Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_________________________________ Gíslíana Bjarnveig Bjarnadóttir, Skjólvangi Hrafnistu, Hafnarfiröi. 85 ára_________________________________ Guöbjörg Andrésdóttir, Gunnarsbraut 8, Búöardal. 80 ára_________________________________ Ingvar Guömundsson, Ásabyggö 17, Akureyri. 75 ára_________________________________ Guörún Haraldsdóttir, Álfhólsvegi 49, Kópavogi. Jakobína Björg Jónasdóttir, Túngötu 7, Hvanneyri, Borgarnesi. Jóhanna Þórólfsdóttir, Hólsvegi 4b, Eskifirði. Kristín Þuríöur Jónasdóttir, Tjarnarlundi 14a, Akureyri. Þorvaldur Nikulásson, Melateigi 17, Akureyri. Þóra Þorsteinsdóttir, Seltúni 10, Hellu. 70 ára ________________________________ 1 Þórsteinn Sigurgeirsson, ■ * bóndi á Gautlöndum í Mý- f _ J vatnssveit. Hann tekur á móti gestum í Sel-Hóteli, á. —■ L. Mývatni, fimmtudaginn /llC’WW 28.3., skírdag, kl. 1 ^' 14.00-17.00. Ásgeir Ásgeirsson, Barónsstíg 29, Reykjavík. Sigrún Kristinsdóttir, Rauðalæk 67, Reykjavík. Þorsteinn Sigurgeirsson, Gautlöndum 1, Reykjahlíö. 60 ára_________________________________ Elsa Jónsdóttir, Freyjugötu 24, Sauöárkróki. Guöný Jónasdóttir, Hraunbæ 102c, Reykjavík. Jóhanna Kristín Kristjánsdóttir, Víöilundi 8g, Akureyri. Lars Magne Nygaard, Túnbrekku 18, Olafsvík. Sigrún Ragna Jónsdóttir, Hverfisgötu 21, Reykjavík. Steinunn ingimarsdóttir, Hraunsholtsvegi 4, Garðabæ. 50 ára_________________________________ Berta K. Gunnarsdóttir, Klausturhvammi 24, Hafnarfiröi. Brynhildur Áslaug Egilson, Bláskógum 2, Hveragerði. Gísli Jónasson, Ósabakka 17, Reykjavík. Guðfinna Þorgeirsdóttir, Jörfabakka 32, Reykjavík. Jón Guðmundsson, Baösvöllum 11, Grindavík. Sigríöur Sigurbjörnsdóttir, Gtýtubakka 10, Reykjavík. Þorvaldur Egilson, Holtsgötu 17, Hafnarfirði. 4.0 ára________________________________ Ámi Guðmundsson, Stakkhömrum 14, Reykjavík. Björn Grétar Ævarsson, Sunnuflöt 17, Garðabæ. Bragi Guðmundsson, Stuðlabergi 54, Hafnarfirði. Einar Heiöar Birgisson, Sólvöllum lOb, Breiðdalsvík. Elfa Björk Jóhannsdóttir, Sunnuhlíð 6, Akureyri. Gabriella E. Þorbergsdóttir, Öldugötu 48, Hafnarfirði. Gunnar Ingimarsson, Ástúni 2, Kópavogi. Kristinn Sigurgeirsson, Vættagili 8, Akureyri. Pétur Hafsteinn Stefánsson, Flókagötu 66, Reykjavík. Sigurður Vignir Siguröarson, Kirkjuvegi 11, Selfossi. Sigurlaug Sigrún Haröardóttir, Grenigrund 4, Kópavogi. Sokol Hoda, Seilugranda 4, Reykjavík. Andlát Aöalbjörn Aöalbjörnsson, elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund, áður til heimilis á Skólavörðustlg 24a, Reykjavík, lést fimmtud. 21.3. Ingiríöur Guömundsdóttir, fýrrum hús- vörður Menntaskólans I Reykjavík, er látin. Kristin Jónsdóttir, Dalbraut 27, Reykja- vík, lést á Landspítalanum Landakoti föstud. 22.3. Magnús Torfi Sighvatsson frá Ási í Vestmannaeyjum, Grýtubakka 32, lést á heimili sínu miðvikud. 20.3. Lilja Knudsen Lárusdóttir, Garðavík 13, Borgarnesi, áður til heimilis á Hofsvalla- götu 17, Reykjavík, andaðist á Sjúkra- húsi Akraness föstud. 22.3. Margrét Sigurðardóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áöur í Hvassaleiti 58, lést fimmtud. 