Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Page 20
24 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Hver er draumaferðin þín? Anna Rakel Ólafsdóttir nemi: Ég myndi vilja fara til grísku eyjanna með kærastanum mínum. Júlie Sif Siguröardóttir nemi: Ég myndi fara í rómantíska ferð um Karíbahafið meö kærastanum mínum. Kristján Freyr Kristjánsson nemi: Til Spánar, liggja í sólinni allan dag- inn með vinum og kunningjum. Ólafur Örn Jónsson neml: Ég myndi vilja fara í viöskiptaferð til Kína. Er sama hverjir stjórna? Ásthildur Ólafsdóttir skrifar: Oft og tíðum þegar verið er að spjalla sam- an og fólk nefnir veru sína eða bama sinna á Norðurlöndum berst talið iðulega að því hvað gott sé að vera þar með böm, góðar bætur frá því opinbera, góð og nóg dagheimilispláss, frí þegar bömin verða veik o.s.frv. Ég þekki hjón sem búa í Danmörku með 3 lítil börn. Þau vilja gjarnan flytja heim, en treysta sér ekki til þess þar sem eiginkonan er sjúklingur og þau fá svo góða aðstoð með börnin og allt í Dan- mörku. Þau vita hins vegar að þau fá ekki eins góða þjónustu hér heima. Fyrir nokkrum mán- uðum var viðtal í sjón- varpi við formann Krabbameinssjúkra barna, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún kvartaði sár- an undan því hve illa væri búið að langveikum bömum og foreldrum þeirra. Ég er henni innilega sam- mála. Steingrímur J. Sigfússon var í viðtali á Rás 1 fyrr í vetur. Þar tal- aði hann um hve kjör almennings og þeirra sem minna mega sín væru betri annars staðar á Norðurlönd- um en hér á landi. Dettur þessu fólki virkilega ekki í hug eða vill það bara ekki tala um það, að þessi mismunur sé vegna þess hverjir hafa stjómað í þessum löndum? í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafa jafnaðarmenn setið flest ár viö stjómvölinn sl. 60-70 ár. Þeir hafa mótað að miklu leyti það samfélag „Það er kannski ekki bara tilviljun að kjör barnafjöl- skyldna eru betri annars staðar á Norðurlöndum en hér. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að þar hafa þeir menn stjómað sem hafa jafnaðarstefnuna og lífsgildi hennar að leiðarljósi?“ sem þar er, þótt vitaskuld sé ekki gallalaust fremur en önnur mann- anna verk. Á íslandi hefur Sjálfstæðisílokk- urinn setið við völd flest ár frá lýð- veldisstofnun. Hann virðist ekki hafa borið hag bama né foreldra þeirra fyrir brjósti. Að minnsta kosti sjaldan átt frumkvæðið. Það er þá fyrst núna að þeir virðast hugsa ögn um hag foreldra með nýju for- eldraorlofi, sem út af fyrir sig er gott mál. Spurningin er kannski bara hvort forgangsröðin sé alveg rétt. Ég veit ekki. Það þyrfti líklega viðar að afnema tekjutengingar hjá barnafólki og fleirum. Hins vegar gleðst ég yfir lengra fæðingarorlofi. Það er spor í rétta átt. Það er kannski ekki bara tilviljun að kjör barnafjölskyldna eru betri annars staðar á Norðurlöndum en hér. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að þar hafa þeir menn stjórnað sem hafa jafnaðarstefnuna og lífs- gildi hennar að leiðarljósi? - Það er ekki úr vegi aö hugleiða það. S amf ylkingarf orusta Elva Guörún Gunnarsdótir nemi: Til Kína eða Japans og skoða siði og menningu. Bjartmar Alexandersson nemi: Til Himalajafjallanna að klifra. Jóhannes Sigurösson skrifar: Nú sýnist mörgum sem full þörf sé á víðtækri siðvæðingu forystu Samfylkingarinnar. Viðtækri segi ég, því siðvæðingin myndi hefjast á toppnum, með því að formaðurinn sem nú er greinilega mjög taugastrekktur, sjái að sér og taki sér leyfi, launað eða ólaunað, og ein- hendi sér í sina sérgrein, sem hann er sagður prýðilega fær um að sinna. Margt kemur upp í hugann við lestur bréfs Samfylkingarfor- mannins til forráðamanna Baugs. Til dæmis þetta; úr því formaður Samfylkingarinnar vildi hafa hönd í bagga með því hverjir ræsta hjá Baugi, er þá ekki næsta víst að hann hafi haft hönd í bagga með „Getur formaður Samfylk- ingarinnar ekki skilið tor- tryggni Baugsmanna þegar einn af ræstitœknunum bróður formannsins er far- inn að kanna skjöl á borð- um fyrirtækis þess er hann rœstir hjá?