforseti fékk aö halda á þessum risastóra uppstoppaöa silungi þegar hann heimsótti borg- ina Ushuaia, sem er syösta borg í heimi. Forsetinn notaöi meöal annars tækifæriö til aö lýsa nýtt skólaár hafíö. írar greiða atkvæði um fóstureyðingar í dag: Allt bendir til að mjög mjótt verði á mununum Robert Mugabe Öttast ringulreið í Simbabve Aukinn ótti er nú í Simbabve um að mikil ringulreið skapist í forseta- kosningunum í landinu 9. og 10. mars nk. eftir að Mugabe forseti skrifaði á þriðjudaginn undir tilskipun þess efn- is að lög, sem hæstiréttur landsins hafnaði í fyrri viku, mundu ganga í gOdi en lögin gera ráð fyrir auknum völdum kjömefnda til afskipta af kosningunum og takmörkun kosn- ingaeftirlits. Kosningaeftirlitsmenn, sem þegar era komnir tO landsins, aðaOega frá nágrannaríkjunum, hafa lýst mddum efasemdum um lögin og segja þau mikO mistök hjá Mugabe sem ríkt hef- ur í landinu síðustu 22 árin en í lögunum er ma. gert ráð fyrir fækkun kjörstaða sem margir telja tilraun fylgismanna Mugabes tO að gera fylg- ismönnum stjómarandstæðinga erfitt um vik í kosningunum. Þrír drepnir fyrir utan dómhús í Michigan Tvær konur og einn karlmaður voru skotin tO bana fyrir utan dóm- hús í bænum Mount Pleasant í Michiganríki í Bandaríkjunum í gær en fólkið var á leið tO yfir- heyrslu þegar það var skotið tO bana á bOastæði dómhússins. Að sögn talsmanna lögreglunnar á staðnum er grunaður tilræðismaður fyrrum eiginmaður eins fórnar- lambanna en eftir skotárásina flúði hann af vettvangi með lögregluna á hælunum. Samkvæmt síðustu frétt- um tókst manninum að komast und- an lögreglunni og hefst hann nú við á heimOi slnu i nágrenni morðstað- arins og hefur lögreglan umkringt húsið. Kjósendur i írska lýðveldinu greiða atkvæði um það í dag hvort herða eigi enn frekar lög tun fóstur- eyðingar. írland er eina landið inn- an Evrópusambandsins sem í raun bannar fóstureyðingar. Þetta er í fimmta sinn á tæpum tuttugu árum sem írar eru beðnir um álit sitt á fóstureyðingalöggjöf- inni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þótt stjórn Berties Ahems forsæt- isráðherra og kaþólska kirkjan styðji frekari takmarkanir á heimOd kvenna tO fóstureyðinga bendir aUt tO að mjótt verði á mununum þegar atkvæðin verða talin. Síðustu skoð- anakannanir bentu hins vegar tO að stuðningsmenn hertra laga hefðu vinninginn. Búist er við að úrslit verði kunn síðdegis á morgun. "ounting on Yot > .1 ToProtectljf 5f. Vote 1 REUTER-MYND Þjóðaratkvæði á írlandi írargreiöa um þaö atkvæöi í dag hvort heröa eigi reglur um fóstureyö- ingar og eru þær þó æöi haröar fyrir aö því er mörgum finnst. Ef tOlaga stjómarinnar um breyt- ingar á stjómarskránni verða sam- þykktar myndi það þýða að hugsan- leg sjálfsmorðshætta væri ekki leng- ur réttmæt ástæða fyrir því að kona fengi að gangast undir fóstureyð- ingu. Gagnrýnendur þjóðaratkvæða- greiðslunnar, þar á meðal samtök sem sinna fjölskylduráðgjöf, frjáls- lyndir stjómmálamenn og kvenrétt- indahópar, segja að ef breytingarn- ar verða samþykktar muni um sjö þúsund konur áfram þurfa að fara tO Bretlands tO að láta eyða fóstri. írska dagblaðið Irish Times hvatti kjósendur í forystugrein tO að hafna breytingunum og sagði að öðrum kosti myndi hræsnistefna stjómvalda lifa áfram. REUTER-MYND Kominn á siglingu Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, er á góöri siglingu fyrir forsetakosningarnar í vor. Jospin kominn fram úr Chirac Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sigldi fram úr Jacques Chirac forseta í nýrri skoðanakönn- un fyrir forsetakosningarnar sem birtist í gær. í annarri könnun var hins vegar jafnræði með þeim. Nú er svo komið að Jospin hefur tekið forystuna í fjórum af sex helstu skoðanakönnunum sem birt- ar em í Frakklandi en í hinum tveimur njóta forsetaframbjóðend- umir tveir jafmikOs fylgis. í könnun fyrirtækisins BVA í gær fékk Jospin stuðning 52 prósenta kjósenda en Chirac 48 prósenta. „Lionel Jospin er að styrkja stöðu sína,“ sagði Jerome Saint-Marie frá BVA í athugasemdum við fyrstu könnun fyrirtækisins eftir að bæði Chirac og Jospin tOkynntu formlega um framboð sitt. Konur þvingaðar til að gifta sig Ungar innflytjendakonur leita um þessar mundir í stórum stO tO yfir- valda í Kaupmannahöfn þar sem verið er að þvinga þær til að ganga í hjónaband. Innflytjendum virðist mörgum hverjum liggja mikið á að gifta dætur sínar áður en ný lög um sameiningu fjölskyldna ganga í gOdi 1. júlí. Frá þeim tíma geta ungir innflytjendur ekki fengið að samein- ast fjölskyldunni fyrr en þeir eru orðnir 24 ára. „Það er aUt vitlaust. Venjulega fá- um við eina eða tvær á mánuði en á síðustu þremur tO fjórum vikum hef ég sjálf tekið á móti fimmtán," segir einn ráðgjafa Kaupmanna- hafnarborgar, Manu Sareen, i við- tali við JyUands-Posten. REUTER-MYND Tony Blair Breski forsætisráðherrann sendi Saddam Hussein íraksforseta tón- inn í blaöagrein í morgun. Tony Blair varar íraka enn við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, dyggasti bandamaður Bush Bandaríkjaforseta í stríði hans gegn hryðjuverkamönnum, gaf írökum og Saddam Hussein íraks- forseta sterklega tO kynna i gær að hernaðaraðgerðir gegn þeim væru yfirvofandi. „Hann skyldi ekki vanmeta stað- festu þjóða heims i að koma í veg fyrir að hann þrói og beiti gjöreyð- ingarvopnum,“ sagði Tony Blair í grein sem hann skrifaði í breska blaðið DaOy Express í morgun. Bush og ráðgjafar hans hafa ít- rekað látið að því liggja að þegar bú- ið verði að ganga á miUi bols og höf- uðs á hryðjuverkamönnum í Afganistan væru írakar og fleiri næstir á blaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.