21.3. DV Sjötíu og fimm nra Guðbjörg Stella Haraldsdóttir húsmóðir í Reykjavík Guðbjörg Stella Haraldsdóttir húsmóðir, Kleppsvegi 52, Reykjavík, er sjötíu og flmm ára í dag. Starfsferill Stella fæddist í Kerlingadal i Mýr- dal í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst upp í Kerlingadal til átján ára ald- urs. Hún var í barnaskóla á Höfða- brekku og í Vík í Mýrdal og stund- aði nám við Kvennaskólann á Varmalandi I Borgarfirði 1947-18. Stella starfaði á veitingastofu áð- ur en hún gifti sig og vann á sauma- stofu Últíma í Reykjavík 1946-53. Hún var húsmóðir á Borðeyri við HrútaQörð 1953-81 er hún flutti til Reykjavíkur. Þar starfaði hún í matvælaiðnaði á árunum 1982-94. Stella var formaður Kvenfélags- ins Iðunnar i Bæjarhreppi 1975-81, var formaður Kvenfélagasambands Strandasýslu 1970-79, var einn af stofnendum Alþýðubandalagsfélags Bæjarhrepps og nágrennis og for- maður þess frá stofnun og sat í sveitastjóm Bæjarhrepps 1978-81. Fjölskylda SteUa giftist 9.5. 1953 Jónasi Ein- arssyni, f. 25.6. 1924, d. 19.8. 1995, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Hrút- firðinga á Borðeyri. Hann var sonur Einars Elíserssonar og Pálínu Bjömsdóttur er bjuggu í Óspaks- staðaseli í Hrútafirði. Börn Stellu eru Aðalsteinn Þor- kelsson, f. 26.1. 1955, verkamaður, var í sambúð með Margréti Trausta- dóttur og eiga þau eina dóttur auk þess sem hann á fósturson; Harald- ur Jónasson, f. 1.4. 1956, rafmagns- verkfræðingur í Reykjavík en kona hans er Helga Gísladóttir, f. 19.5. 1957, kennari; Guðlaug Jónasdóttir, f. 31.5. 1958, bókari í Reykjavík og á hún tvö börn en maður hennar er Halldór R. Lárusson, f. 22.12. 1957, auglýsingateiknari; Þórey Jónas- dóttir, f. 9.5. 1961, skrifstofustjóri hjá Vimeti í Borgamesi en maður hennar er Þór Jónasson, f. 9.5. 1961, kennari og eiga þau fjögur böm; Silja Jónasdóttir, f. 1.4. 1972, dag- móðir í Borgamesi og á hún tvo syni en maður hennar er Ólafur Þ. Eggertsson, f. 4.3.1968, er starfar hjá Vegagerð ríkisins í Borgamesi. Systkini Stellu: Skarphéðinn Har- aldsson, f. 21.4. 1916, d. 7.3. 1998, kennari og listmálari í Reykjavík en kona hans var Sigurlína Ingimund- ardóttir, f. 1.9. 1917, húsmóðir; Tryggvi Haraldsson, f. 25.2. 1918, d. 25.2. 2000, póstfulltrúi í Reykjavik en kona hans var Svava Hjaltadótt- ir, f. 30.11. 1925, húsmóðir; Guðrún Haraldsdóttir, f. 31.7. 1922, húsmóð- ir i Reykjavík en maður hennar er Bjami G. Bogason, f. 8.1.1907, fyrrv. sjómaður og verkamaður; Andrés Haraldsson, f. 12.5.1925, bifvélavirki í Reykjavík en kona hans er Kol- brún Þorvaldsdóttir, f. 16.6. 1930, sjúkraliði. Foreldrar Stellu voru Haraldur Einarsson, f. 12.7. 1888, d. 20.9. 1971, bóndi í Kerlingadal og síðan verka- maður í Vik í Mýrdal, og Guð- laug Stefanía Andrésdóttir, f. 14.3. 1892, d. 19.3. 1985, húsfreyja. Ætt Haraldur var sonur Einars, b. á Heiði og frumbýl- ings og veitinga- manns í Vík í Mýrdal og báta- formanns Hjalta- sonar, hrepp- stjóra í Skamma- dal og í Suður- Götum Einars- sonar, b. í Berja- neskoti Jóhanns- sonar. Móðir Hjalta var Ragnhildur Jónsdóttir ljósmóðir. Móðir Einars var Tala, dóttir Runólfs Sigurðssonar og Ing- veldar Jónsdóttur. Móðir Haralds var Ingibjörg Sig- urðardóttir, b. á Giljum Ámasonar, b. þar Jónssonar. Móðir Sigurðar var