Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 13 DV ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Blessað barnalán verður sýnt í íslensku óperunni um páskana: Mikill og góður gleðileikur Aðalsteinn Bergdal og Sunna Borg í Blessuðu barnaláni Hressilegur farsi sem sýnir íslenskan veruleika í svolítiö sér- kennilegu Ijósi. Leikfélag Akureyrar leggur land undir fót í dymbilviku og kemur suður tii Reykjavikur með Blessað barnalán, leikrit Kjartans Ragnarssonar, sem sýnt var við miklar vinsældir fyrir norðan á haustmisseri. „Það var ákveðið strax í haust að leikararnir okkar fengju frí um páska eins og leik- arar í öðrum atvinnuleikhúsum en leikhúskórinn fengi Samkomuhúsið til að sýna Helenu fögru, sem þau voru þegar byrjuð að æfa,“ segir Þráinn Karls- son, leikstjóri sýningarinnar. „En þetta fólk er svo vinnusamt að það vildi ekkert fara í frí heldur ákvað að fara suður með Blessað bamalán sem gekk alveg óskaplega vel hjá okkur og var hætt fyr- ir fullu húsi um jólin af því að annað verk þurfti að komast að. Tvær stórar sýningar geta ekki gengið á sama tíma í húsinu, allur tæknibúnaður bannar það - fyrir nú utan plássleysið." Timi útvíðra buxnaskálma Þráinn er ekki hissa á að Barnalánið skyldi ganga svona vel. „Þetta er mikill og góður gleðileik- ur sem mér finnst alveg standast tímans tönn. Ein- hver var að hnýta í okkur fyrir að hafa ekkert reynt til að færa verkið til nútímans, en þá hefði þurft að breyta ansi miklu. Til dæmis er enginn sími á heimilinu þar sem verkið gerist, og þegar Inga þarf að hringja eða senda skeyti þá fer hún upp á símstöð. Það atriði eitt er svo miðlægt að ef við hefðum viljað færa það til nútímans með alla sína síma þá hefði þurft að skrifa nýtt leikrit!" Leikritið var skrifað snemma á 8. áratugnum og gerist líka á þeim tíma. Umhverfi og búningar í sýn- ingunni eru í fullu samræmi við það. „Mér fannst þakklátt að rifja upp þetta tímabil, tima útvíðra buxnaskálma," segir Þráinn, „þegar karlmenn gengu á svolítið hærri hælum og voru heldur síðhærðari en í annan tíma. Ég hafði úr nokkrum försum og gamanleikjum að velja en þetta verk höfðaði mest til mín, mér fannst það sýna íslenskan veruleika í sérkennilegu ljósi og vera bara helvíti gott. Kringumstæðurnar sem þetta fólk lendir í eru svo sniðugar og farsinn svo vel spunninn að hann verður alveg tímalaus." Lífið sigrar dauðann Sagan segir frá Ingu sem býr með móður sinni austur á landi en systkini hennar búa ýmist á Ak- ureyri eða í Reykjavík og ein er nýflutt heim frá Ameríku. Móöirin hafði getið þess í jólakveðjunni til þeirra að gaman væri að fá þau í heimsókn um sumarið þannig að þau gætu verið öll í einu á gamla heimilinu sínu. „Þau taka vel í það,“ segir Þráinn, „en þegar sumarið nálgast fara bréfin að koma hvert af öðru og ekkert þeirra sér sér nú fært að koma. Þá tek- ur Inga tfi sinna ráða, sendir systkinum sínum svohljóðandi skeyti: „Mamma er dáin. Komið strax. Inga.“ Þá drífa allir sig austur tfi að vera við útfórina! Dauðinn hefur meira aðdráttarafl en lífið. Þetta er skrautlegur hópur og lygavefurinn sem spinnst upp úr þessu verður alveg grátlega hlægilegur með miðilsfundi og kraftaverki við kistu- lagningu og hvaðeina!" Sannkallaður íslenskur veruleiki á fjölum Is- lensku óperunnar með norölenskum úrvalsleikurum, geriði svo vel. Sýningar hefjast annað kvöld. Létt og lævís - Blíðfinnur á sigurgöngu í Þýskalandi Ég heiti Blíðfmnur en þú mátt kalla mig Bóbó eftir Þorvald Þorsteinsson kom út fyrir nokkrum vikum hjá Bertelsman-Random House-forlaginu í Þýskalandi. Bókin hefur fengið mjög góðar viðtök- ur, er meðal annars á lista yfir helstu bækur mars- mánaðar í þýskum bókabúðum; í byrjun mars fékk hún sérstaka kynningu í þýska sjónvarpinu og aðrir fjölmiðlar hafa fylgt á eftir. Umsagnir um Bliðfinn hafa ekki aðeins veriö afar jákvæðar heldur verulega ítarlegar í helstu dagblöðum og vikuritum. Gagnrýnandi Súd- deutsche Zeitung, Siggi Seuss, sem oft þykir óvæg- inn í dómum sínum, kallar hana „heilsteypt lista- verk“ sem hafi allt