Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002
s
DV
Útlönd
Lenti í jaröskjálfta
Þessi drengur slapp lifandi úr hörö-
um jaröskjálfta í Afganistan í byrjun
þessa mánaöar.
Manntjón varö í
jarðskjálftum í
Afganistan í nótt
Rúmlega eitt hundrað manns
týndu lífi í nokkrum jaröskjálftum
sem skóku norðanvert Afganistan í
nótt, að því er starfsmenn Samein-
uðu þjóðanna greindu frá i morgun.
Talskona SÞ sagði fréttamanni
Reuters að skjálftamir, sem mæld-
ust milli fimm og sex stig á Richter,
hefðu skekið Baghlan-hérað, eink-
um sýslurnar Nahrin og Burqa.
„Að sögn yfirmanna hersins og
starfsmanna frjálsra félagasamtaka
létust meira en eitt hundrað manns
í Nahrin,“ sagði Rebecca Vethrani-
am-Richards, talsmaður mannúðar-
aðstoðar SÞ, í Kabúl.
„Rúmlega tvö hundruð hús hafa
orðið fyrir skemmdum."
ESB setur tolla á
bandarískt stál
Evrópusambandslöndin ætla að
svara verndartollum á innflutt stál
til Bandaríkjanna í sömu mynt, að
því er embættismenn ESB greindu
frá í gær. Tollar frá 14,9 prósentum
til 26 prósenta verða lagðir á banda-
rískt stál frá og með næstu viku ef
framkvæmdastjóm ESB samþykkir
þá fundi á morgun.
Evrópusambandið brást ókvæða
við þegar George W. Bush Banda-
ríkjaforseti ákvað fyrir skömmu að
setja allt að 30 prósenta verndartolla
á innflutt stál til að vemda innlend-
an stáliðnað.
Ótti manna við viðskiptastríð hef-
ur vaxið eftir að ESB hafði í hótun-
um um refsitolla á fjölda banda-
rískra framleiðsluvara ef stjórnvöld
í Washington neituðu að bæta ESB
skaðann vegna stáltollanna.
Iíj'vJ JjxJ 9A
FESTINA
Sterk, nákvæm, flett
Festina herraúr,
sandblásið og
pólerað stál, hert
gler, skrúfaö bak,
100 m vatnsvarib.
Skeiðklukka,
dagatal.
Veró aðeins kr.
•i t i r
(takmarkab magn)
Einnig sama úr án
skeiðklukku með
auka-leðuról
Verð aðeins kr.
Póstsendum
J
Ci
lbe
ÚRSMIÐUR
Laugavegi 62 - simi: 551-4100
GULL-URIB
Axei Eiríksson
úrsmiðameistari
Álfabakka 16
simi 587 4100
RRJÓDDINNI
ísraelar neita enn að létta
ferðabanninu af Arafat
REUTER-MYND
Engin vettlingatök í Suður-Kóreu
Herlögregla í Suður-Kóreu viöhaföi ekki nein vettlingatök þegar hún lét til skarar skríöa gegn mótmælendum fyrir fram-
an landvarnaráöuneytiö í höfuöborginni Seoul í morgun. Mótmælendurnir voru aö láta í Ijós megna óánægju sína
meö fyrirhuguö kaup á orrustuþotum fyrir flugherinn.
Óttast að aukin
lyfjanotkun fylgi
auglýsingunum
Dönsku Neytendasamtökin segja
að aukin lyfjanotkun og röng notk-
un lyfja muni fylgja í kjölfarið verði
nýjar tillögur innan Evrópusam-
bandsins um að slaka á reglum um
lyfjaauglýsingar að veruleika.
Anette Hoyrup, lögmaður hjá
Neytendasamtökunum, segir við
Jyllands-Posten að þegar neytendur
sjái auglýsingar um lyf muni þeir
sjálfkrafa þrýsta á lækna sfna að
gefa út fleiri lyfseðla.
Neytendasamtök um alla Evrópu
hafa nokkrar áhyggjur af nýju til-
lögunum sem opna dymar fyrir
lyfiafyrirtækin að auglýsa vöru sína
beint til neytenda. Samtökin óttast
að upp komi sams konar ástand og í
Bandaríkjunum. Vestan hafs eyða
lyfiafyrirtækin árlega milljörðum
dollara til að markaðssetja ný lyf í
auglýsingum sem beint er að neyt-
endum. Innan iðnaðarins eru skipt-
ar skoðanir um tillögurnar.
