Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002
19
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugeró og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Sameiginleg stjómstöð
Öflugt starf vel þjálfaðra sjálfboðaliða í björgunarsveit-
um um allt land hefur skilað miklum árangri og vakið
verðskuldaða aðdáun almennings i landinu. Byggt hefur
verið upp net björgunarsveita sem tilbúnar eru hvenær
sem er til björgunar, hvort heldur er vá á landi eða sjó eða
við leit að týndum loftfórum. Þessar sveitir hafa átt sam-
starf við lögreglu, Flugmálastjórn, Landhelgisgæslu og Al-
mannavarnir eftir því sem við á.
Flóknar björgunaraðgerðir, þar sem tími er lítill og
mannslíf í hættu, kalla á örugga og samræmda stjórnun.
Þar hafa menn lært af reynslunni og áfangi var sameining
björgunarsveitanna sem nú starfa undir einum hatti Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar. Enn er þörf frekari samræm-
ingar svo stjórnun verði skilvirkari. í nýlegri blaðagrein
Jóns Gunnarssonar, formanns Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar, kom fram að hér á landi eru reknar margar stjórn-
stöðvar vegna leitar og björgunar. Samkvæmt samningi
um leit og björgun á hafinu koma þrjár stöðvar að björg-
unaraðgerðum á sjó, hjá Landhelgisgæslunni, Slysavarna-
félaginu og Landssímanum. Tvær þeirra voru í raun sam-
einaðar fyrir tæpum tveimur árum þegar Tilkynninga-
skyldan fluttist í fjarskiptamiðstöð Landssímans.
Jón gat þess i grein sinni, sem raunar hefur komið fram
í fréttum, að nýlega hafa rikislögreglustjóri, Flugmála-
stjórn, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Almannavarnir
ríkisins ákveðið að starfrækja sameiginlega miðstöð leit-
ar- og björgunaraðgerða á landi og er stefnt að þvi að hún
verði tekin i notkun um mitt næsta ár. Slík miðstöð er
augljóslega til bóta þar sem samskipti og stjórnun verður
markvissari á ögurstundu. Ætlað er að Flugmálastjórn
fari með forræði i miðstöðinni vegna leitar að loftförum
en ríkislögreglustjóri vegna leitar- og björgunaraðgerða á
landi. Þá hafa ríkislögreglustjóri og Almannavarnir rikis-
ins gert með sér samkomulag um ýmsa samnýtingu.
Athygli vekur þegar helstu aðilar í björgunarstörfum
samræma með þessum hætti starfsemi sína og stjórnun að
ein stofnun stendur utan við samstarfið, Landhelgisgæsl-
an. Vandséð er af hverju Landhelgisgæslan ætti að standa
utan við þetta samstarf, svo mikilvægt sem starf hennar
er, hvort heldur er við björgun á landi eða sjó, með þyrl-
um og varðskipum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar
hafa unnið frábær björgunarafrek við erfiðustu aðstæður.
Skilvirk stjórnun og samræming björgunarstarfa, sem og
fjarskiptasamband allt, ætti að vera þeim til hagsbóta ekki
siður en öðrum sem að koma enda færi Landhelgisgæslan
væntanlega með forræði ákveðinna mála i slíku samstarfi.
Þótt gætt hafi tregðu forráðamanna Landhelgisgæsl-
unnar til samstarfs í sameiginlegri stjórnstöð björgunar-
mála hér á landi hlýtur breyting að verða þar á. Aðrar
stofnanir og félagasamtök sem björgunarmál varða hafa
ákveðið slíkt samstarf. Stjórnvöld sjá kosti sameiginlegr-
ar stjórnstöðvar enda segir í minnisblaði dómsmálaráðu-
neytisins að samnýting björgunar- og viðbragðsaðila sé
forsenda bættrar þjónustu og sameiginleg björgunarmið-
stöð og fjarskipti geti bætt samskipti björgunaraðila og
gert vinnubrögð markvissari.
Vegna mismunandi sjónarmiða um framkvæmd ein-
stakra björgunaraðgerða var á ríkisstjómarfundi fyrir
helgi ákveðið að skipa nefnd um það hvernig björgunar-
fjarskipta- og öryggismálum verði best hagað. Nefndinni
er ætlað að leggja fram tillögur um skipulag, verklag og
samhæfingu milli stofnana. Ekki er óvarlegt að áætla að
Landhelgisgæslunni verði þar gert að koma að einu borði
með öðrum sem sinna björgunarmálum landsmanna.