til að bera „tfi að hlýja jafht ungum sem öldnum um hjartarætumar, því höf- undurinn bregður á töfrum slunginn leik með tvo ævafoma strengi: annars vegar hæfileika bamsins til að skipta veruleikanum út fyrir heim ævintýr- anna eins og hendi sé veifað, hins vegar þrá hins fullorðna eftir að geta fundið á ný hin glötuðu hlið að ríki ævintýranna." Hann bendir á að höfundur leiki sér með sígilda söguþræði og alþekkt minni en þau séu raunar „ætíð til staðar í brjósti hvers þess manns sem les nóg. Galdurinn er fólginn í þeirri alúð sem þarf til að gæða þau lífi á þann Tónlist hátt að allt smelli saman í eina sögu sem við höf- um aldrei heyrt". í lokin mælir hann með bókinni fyrir fólk frá átta ára og upp úr! Gagnrýnandi Die Welt leggur líka áherslu á að sagan sé soðin saman úr hráefni héðan og þaðan, Smælkið minni til dæmis á Grislinginn í Bangsím- on, en svo sérviskuleg sé samsetningin að anganin verði alveg ný og nýstárleg. Og hugmyndin um að það sé bemskan sjálf sem Blíðfinnur leitar að sé ekkert minna en dásamleg. I Die Zeit, einu helsta vikuriti Þýskalands, er Blíðfinni svo lýst i lofsamlegri umsögn: „Hann er sjarmerandi, hann er hræddur, hann er hugrakk- ur og hann er með tvo vængi á bakinu ... Létt og lævíslega segir Þorvaldur Þorsteinsson sögu sína um hvarf og endurkomu bernskunnar." í framhaldi af góðum viðtökum bókarinnar hef- ur Bertelsman ákveðið að gefa einnig út aðra bók- ina um Blíðfinn, Ert þú Blíðfinnur? Ég er með mikilvæg skilaboð, sem kom út árið 2000. Ég heiti Blíðfinnur... hefur áður komið út í Danmörku, Grikklandi, Noregi og á Spáni og nýlega var samið um útgáfu hennar í Svíþjóð. Einnig hafa verið lögð drög að útgáfu á annarri bókinni um Blíðfinn í Danmörku, Svíþjóð og á Spáni Galdurinn er fólginn í alúðinni Gunnar Hansson í hlutverki Blíöfinns í Borgarleikhúsinu. mm Loksins Rachmaninoff Jón á Bægisá Um helmingur nýs tölublaðs af Jóni á Bægisá, tímarits þýð- enda, er helgað- ur Georgíu í Kákasus. Irma Matsjavariani og Sigurður A. Magnússon skrifa um land og þjóð og birtar eru nokkrar georgískar smásögur í islenskri þýðingu. Að þýðingun- um standa Friðrik Þórðarson, málfræðingur og háskólakennari í Ósló, sem er líklega sá íslending- ur er gerst þekkir til georgísku og armarra Kákasusmála, Grigol og Irma Matsjavariani og Pjetur Haf- stein Lárusson. Einnig eru ljóðaþýðingar úr lettnesku eftir Hrafn Harðarson og úr þýsku eftir Stefán Snævarr og Franz Gíslason. Kreólar eiga fulltrúa sinn í sögu frá Venesúela í þýðingu Baldurs Óskarssonar. Norðmaðurinn Lars Saabye Christensen sem nýlega fékk bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir skáldsöguna Halvbror- en á hér smásögu í þýðingu Magnúsar Ásmundssonar, og Sví- inn Hjalmar Söderberg (f. 1869) á smásögu í þýðingu Stefáns Sigur- karlssonar. Stefán þýðir einnig stutta sögu eftir Kólumbíumann- inn Gabríel García Marquez. I ritnefnd Jóns á Bægisá sitja Franz Gíslason, Guðrún Dís Jón- atansdóttir og Sigurður A. Magn- ússon. Útgefandi er Ormstunga. Á leið til Jerúsalem Hjá Skálholts- útgáfunni er kom- in út bókin Á leið til Jerúsalem - fjórar ihuganir eftir sr. Jón Bjarman. í þess- ari litlu bók er nútímamaðurinn leiddur í djúpa kyrrð á helgum slóðum. Skyndi- lega er hann í fór með fólki sem fylgir meistaranum frá Nasaret, en ferðinni er heitið til borgar- innar Jerúsalem. Hann stendur við hlið höfundar og hlýðir á ódauðleg orð og verður vitni að máttarverkum. I formála segir höfundur m.a.: „í þessum íhugunum er ég ekki að lýsa persónulegri reynslu minni, heldur því, hvemig ég, þá unglingur, beitti hugarflugi mínu til að nálgast það sem virtist vera ósnertanlegt, guðdóm Krists Jesú. t hjarta mér brunnu spurningar sem ég leitaði svara við: Hvem sáu lærisveinarnir þegar þeir horfðu á Jesú, hvað heyrðu þeir þegar hann talaði, hvað lá aö baki orða þeirra þegar þeir svöruðu spumingu meistara síns með orð- unum: Þú ert Kristur." DVWYND HARI Alina Dubik og Gerrit Schuil Túlkunin var einlæg og tæknilega var flutningurinn eins náiægt full- komnun og komist