Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 31 DV Tilvera Golfararnir Þau bjuggu sig undir að spila golf á velli vonda karlsins: Vífill Karlsson, Gunn- ar Örn Reynisson, Þórarinn Birgisson, Friðrik Jónsson, Sævar Þór Gylfason, Gunnar Auðunn Jóhannsson, Guðný Helgadóttir, Halldór Birgisson og Harpa Högnadóttir. um úti við þjóðveg er unnið að gerð golfvallar. Þrúðmar í Hoffelli keyrir snjó á svæðið og Böddi á Brunnavöllum, Axel Bragi, Lassi Imsland og Hörður í Dilksnesi eru að útbúa fjögur grín. Þetta á að vera golfvöllur vonda karlsins og kominn er hópur fólks frá Höfn til að leika golfleikara í Bondmynd. Þau mættu hálfátta en vita ekki hvort þeirra atriði verður tekið upp þennan daginn eða þann næsta. Þau bara biða róleg. Búin að sjá golfsettin á einum flutn- ingavagninum og þau eru ekkert slor. Jón Ingi, lögga á Höfn, er á svæðinu. Sallarólegur. Einn af þeim sem er til taks ef á þarf að halda. Stundum þarf að loka veg- inum ef leikurinn færist þangað. Jón hefur áður verið á tökustað kvikmynda og veit að mikill tími fer í bið. Hann var líka á vakt þeg- ar fyrri Bondtakan fór fram við lónið 1986. „Þetta er allt stærra að umfangi núna, finnst mér, fleira fólk og fyrirferðarmeiri búnaður," segir hann. Andasteik í ofninum í veitingatjaldinu er Hrefna frá Svínafelli að undirbúa hádegis- verðinn og úr eldhúsvagninum berst ilmur af mat. Kokkurinn er breskur og Hrefna segir andasteik í ofninum. Nokkrir bílstjórar hafa tekið í spil meðan þeir bíða. Aðrir halda til í farkostunum úti á plani. Þeirra á meðal er Jónas Þorgeirsson sem rekur fyrirtækið Arctic-Ice er sérhæfir sig í flutn- ingum með kvikmynda- og auglýs- ingagerðarfólk. Hann kveðst hafa útvegað 24 trausta jeppa til að flytja Bondliðið milli hótela og tökustaða og er ákaflega ánægður með verkefnið. „Bond er sýndur úti um allan heim og það er mikil landkynning fyrir okkur að fá að taka þátt í þessu ævintýri," segir hann. Með brotinn væng Nú er búið að raða sprengjun- um í ísinn og allt orðið klárt. Spútnikinn þýtur af stað og tekur góðan hring. Hann lætur vel að stjóm og takan lukkast. AJlir eru ánægðir. Þetta var bara partur af flóttasenunni. Hluti hennar verð- ur tekinn uppi á jökli. Þar á Bond að koma með brotinn væng á far- kostinum út úr skóginum! -Gun. Bond-bíllinn Vel búinn trixum eins og venjulega. Gróðursetning fram undan Hópur fólks var að hagræða trjánum sem eftir er að ganga frá á svæðinu. Nema hvað? - spurningakeppni grunnskólanna: Hagaskóli sigurvegari Eftir mikla töm í spum- ingakeppninni Nema hvað? undanfarnar vikur þar sem allir grunn- skólar á höfuð- borgarsvæð- inu sendu lið í keppnina var komið að úr- slitakvöldinu i gær þegar Hagaskólinn mætti Selja- skóla í Út- varpshúsinu í Efstaleiti. Má segja að þama hafi einnig verið Fylgst með Logi Bergmann Eiðsson, spyrillinn í Gettu betur, fékk sér sæti í stiganum og fylgdist með. um uppgjör að ræða milli vesturbæjar og austur- bæjar. Mikil stemning ríkti meðan á keppninni stóð og voru stuðnings- menn óhræddir við að láta í sér heyra. Það fór svo að lokum að Hagaskólinn stóð uppi sem sigur- vegari. Það var íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur sem hafði veg og vanda af keppni þessari sem nú var haldin i fyrsta sinn. Dómarar og spyrillinn Það voru liðsmenn MR-sveitarinnar í Gettu betur frá í fyrra sem sáu um dóm- arastörfin. Með þeim er spyrillinn, Stefán Pálsson. ~WT Ahorfendur Stuðningsmenn liðanna létu heyra í sér. Hér eru það stuðningsmenn Haga- skólans sem hvetja sína menn. DV-MYNDIR HARI Sigurvegarar Lið Hagaskólans sem sigraði í Nema hvað? Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaöur ÍTR, afhenti Höllu, Kjartani og Jó- hanni verðlaunagripinn. Dansverkið Bylting hinna miðaldra frumsýnt: Að hafa gaman af að eldast „Um leið og við reynum að dýpka skilning okkar á æviskeiði miðaldra fólks gerum við nett grín að högum okkar,“ segir Ólöf Ing- ólfsdóttir dansari. Hún og Ismo- Pekka Heikinheimo ætla að frum- sýna eigið dansverk sem ber heit- ið Bylting hinna miðaldra á nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20 og eftir þrjár sýningar hér á landi halda þau til Finnlands og frumsýna þar 21. mars. Hún lýsir aðdragandanum að verkinu: „Fyr- ir nokkru áttaði ég mig á þvi að ég taldist vera orðin miðaldra því samkvæmt orðabókinni er fólk miðaldra á bilinu þrjátíu og flmm til sextíu og fimm. Mér fannst ég algerlega óundirbúin að takast á við þessar breytingar í lífí minu þannig að ég tók fyrir að kanna þetta nánar og fékk félaga minn frá Finnlandi með mér í það. Þá sömdum við þetta dansverk.“ Ólöf segir ferlið kring um samningu verksins búið að vera fróðlegt og skemmtilegt. „Þegar maður er yngri er maður sjálfur uppfullur af fordómum gagnvart þessu tima- bili ævinnar. Svo kemur í ljós að það er ekkert leiðinlegt. í mörgum tilfellum mjög spennandi. Stjórn- endur eru til dæmis flestir á þessu skeiði. Við ætlum að dansa um þetta allt saman, horfast 1 augu við eigin fordóma og hafa gaman af því að eldast." -Gun. DV-MYND HILMAR ÞÖR Byltlngin Ólöf Ingólfsdóttir og Ismo-Pekka dansa við tónlist Halls Ingólfssonar. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.