Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 8 í DV-Sport Snocrossinu fer fram við Skautahöllina laugardaginn 30. mars kl. 14:00 Æfingar byrja kl: 11:30 og keppnin kl: 14:00 Kynning á keppendum verður í Skautahöllinni föstudaginn 29. mars kl. 22:00 Margt skemmtilegt í boði ásamt léttum veitingum frá Carlsberg Aðgangseyrir á keppnina er 1000 kr. fyrir 12 ára og eldri SPORTFERÐIR www.sporttours.is nUGfflAG bUNDS rúv (ýjgat, |gff ATHYGU [föjjjjz] morettrotTt Q A Kottorbúöir & . . . „ & W- cpedtomyndir JHM Sport R.SIQMUNDSSON Jr) S? Gre i FiN-N- mmcm sló'ihw yamaha c lvmx Fréttir 3£y\r m DV-MYND E.ÓL. Snorri og Hallgrímur Spánný þota Flugleiða, Snorri Þorfinnsson, á flugi yfir Reykjavík í síðustu viku. Kirkja Hallgríms Péturssonar í for- grunni. Nú samanstendur allur floti Flugleiða af þotum sem eru afgerðinni Boeing 757. Ný þota Flugleiða, Snorri Þorfinnsson, kom til landsins í síðustu viku: Þotan eins og fljúg- andi peningaprentvél - skapar 200 ársverk. Skilar tveimur milljörðum inn í þjóðarbúið á ári Þotan heillar Skólabörnum á Suöurnesjum var boðið að skoða hina nýju þotu þegar hún kom til landsins í síðustu viku. Heillandi þótti að skoða gripinn - sem er bú- inn öllum fullkomnasta tæknibúnaöi sem býðst, fyrir utan að vera afar þægi- legur farkostur. Það var mikið um dýröir á Keflavík- urflugvelli á þriðjudag í sl. viku þegar Flugleiðir tóku þar á móti nýrri þotu sinni sem er af gerðinni Boeing 757. Hún hlaut nafiiið Snorri Þorfinnsson og er hin tíunda í flota félagsins. Það er sá fjöldi þotna sem Flugleiðir hafa haldið úti síðustu árin, en nýjar þotur sem hafa verið teknar í flotann eru hins vegar stærri en þær sem skipt hef- ur verið út. Með öðrum orðum þá hef- ur sætaframboðið aukist. Sem helst aft- ur í hendur við sífellt meiri framlegð flugrekstrar og ferðaþjónustu í þjóðar- kökuna. Tvö hundruð ársverk Fæstir fara í grafgötur um þann heiður og sóma sem fomir kappar landafundanna skópu. Þeirra á meðal Þorfmnur karlsefni og Guðríður Þor- bjamardóttir, foreldrar Snorra Þor- finnssonar, sem þotan nýja er nefhd eftir. Og hinn nýi Snorri, sá sem hefur bæði vængi og stél, mun gera slíkt hið sama. En ekki sist; skila þjóðinni mikl- um gjaldeyri. Þær tekjur sem 228 manna farþegaþota skapar eru nefiii- lega glettilega miklar - og ótrúlega margir hafa vinnu 1 kringum hana. Að sögn Guðjóns Amgrímssonar, blaða- fulltrúa Flugleiða, má reikna með að ársverkin sem liggja að baki einni þotu séu einhvers staðar á bilinu 150 til 200 á ári hveiju. Um tiu áhafnir em að baki hverri þotu og í hverri þeirra sjö til átta manns. Og síðan koma ótrúlega margir aðrir að fluginu með öðrum hætti, svo sem sölufólk, starfsmenn á flugvelli, flugvirkjar og þar fram eftir götimum. Síðan er það framlegðin. „Það er hægt að áætla um tvo milljarða á ári í gjaldeyristekjur af þotunni. Svo má bú- ast við öðm eins ef ekki meiru í kaup- um á þjónustu á íslandi svo sem hótel, afþreyingu, bilaleigu og svo framvegis. Hér eru því miklar tölur í spilinu," seg- ir