Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Qupperneq 29
ME3VIKUDAGUR 6. MARS 2002 33 DV Tilvera Myndgátan Lárétt: 1 þungi, 4 rústir, 7 hvetur, 8 losa, 10 heiti, 12 eyktamark, 13 kvendýr, 14 stertur, 15 viska, 16 fomasaga, 18 ákafi, 21 kjarkur, 22 passi, 23 starf. Lóðrétt: 1 klæði, 2 sterk, 3 siðprúði, 4 gómur, 5 hugarburð, 7 ræktarland, 9 þjálfun, 11 tíðindi, 16 brún, 17 hlé, 19 venju, 20 svelg. Lausn neðst á síöunni. Skák Hvítur á leik! Pono FIDE-heimsmeistari stendur sig vel i Linares og hefur náö Kaspa sem á reyndar eina skák til góða, en einn skákmaður hvílir í hverri um- ferð. Pono náði fram hefhdum á Ad- ams en hann tapaði fyrri skákinni. Tefld var Marshall-árásin í Spánska leiknum, uppáhaldsaíbrigði Mikka sem hann tapar örsjaldan í. En Pono hefur greinilega ágætis eldhúsborð í Linares og kokkaði þetta afbrigði þar. Mickey verður aö skoða málin betur. Og líklegt er að um hreina úrslitaskák verði að ræða milli Kaspa og Pono i næstsíðustu umferð. Þá verður gaman að fylgjast með! Staðan eftir 9 umferðir af 14: 1. Garry Kasparov (2838) 4,5/7; 2. Ruslan Ponomariov (2727) 4,5/8; 3. Viswanath- an Anand (2757) 4/8; 4. Alexei Shirov (2715) 4/8; 5. Francisco Vallejo Pons (2629) 3,5/8; 6. Vassily Ivanchuk (2717) 3,5/8; 7. Michael Adams (2742) 3/7. Hvítt: Ruslan Ponomariov (2727) Svart: Michael Adams (2742) Spánski leikurinn. Linares ESP (9), 04.03. 2002 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. c3 d5 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d4 Bd6 13. Hel Dh4 14. g3 Dh3 15. He4 g5 16. De2 Rf6 17. Rd2 Bf5 18. f3 c5 19. Df2 c4 20. Bc2 h6 21. b3 cxb3 22. axb3 Hfc8 23. Bb2 Bb4 24. He5 Bxc2 25. cxb4 Bg6 26. Hc5 He8 27. Rfl Had8 28. d5 Rd7 29. Re3 h5 30. f4 h4 31. f5 hxg3 32. hxg3 Bh5 33. d6 He4 34. Hacl Rxc5 35. bxc5 Kh7 36. Bf6 Hg8 37. d7 Hh4 (Stöðumyndin) 38. Dg2 Bf3 39. Dxh3 Hxh3 40. Kf2 g4 41. Rfl Hh5 42. d8D Hxd8 43. Bxd8 Hxf5 44. Re3 Hh5 45. Bh4. 1-0. Bridge Alslemma f spaða er gullfallegur lokasamningur þar sem góður möguleiki virðist á því að ná 13 slögum með öfugum blindum (trompa tígla á hönd austurs). Tvö pör voru svo óheppin að komast að þessu í sögnum á Cap Gemini-boðs- Umsjón: ísak Örn Slgurðsson mótinu í tvímenningi sem fram fór í Hollandi i janúarmánuði síðast- liðnum. Það voru Bandaríkjamenn- irnir Garner-Weinstein og Pól- verjarnir Jassem-Gawrys. í þessari óhagstæðu tromplegu var samning- urinn hins vegar ekki vænlegur: * 108732 V 1086 * DS3 * G8 4 ÁG6 » D74 4 ÁG42 * Á72 * - « 953 4 K10986 * D9654 Alslemma f spaða er fallegur samn- ingur. Hún vinnst ef trompin liggja ekki verr en 3-2 og andstæðingamir eru ekki með einspil i hliðarlitunum. Þegar tromplegan kom í ljós var sá aukamöguleiki fyrir hendi að norður héldi á 4 hjörtum. Jafnvel í þeirri legu hefði alslemman getað staðið meö öfugum blindum, ef sagnhafl tímaset- ur trompapimar