Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 Fréttir X>"V' Deilur sjálfstæðismanna í Hveragerði: Málið löngu afgreitt - segir forseti bæjarstjórnar - hagsmunapot, segir Knútur „Mig grunar að ástæðan fyrir þessu upphlaupi Knúts sé einfald- lega sú að Knút- ur sé tapsár eftir niðurstöðu próf- kjörsins á dögun- um hjá okkur sjálfstæðismönn- um i Hveragerði. Þar studdi Knút- ur Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóra sem bauð sig fram til forystu. Nið- urstaða prófkjörsins var hins vegar afgerandi. Hans maður lenti í sjötta sæti en ég varð í 1. sæti og Jóhann ísleifsson lenti í baráttusætinu, 4. sæti. Allir sem fylgst hafa með í Hveragerðisbæ undanfarið hljóta að sjá í gegnum málflutning bæjarfull- trúans,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, forseti bæjarstjómar í Hveragerði, vegna þeirrar hörðu deilu sem nú er uppi meðal sjálfstæðismanna í Hveragerði. Eins og DV greindi frá í gær telur Knútur Bruun bæjarfulltrúi að það yrði til mikils vansa fyrir Hvera- gerðisbæ ef Jóhann Isleifsson, for- maður bæjarráðs, fengi að kaupa lóð undir eigin atvinnustarfsemi og hótar hann stjómsýslukæru. Knút- ur vill að reist verði íbúðabyggð á svæðinu en Al- dís bendir á að lóðin sé skipu- lögð undir land- búnaðarstarf- semi. Aldís segir greinilegt að Knútur hyggist beita öllum brögðum til að listi sjálfstæðismanna í Hveragerði nái ekki hreinum meirihluta. Jó- hann sé formaður bæjarráðs og í baráttusæti og Knútur sé að ýfa upp mál sem hafi verið afgreitt árið 2000. „Maður spyr sig af hvaða hvöt- um Knútur lætur stjórnast? Era það hagsmunir Hveragerðisbæjar eða lýsa gerðir hans persónulegri óvild út í okkur sjálfstæðismenn?" segir forseti bæjarstjórnar. Hagsmunapot Knútur vísar þvi alfarið á bug að annarlegar hvatir eða niðurstaða prófkjörsins á dögunum ráði ferð. Hann hafi þegar ákveðið að hætta afskiptum af pólitík og sé á fórum frá Hveragerði. Því sé ekki um að ræða persónulega hagsmuni hans. „Menn eiga ekki að vera að vasast í pólitík þegar þeir eru upp fyrir haus í bullandi eiginhagsmun- um,“ segir Knútur og vísar þar með til atvinnuumsvifa formanns bæjar- ráðs. „Ég tel að mjög mikið hags- munapot hafi verið hjá einkum tveimur fulltrúum bæjarmálafélags- ins og afskaplega ósmekklega hafi verið fjallað um ýmis mál þeirra. Gagnrýni mín er hafin upp yfir alla flokkadrætti,“ segir Knútur. Bjöm Pálsson sat í skipulags- nefnd Hveragerðisbæjar í 12 ár og hann er þeirrar skoðunar að nýta eigi Fagrahvammstúnið undir ibúð- ir. Hefur hann þar hagsmuni aldr- aðra einkum i huga vegna nálægðar við heilsuhælið og sundlaugina og telur að bærinn hefði tvímælalaust átt að neyta forkaupsréttar á þessu landi. „Þetta er að mínu mati mjög dýrmætt land í hjarta bæjarins," segir Björn. -BÞ Göngubrú yfir Hafnarfjarðarveg Göngubrú yfir Hafnarfj arðarveg á Hraunsholti verður tilbúin í haust en undirritaðir hafa verið samning- ar við verktakafyrirtækin Eldafl í Keflavík og Jarðkraft í Kópavogi um smíði göngubrúar yfir Hafnar- fjarðarveg á Hraunsholti og gerð að- lægra fyllinga og göngustíga. Göngubrúin mun tengja Ásahverfið á vestanverðu Hraunsholti við aust- urhluta bæjarins og verður mikil- væg leið fyrir börn á leið til og frá skóla og íþróttahúsi. Verkefnið er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Garðabæjar og er heildarkostnaður við framkvæmd- ina áætlaður rúmar 50 milljónir króna. Þar af greiðir Garðabær um 30%, eða 15 milljónir króna. Hönnuð- ir em verkfræðistofan VSÓ-Ráðgjöf, Ingimundur Sveinsson arkitekt og Homsteinar arkitektar, sem önnuð- ust landslagshönnun. Göngubrúin tekur mið af göngubrúnum, sem þeg- ar hafa verið gerðar á Miklubraut i Reykjavík, austan Grensásvegar. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið þegar skólaganga hefst aft- ur næsta haust. -GG Frumkvæði KEA-samvinnufélags um nýsköpun í atvinnulífinu á félagssvæði sínu: Uppbyggmg fyrir allt að 1,5 milljarði í burðarliðnum Ákveðið hefur verið að leggja hálfan milljarð króna í atvinnulíf á félags- svæði KEA og að sögn Benedikts Sig- urðarsonar, stjómarformanns KEA- samvinnufélagsins, hefúr stjóm fyrir- tækisins imnið að því að undanfomu að móta hugmyndir um með hvaða hætti verði ráðist í stórvirkið. „Það er orðið til tillöguform í þessu sambandi en það er ekki búið að kynna það ennþá. Stefhan er sú að ljúka þessari vinnu á næstu tveimur mánuðum þannig að hægt verði að heíjast handa fyrir alvöm,“ segir Bene- dikt. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar kynnt var að KEA myndi leggja 500 milljónir króna til nýsköpunar í at- vinnulífi á félagssvæði sínu. Benedikt segir að stefhan sé alls ekki sú að stofnað verði tU fyrirtækja þar sem KEA verði meirihlutaeigandi og stefn- an sé reyndar sú að KEA muni ekki eiga meira en 40% hlutafjár í þeim fyr- Akureyrl Stjórn KEA-samvinnufélagsins hefur ákveöiö aö leggja hálfan milljarö króna í atvinnulífá félagssvæöi KEA. irtækjum sem stofnuð verða. Stefiit sé að því að aðrir komi inn með eignar- hlut og þetta gæti þýtt að aUt að einn og hálfiir mUljarður komi inn í ný- sköpun atvinnulífsins á félagssvæði KEA. FjárfestUigasjóðurUin Kaldbakur, sem stofnaður var um eignir og skuld- ir KEA, stefnir í að verða mjög öflugur og mun væntanlega verða skráður á Verðbréfþing áður en langt um líður. Mjög fjársterkir aðUar hafa komið þar Um með hlutafé og er skemmst að minnast Samheija og Lífeyrissjóðs Norðurlands í því sambandi. I vetur fengu rúmlega 7 þúsund ein- staklingar tUkynningu frá Kaldbaki um að þeir væm eignaraðUar að sjóðn- um og vom fiestir með eign að nafn- virði rúmlega 10 þúsund krónur. Við- skipti með hlutabréf í Kaldbaki, sem fram hafa farið, hafa verið á genginu 3,5-4 og em þessir einstaklingar því með eign upp á 3540 þúsund krónur. Benedikt segir sér ekki kunnugt um að nern teljandi viðskipti hafi farið fram með þessi hlutabréf, enda hafi þótt ráð- legt að fólk héldi að sér höndum þang- að tU gengi á hlutabréfum i fyrirtæk- inu væri komið á fastari grunn. -gk líIŒfo ríSÍSÁfríiilJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 20.01 19.46 Sólarupprás á morgun 07.04 16.49 Síödegisflóó 17.06 21.39 Árdegisflóð á morgun 06.02 10.35 Biiír Hiti O til 5 stig Hæg suðlæg eða breytileg átt vestan til með 8 til 13 metrum á sekúndu. Skýjað með köflum og stöku él. Vaxandi austlæg átt, austan og norðaustan. Rigning eða slydda Austan og norðaustan 10 til 18 metrar á sekúndu og víða rigning eöa slydda. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Víndun Vindur: Vindur: l^m/s 1—4m/s 2-5m/5 4f 4* fcí Norðiæg átt og NorWæg átt og Austao- og él noröan tll en él noröan til en noröaustanátt víöa bjart veöur víöa bjart veöur 0g úrkoma um sunnan til. sunnan til. mestaltt land. Vindhraöi m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárvióri >= 32,7 Sjálfvirki tilkynningabúnaðurinn virkar ekki alls staðar: Öruggast að taka upp gervihnattakerfi - segir Friðrik Jóhannsson, skipstjóri á Erninum Friðrik Jóhannsson, skipstjóri á rannsóknarbátnum Eminum, sem Náttúmstofa Vestfjarða gerfr út, seg- fr að ekki sé nóg að vera með tæki til sjálfvirkrar tilkynningarskyldu í lagi ef ekki næst