blaðafuiltrúinn. Kaupveröiö sex milljaröar Með hinni nýju þotu samanstendur allur floti Flugleiða af þotum sem era af gerðinni Boeing 757. Þotum félagsins sem era af gerðinni Boeing 737 hefúr verið skilað á síðustu misserum og fer sú síðasta nú í vor. „Það felst mikfl hagræðing í því að hafa aðeins eina tegund flugvéla í rekstri samtímis. Þar nefiii ég þjálfún flugliða og kostnað við varahluti. Nýting á áhöfnum verður betri og þjálfunarkostnaður lækkar vegna þess að flugfólk þarf aðeins þjálf- un fyrir eina tegund flugvéla. Spamað- ur verður mikill á varahlutalager fé- lagsins, einkum vegna varahreyfla,“ segir Guðjón. Hann segir flugvélakaup- in nú vera hluta af þeirri stefnumótun sem Flugleiðir hafi sett upp fyrir margt löngu, nýja þotan hafi til dæmis verið pöntuð árið 1997. Kaupverð þotunnar nýju er um sex milljarðar króna, en kaupin vora fjár- mögnuð samkvæmt samningi sem gerður var í fyrra við hóp erlendra banka. Einkum verður þotan notuð í flug til Kaupmannahafnar og Lundúna, en hún getur tekið 228 farþega. í þot- unni er allur sá fullkomnasti tækni- búnaður sem hýðst og hún er spameyt- in, lágvær og umhverfisvæn, sam- kvæmt því sem kunnugir segja. Gjaldeyrístekjurnar 20 milljaröar En víkjum aftur að þeirri framlegð sem flugið skilar i þjóðarbúið. Á síð- asta ári vann Hagfræðistofimn Háskóla íslands úttekt fyrir Flugleiðir þar sem kemur fram að gjaldeyristekjur af þjón- ustu við ferðaþjónustu hafa að jafnaði aukist um 7,3% á síðustu tíu árum. Á sama tima jukust útflutningstekjur um 3,3% á ári. Þá segir enn fremur að far- gjöld flugfélaganna séu um 40% af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar. „Flugleiðir standa að baki nánast öll- um þessum tekjum, en framlag fyrir- tækisins til útflutningstekna einskorð- ast ekki við fargjöld því það er um- svifamikið í íslenskri ferðaþjónustu auk annarrar starfsemi, s.s. flutninga. Gjaldeyristekjur Flugleiða á árinu 2000 vora um 20 milljarðar króna, sem vora um 9% af útflutningstekjum. Aðeins stóra fiskútflutningsfyrirtækin og ís- lenska álfélagið öfluðu viðlíka útflutn- ingstekna á síðasta ári,“ segir Hag- fræðistofnun í skýrslu sinni. Vöxtur og viögangur Þar koma fram fleiri staðreyndir sem merkilegar má telja - og þær sýna og sanna að á góðum degi era Flugleið- ir og þotur félagsins rétt eins og góður offsetrokkur sem prentar í gríð og erg peningaseðla í erlendri mynt. Þannig bendir Hagfræðistofnun á að tekjur Flugleiða af alþjóðlegum rekstri séu um 20 milljarðar króna á ári. Niður- stöður greininga gefa tfl kynna að veltuáhrif þess hluta rekstrarins séu um 34 milljarðar - og að honum tengist 3.000 ársverk. Vöxtur og viðgangur ferðaþjónustunnar í landinu og Flug- leiða hangi ævinlega á sömu spýtu, enda fljúgi meginþorri þeirra ferða- manna sem komi til landsins með fé- laginu. Og það á þeim tímum þegar gjaldeyristekjur af erlendiun ferða- mönnum og flugþjónustu á íslandi era orðnir 37 milljarðar króna, rétt eins og raunin var í fyrra. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.