Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Side 28
32
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
Tilvera
DV
»
'
|||.. .:
Haust- og vetrartískan kynnt á tískuviku í Mílanó:
Loðinn vetur
fram undan
Svolítiö pönkaö
Vetrartíska Gucci-tískuhússins
vakti mikla athygli fyrir djörf-
ung um helgina.
Tískuvikan í Mílanó hófst með
pomp og prakt um síðustu helgi.
Margir eru eflaust með hugann við
vorið og sumarið framundan en
hönnuðimir á Ítalíu hugsa lengra
því nú liggur haust- og vetrartíska
næsta árs fyrir. Eins og oft áður er
erfitt að henda reiður á einum
ákveðnum stíl í tískunni. Jarðlitir
virðast þó verða áberandi þótt ein-
staka hönnuðir keyri á litadýrð.
Loðkápur, loðfeldir og loðskór verða
áberandi næsta vetur rétt eins og
þeir hafa verið þennan veturinn.
Ullarfatnaður og prjónaflikur, jafn-
vel þegar samkvæmisklæðnaður er
annars vegar, er einnig meðal þess
sem boðað er næsta vetur.
Meðal þeirra sem vöktu hvað
mesta athygli um helgina var
bandaríski hönnuðurinn John Ford,
sem er aðalhönnuður Gucci-tísku-
hússins, en haust- og vetrarlína
hans þótti bera merki um mikla
djörfung og frumlegan klæðnað. Til
dæmis þykja níðþröngar og siðar
svartar buxur, festar með leðuról-
um að neðan, og vel stór karl-
mannsjakki yfir vera dæmi-
gerður fyrir klæðnað frá
Gucci-tískuhúsinu.
„Klæðnaðurinn á að
vera kynþokkafullur en
á sama tíma sýna styrk
konunnar," sagði Ford
meðal annars um
haustlínuna.
Hér á síðunni má j
sjá sýnishorn af
haust- og vetrartísk- .
unni eins og hönn-
uðimir á Ítalíu sjá
hana fyrir sér.
p
—*
ii
Hippalegt!
Prada-tískuhúsiö boöar litagleöi
næsta vetur eins og sést á þessum
skrautlega en jafnframt glæsilega
kjól.
Léttur loöjakki
Breska ofurfyrirsætan Naomi
Campbell skartar mittissíöum
loöjakka frá hönnuöum Dolce &
Gabbana.
Sportlegt frá Max Mara
Max Mara tískuhúsiö kynnti svokaiiaöa
sportlínu á tískuvikunni í Mílanó. Loöin
stígvél og loöfeldur um hálsinn var meö-
al þess sem tískuhúsiö boöar næsta vet-
ur. Jarölitir voru áberandi hjá Max Mara
fyrir næsta vetur.
Æpandi bleikur
Fyrirsætan klæöist skærbleikum kjól
úr smiöju Gianfranco Ferre. Kjóllinn
er aö hluta til úr prjónuöu efni og
fiókiö sniöiö gerir hann einstaklega
glæsilegan.
Bláfeldur
Loöfeldir veröa enn og aftur í tísku næsta vetur. Gi-
anfranco Ferre á heiöurinn af þessum fagurbláa
feldi sem fyrirsætan sveiflar um sig.
Svart og sígilt
Svartar buxur og fín-
legur frakki er hiuti
kvöidkiæönaöarins
sem Gucci-tískuhús-
iö kynnti i Mílanó um
helgina.
Hlýlegur hversdags
fatnaöur
Ullarbuxur og peysa i stíl í
Ijósum litum henta vel fyrir
veturinn. Höfuöfatiö er úr
leöri og minnir óneitanlega
á flugmannshúfur frá því
snemma á síöustu öld.
Þessi fatnaöur er frá hinu
virta tískuhúsi Armanis.