veröur. Það telst til Undantekninga þegar sönglög Rachmaninoffs eru flutt á rússnesku hér á landi. Þetta eru ótrúlega magnaðar tónsmíðar og tvimælalaust með fegurstu söngperlum tón- bókmenntanna. Stíllinn er siðrómantískur og ber líka keim af rússneskum þjóðlögum, söng- línumar eru hver annarri unaðslegri og pí- anóparturinn með því alglæsilegasta sem heyr- ist. Á tónleikum Alinu Dubik mezzósópran og Gerrits Schuil í tónleikahúsinu Ými á sunnu- daginn var gat að heyra níu lög meistarans, og var það kærkomin tilbreyting frá því sem mað- ur á að venjast á tónleikum íslenskra söngvara. Fæstir treysta sér til að syngja á rússnesku, nema eitt og eitt lag, enda erfitt að syngja á tungumáli sem maður skilur ekkert í. Þó er það í rauninni engin afsökun; Karlakórinn Fóstbræður söng t.d. á rússnesku i Babí jar sin- fóníu Shostakovich fyrir skemmstu og gerði það vel. Vonandi eru það teikn um að við fáum að hlýða á fleiri rússnesk söngverk i náinni fr amtíð - hvemig væri t.d. að flytja eina áhrifa- mestu trúartónlist sem til er, kórtónsmíðina Vespers eftir Racmaninoö? Það væri nú aldeil- is viðburður í islensku tónlistarlífi. Alina mun tala rússnesku reiprennandi og málið hljómaði einkar fallega í hástemmdum söng hennar, sem var bæði ástríðuþrunginn og myrkur, eins og vera bar. Ljóðin sem heilluðu Rachmaninoff svo mikið að hann fann sig knúinn til að tónsetja þau, eru þunglyndisleg (enda var Rachmaninoff þunglyndissjúklingur), en tónlistin lyftir þeim upp í þvílíkar hæðir að maður verður gjörsamlega frávita. Þessari miklu andagift tón- skáldsins komu þau Alina og Gerrit fullkomlega tfi skila, og það sem einkenndi túlkun þeirra var flæði sem aðeins er tfi staðar ef flytjendumir eru ekkert að troða sér fram fyrir tónlistina. Túlkunin var einlæg og án nokkurrar yfirborðsmennsku, og tæknilega var flutningurinn eins nálægt fullkomnun og komist verður. Alina hefur réttu, dökku röddina fyrir Rachmaninoff og raddbeiting hennar er með öllu laus við til- gerð. Hinn mjúki, safariki leikstíll Gerrits hentaði sömuleiðis prýðilega, og tókst honum að láta hljóm píanósins renna svo vel saman við söngröddina að dásemd var. Vonandi munu þau Alina og Gerrit halda tónleika fyrr en síðar þar sem ekkert annað en Rachman- inoff er á efnisskránni. Á tónleikunum var einnig flutt ýmislegt annað, og ber helst aö nefna Fjögur trúarljóð opus 121 eftir Brahms, en það er næstsíðasta verkið sem tónskáldið samdi. Textinn er úr biblíunni og voru allir söngvamir ákaflega vel fluttir. Sama má segja um nokkur íslensk lög eftir Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveins- son og Sigvalda Kaldalóns, sem og hugljúfar útsetningar Gerrits á tveimur íslenskum þjóðlögum, Hætt’að gráta, Hringaná og Sofðu, unga ástin mín. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri hið væmna lag, Mamma ætlar að sofna eftir Sigvalda Kaldalóns, hljóma vel og það er ekkert smáræðis listrænt afrek. I stuttu máli sagt voru þetta frábærir tónleikar, fjölmargir ungir söngvarar meðal áheyrenda voru greinilega í hrifningarvimu, og svei mér ef ég sá ekki gæsahúðina á berum handleggjum eins þeirra á næsta bekk fyrir framan mig. Jónas Sen Svíar kaupa Með titrandi tár Sænska forlag- ið Alfabeta- Anamma hefur tryggt sér rétt- inn á nýjustu skáldsögu Sjóns, Með titrandi tár, sem út kom fyrir síðustu jól og hlaut Menning- arverðlaun DV fyrir skemmstu. Áður hafði sænska forlagið gefið út skáldsöguna Augu þín sáu mig en fyrir hana hlaut Sjón einnig Menningarverðlaun DV. Meðal höfunda AlfabetaAnamma má nefna Vigdísi Grímsdóttur, Krist- inu Ómarsdóttur og Erlend Loe. Með titrandi tár segir frá flótta- manninum Leó Löwe sem kemur til íslands í seinni heimsstyrjöld- inni með hattöskju er geymir lít- inn leirdreng sem Leó vill fyrir alla muni vekja til lifsins. Til þess þarf hann að leysa ýmsar þrautir og eignast um leið ólíklegustu bandamenn. Úr verður spennandi ferð um ísland eftirstríðsáranna og koma þar margar litríkar per- sónur við sögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.