með vandvirkni. í Cap Gemini er reiknað út með- alskor í hverju spili og í stað þess að fá 13 imþa í plús fyrir að komast í 7 spaða, urðu þessi pör að sætta sig við að fá 13 impa í mínus. iwtfmmrrm-w 'hQt 02 ‘Qts 61 ‘m il 91 ‘WQ-U II ‘Suyæ 6 ‘unj 9 ‘bjo g ‘iQæ;suuej \ ‘ijbapuejS 2 ‘uioj z ‘joj t jjajQoq 'ttfQt 82 ‘tjæá ZZ ‘IQæJB 12 ‘Rsæ 81 ‘BI§a 91 ‘IIA sx Ja;s \\ ‘puiij gi ‘uou 21 ‘ujbu oi ‘Buiæ; 8 ‘JBAJO l ‘yoi \ ‘8jbj 1 jjaJBj Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaðamaður Dagfari Líf án áhættu Það er stórhættulegt að vera til. Hætturnar liggja alls staðar í leyni. Þær poppa upp þegar síst skyldi. Hver man til dæmis ekki eftir lýsisfárinu sem greip um sig á árunum? Þessi mjöður, sem forfeður okkar höfðu geymt í kvartelum og sopið hraustlega á þegar mikið lá við, var nú allt í einu sagður nánast banvænn. Þetta sögðu rannsóknir úti f heimi. Og þær segja alltaf satt. Þeir sem áður höfðu tekið lýsi daglega steinhættu því. Hinir þökkuðu guði fyrir að hafa ekki gleypt svo mikið sem lýsispillu. Svo komu nýjar rannsóknir með nýjum niðurstöðum. Lýsið var aftur orðið meinhollt og kostir þess miklu fleiri en áður hafði verið talið. Nú taka allir, sem vilja geta mætt til vinnu á viðsjárverðum pestatfmum, lýsi. Hinir passa sig að taka það ekki. Annað dæmi og nýrra er Ber- íó-matarolían. Hún hefur hingað til verið talin ágæt til inntöku með eða í mat. Allt í einu kom viðvörun. Hún gat innihaldið krabbameinsvaldandi efni. Neyt- endur krossuðu sig og biðu ör- laga sinna. Svo sýndu nýrri rannsóknir að olían var í lagi. Matarkúrar vekja ævinlega deilur. Geymt verður í annálum þegar einn af ráðamönnum þjóð- arinnar lýsti yfir opinberlega að hann væri á fitukúr til að grenna sig. Framtíðin brosti við fitubollunum sem nú máttu eta eins mikið og eins óhollt og þeim sýndist. Þá kom rothöggið. Bandaríska Hjartavernd sendi frá sér yfirlýsingu þar sem var- að var sérstaklega við kúrum af þessari tegund. Upp voru taldir svo sem tfu banvænir sjúkdóm- ar sem fitukúrarnir gætu orsak- að. Þar fór það. Hvað væri lífið annars án áhættu? Sandkorn Umsjón: Birgir Guömundsson » Netfang: sandkorn@dv.is Þaö vekur athygli að Reykja- víkurlistamenn tala sumir hverjir tæpitungulaust hver við annan. Þannig sendi Sverrir Jakobsson, einn aðstandenda Múrsins, Stefáni Jóni Hafstein kveðjur á vefsíð- unni murinn.is vegna ummæla Stefáns um að borgin ætti að yf- irtaka löggæsluna í borginni en Stef- án lét þessi orð falla eftir Samfylk- ingarfund á Selfossi. Sverrir segir: „Þessi framganga Stefáns Jóns vek- ur nokkra athygli og gefur orðinu kosningabandalag nýja merkingu. í þessum skilningi er það ekki banda- lag flokka sem hafa komið sér sam- an um meginstefnu í þeim málum sem verða efst á baugi á komandi kjörtímabili. Það er ekki einu sinni bandalag flokka sem bjóða fram saman, en reka hver sína