Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jðnsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjórí: Jónas Haraldsson Fréttastjórí: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtðl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Nauðsyn friðargœslusveita Páskahátíðin, helgasta hátíð kristinna manna, hefur verið blóðug i Mið-Austurlöndum. Ástandið er stjórnlitið og vonir um vopnahlé fyrir tilstuðlan samningamanna Bandaríkjastjórnar horfnar út í veður og vind. Sjálfs- morðsárásir herskárra Palestínumanna hafa drepið tugi ísraela um páskana og sært meira en eitt hundrað. Árás- imar hafa leitt til þess að ísraelsk stjómvöld hafa sótt fram af enn meiri hörku en áður gegn Palestínumönnum og ekki verður annað séð en þeir stefni að algjöm her- námi palestínsku heimastjórnarsvæðanna. Sharon, for- sætisráðherra ísraels, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar að ísraelska þjóðin væri í stríði gegn hryðjuverka- mönnum og hætti ekki fyrr en þeir hefðu verið rifnir upp með rótum. Ástandið á svæðinu verður sífellt ógnvænlegra. ísraelsk stjómvöld beita her sínum af fádæma hörku og hafa ein- angrað og umkringt Arafat Palestínuforseta í skrifstofúm sínum í RamaUah. Þau kenna honum um sjálfsmorðsárás- imar í ísrael, hann sé óvinurinn. Ekki liggur fyrir hvort ísraelar ætla sér að hrekja Palestínuforseta í útlegð en nánustu stuðningsmenn forsetans óttast um líf hans við þessar aðstæður. Meðan Arafat náði simasambandi úr búðum sinum ræddi hann við þjóðarleiðtoga og kallaði eftir alþjóðlegri aðstoð til þess að koma i veg fyrir frekara hernaðarlegt ofbeldi gegn palestínsku þjóðinni. Óþolandi er fyrir ísraelska borgara að búa við þá ógn og skelfingu sem fylgir sjálfsmorðsárásunum. Þær árásir eru hryllilegar, beinast gegn óbreyttum borgurum, börn- um jafnt sem fúllorðnum. ísraelsk alþýða ætti þó að lita sér nær i reiði sinni og skelfmgu. Þarlendir kjósendur kusu yfir sig herskáa stjóm undir forystu Sharons, for- ystu sem hefur stigmagnað átökin á svæðinu. Alþjóðasam- félaginu ofbýður harðræðið sem ísraelsher beitir palest- ínska nágranna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti nú um páskahelgina ályktun um það að ísraelar skyldu kveðja herlið sitt burt frá palestínskum bæjum, þar á meðal Ramallah. Athygli vakti að Bandaríkjamenn beittu ekki neitunarvaldi eins og venja er til þegar ísrael er gagnrýnt heldur voru meðal þeirra þjóða sem stóðu að ályktuninni. Vegna ótrúlegrar hörku í garð Palestinumanna standa ísraelsmenn vinafáir eftir. Egyptar og Jórdanir, þau tvö arabariki sem hafa átt friðsamleg samskipti við ísrael um áratugaskeið, hafa hótað að reka sendiherra ísraels frá Kairó og Amman verði israelski herinn ekki kallaður frá Ramallah. Rikin tvö krefjast þess að ísraelar vinni Arafat ekki mein. Þá hafa utanríkisráðherrar arabaríkjanna sak- að ísraela um það að draga riki Mið-Austurlanda út í stríð. Óhætt að taka undir fordæmingu íslenskra stjórnvalda á hörkulegum hemaðaraðgerðum ísraela. Hérlend stjóm- völd hafa krafist þess að ísraelar hverfi með her sinn frá herteknu svæðunum. Haft hefúr verið