Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 Fréttir DV Starfsmenn Hjálparstarfs kirkjunnar á átakasvæðum í ísrael og Palestínu: Vonleysi hjá fólki - fremur en hatur, segir Svala Jónsdóttir sem varð að yfirgefa Ramallah „Ég verð frekar vör við vonleysi og ótta hjá fólki en hatur,“ segir Svala Jónsdóttir, starfsmaður Hjálparstarfs kirkjunnar, sem var í Ramallah þar sem ísraelski herinn heldur Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna í her- kví. Svala var í Ramallah ásamt Aðal- steini Þorvaldssyni, öðrum starfs- manni Hjálparstarfsins, og erlendum félögum þeirra. Þau heimsóttu sjúkra- húsið en fóru ekki að höfuðstöðvum Arafats. Þeim var gert að yfirgefa borg- ina i fyrradag og héldu þá til Jerúsal- em. „Yfirmenn okkar í Jerúsal- em vildu að við færum frá Ramallah og við hlýddum því. Við lentum ekki í neinum háska en vissum af því að leyniskyttur voru víða. Við heyrðum skothríð í fjarska en sáum ekki nein átök með eig- in augum. Ég var smeyk í smátíma þar sem við gengum frá spitalanum, veifandi hvít- um fána, en það gerðist ekk- ert. I borginni voru fáir á ferli en eyðileggingin blasti hvarvetna við. Við sáum bílflök og hús, sem höfðu verið skemmd, en sjálf lent- um við ekki í neinum háska,“ segir hún. Hún segir að tilfmnmgar heimamanna í ísrael og Palestínu til átakanna séu blendnar. Ekki sé nein ein afstaða ráðandi hjá al- menningi. „Afstaða fólks er mjög mismunandi. TU eru þeir ísraelsmenn sem hrópa á hefnd en aðrir leggjast mjög ákveðið gegn stríðrekstri á hendur Palestínu- mönnum," segir hún. í ísrael eru aUir landsmenn í vara- liði hersins en tugþúsundir manna hafa verið kaEaðar út vegna átak- anna. Um 300 manns hafa neitað að gegna herþjónustu og þeirra á meðal er yfirmaður skrifstofunnar þar sem Svala starfar. „Hann var handtekinn og fangels- aður fyrir að neita að ganga i herinn en við ætlum að heimsækja hann í Haifa á morgun og færa honum nokkur þeirra fiölmörgu stuðnings- bréfa sem honum hafa borist,“ segir Svala. -rt Svala Jónsdóttir. Tafir á páskaumferðinni vegna blindbyls: Hundrað bíla holl yfir Holtavörðuheiðina - sumir biðu í klukkustund eftir að komast yfir Beöiö viö Brú Fjöldi bíla bíöur þess viö Brúarskála í Hrútafiröi aö vera hleypt yfir Holtavöröuheiöi síödegis í gær. Mjög miklar tafir urðu á umferð yfir Holtavörðuheiði í gær vegna blindbyls. Lögreglan í Borgamesi lok- aði heiðinni í háða enda um hádegið og hleypti umferð yfir í hollum. „Að- gerðin felst í að safna saman bílunum beggja vegna heiðarinnar, við Brú að norðanverðu og Sveinatungu að sunn- anverðu. Bílunum er hleypt yfir í 30 til 50 bíla lestum og þeim fylgja bflar frá björgunarsveitunum fremst og aftast," sagði Theódór Þórðarson hjá lögregl- unni i Borgamesi síðdegis í gær. Síðar um daginn fór fiöldi bfla í holli upp í 100 að sögn björgunarsveitarmanna. Fimm björgunarsveitir unnu að að- gerðunum á sex eða sjö bflum ásamt lögreglunni í Borgamesi, Hólmavik og á Blönduósi. Theódór segir að öku- menn hafi sýnt aðgerðunum skilning, jafnvel þótt ekki hefði öllum þótt ástæður þeirra liggja í augum uppi. Dæmi vora um að menn þyrftu að bíða í upp undir klukkustund eftir því að vera hleypt á heiðina og safnaðist því gríðarlegur fiöldi bíla saman við veit- ingaskálana í Hrútafirði. Um tíma höfðu menn á orði að tafir við heiðina hefðu myndað nær samfellda bílalest írá Staðarskáia að Blönduósi. „Áður en aðgerðin hófst í morgun tók það menn á aðra klukkustund að komast tíu kilómetra leið enda var skyggnið nær ekkert vegna blindbyls. Með þessum aðgerðum viljum við freista þess að halda jöfiium hraða á umferðinni og koma í veg fyrir að þeir sem freistast til að aka hraðar stofiii öðrum í hættu,“ segir