Björg Einarsdóttir. Móðir Ingi- bjargar var Anna Gísladóttir, b. í Eystri-Tungu Gislasonar, og Hall- dóru Oddsdóttur. Guðlaug Stefanía var dóttir Andr- ésar, b. í Kerlingadal Andréssonar, b. þar Andréssonar, b. í Fjósum Brandssonar. Móðir Andrésar og kona Andrésar i Fjósum var Oddný Jónsdóttir. Móðir Andrésar Andrés- sonar yngra var Ingveldur Áma- dóttir, b. í Kerlingadal Klemensson- ar. Móðir Ingveldar var Helga Þor- steinsdóttir, systir Bjama Thor- steinssonar, amtmanns á Amar- stapa, föður Áma, bæjar- og landfó- geta í Reykjavík og Steingríms skálds. Móðir Guðlaugar Stefaníu var Guðríður Þorsteinsdóttir, b. í Kerl- ingadal Ámasonar, bróður Ingveld- ar. Móðir Guðriðar var Guðrún Þórðardóttir, pr. á Felli í Mýrdal Brynjólfssonar, og Sólveigar Sveins- dóttur. Stella verður að heiman á afmæl- isdaginn. Attræður Hjálmar Jónsson húsamálari Hjálmar Jónsson málari, Hraun- bæ 103, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Hjálmar fæddist í Stóra-Holti í Holtshreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Hann flutti til Reykjavíkur 1945 og hóf nám í húsamálun ári síðar hjá Hákoni I. Jónssyni mál- arameistara. Hjálmar lauk iðnskóla- og sveinsprófi vorið 1950. Hjálmar vann við húsamálun í Reykjavík til 1956 en það ár réðst hann til starfa hjá Mælingastofu málara er þá var nýstofnuð. Hann starfaði þar í tuttugu og þrjú ár samfellt en starfaði síðan hjá bygg- ingardeildar Reykjavíkurborgar síð- ustu sjö starfsárin. Hjáímar hefur sinnt ýmsum fé- lags- og stjórnarstörfum er tengjast málarastarfinu. Hann gekk í MSFR 1950, var ritari stjómar 1951-52 og 1956, ritari 1955 og 1970, varafor- maður 1957-62 og formaður 1979-81. Hann var fulltrúi á þingum SSB 1951-56, í verðskrárnefnd 1962-67, i ritnefnd félagstíðinda MFR 1963-67 og átti auk þess sæti í trúnaðar- mannaráði og samninganefndum. Hann var eftirlitsmaður málarafé- laganna í Reykjavik 1953-54 og mæl- ingafulltrúi sömu félaga 1954-79. Hjálmar var sæmdur þjónustu- merki MMFR 1978 og gullmerki MFR 1982. Hjálmar starfaði með Ungmenna- félagi Holtahrepps á yngri ámm, er einn af stofendum íþróttafélags i Ár- bæjarhverfi árið 1967 en félagið hlaut þá nafnið Knattspymufélag Seláss og Árbæjarhverfis en í dag heitir félagið Iþróttafélagið Fylkir. Hann var í stjórn félagsins í átta ár og þar af formaður í fimm ár. Hjálmar tók einnig þátt í stofnun fé- lags eldri borgara í Reykjavik og ná- grenni og sat i stjóm og varastjóm félagsins 1986-92. Fjölskylda Fyrri kona Hjálmars var Ásta Jónsdóttir, f. 22.6. 1920, húsmóðir, þau skildu. Foreldrar hennar voru Jón Jósepsson, bóndi á Minni- Reykjum í Flókadal í Vestur-Fljót- um, og k.h., Herdis Bjarnadóttir. Hjálmar kvæntist 1950 seinni konu sinni, Stefaníu Guðrúnu Guðnadóttur, f. 17.10. 1926, húsmóð- ur. Foreldrar hennar voru Guðni Kristinn Þórarinsson, sjómaður og bóndi, og s.k.h., Jóhanna Ragnheið- ur Jónasdóttir húsfreyja en þau bjuggu lengst af á Hofsósi. Sonur Hjálmars og Ástu: Herbert, f. 12.7. 1944, starfsmaður Rafmagns- veitu ríkisins á Dalvík en kona hans er Guðrún Skarphéðinsdóttir húsmóðir og eiga þau fimm böm. Böm Hjálmars og Stefaníu Guð- rúnar: Jón Ingi, f. 22.11. 