Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2œ2
DV
Fréttir
Alþjóðlegur blær
á skipulagi fíkniefnaferðar þriggja ungra Dana til íslands:
Einn Daninn átti að
gæta hinna tveggja
- og koma í veg fyrir að þeir rændu hasspeningunum og styngju af með þá
Pakistani skipulagði fikniefnasend-
inguna til Islands frá Kaupmannahöfn,
tveir Danir sáu um að líma plötumar
inn á sig, þriðji Daninn átti að verða
eins konar yfírfrakki þeirra og Eng-
lendingur átti að taka á móti helming
efnanna þegar komið yrði til íslands.
Svona leit rúmlega fjögurra kílóa hass-
mál út i frásögnum Dananna þriggja
þegar þeir komu í fylgd lögreglumanna
fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær.
Þeir hafa setið inni á Litla-Hrauni frá
því að þeir voru handteknir í Leifsstöð
þann 14. febrúar þegar þeir komu til
landsins með efnin.
„Jeg har kun smuglet to kilo in,“
sagði Denis Peters, 20 ára, frá
Bronshoj, einn sakbomingurinn sem
viðurkenndi að hafa átt að fá 10 þús-
und krónur danskar (tæplega 120 þús.
krónur), fyrir að flytja tvö kíló til
landsins límd við likama hans.
Hold kæft, man...
„Hold kæft, man, det er sá længe
siden,“ sagði Johnny Stig Andersen, 19
ára, sem er frá Glostrup, þegar hann
var spurður um hvemig ferð þremenn-
inganna var skipulögð. Ungi maðurinn
velti svo vöngum yfir hverri spuming-
unni á fætur annarri en gat svo gefið
nokkuð góðan framburð á sínum
þætti.
Hann var einnig með rúm 2 kíló af
hassi innan á sér og lánaði Denis rúm-
ar 6 þúsund krónur íslenskar til að
kaupa á vegabréfi fyrir ferðina hingað.
Þessir tveir vom því „burðarklárar" í
ferðinni.
Ákæmvaldið, Lögreglan í Reykja-
vík, leggur ríka áherslu á að þremenn-
ingamir verði allir dæmdir fýrir aðild
að innflutningi á heildarmagninu,
rúmum 4 kílóum af hassi til landsins
þó að Danimir þrír og íslenskir veij-
endur þeirra leggi allir ríka áherslu á
að einangra eigin afbrot frá verkum
hinna.
Óttast hefndaraögeröir
Þriðji maðurinn, Thomas Brandsfr-
up Larsen, 21 árs, frá Kaupmannahöfn,
sagðist, af ótta við hefhdaraðgerðir
þegar hann kemur til Danmerkur aft-
ur, ekki þora að segja hver það var
sem skipulagði ferðina til íslands.
Hann viðurkennir að hafa að beiðni
óþekktra aðila i Danmörku pantað og
greitt flug þaðan til íslands og gistingu
hér á landi fyrir þremenningana gegn
loforði um að fá tíu þúsund krónur
danskar í þóknun eins og Denis og
Johnny Stig.
Áður en ungu mennimir fóm, allir
saman, til íslands geymdi Thomas efn-
in á sínu heimili. Hann sagðist í raun
hafa farið með hinum tveimur í því
DV-MYND ÞOK
Brosmildur höfuöpaur fer fyrir „sínum mönnum“.
Danirnir þrír voru kurteisir, oft og tíöum brosandi oggeröu jafnvel aö gamni sínu er þeir mættu fyrir dóminn í gær.
Tvær grímur tóku þó aö renna á þá í lok réttarhaldsins þegar ákæruvaldiö sýndi fram á aö þaö telji aö
þremenningarnir eigi allir aö vera dæmdir fyrir þaö heildarmagn sem flutt var inn. Fremstur á myndinni er Thomas, sá
sem ákæröur er fyrir aö líta eftir hinum tveimur sem á eftir honum koma, þeim Denis ogJohnny Stig.