samband við þau á ýms- um hafsvæðum út af og við Vestfirði. Þar megi nefna Jökulfirði, norðan við Rit og norðan við Strandir. Þar séu svokölluð „blackout“-svæði sem ekk- ert samband næst við. Sambandið sé skárra þegar komið sé sunnar en dauðir blettir séu þó t.d. við Deildar- homið við Bolungarvík og víðar. Friðrik Jóhannsson segir að þetta fylgi NMT-símakerfinu, þ.e. bátamfr verði símasambandslausir á sama tima og stöðum og Tilkynningar- skyldan dettur út. Eina sambandið er þá gegnum loftskeytastöð. „Sleppibúnaðurinn er að mörgu leyti falskt öryggi, bar- ið í gegnum löggjafar- þingið á sama hátt og Tilkynningarskyldan, og við vitum að næst kemur frífljótandi neyðarbauja sem kost- ar a.m.k. 140 þúsund krónur. Síðan kemur gervihnattasamband sem kostar um 200 þúsund krónur þannig að bátam- ir verða með öryggisbúnað upp á um 700 þúsund krónur vegna þess að ekk- ert verður tekið í burtu. Auðvitað átti strax að fara með þessa tilkynningar- skyldu gegnum gervihnattasamband því við vitum að GPS-staðsetningar- tækin svíkja okkur alls ekki á þess- um svæðum. Það er bara sölu- mennska að láta okkur vera að drasl- ast með önnur tæki. Við bátasjómenn viljum ekki hengja neinn fyrir þetta, við viljum bara fá þessi atriði í lag. Þar er ekkert betra en gervihnattasamband- ið,“ segir Friðrik Jó- hannsson. Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofiiunar, segir að stofhun- in sé eingöngu i eftirliti með tækj- unum, samningurinn sé milli Fjar- skiptastofnunarinnar og Landssím- ans. Hann segir að tækin séu komin um borð í um 1500 skip en um 2400 skip séu á skrá í landinu, en aðeins skip undir 24 metrum eigi að vera með þessi tæki, og það bátar í at- vinnuskyni. Hann segist að öðru leyti ekki geta tjáö sig um málið fyrr en eftir helgina. Kristbjöm Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, seg- ir að i sumar verði stöðvar lagfærðar á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli sem fækki verulega „blackout-svæð- um“. Gervihnattasamband um borð sé mun dýrari framkvæmd, en boð frá bátum berist oft gegnum gervi- hnetti. LÍÚ hafi lýst áhuga á því að koma þessu kerfi um borð í stærri skip en 24 metra löng og því sé Lands- björg fylgjandi. Kristbjöm segir að það sé rangt að tala um 6.300 falskar meldingar á síðasta ári, það rétta sé að hringt hafi verið i báta í 6.317 skipti á sl. ári vegna brottfalla úr kerfinu, það sé öryggisatriði en ekki falsmelding. Þeir sem fullyrði að þetta kerfi sé ónýtt hafi ekki kynnt sér kosti þess. -GG SfÍltatU Um il MMrV. Stór hluti vestfirska hUnflftlnnn ♦fnlfltiÍnnr Datariotans tæKjaiaus •• «4 «ím i t)**m*mm m IWm Frétt DV frá 23. mars sl. iSllæKæ AKUREYRI skýjaö 2 BERGSSTAÐIR úrkoma í grennd 1 BOLUNGARVÍK alskýjað -1 EGILSSTAÐIR skýjaö 0 KIRKJUBÆJARKL léttskýjað -1 KEFLAVÍK léttskýjaö -2 RAUFARHÖFN skýjað -1 REYKJAVÍK léttskýjaö -1 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 1 BERGEN léttskýjaö 2 HELSINKI skýjaö 0 KAUPMANNAHOFN léttskýjað -2 OSLO rigning 8 STOKKHÓLMUR þokumóöa -1 ÞÓRSHÖFN rigning 8 ÞRÁNDHEIMUR rigning 3 ALGARVE heiöskírt 15 AMSTERDAM skýjaö 4 BARCELONA þokumóða 9 BERLÍN alskýjaö 1 CHICAGO alskýjaö' -2 DUBLIN léttskýjað -2 HAUFAX hálfskýjaö -4 FRANKFURT skýjað 1 HAMBORG léttskýjaö -3 JAN MAYEN alskýjaö -1 LONDON hálfskýjað 8 LÚXEMBORG léttskýjaö -1 MALLORCA MONTREAL heiöskírt -7 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -7 NEW YORK rigning 4 ORLANDO hálfskýjaö 21 PARÍS skýjaö 2 VÍN alskýjað 4 WASHINGTON alskýjaö 6 WINNIPEG heiöskírt -11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.