Jónas Haraldsson
DV
Skoðun
Ummæli
Spurt og svaraö___Er vétt ad leggja niður ríkisrekna kvikmyndaskoðun?
Æ, mitt arma sprok
Ég á mér draum. Árvisst
um páskaleytið langar mig
að skrifa upp Passíusálm-
ana. Ekki af því að mig
langi svo að eiga þá, en
tími ekki að kaupa ein-
hverja fermingargjafaútgáf-
una, heldur færi ég með
handritið til útgefanda.
Fyrir 20 árum hefði útgef-
andinn hent mér út og
handritinu á eftir með orð-
unum: Verið lengi i Dan-
mörku, væna? Lærðu ís-
lenzku og reyndu svo að fara til ein-
hvers annars. Fyrir 10 árum hefði út-
gefandinn sagt: að er nú bara bull.
Fáðu þér einhverja almennilega
vinnu, það vantar alltaf leigubíl-
stjóra.
Örlítið íslenskuskotnir
í ár stóð ég í Kauffélagi Öreiganna
og gældi við drauminn (ég hafði les-
ið á nokkra verðmiða og vantaði
veruleikaflótta). Þá laust þvi niður í
mig, að útgefandinn sendi mig senni-
lega ekki lengur heim með handritið.
Kannski og kannski ekki játaði hann
að skilja varla orð í því, en hann
væri ekki lengur fær um að sjá, að
Passíusálmamir eru alveg
skelfilegur texti. Þeir eru
ekki dönskuskotnir; þeir
eru skrifaðir á afspymu
slæmri og illa stafsettri
dönsku, örlítið íslenzku-
skotnir. En ekki mikið.
Þarna fór þrjátíu ára
draumur fyrir lítið.
Hér verður að segja, að
passíusálmaútgefenda-
draumur minn endurspeglar
ekki álit mitt á neinum
núlifandi útgefanda. Að end-
ir er á hann bundinn er vegna þess,
að enginn kann lengur dönsku og
veit því ekki hvenær gamlar dönsku-
slettur slæðast með. Það var þrælað
við að uppræta þær á meðan enn
mátti misþyrma skólabörnum og
maður hélt að hinir óforbetranlegu
dönskuunnendur væru á fallandi
fæti. Kannski nokkrar níræðar norð-
lenzkar enn að tala fínt, en aðrir
farnir í gröfina með að stóla á eitt-
hvað og líða skúffelsi. En ekki nei.
Afbökuð danska veður uppi og ég
er ekki að tala um hraksmánarlega
slæma framburðinn í Hagkaupsaug-
lýsingunni. Ég er hins vegar til í að
nefna, að „verð“ er aðeins til í ein-
Aiidur Haraids
rithöfundur
tölu. Sá sem samdi aug-
lýsinguna með mörgu
verðunum er örugglega
maður sem drekkur
ekki mikið kaffi, heldur
mörg köff á dag.
Lækksta verðið
Kannski á matvöru-
markaðurinn sér draum.
Að likjast ekki aðeins
dönsku einokunarkaup-
mönnunum i matarein-
ræði, heldur geta líka
eyðilagt tungumálið. í
Kauffélagi Öreiganna er
nokkur spjaldagleði. 1
rauða-striks-átakinu
voru „raunhæf kjarabót
fyrir heimilin" rifin af
makkintossinu og after-
eitinu (sem eru helztu
fæðunauðsynjar heimil-
anna) og upp skellt
„verðöryggi!" Ög það var það, ekkert
lækkaði. Við vorum alveg örugg með
það. Nú hefur sannfæringarkraftur-
inn verið aukinn um hak og ráðinn
sérstakur spjaldaskrifari sem situr í
kamesi eða á kontór og tölvupárar.
Síðan ber hún ódauðleg verk sín í
„Arvisst um páskaleytið langar mig að skrifa
upp Passíusálmana. Ekki af því að mig langi
svo að eiga þá, en tími ekki að kaupa einhverja
fermingargjafaútgáfuna, heldur færi ég með
handritið til útgefanda. “
útibúin og í krafti embættis fær hún
þau hengd upp. Þar sem passía mín
eyddist, stóð ég einmitt undir nýjasta
afreki spjaldahöfundar fyrirtækisins:
Lækksta verðið! Svo nefnum við ekk-
ert að við innganginn stendur: Við
vildum byðja... því einhver við-
skiptavinurinn hefur reynt
að leiðrétt ypsilonið með
penna.