Theódór. „Lang- flestir sýndu þessu skilning og það var minna um að menn reyndu að svindla á þessu en við eigum að venjast." Vart varð við vaxandi pirring hjá ökumönn- um eftir því sem leið á daginn enda sýndist mörgum ekkert vera að færð i Hrútafirðinum þótt annað kæmi á dag- inn þegar á heiðina var komið. Umferðin fór stöðugt vaxandi eftir því sem leið á gærdaginn og var þung fram undir miðnætti í gærkvöld. Sjö árekstrar urðu á heiðinni í gær eftir því sem næst verður komist, sá síðasti um hálfsjöleytið í gærkvöld. Tveir bfl- ar skemmdust mikið í þessum árekstr- um en ekki urðu teljandi meiðsl á fólki. Nokkrir bflar lentu út af og nokkrir drápu á sér vegna bleytu. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu alla sem lentu í erfiðleikum. Um fimmleytið í gær greikkaði um- ferðin á ný þegar lögreglan byrjaði að hleypa bflum yfir heiðina í um það bfl 15 hfla hollum og skipiflagðri fylgd björgunarsveitarbfla var hætt. Aðstæð- ur á heiðinni bötnuðu um kvöldmatar- leytið og var þá dregið mjög úr viðbún- aði lögreglu og björgunarsveita. -ÓTG Þrír ungir menn björguðust úr ísköldum sjónum á páskadag þegar bát þeirra hvolfdi á Þistilfirði: Þetta stóð ótrúlega tæpt - segir Axel Jóhannesson, vélstjóri og bændaskólanemi Hólpnir. Skipbrotsmennirnir voru í gær á Akureyri á leiöinni til Hvanneyrar. Frá vinstrí Eggert Stefánsson, Axel Jóhannsson og Reynir Ásberg Jónmundsson Þrír ungir menn björguðust úr ísköldum sjónum við Gunnarsstaði í Þistilfirði á páskadag. Björgun þeirra er kraftaverki líkust. Allir em þetta menn um tvítugt sem þama vom 1 páskaleyfi á sínum heimaslóðum. Tveir þeirra era í bændaskólanum á Hvanneyri, þar sem þeir stunda nám, og sá þriðji starfar við verktakafyrir- tækið Jörva á Hvanneyri. „Þetta er svolítið kjaftshögg svona eft- ir á, maður skynjar í dag hvað þetta stóð ótrúlega tæpt,“ sagði Axel Jóhann- esson frá Gunnarsstöðum, sem er lærð- ur vélstjóri og vanur maður til sjós. Hann sagði að ýmis lærdómur frá Slysa- vamaskóla sjómanna hefði komið hér að góðum notum. Hann sagði í samtali við DV að þeir félagar hefðu verið í sjó sem var um 2 gráður í 10 tfl 15 mínútur. Slíkt hefur mörgum reynst erfitt. Þeir félagar vora á útsiglingu frá Gunnarsstaðasandi þegar slysið varð. Þeir sigldu á svokölluðum tvístefn- ungi, litlum og opnum plastbáti með utanborðsmótor. Nokkur öldugangur var viö landið og vora þeir að koma út úr brotinu þegar stýrið í bátnum datt úr sambandi. „Við lágum illa við fyrir öldunni, fengum öldur þvert á okkur sem hálfiylltu hjá okkur bátinn og það endaði með þvi að báturinn settist nið- ur að aftan og sökk undan okkur,“ sagði Axel. Þetta tók skamma stund, bátnum hvolfdi og hann sökk, enda lít- ið flot í bátnum. Axel telur að ekkert hefði þýtt fyrir þá þijá að reyna að koma sér fyrir á kilinum. Þeir tóku því þá ákvörðrm, félagamir, Axel, Eggert Stefánsson í Laxárdal, sem er næsti bær við Gunnarsstaði, og Reynir Ás- berg Jómundsson, að freista þess að synda tfl lands - eflaust 350 til 400 metra vegalengd. Eggert tekur undir þetta og segir það hafa tekið góða stund að átta sig á að miðað við þann tíma sem virtist til stefiiu yrðu þeir að bjarga sér sjálfir. „Það var ekki um annað að ræða en að leggjast á bakið - róa sig aðeins nið- ur - við vorum að arga þetta hver á annan. Fyrstu mínútumar gerðist nán- ast ekkert, straumurinn liggur þannig að við þokuðumst lítið sem ekkert áfram en öldumar skullu á okkur og við fórum oft á kaf. Það var erfitt að halda ró sinni en það varð bara að bíta á jaxlinn og reyna aö gera það besta úr þessu. Eggert var mjög þungur, klædd- ur í kuldagalla. Ég öskraði á þá að sparka öllu af sér sem þeir gátu, stig- vélum og fleira," sagði Axel. Eggert