1950, tré- smiður í Kópa- vogi en kona hans er Svanhvít Jónsdóttir, hús- móðir og eiga þrjár dætur; Elva, f. 24.12. 1951, kennari í Reykjavík og á hún þrjú böm; Þráinn, f. 12.1. 1956, bóndi á Hríshóli á Barða- strönd en kona hans er Málfríð- ur Vilbergsdóttir, húsmóðir og sjúkraliði en þau eiga þrjú böm á lífi; Stefán Ragn- ar, f. 9.5. 1957, byggingatæknifræðingur í Reykja- vík, maki Edda Sóley Óskarsdóttir, húsmóðir og meinatæknir og eiga þau þrjú börn; Guðný, f. 3.8. 1958, leikskólakennari í Reykjavík en maður hennar er Ellert Ingason skrifstofustjóri og eiga þau eina dóttur auk þess sem Guðný á einn son frá þvi áður. Hálfbræður Hjálmars, sam- mæðra: Benedikt Bergsson, f. 18.10. 1913, d. 19.12. 1943, hann vann við landbúnaðarstörf; Guðmundur Bergsson, f. 2.6. 1915, bóndi að Hvammi í Ölfusi en kona hans er Þrúður Sigurðardóttir húsfreyja. Hálfbróðir Hjálmars, samfeðra: Ólafur, f. 5.5. 1932, nú látinn, skóla- stjóri í Gaulverjabæjarskóla en eft- irlifandi eiginkona hans er Þórveig Sigurðardóttir kennari. Foreldrar Hjálmars voru Jón Jóakimsson, f. 1.10. 1890, d. 31.10. 1972, bóndi, og Guðný Benedikts- dóttir, f. 27.5. 1891, d. 7.8. 1927, hús- móðir. Fósturmóðir Hjálmars: Ingi- björg Amgrímsdóttir, f. 5.8. 1887, d. 1977, húsmóðir. Hjálmar verður að heiman á af- mælisdaginn. Benedikt Eiríksson vélfræðingur, Fellsási 12a, Mosfellsbæ, er sjötugur í dag. Starfsferill Benedikt fæddist í Reykjavík. Hann missti ungur móður sína og ólst upp hjá móðurforeldrum sínum á Frakkastíg 12 og síðar á Smáragötu 10 hjá móðursystrum sinum, Kristínu Ingimundardóttur hárgreiðslumeistara og Steinunni Ingimundar- dóttur, gjaldkera hjá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar. Benedikt stundaði nám í Verslunarskóla íslands og lærði síðar jámsmíðar í Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar og Iðnskólanum í Reykjavik. Að því loknu fór Benedikt í vélstjóranám og útskrifaðist frá Vélskóla Islands 1960. Benedikt var vélstjóri og yfirvélstjóri á skipum Eimskipafélags íslands til 1979 en fór þá í land. Hann starfaði á Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjömssonar, var verkstjóri hjá Stálveri hf. og Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar. Benedikt er nú starfsmaður hjá Sjóvá-Almennum. Benedikt hefur starfað í Oddfellowreglunni um árabil. Fjölskylda Benedikt er tvíkvæntur. Seinni kona Benedikts var Eygerður Pétursdóttir, f. 30.6.1942, d. 27.12.1989, starfsmaður Prentsmiðjunnar Gutenberg. Foreldrar hennar: Pétur Guðmundsson, f. 1903, d. 1971, heilbrigðisfulltrúi Kópavogs- kaupstaðar, og k.h., Ásta Davíðsdóttir, f. 1912, nú látin, húsmóðir. Böm Benedikts og Eygerðar: Pétur, f. 18.12. 1963, rafvirki, maki Guðrún Ingólfsdóttir skrifstofumaður; Guðrún, f. 23.4.1965, lögreglumaður. Hálfbróðir Benedikts, samfeðra: Jóhannes Eiríksson, f. 23.3. 1938, prentari og leigubifreiðastjóri, maki Bergljót Guðjónsdóttir, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjár dætur. Foreldrar Benedikts: Eiríkur Narfason, f. 1894, d. 1970, sjómaður, og Guðrún Ingimundardóttir, f. 1907, d. 1935, húsmóðir, en þau bjuggu í Reykjavík. Sjötugur Benedikt Eiríksson vélfrædingur í Mosfellsbæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.