Og fallegar fætur
Þegar 600 manns voru
farnir á sjúkrahús af hlátri,
tók verzlunarstjórinn
spjaldið niður. Hann megn-
aði ekki meira fliss. Er
þetta ekki grimmileg atlaga
að íslenzku, að ráða sérstak-
an starfskraft i skriftir, sem
kann ekki stafsetningu?
Rétt innar við Laugaveginn
hangir annar glaðningur.
Þar er málfræðin myrt.
„Fallegar fætur“ fást með
„frábæru fótadekri unnin
með.“
Þetta dygði í passíuvers:
Falleg er fótan þín, hún var
þreyttir, med ligtom og lugt
fæl, nú er hún fin.
Þó skyldi þakka að fegrunarfyrir-
tækið notar orðið fætur, en ekki
lappir. Gleður það ekki auman, að
súlan er ekki þakin: Ettu með Ijótar
lappir? Labbaðu upp og við lögum á
þér lappimar.
Auður Haralds
Andúðin á einkabílnum
„Við upphaf valdafer-
ils R-listans fyrir áttá
árum var ekki farið
leynt með þá skoðun af
talsmönnum hans í
skipulagsmálum, að
haga skyldi ákvörðun-
um um umferð í miðborginni með það
að leiðarljósi, að einkabíllinn ætti aö
víkja fyrir almenningsvögnum auk
þess sem hvatt skyldi til þess að fólk
kæmi gangandi í miðborgina eða á
hjólum. Að sjálfsögðu hefur þessi
stefna R-listans ekki breytt því, að ís-
lendingar kjósa einkabílinn frekar en
strætó, gönguskóna eða reiðhjól, svo
að andúð R-listans á einkabílnum í
miðborginni hefur bitnað á þeim sem
þangað leggja leið sína, þar starfa eða
reka fyrirtæki."
Björn Bjarnason á heimasíöu sinni.
Minnimáttarkenndin
„íslendingar börðust hart á sínum
tíma til að losna undan
valdi Dana og því var
fagnað mikið þegar land-
ið hlaut endanlegt sjálf-
stæði 17. júní 1944. Bar-
áttan einkenndist af mik-
illi þjóðemisstefnu og þá
sennilega dulinni minnimáttarkennd
gagnvart erlendu lýðræðisríki. Minni-
máttarkennd íslendinga virðist enn lifa
góðu lífi á síðum Morgunblaðsins. Þar
er stöðugt verið að bera Islendinga að
öðrum þjóðum og fullvissa lesendur um
það að þeir séu betri en hinar og þess-
ar þjóðir úti í heimi... íslensk þjóðem-
isstefna i Morgunblaðinu er því marg-
þætt, ofm rótgrónum goðsögnum um
þjóðemi, hernaðabandalög og hinn
vestræna heim.“
Katrin Jakobsdóttir í Timariti
Máis og menningar.
£ Samkvæmt stjórnarfrumvarpi á aö leggja niöur Kvikmyndaskoöun ríkisins og er þaö gert í nafni tjáníngarfreisis og vegna þess aö um óheimila ritskoöun sé aö ræöa.
Samkvæmt nýlegri skoðanakönn-
un telur meirihluti þeirra sem af-
stöðu taka það vera álitlegan kost að
ganga í Evrópusambandið. Þetta er
áminning um að herða róðurinn og
standa sig betur í andspyrnunni.
Margir hafa treyst á að Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem sé forsætisráðherra,
væri svo ákveðinn í andstöðu sinni
að óþarft væri að eyða miklu púðri í
málið.
Einhliöa áróöur fyrir innlimun
Út af þessu andvaraleysi hefur um
langt skeið aðeins heyrst í þeim sem
vilja ganga inn. Þarna hafa farið
fremstir ýmsir fj ármálaspekúlantar,
samtök verslunarinnar og margra
annarra atvinnurekenda. Einnig
hafa foringjar Framsóknarflokksins,
Samfylkingarinnar ásamt áberandi
mönnum í framkvæmdastjóraveldi
ASÍ tekið þátt í þessum eintóna kór.
Að vísu segja flestir inngöngufor-
kólfanna að það sé nú ekki meining-
in að ganga inn í hvelli en rétt sé að
kanna málin. En allt sem þeir segja
að öðru leyti er stuðningur við inn-
gönguna. Það þýðir að vísu ekki að
segja þeim sem vinna við sjávarsíð-
una og landbúnað að
þetta sé þeim hagstætt,
en þá er sagt, að um
þetta allt megi nú ör-
ugglega semja. Það
þýðir ekki að segja við
verkafólk eg annað
lágtekjufólk að tekjur
þess og atvinnuöryggi
batni við inngönguna,
vegna þess að menn
vita að kjör almenn-
ings yrðu frekar jöfnuð
við hin lakari kjör á
Evrópusambandssvæðinu heldur en
hin betri.
