Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002
7
DV
Fréttir
Friðrik A. Jónsson um ímyndir stjórnmálamanna á fundi IMARK:
Forskrift að fram-
bjóðanda ekki til
- ímyndin skiptir meira máli með nýrri kjördæmaskipan
Imyndin skiptir máli
„Þaö getur veriö aö innan einhvers tíma veröi komnar fram mjög sterkar og ráðandi hugmyndir hér á landi um hvernig
frambjóöandi eigi aö vera. Meöal stærri og fjölmennari þjóöa er þróunin í þessa átt - aö frambjóöendur eru meira og
minna valdir samkvæmt sömu viömiöum. Þetta er ákveöin hætta, “ segir Friörik A. Jónsson félagssálfræöingur.
ímynd og sköpun hennar skiptir sí-
fellt meira máli í stjómmálum -
meira að segja svo að sumum flnnst
leitin að hinum fullkomna frambjóð-
anda vera farin að taka út yfir allan
þjófabálk. Óumdeilt er þó að kjör-
þokkinn skiptir máli, ekki síst þegar
persónuleg nánd kjósenda við leiö-
toga sína er orðin minni en var. í dag
sjá kjósendur mest og helst til stjóm-
málamanna sinna í fjölmiðlum og
ljóst er að úr því mun ekki draga hér
á landi. Á fundi ÍMARK, sem haldinn
var fyrir helgina, fjallaði Friðrik H.
Jónsson, dósent í félagssálfræði við
Háskóla íslands, um þetta efni. Mark-
aðssetning i stjómmálum var yfir-
skrift fundarins. Friðrik er viðmæl-
andi DV í fréttaviðtalinu.
Viðmót, upplag og virkni
Eru í dag á vettvangi sálfræðinn-
ar einhverjar þær mælingar sem
geta sagt okkur svart á hvítu
hvernig frambjóðandi á að vera
ætli hann að ná árangri?
„Nei, þessi forskrift er ekki til.
En stóra spurningin snýst um að
fólk treysti því að viðkomandi sé
eða verði góður leiðtogi. Kjörþokki
er annað orð yíir þetta sama hug-
tak. Málið snýst um hvernig fólki
líkar við manninn og hans störf og
hvort það treystir honum til góðra
verka.“
Og þetta er hægt að mæla út með
ýmsum hætti - og hefur verið gert...
„Já, og í könmmum hafa verið sett-
ar fram ýmsar spumingar sem geta
bmgðið mælistiku á þetta. Þær em til
dæmis um hvort fólki þyki frambjóð-
andi vera áreiðanlegur eða ekki. Svo
er spurt um hlýleika, hvort viðkom-
andi sé daufur eða liflegiu-, skemmti-
legur, leiðinlegur, ákveðinn, beittur
og svo framvegis. Niðurstöðumar
skiptast í þrjá meginflokka. í fyrsta
lagi snýst niðurstaðan um viðmót -
hvort frambjóðandinn sé hlýr eða
kaldur. I annan stað kemur upplagið
- það er sanngjarn eða ósanngjam.
Þriðji flokkurinn er virkni - hvort
viðkomandi sé beittur eða deigur."
mmmm.
Sigurður Bogi Sævarsson
blaöamaður
En nú virðist manni að menn
hafi það ekki alltaf handfast hvað
í rauninni sé ímynd?
„Nei, menn hafa svolítið verið að
tala út og suður um ímyndir. Og það
sem ég hef verið að gera með þessum
mælingum minum, sem ég hef fengist
við á undanfömum árum, er að reyna
að komast að því hvað sé í rauninni
átt við þegar talað er um ímynd -
hvað búi þar að baki.“
Breytist með nýrri skipan
Er það ekki mismimandi hvar
ímynd stjórnmálamanna virkar
helst - hvar áhrif hennar eru
mest? „Jú, ef fólk hefur engan sér-
stakan áhuga á stjórnmálum og
hugsar ekki svo mikið um þau rök
sem búa að baki málefnum hefur
ímyndin mikið að segja. Þama er
ég að tala um fólk sem hefur ekki
mikinn áhuga á stjórnmálum."
En nú má með nokkrum sanni
segja að stjómmálaáhugi hér á landi
sé mikiil. Skipta ímyndfrnar þá ekki
minna máli hér en i þeim löndum þar
sem áhugi fólks á pólitík er klárlega
minni?
„Sé tekið mið af kosningaþátttöku,
sem er afar mikO hér, má álykta að
áhuginn sé mikill hér á landi. Ef við
horfum síðan tO Bandaríkjanna er
þátttaka þar í kosningum ekki mikO
og áhugi á pólitfk væntanlega sömu-
leiðis. Þar í landi er mikið lagt upp úr
hvers konar ímyndarsköpun fram-
bjóðenda. En á móti kemur - og það
verðum við að hafa í huga - að banda-
rískt þjóðfélag er aOt öðruvísi er hið
íslenska. Landið er stórt og tækifæri
kjósenda tO að hitta leiðtoga sina
ekki mikO. Þessu hefur verið þveröf-
ugt farið hér heima, enda þótt þetta
kynni að breytast með nýrri kjör-
dæmaskipan. Þá sé ég fyrir mér að
kynning frambjóðenda fari í mun rík-
ari mæli fram í fjölmiðlum."
Af ímynd Vestfiröinga
Með hvaða hætti þá?
„Vel kynntur Vestfirðingur, sem
ætlar að hasla sér vöO í hinu nýja
Vesturkjördæmi, er ef tO viO lítt
þekkur á Akranesi eða í Skagafirði.
Þá skiptir miklu að kynna sig i fjöl-
miðlum og hafa þar góða ímynd. En
fólk í stjómmálum þarf fyrst og
„Þá skiptir miklu að
kynna sig í fjölmiðlum
og hafa þar góða ímynd.