“ ráöningu litla bróður síns (eða fyr- irtækis hans) í starfið hjá Baugi á sínum tíma? Getur formaður Sam- fylkingarinnar ekki skilið tor- tryggni Baugsmanna þegar einn af ræstitæknunum bróður formanns- ins er farinn að kanna skjöl á borð- siðvæðist um fyrirtækis þess er hann ræstir hjá? Ef Samfylkingarformaðurinn er þess ekki umkominn að skilja að- stæður og frumkvæði Baugsmanna, í þessu tilviki, að opinbera óprúttið hótunarbréf frá honum, þá er hann ekki hæfur sem stjómmálamaður, hvað þá forystumaður heils stjóm- málaflokks. Héðan af er ekki um annað að ræða fyrir Samfylkinguna en snögga siðvæðingu í formi for- mannsskipta, að öðrum kosti er hún liðin undir lok sem stjómmálaflokk- ur, sem þó er full þörf á í okkar veika og ófullkomna samfélagi. Frumhlaup formannsins verður ekki afsakað né aftur tekið með neinu móti. Sama hverjir reyna að berja í brestina. Hann getur verið hættulegur „send“-takkinn á lyklaborðinu á tölvunni. Össur Skarphéðinsson hefur nú komist að því og geldur dým verði. Bréflð sem hann sendi til þeirra Baugsmanna vegna uppsagnar bróður hans hefur skyndilega kippt fótunum undan annars góðri stöðu Össur- ar í landsmálaumræðunni og sent hann í bull- andi vöm. í stað þess að vera hinn glaðbeitti og hvatskeytti gagnrýnandi spillingar, sem var í óða önn að ná sér á strik eftir að hafa staðið eins og glópur við hliðina á Ingibjörgu Pálma falla í öngvit, þá stendur hann nú uppi sem mað- urinn sem sendi bréfið til Baugs! í stað þess að vera í bullandi sókn þarf Össur nú að leggjast í vörn. Ekki út af einhverjum pólitískum stórmál- um, heldur vegna einhverra nánast menntaskóla- strákslegra bréfaskrifta sem lítið hafa í raun með pólitík að gera. Hann selur sig ótrúlega ódýrt, svo notað sé íþróttamál, og situr nú uppi með að þurfa að sannfæra kjósendur um að hann sé þrátt fyrir allt ekki slíkur skaphundur að ástæða sé til að efast um hvort honum sé S treystandi fyrir ábyrgð i mótlæti. Pólitískar afleiðingar Satt að segja kemst Garri ekki hjá því að velta fyrir sér hvað hefði gerst ef Össur væri ekki eins geðþekkur og skemmtilegur maður og raun ber vitni! Menn eru ein- faldlega ekki tilbúnir til að trúa í al- vöru upp á hann neinu misjöfnu þótt skoðanakönnun DV í gær bendi vissu- lega til að hann hafi skaðast pólitískt á málinu. Sá skaði er þó ábyggilega minni en ef ýmsir aðrir hefðu unnið einhver svona axarsköft. Hins vegar er það at- hyglisvert að flokksfélagar Össurar eru ekkert frekar tilbúnir til að fyrirgefa honum en aðrir, sem undirstrikar aö málið er í raun lítið pólitískt í eðli sínu. Það kann hins vegar að hafa ýmsar pólitískar afleið- ingar - þá náttúrlega sérstaklega fyrir Össur og Samfylkinguna. En eins og oft vill verða þegar á bátinn gefur i pólitíkinni þá koma upp óvænt bandalög á sama tíma og gamlir ágreiningshnút- ar herðast. Sú virðist einmitt vera raunin nú. Ný brú Fyrirfram mátti þannig gera ráð fyrir að sjálf- stæðismenn hefðu litið umburðarlyndi gagnvart Össuri í þessu, enda hafa þeir sem tjáð hafa sig í málinu ekki verið að gera minna úr þvi en nauð- synlegt er. Samherjar Össurar í Samfylking- unni hafa heldur ekki treyst sér til að beinlín- is