kveðst hafa heyrt vel í Axel en ekki getað losað sig við skóna sem voru reimaðir fastir. Reynir komst fyrstur í land; náði góðri öldu sem fleytti honum vel áfram, en Eggert dróst aftur úr. Axel segir að það hafi verið hvatning fyrir Eggert þegar hann sagði honum að hann væri farinn að ná botni með fót- unum. „Þeir óðu á móti okkur, Jóhannes faðir minn og Steingrímur foðurbróðir minn. Það gaf okkur lika kraft - og veitti ekki af því að þetta var að verða mínútuspursmál fyrir okkur Eggert. Við vorum 3 til 4 mínútum lengur í sjónum en Reynir og það munar mikið um það í svona kulda,“ sagði Axel. Hann segir að þegar þeir stóðu í fjör- unni illa til reika hafi sést í bátana frá Þórshöfn sem vora á leiðinni til þeirra - viðbragð björgunarmanna þar hafi verið ótrúlega gott. Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður og formaður Vinstri grænna, fylgdist með slysinu ásamt Jóhannesi bróður sínum úr fjörunni og óðu þeir bræður út á móti pfltunum. „Þetta var óþægilegt að horfa upp á og geta ekkert að gert,“ sagði Steingrímur í gær. -JBP I eigu ríkisins Samkvæmt nýlegum úrskurði óbyggðanefndar um vatnsréttindi í afréttum Árnessýslu eru þau í eigu ríkisins en olrl/i T orwie LANDSVIRKJUN Virkjunar eins og áður hafði verið talið. í úrskurðinum seg- ir að Gnúpverjahreppur hafi ekki átt þau réttindi sem seld voru í byrj- un síðustu aldar og enduðu í hönd- um Landsvirkjunar. Búfjáreigendur hafi haft hefðbundinn afnotarétt af svæðunum en ekki getað talist eig- endur þeirra. - Mbl. greindi frá. Erfiðar samgöngur Samgöngur á milli ísafjarðar og Reykjavíkur hafa verið erfiðar um páskana. Ekkert hefur verið flogið á milli staðanna síðan á skírdag og vegurinn um Isafjarðardjúp lokaðist á laugardag. Mikil bílalest lagði af stað frá ísafirði fyrir hádegi á sunnudag, en vegna snjóflóða í Skötufirði sóttist ferðin seint. Þegar vegurinn opnaðist höfðu sumir bíl- anna verið um fimm klukkustundir að komast um 100 km leið inn í Ög- umes. Elding í Flugleiðavél Á páskadag varð ein Boeing-757 farþegaþota Flugleiða fyrir eldingu í aðflugi til Keflavíkur. Hún var að koma frá Ósló með um 70 farþega en enginn meiddist vegna þessa. Fór vélin í sérstaka skoðun eftir lend- ingu og kom í ljós að skipta þurfti um tvö hnoð í skrokki hennar. Fór vélin aftur í loftið í gær samkvæmt áætlun. Jarðskjálftar á Skjálfanda Jarðskjálfta sem áttu upptök sín nærri Flatey á Skjálfandaflóa varð vart á páskadag. Um var að ræða hrinu smáskjálfta eins og fremur al- gengt er á þessum slóðum.Stærsti skjálftinn mældist 2,5 á Richter- kvarða. Neita útgáfu læknisvottorða Starfsgreinasambandið hefur beð- ið lögmann ASÍ að kanna lögmæti ákvarðana heilsugæslulækna sem neita að gefa út læknisvottorð. í ábendingum frá félagsmönnum neita heilsugæslulæknar á ákveðn- um heilsugæslustöðvum að gefa út læknisvottorð vegna kjaradeilu lækna við heilbrigðisráðuneytið. Magnús Reynir í fyrsta sæti Magnús Reynir Guðmundsson, út- gerðarmaður á ísa- firði, skipar fyrsta sætið í framboði F- lista frjálslyndra í ísafjarðarbæ í kosn- ingunum í vor. Var þetta kunngert fyr- ir helgina, en Ásthildur Cesil Þórð- ardóttir, garðyrkjustjóri ísafjarðar- bæjar, skipar annað sætið og Krist- ján Andri Guðjónsson, sjómaður á ísafirði, það þriðja. Skorar á forseta islands Ástþór Magnús- son, stofnandi Frið- ar 2000, hefur skor- að á Ölaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, að beita sér fyrir því í krafti embættis sins að friður komist á í Mið-Austurlöndum. í áskoruninni segir m.a. að ástandið í Mið-Austur- löndum sé að þróast hratt til alls- herjarstríðs sem leitt geti til heims- styrjaldar á örskömmum tíma. -gk/HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.