stefnu. Það er jafnvel ofrausn að tala um banda- lag flokka sem reka hver sína stefnu, en til viðbótar komi borgarstjóri og einhver aukamaður sem enginn veit á hvers vegum er. Nei, kosninga- bandalag í þessum skilningi er bandalag einstaklinga þar sem hver frambjóðandi rekur eigin kjörstjórn og stefnuskrá. Og það er ekki erfitt að koma auga á hvem langar til að vera mest áberandi í þessari kom- andi kosningabaráttu einstakling- anna.“ í sandkorni fyrr í vikunni var greint frá því að „spinndoktorinn“ Einar Bárðarson væri að kaupa aug- lýsingastofuna Bankastræti við sam- nefnda götu í | Reykjavík. Það mun raunar vera I nokkuð ofsagt því 1 Einar er einungis aö yfirtaka leigu- samninginn sem auglýsingastofan hefur á húsinu og hyggst hann setja upp nýja auglýsingastofu á sama stað. Hann hefur semsé ekki keypt reksturinn, en sambönd fyrri eigenda í bransanum munu væntanlega flytj- ast með þeim á nýja vinnustaði... Yfirlýsing Kristins H. Gunnars- sonar, þingflokksformanns framsókn- armanna, um að hann telji óeðlilegt að ætlast til að stjómarmenn fram- sóknarmanna í | Landssímanum hætti vegna meintra spillingarmála mun vera birtingarmynd á talsverðum pirr- ingi í þingflokkn- um út af málinu. Mun ýmsum þing- mönnum þykja sérkennilegt að stjórnarmennirnir Jónína Bjart- marz og Magnús Stefánsson séu hengd upp sem spilltir stjórnmála- menn fyrir að vera fórnarlömb trún- aðarbrests sjálfstæðismanna, sem héldu stjórn Símans utan viö hinar umdeildu ákvarðanir. Munu þær raddir vera orðnar háværari sem segja að framsóknarmönnum beri engm skylda til að standa við bakið á samstarfsflokknum í málinu, allra síst ef „neikvæðum áhrifum málsins verði klínt á „Framsókn“ eins og heit- ur frammari orðaði það ... Víða er nú úrskurðar Sivjar Friðleifsdóttur um kærur vegna Reyðarálsverksmiðjunnar beðið með spenningi, ekki síst meðal náttúru- verndarsinna aust- ur á landi. Þar gæla sumir við þá tilhugsun að ástæðan fyrir drætti á úrskurði - sem er mánuði á eftir áætlun - stafi af lagalegum ’ vandkvæðum og er þá nefnt kæruatriði Hjörleifs Guttormssonar um að ótvírætt hefði átt að meta hvora verksmiðj- una fyrir sig, ál- og rafskautaverk- smiðjuna, þar sem báöar væru mats- skyldar að lögum. Aðrir náttúru- verndarmenn telja þó skýringarnar einfaldari og pólitískari og gefa ekki mikið fyrir vonir félaga sinna um að ráðherrann muni úrskurða að um lögleysu hafi verið að ræða ... Myndasögur peesi Iherramaður [heldur því fram iað fiskurlnn jhanö eé hund- 'ur, frú Petra. Itq er hrasddur um að Iþu verðir að sanna 'að hann eé Þolabíturl IFærðu eyrað aðeins nasr honum. Hann ir- bolabítur, í alvöru! að hann eé bolabít- ur? Af hveriu hlust- ið þið ekki a geltið? S-----"ST? heyrl ekkert. hunda- SYNINS kRÁNlNÍ lHUNPA-. feVNING hunda- I SYNING 5KRANING SYNING IRÁNING

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.