verja bréfaskriftir Össurar, en það gerir hins vegar Ögmundur Jónasson ótvírætt í DV í gær. Ögmundur sagði að í fyllingu tímans myndu menn túlka bréfið sem viðbrögð manns sem væri að koma til vamar bróður sínum, en hafi í ákafa og reiði farið yfir strik- ið óg síðan viðurkennt mistök sín. Össur væri „blóðheitur maður sem vill ekki að aðrir hafi verið látnir gjalda sín að ósekju,“ eins og Ög- mundur orðaði það. Áður hafði jú Steingrímur J. talað um hve sérkennilegt það hafi verið af Baugsmönnum að láta bréfið í fjölmiöla. Þannig má eiginlega segja að Össur hafi fengið mestan stuðning og skilning úr röðum Vinstri grænna og hver veit nema á þessu megi byggja upp brú á milli flokkanna. Baugur gæti þannig verið orð- inn sá bogi sem tengdi vinstriflokkana saman á ný og hver veit nema hér sé einmitt að hefjast ný hringekja sameining- ar vinstrimanna! CyXffi, Óvænt bandalög Hógværð að norðan Árni Pálsson hringdi: Ég hlustaði að venju á þáttinn í vikukokin sl. laug- ardag. Þar vora þrír viðmælendur hjá Þorfinni Ómarssyni, tveir norðanmen og einn úr Reykjavík, en þátturinn var tekinn upp á Akureyri. Það sem mér fannst stinga í stúf í þessum þætti nú var að hann var mun hógværari og áheyrilegri fyrir bragðið en oft áður þar sem menn hafa bókstaflega ærst og rifið raddböndin með gaddavírs- röddiun út af umræðuefninu. Hérna var brotið blað og þetta var allt miklu skemmtilegri og siðvæddari umræða. Menn voru ekki sammála, en skoðanaskiptin voru eins og hjá siðuðu fólki, en ekki öskuröpum. Hógværðin kom kannski að norðan, veit það ekki, en flnn þáttur. Mafíuþræðir Brynjólfur Brynjólfsson skrifar: Þegar fylgst er með fréttum af þráðum Símamálsins dettur manni helst í hug það sem er fólgið í yfir- skrift þessa pistds. Sérréttindamenn í fjárhagslegri afkomu eru býsna víða á ferð með stóru ausuna og ausa úr opinberum sjóðum. Þeir virðast settir í óskaaðstöðu til þess að geta notað ausuna og fá yfirlýstan stuðn- ing tU þess að geta haldið því áfram. Frekja og hirðuleysi um ímynd sína virðist einkenna þessa einstaklinga. Samkvæmt fréttum virðist þessi ákveðni hópur koma fram í flestum þeim málum sem sagt er frá á degi hverjum. Þetta sjálftökufyrirbrigði er farið að vekja undrun hlustenda og ekki er að heyra að þessu ætli að linna, nema síður sé. Endurheimti ofurlaunin Magnús Sigurðsson skrifar: Mér finnst ekki ná nokkurri átt að ríkið skuli ekki geta endur- heimt hluta þeirra ofurlauna sem forstjóri Sím- ans er látinn fara með í farteskinu. Þórarinn V. Þór- arinsson er vissu- lega verður sinna launa í starfl, en að samið sé við hann á þann hátt að hann yfirgefi stól sinn með nærfellt 40 milljónir króna, það er hrein endaleysa og enginn getur haft um- boð til að semja um svona vitleysu fyrir hönd ríkisins. Auðvitað á svo samgönguráðherra að víkja úr emb- ætti, á honum hafa staðið öll spjót fyrir afglöp í þremur meginmálum undanfarið. Rlkið verður að fara að taka sig á í embættisfærslu æðstu manna sinna. Þá er það fullkomnað Karl Sigurðsson skrifar: Það kemur nú í ljós samkvæmt könnunum að það er vilji almenn- ings að samgöngu- ráðherra segi af sér. Geri hann það ekki sjálfvilj- ugur, sem sannar- Sturla igga væri best, á Böðvarsson. ag víkja honum frá. Firringin jafnhliða særðu stolti manna í svona stöðum er að verða þeim mörgum ansi mikill fjötur um fót, og ekki síður embættum þeim sem þeir gegna. Samgönguráðherra sýnir hins vegar ósvífni þegar hann segir það fjarri öllu lagi að hann segi af sér. - Það kórónar bara dóm- greindarleysið. Þórarinn V. Þórarinsson. pv Lesendut Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.