eftir Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra að aðgerðimar gegn Arafat hljóti að hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. í þessari stöðu er horft til Sameinuðu þjóðanna. Arabaríkin hafa skorað á Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna að veita Palestínumönnum vemd. Á fundi ráðsins í gær var rætt um alþjóðlegar friðargæslusveitir, nái stríð- andi aðilar ekki saman. Margir þjóðarleiðtogar hafa lýst yfir stuðningi við að senda slikar sveitir á vettvang enda virðist önnur leið ekki fær til þess að ná tökum á ástand- inu. Slíkt gerist þó ekki án atbeina Bandaríkjamanna enda tjónka varla aðrir við hið herskáa Ísraelsríki. Jónas Haraldsson 15V Skoðun Trú, von og blekking Þaö hefur stöku sinnum gerst að skáld- verk sem ég fékk í hendur hefur tekið hug minn svo fanginn að ég lagði það ekki frá mér fyrr en ég hafði lesið það til enda. Gerpla, Fljótt, fljótt sagði fuglinn, Tómas Jónsson met- sölubók, svo aðeins séu nefndar þrjár bæk- ur sem ég varð að ljúka við áður en hugs- — anlegt væri að snúa sér Þetta eru ákaflega ólík Haraldur Ólafsson prófessor að öðru. verk og nokkum veginn ómögulegt að fmna þeim annan samnefnara en þann að þau vöktu áhuga minn. Fleiri verk gæti ég nefnt en læt þessi nægja til að sýna hvemig ólík- ar bókmenntir höfða til min. í vetur bættist enn eitt verkið við. Yfir Ebrófljótið eftir Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur er verk sem ég get ekki lýst nema með orðinu stórbrotið. Þetta er saga af manni, hugsjón hans og efa, og reynslu sem hann kannski áttar sig aldrei á til fulls. En það er líka saga um átök um hugmyndir um rétt og rangt, leik stjómmálamanna og blekkingu samtímans. Víglínan um hug og hjörtu Spánarstyrjöldin er stundum kölluð undanfari heimsstyrjEild- arinnar síðari, lokaæfing. Menn trúðu því raunverulega þá að hægt mundi að skapa nýja ver- öld, nýtt samfélag þar sem mann- eskjan væri í öndvegi, þar sem ekki ríkti ótti og örbirgð, styrj- aldir og svik. Því var trúað að út- rýma mætti hinu illa, með því að — verjast því eða ráöast gegn því. Kannski einkenndust þessir tímar af of miklu sakleysi. Menn störðu blá- eygir á verkamannaríkið í austri. Roðinn í austri boðaði daginn sem var að rísa. Óttinn við fasismann og nasismann var þó óþægilega raun- verulegur og bjargráðið var að berj- ast gegn þessum sigursælu hug- myndum. Að veija spænska lýðveld- ið var að verja heiminn fyrir hinu illa. Með byssu í hönd skyldi fram- rásin stöðvuð, og nýr heimur reistur á rústunum. Verk Álfrúnar fjallar um örlög ein- staklings en eins og öll meiriháttar skáldverk er þama líka sögð saga ör- lagaríkra atburða. Víg- línan lá um hug og hjörtu fólksins. Alltof margir vora neyddir til að taka afstöðu, knúðir til að lýsa yfir stuðningi viö annan hvom hinn brúna eða rauða. Það eru ætíð sigurvegaramir sem meta hver hafi valið rétt, og sigurvegaramir lita með fyrirlitningu á þá sem neituðu að velja, komu sér undan að skipa sér í sveit. Það er harmleikur samtímans að enn segir valdamesti maður heims að sá sem ekki sé með sér sé á móti sér. Með öðrum orðum: Þú skalt taka afstöðu með eða móti. Það þýðir ekkert fyrir þig að vera með einhverjar vanga- ............ veltur og sérskoðanir. Það er til rétt og rangt, og ég veit hvað er rétt. Langt bak við orðin Enn er ég, og kannski einhveijir aðrir aðrir, auðtrúa og saklaus. Ég trúi ekki að stríö leysi neinn vanda, „Yfir Ebrófljótið eftirÁlfrúnu Gunnlaugsdóttur er verk sem ég get ekki lýst nema með orðinu stór- brotið. Þetta er saga af manni, hugsjón hans og efa, og reynslu sem hann kannski áttar sig aldrei á til fulls. Á sögusviðinu; Ebrófljótið í vexti. ég trúi því ekki að mannvíg og eyði- legging stöðvi hið iila né ryðji hinu góða braut. Ég trúi því hins vegar að meðan rituð eru merkilegt bók- menntaverk, skrifuð merkileg tón- list, búin til merkileg myndverk, meðan menntir og listir fá að blómstra, meðan ein- hverjir þrá fegurð og samræmi, þá sé von til þess að mannkynið láti af að styijöldum og fjöldamorðum sem eiga að tryggja öryggi ein- hvers. Það er alls ekki auð- velt að neita að taka af- stöðu með eða móti. Það er svo auðvelt að skipta heimninum í tvennt og segja: Veldu annan hvom kostinn, hinn þriðji er ekki til. Hinn ægilegi lærdómur hins heita stríðs sem hófst með Spánarstyrjöldinni og lauk með kjamorku- sprengjunni í Hírósíma, og hins kalda stríös sem tók við, er hve orð og hugtök era afskræmd í þeim tilgangi að villa um fyrir fólki.“Hugstola mannfiöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám“, sagði Stephan G. Álfrún sér langt bak við orðin og skynjar örlög einstak- lingsins í veröld glataðrar æsku. Haraldur Ólafsson EES sem efnahagsbandalag Nýlega sögðu um 90% íslendinga í skoðanakönnun að þeir vildu láta kanna hvað okkur stæði til boða í sambandi við hugsanlega inngöngu okkar í Evrópusambandið eða ESB. Þetta hefur valdið fiaörafoki hér á landi og í Noregi. Varla er ástæöa til að taka þetta svona hátíölega. Samt er rétt aö ræða þetta í fullri alvöru. Vantraust á ríkisstjórnina Þegar um 90% íslendinga vilja at- huga með ESB í skoðanakönnun þá er það fyrst og fremst vantraust á sitj- andi rikisstjórn á Islandi. Allur al- menningur er uppgefinn t.d. á há- vöxtunum og alveg sammála um þaö að sýna núverandi ríkissfióm gula spjaldið. Ef sama þróun heldur áfram og ástandið verður verra þá mun nú- verandi ríkissfióm fá rauöa spjaldið írá meirihluta kjósenda. Ný rlkis- sfióm tekur þá við en það er alls óvíst að lausn hennar á vandamálum Is- lendinga verði umsókn um aðild að ESB. Raunar er líklegt að svo verði ekki. - EES mun duga okkur. Of háir vextir Allur almenningur er t.d. alveg uppgefinn á of háum bankavöxtum á íslcmdi í dag sem það kennir ríkis- sfióminni um að hluta.Svo fáranlegt sem það er þá era bankavextir hér á landi í sumum tilfellum 2-3 sinnum hærri en í næstu löndum. Sam- kvæmt opinberum skýrslum era vanskil al- mennings mjög vaxandi. Venjulegur kjósandi sættir sig ekki við það í dag að borga yfir 20% í dráttarvexti til bank- anna. Svipaðir hávextir eru á öðrum lánum. Samkvæmt blaðafrétt- um högnuðust íslenzku bankamir um marga milfiarða á siðasta ári sem er of mikið í litlu þjóðfélagi. Meðan aimenningi blæðir út í vaxta- okri og