Frá sumum forráðamönnum
ASÍ heyrast þær raddir að þarna
sé verið að gera félagslegar um-
bætur, sem myndu ná til íslands ef
við gengjum inn. En hverjar eru
þessar félagslegu umbætur, sem
ASl vill, og af hverju berjumst við
þá ekki fyrir þeim hér og nú?
Það er oft talað um styrki sem
viö myndum fá. En af hverju
styrkjum við ekki sjálf það sem
við viljum styrkja? Þjóðin græðir
enga peninga á að ganga í ESB.
Við munum láta meiri pening af
hendi til Evrópusambandsins en
við fáum inn til baka. Munurinn
er að framkvæmdastjórar ESB
stjórna því hverjir fá styrkina, en
ekki íslendingar.
Ráöum málum okkar sjálf
Mikilvægustu mótrökin gegn
innlimuninni eru að með því vær-
um við að færa ákvarðanatökuna
enn fjær fólkinu í landinu, við
værum að afsala okkur lýðræðis-
legum tækjum.
Auðvitað eru áhrif almennings
á framvindu mála hér á landi
allt of lítil. Launafólki til sjávar
og sveita finnst margar ákvarð-
anir þjóna bara hagsmunum
hinna stóru. Menn standa högg-
dofa frammi fyrir milljarða-
braski og nýlegum spillingar-
málum. Eins og nú er getum við
þó náð til stjómvaldanna, t.d. í
kosningum. Með þvi að færa
valdið til Brussel erum við að af-
sala okkur áhrifum á gang mála
á fjölmörgum sviðum.
Einangrunarstefnan
Þyngstu rök inngöngumanna eru
að við séum að einangra okkur ef við
göngum ekki inn.
Þvílík fjarstæða. Fólk hefur sjálft
með ferðalögum og samvinnu verið
að brjóta niður landfræðilega ein-
angrun og mun halda því áfram
hvað sem varðar inngöngu í ESB.
Hins vegar er hætta á að innganga
gæti einangrað ísland frá öðrum við-
skiptaheildum heimsins, þar sem
ESB mundi gera alla meiri háttar
viðskiptasamninga fyrir okkur.
Það er valt að treysta forsætisráð-
herra fyrir andófinu. Hans andstaða
er að mestu einskorðuð við fiskveiði-
stefhu ESB. Ef stórútgerðarmennim-
ir sjá sér hag í inngöngu, þá er sú
andstaða fallin.
Þeir sem em á móti inngöngunni
þurfa að taka höndum saman til að
að upplýsa um allar hliðar þessa
máls. Þá mun fara eins og í Noregi
1972 og aftur 1994. Gegn öllum stór-
um flokkum og stórum fjölmiðlum
og áróðri Evrópusambandsins sjálfs
reis almenningur þar upp og felldi
inngönguna.
Ragnar Stefánsson
„Þjóðin grœðir enga peninga á að ganga í ESB. Við munum
láta meiri peninga af hendi til Evrópusambandsins en við
fáum inn til baka. Munurinn er að framkvœmdastjórar ESB
stjórna því hverjir fá styrkina en ekki íslendingar. “
Stefánsson
jaröskjálftafræöingur
Umræðan um sjóslysið
er fiskiskipið BJARMI fórst
er orðin afvegaleidd, þegar
farið er að kenna björgun-
araðilum um slysið. Það
fólk sem ekki kann skil eða
þekkingu á sjómennsku á
ekki að leggja orð í belg um
svona mál. Hér hafa ekki
verið viðhöfð rétt viðbrögð.
Það má svo sem spyrja:
Hvers vegna verða sjóslys?
Margs er aö gæta
Rekja þarf aftur í tímann
tildrög þessa slyss, og
mannlegi þátturinn er sá að þeir sem
sigla þessum fleyjum og eiga þau
eiga að sjá til þess að öryggisþáttur-
inn sé í lagi um borð í skipunum.
Einnig þarf að rekja það hvemig
staða bátsins var er hann lagði upp í
þessa ferð, það er að segja stöðug-
leikinn, ballest, farmur í lestum, á
þilfari og sjóbúnaður þess farms.