Skjöl um mótun orkustefnu Bush gerð opinber:
Rætt við orkufyrirtæki en
ekki náttúruverndarmenn
ísraelsk stjómvöld neituðu í
morgun að aflétta ferðabanninu af
Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu-
manna, nema hann gengi að skil-
yrðum Ariels Sharons, forsætisráð-
herra ísraels, um frekari handtökur
palestínskra hryðjuverkamanna og
tryggði það að öllum árásum á isra-
elska borgara yrðu þegar hætt. Fyrr
fengi hann ekki leyfi til að fara á
ráðstefnu arabaríkjanna sem hefst í
Beirút í Líbanon á morgun.
Að sögn Avis Pazners, talsmanns
ísraelsku ríkisstjórnarinnar, er það
algjört skilyrði fyrir því að ferða-
banninu verði aflétt. „Arafat hefur
ekki gert nóg til að ferðabanninu
verði aflétt en hann hefur ennþá
tíma.
Ráöstefnan er ekki ennþá byrjuð
og við munum því bíða með að taka
lokaákvörðun. Hún verður tekin, en
ekki fyrr en hann sýnir einhver við-
brögð við skilyrðum okkar,“ sagði
Pazner.
Shimon Peres, utanrikisráðherra
ísraels, sem nú er staddur í opin-
berri heimsókn í Peking, sagði á
blaðamannafundi í morgun að ef
Horft til friðar
Palestínskur drengur fylgist hér meö þegar þrír landar hans, sem skotnir voru
til bana af ísraelskum hermönnum í gær, eru bornir til grafar í Rafah-
flóttamannabúðunum á Gaza-svæðinu í morgun.
samninganefndimar kæmust að
samkomulagi um vopnahlé gæti það
komið skriði á málið þannig að Ara-
fat hefði von um að komast til
Beirút. „Það er mjög mikilvægt þar
sem friðartilboð Sádí-Araba gefur
okkur góðar vonir og gæti orðið lyk-
illinn að varanlegum friði fyrir
botni Miðjarðarhafs," sagði Perers
og bætti því við að það væri nú í
höndum Anthonys Zinnis, samn-
ingamanns Bandaríkjastjórnar, að
meta hvenær gengið hefði nægilega
saman með deiluaðilum. „Náist það,
sé ég engin vandkvæði á því að
ferðabanninu verði létt af Arafat,"
sagði Peres.
Nabil Shaath, sem sæti á í palest-
ínsku heimastjórninni, sagðist í
morgun telja fimmtíu prósent líkur
á því að Arafat færi til Beirút.
„Hann mun frekar sitja heima
heldur en láta ísraelsmenn kúga
sig,“ sagði Shaath. Bandarísk stjórn-
völd hafa lagt hart að ísraelsmönn-
um að Arafat fái fararleyfi til Beirút
og telja það raunar nauðsynlegt til
að einhver árangur náist í umræð-
unum um friðartillögu Sáda.
Þúsundir skjala sem gerð voru
opinber í gær að kröfu alríkisdóm-
ara sýna að embættismenn ríkis-
sfiómar Georges W. Bush Banda-
ríkjaforseta ræddu við fiölda for-
ráðamanna orku- og olíufyrirtækja
við mótun orkustefnu ríkissfiómar-
innar. Engir fundir voru aftur á
móti haldnir með náttúruvemdar-
sinnum eða samtökum neytenda.
Gögnin vom gerð opinber aðeins
nokkrum klukkustundum áður en
frestur sem alríkisdómari hafði gef-
ið til þess rann út í gærkvöld.
Stjómvöld höfðu þá barist í ellefu
mánuði gegn lögsóknum hagsmuna-
hópa almennings sem hafa áhuga á
að komast að því hverjir höfðu áhrif
á mótun orkustefnu stjómvalda.
Þingmenn demókrata halda því
fram að Enron og önnur orkufyrir-
REUTERTvlYND
Dick Cheney
Orkunefnd varaforsetans ræddi viö
fulltrúa orkufyrírtækja viö mótun
orkustefnu Bandaríkjastjórnar.
tæki hafi haft of mikið að segja við
mótun stefnunnar á sama tíma og
umhverfisvemdarsinnar vom nán-
ast útilokaðir.
Orkustefnunefndin, sem var und-
ir forsæti Dicks Cheneys varafor-
seta, lagði fram stefnu þar sem auk-
in áhersla er lögð á borun eftir bæði
ollu og gasi og á notkun kjarnorku.
Á skrifstofu Cheneys hafa menn
viðurkennt að fulltrúar Enron, sem
nú er gjaldþrota en lagði meira fé í
kosningasjóöi Bush en nokkurt ann-
að fyrirtæki, hafi verið meðal sér-
fræðinganna sem voru kallaðir til
skrafs og ráðagerða.
Embættismenn voru búnir að
strika yfir mikilvægar upplýsingar
í flestum skjalanna þegar þau voru
gerð opinber, að sögn samtakanna
sem óskuðu eftir þeim.