[mmmm,
Ottar Sveinsson blaöamaöur
skyni að gæta þeirra - passa upp á að
þeir styngju ekki af með andvirði og
greiðslur fyrir fíkniefnin eftir að til ís-
lands yrði komið og efnin afhent hér.
Tveimur kílóum átti Englendingur að
taka við, sagði einn ákærðu, en annar
aðili átti að fá hinn hluta sendingar-
innar. Til þess kom þó ekki þar sem
Danimir vom stöövaöir í Leifsstöð.
Þeir áttu allir að láta svo líta út fyrir
að þeir þekktust ekki innbyrðis.
Égátti aö passa þá
„Mitt hlutverk var að passa upp á að
þeir yrðu ekki rændir eða styngju af
með peningana," sagði Thomas spurð-
ur um þátt hans. Hann sagði engu að
síður að í raun hefði hann litið á eigið
hlutverk á þann hátt að hann hefði
verið í fríi. Sigurður Gísli Gíslason,
sækjandinn í málinu, sagði að slíkar
skýringar væm ótrúlegar enda væri
enginn að fá 10 þúsund krónur dansk-
ar til þess að fara í frí á íslandi. Þegar
Hjördís Hákonardóttir dómari spurði
Thomas hver samið hefði við hann í
Danmörku sagði hann: „Det var en
person som jeg kender ikke.“ Thomas
sagði síðan að hann þyrði ekki að segja
til viðkomandi af ótta við hefndarað-
gerðfr er hann kæmi aftur til Dan-
merkur.
Atvinnuástand meöal verktaka á Austurlandi mjög mismunandi:
Mun betra á Héraði
en á fjöröunum
- fólk úr fjarðabyggðunum duglegt að sækja um lóðir á Egilsstöðum
Úrum stolið \
Klukkunni
Brotist var inn i skartgripaversl-
unina Klukkuna I Hamraborg í
Kópavogi i nótt. öryggiskerfi í
versluninni fór í gang við innbrot-
ið og lögregla kom á vettvang ör-
skömmu síðar en þá var þjófurinn
eða þjófamir á bak og burt.
Ljóst virtist við fyrstu sýn að
talsverðu hefði verið stolið af
úmm og einnig einhveiju af skart-
gripum en málið er í rannsókn.
Þá var tilkynnt um ferðir manns
sem sparkaði upp hurð í fyrirtæki
við Mýrargötu í nótt og fór þar
inn. Lögreglan fór á vettvang en
maðurinn var farinn þegar hún
kom á vettvang. Einskis var sakn-
að úr fyrirtækinu en talsvert var
rótaö til þar inni í leit að verðmæt-
um. -gk
„Menn hafa auðvitað verið að horfa
til aukinnar vinnu í sambandi við fyr-
irhugaða virkjun, og einnig álver í
Reyðarfirði, en þessi mál eru greini-
lega í hálfgerðri upplausn og ekki gott
að segja til um framhaldið. Á sama
tíma hefur vinna meðal verktaka víða
í fjórðungnum minnkað verulega og á
sumum stöðum, eins og á Eskifirði og
í Reyðarfirði, er ástandiö mjög slæmt,"
segir Dagur Kristmundsson verktaki
sem á og rekur verktakafyrirtækið
Dagsverk á Egilsstöðum.
Dagur fullyrðir ekki að óvissan
varðandi virkjun og álver fyrir austan
hafi hafl slæm áhrif en segir þó allt
benda til þess. „Þessi verktakafýrir-
tæki á Eskiffrði, Reyöarfirði og víða
niður á fjörðunum sem hafa sáralítið
að gera í dag voru ágætis fyrirtæki
með mikla vinnu. En fólk hefur haldið
að sér höndum niður á fjörðunum og
vill margt komast þaðan. Það sjáum
við t.d. þegar lóðaúthlutun hefúr verið
á Egilsstöðum, þá er það mjög oft fólk
neðan af fjörðum sem sækir um. Þetta
hefúr gengið svo langt að hverfi hér á
Egilsstöðum þar sem lóðum var úthlut-
að fyrir ekki löngu er nú kallað Fjarða-
byggð," segir Dagur.