Einnig véla- og dælubúnað-
ur. Einhveijir þessara
þátta hafa ekki verið í lagi
og það hlýtur fyrrverandi
eigandi að vita um en eftir
því sem manni skilst þá
var verið að feija bátinn til
nýrrar heimahafnar og
stjómendur þar af leiðandi
ekki vel kunnugir bátnum,
þó þeir væru þaulreyndir
sjómenn eins og menn vita.
Þaö tekur alla góða sjó-
menn dálítinn tíma að
kynnast sínum skipum svo
það er ekki reyndum og
góðum sjómönnum um
þetta slys að kenna. Það
verður því að rekja ástæð-
una til þess að eitthvað
hafi ekki verið í lagi í ferli
þessa báts undanfarnar
vikur eða mánuði, áður en
hann lagði í þessa ferð,
ásamt því að stjómendum
bátsins hafi ekki verið
kunnugt um gallana.
Tæki og útbúnaöur
Til dæmis má nefna að
fullyrt er að tvær línur úr
björgunarbátnum hafi ver-
ið festar í fiskiskipið. Það
vita allir sjómenn að það
er ekki rétt að línumar
séu tvær, það á einungis
að vera ein lína og hún
fest í svo til gerða sjálflos-
unarfestingu á skipinu,
þannig að þegar skipið
sekkur þá losnar línan
sjálfkrafa úr festingum
sínum þegar hún er að
fullu út dregin og viss
Þotfirtnur Ómarsson,
Kvikmyndasjóði íslarids:
Ritskoðun
er fráleit
„Sem yfirmaður ríkisstofnunar
ætla ég ekki að leggja til að aðrar slík-
ar stofnanir séu lagðar niður. Hins
vegar er augljóst að ríkiseftirlit með einni listgrein er í
besta falli timaskekkja sem ber að leiðrétta. Með tilkomu
nýrra miðla á sviði upplýsingatækni og slíks hefur þessi
tímaskekkja jafnframt orðið æ meira áberandi en áður
var. Það er auðvitað fráleitt að ritskoða kvikmyndir
fremur en aðrar listgreinar. Ég treysti stjómendum kvik-
myndahúsa fullkomlega til að taka á sig þá ábyrgö að
gæta þess að bamavemdarsjónarmið og önnur slík séu
höfð að leiðarljósi þegar myndir eru valdar til sýninga í
bíóum. Sjónvarpsstöðvar, dagblöð og aðrir fjölmiðlar
gæta sambærilegra skyldna með ágæturn."
Ólafur H. Torfason
kvikmyndarýnir:
Ríkisrœmu-
rýni
„Já. Rikisræmurýni í ís-
lenska forminu er talibönsk
risaeðla. Imyndið ykkur að þið
fengjuð ekki aðgang að verkum Hallgríms
Helgasonar, Bubba eða Errós fyrr en óskil-
greindir og nafnleyndir ríkisrýnar hefðu flokk-
að þau eftir „hættustigi".
Leiðbeinandi flokkun hagsmunaaðila og
skoðanahópa hefur dugað vel annars staðar.
Hún er lýðræðislegri, eflir ábyrgðartilfinningu
og umræðu og auðveldar í raun aðhald.
Líta skal á ræmu sem saklausa þar til annað
sannast. Alltaf er hægt að kæra.“
Þorvaldur Ámason,
SAM-bíóunum:
Ábyrgð fœrð
tilforeldra
„Verið er að breyta þvi fyrir-
komulagi sem verið hefur á kvik-
myndaskoðun hérlendis vegna
þeirra viðhorfa sem eru uppi um tjáningarfrelsi. Farið
hefur verið þess á leit við sjónvarpsstöðvar, bíóhúsin
og svo þá sem gefa út myndbönd að stofna eftirlitshóp
um þær myndir sem fara í sýningar. Þar þurfum við að
koma okkur saman um regiur sem giida eiga í þessu
efni. Ekki síst á þetta við um auglýst aldurstakmark á
hverri mynd. Sjálfur tel ég að þessar breytingar gætu
orðið mjög til bóta, enda hefúr þróunin verið í þessa átt
erlendis. Ég held að þetta sé einnig ágætt því nú er for-
eldrum í ríkari mæli faliö það hlutverk að gæta þess
hvaða og hvemig myndir börn þeirra sjá.“
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
þingmaður Samfylkingar:
Fylgjandi sam-
rœmdu eftirliti
„Sjálf hef ég verið fylgjandi því
að samræmt eftirlit sé haft með þvi
hvaða kvikmyndir fari til sýninga
og á markað. Sérstaklega flnnst mér að verði að hafa
þetta eftirlit uppi hvað varðar það sem snýr að böm-
um. Samkvæmt nýjum hugmyndum á eftirlitið nú að
verða á hendi þeirra sem sýna eða leigja út myndir.
