Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 Tilvera DV DVJvlYNDIR EINAR J Slgurvegaramlr Eva Karlotta Einarsdóttir og The Sheep River Hooks (Sauðárkrækjurnar) unnu hug og hjarta dómnefndarmanna með söng sínum. Söngkeppni framhaldsskólanna: Sauðkrækjurnar sigra Söngkeppni framhalds- skólanna var haldin í íþróttahúsi Breiöabliks í Smáranum um helgina. Þar komu fram ungir og upp- rennandi söngvarar hvaðanæva af landinu og hófu upp raust sína fyrir gesti í sal, sem og áhorfend- ur heima í stofu, en keppn- in var send út í beinni út- sendingu í sjónvarpi allra landsmanna. Eins og títt er í keppni sem þessari eru margir kallaðir en fáir út- valdir og svo fór að lokum Tvær að vestan Þessar tvær stúlkur frá Menntaskólanum á Isafirði fluttu gamla smellinn Hvíta máva með miklum tilþrif- um og hrepptu þriðja sætið fyrir vikið. að Eva Karlotta Einarsdóttir og The Sheep River Hooks, fulltrúar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki, hrepptu fyrsta sætið fyrir söng sinn. í öðru sæti varð Eva Dögg Sveinsdóttir frá Kvennaskólanum í Reykja- vik en eins og hjá dómnefnd Ungfrú ísland.is átti dóm- nefnd söngkeppninnar i mestu erfiðleikum með að gera upp á milli tveggja keppenda í þriðja sæti og fór svo að þeir deildu sætinu. • > Smárabíó/Regnboginn/Laugarásbíó - Hlý og skemmtileg ísöld Síf Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Hvítir kollar Fulltrúar Menntaskólans á Laugarvatni deildu þriðja sætinu með Menntaskólanum á ísafirði og voru að vonum ánægðir með árangurinn. Rappao um sekt og sakleysi Rapþhljómsveitin Igor, með Pétur Gunnarsson, sigur- vegara Söngkepþni Samfés 2002, innanborðs, skemmti áhorfendum á meðan dómnefnd var að gera upp hug sinn. Mér finnst óskaplega stutt siðan ég fór að sjá tölvuteiknimynd um tvö skrímsli og eitt smábam (Monsters Inc.) en nú er komin önnur mynd, Ice age/ ísöld þar sem þrjú dýr eru að kljást við smá- barn sem reynir hvað það getur til að vera jafn ómótstæðilegt og Boo í Monsters Inc. en tekst ^ ekki alveg. Ef lengra væri á milli myndanna þætti manni líklegt að handrits- höfundar ísaldar hefðu séð Monsters Inc. og haft hana í huga allan tímann, en þær ku vera gerðar á sama tíma þannig að sennilega hafa allir þessir ágætu menn fengið svona svipaðar hugmyndir samtímis. Foreldrar geta aldeilis hrósað happi um þessar mundir, bama- myndir hafa sjaldan verið skemmti- legri en síðustu mánuði, Shrek, Monsters Inc. og nú Ice age gera ^ fullorðnum kleift að fara í bíó með jafnmikilli eftirvæntingu og bömin og ég hef heyrt fjölmargar sögur af barnlausu fólki sem hefur aldrei veriö jafn duglegt að bjóða fram pössun fyrir nákomna ættingja og vini og nú. Ekki er óalgengt að sjá allt upp í átta fullorðna með einu bami í bíó. • ísöldin gerist fyrir lifandis löngu eftir að risaeðlumar deyja út og ís- öldin er á leiðinni. Þar hittum við fyrir þrjá afar ólíklega félaga, Loð- fílinn Manfred (Ray Romano), leti- dýrið Sid (John Leguizamo) og sverðdýrið Diego (Denis Leary). Þessir ferfætlingar em á leið um fjallaskörð og fimindi að elta flokk manna til að skila þeim smábami sem Manfred og Sid fundu óvart al- eitt á árbakka. Á meðan Manfred og Sid era frekar elskuleg kvikindi sem nærast á jurtum og ætla sér í alvörunni að finna fjölskyldu barns- ins, þrátt fyrir óvinsældir mann- anna og vopna þeirra, þá er kjötæt- an Diego með öðravísi og ógnvæn- legri áætlun á pijónimum. Þetta er aðalsagan og hún er alveg ágæt - bæði spennandi og skemmtileg. Inn í aðalsög- una blandast svo smásaga sem er óborganlega fynd- in. Hún fjallar um íkoma- grey - með ólíkindum ófrítt og ódisneylegt, sem er að vandræðast með hnetu sem það vill grafa niður í freðna jörð og gengur afskaplega illa. Áukasagan er því miður allt of stutt og ég stóð mig að því að bíða spennt eftir framhaldi á hnetuvand- ræðum íkomans þegar ég hefði átt að fyllast sorg yfir fortíð Manfreds. ísöldin nær ekki alveg sömu hæðum og Skrekkur og Monsters Inc. í hand- ritsgerð. Sagan hér er venjulegri og rúllar ansi vel yfir strikið i vasa- klútavæmni í lokin. En aðalpersón- umar þrjár (fjórar með smákrílinu) em vel gerðar og karakter hverrar fyrir sig sterkur. Það er alltaf eitt- hvað heillandi við myndir um dýr með mannlega eiginleika: letidýr með húmor, sverðköttur með sam- visku og loðfill sem getur fyrirgefið. Að minnsta kosti ætti öll fjölskyld- an að geta skemmt sér konunglega í bíói um páskana. Framlelðandi: Lori Forte. Handrit: Peter Ackerman, Michael Berg, Michael Wilson Tónllst: David Newman. Raddir: Ray Romano, John Leguizamo, Denis Leary. Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Endurkoma E.T. Framleiðendur í Hollywood létu óskarinn ekkert hræða sig frá því að senda stórar myndir á markaðinn. Fyrsta ber að telja endursýningu á E.T. í tilefni að það eru tuttugu ár frá því hún var fyrst sýnd og er E.T. ein vinsælasta kvikmynd frá upphafi. Hún var sýnd í þrjú þúsund sýning- arsölum og var aðsóknin rúmar fimmtán milljónir dollara sem þætti ekki mikið ef um nýja mynd væri að ræða en dágott um endursýningu. E.T. verður tekin til sýningar hér á landi á fimmtudag. Vinsælasta myndin um helgina var hins vegar Blade II þar sem Wesley Snipes bregður sér aftur í hlutverk stríðsmannsins Blade sem er víst eitthvað meira en venjulegur maður. í þessari nýju mynd er hann að eltast við einhverja blóðþyrstustu vampíru sem sést hefur á hvíta tjald- inu. Henni nægir ekki að sjúga blóð úr mennskum heldur sýgur hún einnig blóð úr öðrum vampírum. I öðra sæti er svo hin hugljúfa teikni- mynd Ice Age, sem framsýnd var hér á landi um helgina. Hún virðist ætla ■ II III IH'IIIIM—_______________,_____________ ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. SÆTl FYRRI VIKA rmu. INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖIIH BÍÓSALA O _ Blade II 32.528 32.528 2707 o 1 lce Age 30.056 87.292 3345 0 _ E.T. The Extra-Terrestrial 14.223 14.223 3007 o 3 Showtime 8.145 26.803 2917 0 2 Resident Evil 6.705 28.937 2528 O 5 We Were Soldiers 5.728 61.638 2859 o 4 The Time Machine 5,324 48.158 2809 o _■ Sorority Boys 4.127 4.127 1455 o 9 A Beautiful Mind 4.081 154.704 1801 0 7 40 Days and 40 Nights 2.719 34.176 1831 0 11 The Lord of the Rings 2.363 297.530 1317 0 6 All About the Benjamins 2.257 21.136 1123 0 8 John Q 2.084 67.416 1302 © 14 Gosford Park 1.598 37.756 843 0 15 Monster’s Ball 1.557 19.678 543 © 17 In the Bedroom 1.290 34.212 688 0 12 Dragonfly 787 29.457 736 © 20 Monsoon Wedding 746 3.227 128 © 10 Return To Never Land 711 46.466 1004 © - Iris 570 3.805 204 Vinsælustu myndböndin: Meira Á myndbandalistanum þessa vikuna er það helst að American Pie 2 fer sína fyrstu viku á listan- um beint í efsta sæti list- ans. Myndin þykir nán- ast eftiröpun eftir fyrri myndinni og því má segja að það sé verið að horfa á meira af því sama. Fyrri myndin náði miklum vinsældum og framhaldið einnig svo það ætti ekki að koma á óvart þótt þriðja myndin liti dagsins ljós ein- ’hvem timann í ná- inni framtíð. American Pie, sem eins og áður sagði sló eftirminnilega í gegn með sínum grófa húmor og varð ein al- vinsælasta gaman- mynd sem gerð hefur verið, hleypti af stað nýrri tegund ung- lingamynda þar sem hin gullvæga regla um stráka í stelpuleit er enn við lýði. Breyt- ing er samt orðin á strákunum, hormón- amir era komnir á fulla ferð og greddan ræður ferðinni. Húmorinn er síðan í samræmi við hugsan- ir unglinganna, nán- ast allur fyrir neðan mitti. -HK i -v, | FYRRl VIKUR SÆTl VIKA TTTIU. (DREIFINGARAÐILI) Á USTA _ American Pie 2 <sam mynböndi 1 0 2 Legally Blonde iskífanj 2 1 Moulin Rouge (skífan) 3 3 America’s Sweethearts (myndform) 4 4 Get Carter (sam myndbönd) 3 0 6 Rat Race (myndform) 8 _ Brotherhood of the Wolf (bergvík) i 0 _ Angel Eyes <sam myndböndi 1 Q 5 A Knight’s Tale (Skífan) 6 0 7 Planet of the Apes (skífan) 5 ■0 9 Yamakasi (góðar stundir) 4 0 10 Swordfish isam myndbönd) 9 0 12 ítalska fyrlr byrjendur (göðar stundir) 3 8 Heartbreakers iskífani 8 11 Down To Earth isam myndbönd) 8 0 13 Fast and the Furious (sam myndbönd) 7 © 19 Crazy/Beautiful (sam myndböndi 2 0 18 Osmosis Jones (sam myndböndj 2 15 Jurassic Park 3 (sam myndbónd) 6 16 The Musketeer (myndform) 6 af þvi sama American Pie 2 Strákar sem vilja umfam allt vera með í djamminu. Blade II Wesiey Snipes er aftur mættur í hlutverk vampírubanans Blade. að vera fljót að ná hundrað milljón dollara markinu. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.