Hann segir ástandið miklu betra
uppi á Héraði en á fjörðunum. „Það
hefúr aö visu verið lítið að gera síð-
ustu mánuðina hjá sumum eins og t.d.
þeim sem vinna venjulega við snjó-
mokstur. Þá hefur ekki verið nein
vinna í gangi við jarðvegsskipti vegna
frosts í jörðu. En fram á haust var mik-
ið að gera, t.d. við vegagerð í Fljótsdal
og á Jökuldal og menn fara á ný í þessi
verkefni aftur þegar hægt verður," seg-
ir Dagur. -gk
Valgerður Sverrisdóttir:
Ekki gert
upp á milli
fyrirtækja
Valgerður.
Lúðvík Berg-
vinsson, þingmað-
ur Samfylkingar-
innar, beindi í
gær fyrirspum til
Valgerðar Sverris-
dóttur iðnaðarráð-
herra um hvort
rétt væri að hún
hefði gert upp á
milli þeirra fyrir-
tækja sem hefðu
óskað viðræðna
við stjómvöld
vegna áláhuga.
Hann spurði jafn-
ffarnt hvort rétt
væri að um langt
skeið hefði legið
fyrir beiðni frá
Norðuráli um að
hefja viðræður
við stjómvöld um stækkun álversins
við Grandartanga.
Valgerður svaraði að ekki væri
gert upp á milli fyrirtækja. Mikil
vinna hefði farið í að kanna mögulega
stækkun Norðuráls fyrir árið 2004 og
hún hefði beitt sér fyrir viðræðum
Norðuráls við orkufýrirtækin í land-
inu. Niðurstaðan væri að fara yrði í
Búðarhálsvirkjun eða veitu við Norð-
lingaöldu til að það gæti orðið. Málið
væri í ferli umhverfismats og óvissa
ríkti um niðurstöðuna. -BÞ
Lúðvík.
Harkaleg fundarstjórn:
Guðni missti
heyrn
Guðni Ágústs-
son landbúnaðar-
ráðherra gerði í
gær athugasemd
við fundarstjóm
Halldórs Blöndals
þingforseta. Guðni
var óhress með hve
harkalega Halldór
barði í þingbjöll-
una er Guðni var í ræðustóli og sagði
svo mikinn hávaða hafa skapast að
hann hefði misst heym um stund.
Guðni taldi enga ástæðu til að beita
þessu afli til að fá menn úr ræðustóli en
Halldór lét ógert að svara athugasemd-
um landbúnaðarráðherrans. -BÞ
Dauði Náttúruverndarráðs:
Kolbrún sér
eftir atkvæði
sínu
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður
Vinstri grænna, upplýsti á þingi í gær
að hún sæi mest eftir þvi á þingferlin-
um að hafa sam-
þykkt að Náttúra-
vemdarráð yrði
lagt niöur. Þetta
kom fram í óund-
irbúnum fyrir-
spumum á þingi
þar sem Kolbrún
gagnrýndi Siv
Friðleifsdóttur
umhverflsráð-
herra fýrir ýmsa
óvissu sem tengdist stofnun nýrrar
Umhverfisstofriunar. M.a. væri margt
á huldu um störf á rannsóknarstofú
Hollustuvemdar og hana grunaði að
skipulagsbreytingar ráðherrans væra
liður í að þagga niður í „óþekkum
stofhunum" eins og söguleg dæmi
væru um.
Siv svaraði að hún vonaðist til að
allir þingmenn myndu samþykkja lög-
in um Umhverfisstofnun. Tímabært
væri að gera eina öfluga stofiiun úr
mörgum smærri. Það yrði umhverfis-
málaflokknum til góðs og myndi
skerpa stjómsýslu. Peningar myndu
nýtast betur til náttúravemdar en nei-
kvæð afstaða Kolbrúnar endurspeglaði
að Vinstri grænir væru á móti öllu og
m.a.s. jákvæðu máli líkt og tilurð Um-
hverfisstofiiunar. -BÞ
Kolbrún
Halldórsdóttir.