Þá má búast við því að viðmiðið verði breytilegt um
hvaða myndir megi fara út, það er eftir því hver á í
hlut hverju sinni. Foreldrar ungra bama hafa i sam-
tölum viö mig lýst yfir áhyggjum sínum af því að
börn hafi of greiðan aðgang að kvikmyndaefni sem
ekki hæfir aldri þeirra. Ég óttast að þessi breyting
muni þá ekki bæta úr því ástandi, nema síður sé.“
imir björguðust ekki og Landsbjörg
hafi ekki staðið rétt að málum er fá-
ránlegt. Sjálfsagt er að gagnrýna og
það er það sem rekur suma af stað til
að lagfæra hlutina.
Það er vitað að Landhelgisgæslan
hefur verið í fjársvelti síðan 1978 eða
eftir síðasta þorskastríð 1976, þeir
fjármála- og dómsmálaráðherrar eru
fremstir í flokki að svelta LHG sem
og flest það sem snýr að öryggismál-
um, eftirliti og löggæslu, Þetta er
málaflokkur sem stjómmálamenn
leggja minnst ijármagn til og af því
leiðir að LHG, björgunardeildir og
löggæsla, hverjar sem þær em, hafa
ekki besta tækjabúnað sem til er nú
á markaðnum.
Stjómmálamenn hafa ansi lítinn
skilning á öryggismálum sjómanna
og hafa lítinn áhuga á þeim, nema
umræða skapist af einhverju tilefni.
Þá váknar sjálfsdýrkunin og pot póli-
tíkurinnar. Málin deyja um leið og
umræðan fjarar út í fjölmiðlunum.
Það verður allt vitlaust
eftir að flugslys verður
og rannsóknir og könn-
un slyss sett í gang. Þá
er ekki spurt um kostn-
að, en verði sjóslys er
það deyft niður eftir 2-3
daga. Hvorki ráðamenn
né fréttamiðlar hafa
áhuga, Það ætti að gera
sömu kröfu til mála sjó-
slysa.
Svo virðist sem
stjórnmálin deyfi rann-
sóknir sjóslysa, í von
um að það verði búið að
manna allt með erlendu
vinnuafli. Þeir eru
margir peningabarón-
arnir sem eru orðnir
óþolinmóðir hvað það
tekur langan tíma að
manna fiskiflotann með
erlendu vinnuafli -
nauðungarvinnuafli vil
ég segja. Rétt eins og far-
skipaflotanum var eytt á
einu ári eftir að Island
var þvingað með EES-
samningunum sem átti
að gefa íslendingum svo
mikla atvinnumögu-
leika að 630 fjölskyldur
úr geira farmennskunn-
ar misstu atvinnu sína.
Engin landamæri, sögðu
atvinnurekendur eftir
„Að tækin séu til staðar er gott mál. Það er hins
vegar fálskt öryggi að byggja það á tækjum, sem
svo ekkert eftirlit er með. Það þarf að líta eftir
öllum tækjum sem tilheyra öryggi skips og
áhafnar og fá skoðun á þau á hverju ári. “
EES. Og þetta skýrir að
sumu leyti hvern hug
stjómmálamenn bera til
sjómennskunnar
Tryggvi Bjarnason
Tryggvi
Bjarnason
stýrímaöur
þrýstingur verður.
Svo eru það tækin sjálf,
t.d. að öryggistæki, sem titt
er um rætt, hafl ekki verið
í lagi og mörg vandamál
hafi komið upp í þessum
tækjum. Að tækin séu til
staðar er gott mál. Það er
hins vegar falskt öryggi að
byggja það á tækjum sem
svo ekkert eftirlit er með.
Það þarf að líta eftir öllum
tækjum sem tilheyra öryggi
skips og áhafnar og fá skoð-
un á þau á hverju ári. Til
dæmis ætti það að vera
skilyrði ef skip er selt að það sé skoð-
að af viðurkenndum aðilum sem
staðfesti að öryggisbúnaður sé í lagi.
Þetta ætti að vera krafa kaupandans
(og lagaákvæði þar um).
Sjóslys - flugslys
Að lesa um að það hafi verið Land-
helgisgæslunni að kenna að menn-
ESB - eflum andstöðuna
Hvers vegna sjóslys?
, !