En fólk í stjórnmálum
þarffyrst og fremst að
hafa eitthvað fram að
fœra. Mörgum gengur vel
að koma þeim skilaboð-
um á framfæri í gegnum
fjölmiðla, enda þótt mik-
ill munur geti verið á því
að sjá til manneskju í
fjölmiðlum eða hitta
hana augliti til auglitis. “
fremst að hafa eitthvað fram að færa.
Mörgum gengur vel að koma þeim
skOaboðum á framfæri í gegnum fjöl-
miðla, enda þótt mikiO munur geti
verið á því að sjá tO manneskju í fjöl-
miðlum eða hitta hana augliti tO
auglitis."
Er ekki sú hætta fyrir hendi að
menn verði jafnvel of brenndir af
pælingum inn ímynd? Að þeir sem
fara í framboð hætti að vera þeir
sjálfir heldur reyni sífeUt að upp-
fýUa einhverja staðalmynd og að á
framboðsUsta verði fyrst og síðast
vaUð eftir einhverri vísitölu um
imynd?
„Það getur verið að innan einhvers
tíma verði komnar upp mjög sterkar
og ráðandi hugmyndir hér á landi um
hvemig frambjóðandi eigi að vera.
Meðal stærri og fjölmennari þjóða er
þróunin í þessa átt - að frambjóðend-
ur eru meira og minna valdir sam-
kvæmt sömu viðmiðum. Þetta er
ákveðin hætta.“
Björn þvert á allar mælingar
Nú hefur framboðslistunum
vegna borgarstjórnarkosninganna
í Reykjavík verið stiUt upp. Eru
það dæmigerðir ímyndarUstar, það
er samansafn af stöðluðum fram-
bjóðendum með kjörþokka?
„Það tel ég ekki. Fyrst og fremst
held ég að þar hafi menn kappkostað
að framboðslistamir hefðu breiða
skírskotun. Mér finnst hins vegar
gaman að spá í þær ímyndir sem
frambjóðendur stóm framboðannna í
Reykjavík hafa. Mælingar hafa sýnt
að Ingibjörg Sólrún hefur þá imynd í
hugum fólks að hún sé mjög alþýðleg
en Bjöm virkar aftur á móti þung-
lamalegur hefur ekki alþýðlegt yfir-
bragð heldur þvert á móti. En þegar
málið er skoðað nánar er þessi ekki
endOega raunin. Maður verður ekki
var við neina beina línu miOi Ingi-
bjargar Sólrúnar og hins almenna
borgara. Hins vegar er Björn Bjama-
son, þvert á aUar mælingar, í afar
góðum samskiptum við sína kjósend-
ur. Það er auðvelt að ná sambandi við
hann með hvaða hætti sem það kann
að vera. Fáir stjómmálamenn virðast
vinna jafn mikið grasrótarstarf og
hann. Að þessu leytinu er oft athygl-
isverður munur á ímynd og vera-
leika."
Sparisjóður vélstjóra:
Fulltrúar borgar
víkja úr stjórn
Borgin á ekki lengur fúUtrúa í
stjóm Sparisjóðs vélstjóra. Þetta mál
var tO lykta leitt á aðalfundi sjóðsins
sem haldinn var á laugardag, en kosið
var í stjómina samkvæmt samþykkt-
um aðalfúndar fyrra árs. Þær kváðu
einmitt á um að fuUtrúar Reykjavöcur-
borgar færa út úr stjóminni. Þeir vora
Alfreð Þorsteinsson, fyrir hönd
Reykjavikurlista, og fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn sat Guðmundur Jónsson í
stjóminni.
í stað stjómarmanna fyrir hönd
borgarinnar koma fúUtrúar Vélstjóra-
félags íslands inn. Em þeir Helgi Lax-
dal, formaður félagsins, sem sat reynd-
ar fyrir í stjóminni, PáU Magnússon,
vélfræðingur hjá Orkuveitu Reykja-
vUtur, og svo áðumefndur Guðmund-
ur Jónsson, vélfræðingur hjá Lands-
virkjun, sem nú situr í stjóminni sem
fuUtrúi nýs aðUa. Aðrir stjómarmenn
em Sigriður Smith og Jón Þorsteinn
Jónsson sem kemur úr hinni svo-
nefndu Nóatúnsfjölskyldu.
Rekstur Sparisjóðs vélstjóra gekk
vel á siðasta ári en eigið fé jókst um
600 miUjónir, eða 17,9%. Starfsfólk fær
að njóta þessa góða árangurs í rekstr-
inum en samþykkt var á aðalfundin-
um að greiða því 100 þúsund króna
bónus fyrir vel unnin störf. -sbs
Húnvetningar
segja nei
í skoðanakönnun sem gerð var á
vefsíðu Húnahomsins á Blönduósi
kom fram vUji meirihluta þeira sem
svöruðu tU að hafna því að leyfð
verði sala á bjór og léttvíni í mat-
vöruverslunum. 52% þeirra sem
svömðu sögðu nei, en 48% sögðu já.
Þessi niðurstaða stangast veru-
lega á við ýmsar aðrar kannanir,
enda hefur virst sem meirihluti
væri fyrir því i nokkum tíma að
leyfa þessa sölu. Þannig voru t.d.
74% hlynnt þessari sölu af þeim
sem svöruðu í könnun á vefsíðunni
neytandi.is fyrir skömmu. -gk
SLEÐADAGAR
Heimsþekktu
leirvörurnar
á tilboði með %|£BsX!M8^afslætti
Verið velkomin í Lágmúlann
1922 CjCJ 2002
BRÆÐURNIR