margir horfa upp á glötun eigna sinna þá vill venjulegur kjós- andi heldur ESB og evrana sem tæki þá völdin í vaxtamálum af okkar rík- isstjóm. Þegar þetta er skrifaö, miöviku- daginn 20. marz sL, segir textavarpið að forsætisráðherra vifii lækkun vaxta en Seðlabanki haldi enn fast i neitun sína varðandi vaxtalækkun. Vaxandi atvinnuleysi Venjulegur kjósandi verður í dag var við vaxandi atvinnuleysi og minni vinnu. Ekki eru stór atvinnu- aukandi verkefni fram undan á næst- unni sem bæta myndu atvinnuá- standið. Ný stórvirkjun ásamt álveri er í enn meiri óvissu en áður og verð- ur líklega frestaö eitthvað. Svo segja blöðin okkur að þjóðin skuldi 600 milljarða erlendis þegar eignir okkar þar hafa verið dregnar frá heildar- skuldinni sem er um 1000 milfiarðar. Ef erlend lán stoppa verulega tfl okkar feflur krónan aftur í fijálsu faOi og doOarinn gæti tvöfaldast í verði eins og var nýlega í Argentínu þegar erlend lán stoppuðu þar. Þá myndi banda- ríski doOarinn kosta 200 krón- ur á íslandi. Er þá ekki betra að forða sér í ESB og fá evruna áður en slíkt áfaO myndi ganga yfir? í þessu fiósi verður að skoða vaxandi áhuga íslendinga á ESB og evrunni. Fólk er hrætt við núverandi fiárhagsástand Islands og viO koma þjóðinni í meira fiárhagslegt öryggi. Van- treystir stjómvöldum. Það seg- ir þessi skoðanakönnum um ESB og evrana okkur fyrst og fremst. Er ekki bein ósk um inngöngu . Samstarf EESríkja Ef Noregur og Liechtenstein vOja halda utan um EES, t.d. í næstu 10 ár, þá ættu þessar þrjár þjóðir að taka upp nánara efnahagssamstarf og binda það með samningi. Norö- menn gætu haft meira samstarf við okkur í sambandi við fiskveiðar en þar hafa þeir stundum sett fyrir okk- ur fótinn. Liechtenstein gæti tekið upp samstarf við okkur í bankamál- um og frætt okkur um stööu er- lendra fyrirtækja sem þeir hafa lað- að tO sín. Samt dugar þetta lítið, nema nýtt og meira komi tO i efna- hagsmálum íslendinga. Þess vegna munu íslendingar að óbreyttu í vaxandi mæli taka afstöðu með því í skoðanakönnunum að evr- an verði tekin upp hér. AðOd að ESB mun áfram fá meira og meira fylgi nema ríkissfiómin komi með lausn- ir sem tryggja fuOa atvinnu og sann- færi okkur um að 100 kr. doOari hækki ekki frekar. Lúðvík Gizurarson „Ef sama þróun heldur áfram og ástandið verður verra þá mun núverandi ríkisstjóm fá rauða spjaldið frá meirihluta kjósenda. Ný ríkisstjóm tékur þá við en það er alls óvíst að lausn hennar á vandamálum íslendinga verði umsókn um aðild að ESB. Raunar er líklegt að svo verði ekki. - EES mun duga okkur. “ Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur Ummæli Af drottningar- viðtölum „HaOdór Ásgrims- son utanríkisráð- herra viO líka fá að vera í drottningarvið- tölum. Hann veigrar sér við að takast á við pólitíska and- stæðinga sína í sjón- varpskappræðum. Hann mætir hins vegar gjaman í viðtöl þar sem hann fær að tala einn, nokkuð athuga- semdalaust. En í þau þrjú ár sem ég hef haldið úti Silfri EgOs hefur hann ekki vOjað koma í þátt ásamt öðrum sfiómmálamönnum. Mig rekur held- ur ekki minni tO að HaOdór hafi verið tiður gestur í kappræðum á öðrum stöðvum, í fljótheitum man ég bara eitt skipti þegar hann kom í Kasfljós tO að slökkva elda sem log- uðu eftir öryrkjadóminn." Egill Helgason á Strik.is Velferð í öndvegi „Sjálfbær þróun er þannig ekki blind umhverfisstefna held- ur stefna sem setur manneskjuna og vel- ferð hennar í önd- vegi. Hugtakið leggur áherslu á að vemdun hins náttúrulega umhverfis sé for- senda áframhaldandi efnahagsþróun- ar og velferðar mannkyns en jafn- framt að blómlegt efnahagslíf og fé- lagsleg velferð séu forsendur þess að umhverfið verði vemdað og auðlind- ir náttúrunnar nýttar á ábyrgan hátt tO frambúðar. Því þarf ávaOt að skoða framkvæmdir og ákvarðanir í efnahagsmálum, félagsmálum og um- hverfismálum í samhengi." Halldór Ásgrímsson á Alþingi á dögunum. Spurt og svarað____Er þörf á sérstakri byggöaáœtlu n fyrir Vestfirði? Gunrtlaugur M. Sigmundsson, framkvœmdastjóri: Opinberar áœtlan- ir skila litlu „Sé þörf á byggðaáætlun yfir- leitt er þörfin ekki síður fyrir Vestfirði en aðra landshluta. AI- mennt held ég að byggðaáæfiun sem unnin er á opinberum kontórum skOi næsta liflu. Að þvf leyti er ég hrifinn af þessu nýjasta framtaki sveitarsfióma fyrir vestan. Þótt sú byggðaáætiun miði að einhveiju leyti að sækja fé úr ríkissjóði þá era einnig í áætiuninni þættir sem snúa á samhæfingu verka. Og ég held að svona áætiun sem er unnin heima í héraði geri kannski mest gagn að þessu leyti; að menn ræða og skipuleggja hvemig þeir ætia að halda á ein- staka málaflokkum. Þar nefhi ég tO dæmis upp- byggingu ferðaþjónustu í Qórðungnum í he0d.“ Magnús Ólafs Hansson, skrifstofumaður í Bolungarvík: Á Vestfjöröum býr fólk „Sannarlega og margfaldlega. Sú staðreynd viO stundum gleymast að á Vestflörðum, eins og öðrum hlut- um landsins, býr líka fólk. Mér finnst eðlOegt að ailir landsmenn sifii við sama borð - og að heimafólk i hverjum fiórðungi komi með tO- lögur um þróun byggðar í sínum fiórðungi. I fram- haldinu ættu ráðamenn þjóðarinnar að fara yfir til- lögumar og móta uppbyggingarstarfið. Fáheyrt er að ráðherra byggðamála í landinu skuh hafa leyft sér að leggja fram byggðaáætlun fyrr í vetur þar sem Vest- firðir og Vestfirðingar voru að Otlu gerðir. Þær tiOög- ur í nýrri Vestfiarðaáætlun sem ég hef heyrt af þykja mér góðar - og þær undirstrika að hér vestra býr hæfileikaríkt fóOi og möguleikamir eru margir." Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, sveitarstjóri í Reykhólasveit: Byggðaáœtlun fyr- ir alla fjórðunga „Ég held að þörf sé á byggðaáæti- un fyrir aOa landsfiórðunga. í þeirri Vestfiarðaáætiun sem kynnt var fyrir páska kemur fram hveiju er ætlast til af opinberum aðOum - og eins hvað heimamenn sjálfir ætla að gera og eru að framkvæma. Þama er verið að taka á mörgu sem verið er að vinna í nú um stundir svo sem varðandi rannsóknir og menntun á Vestfiörðum. Sem dæmi má nefna að há- skólamenntun er orðinn veruleiki á Vestfiörðum með fiamámi. Þetta vtijum við efla. Við erum með ttilögu um að höfuðstöðvar sjómannamenntunar í landinu verði á ísafirði. Sjávarútvegur er okkar stóriðja og tengdum honum sjáum við ýmsa möguleika Ld. í þor- skeldi og veiðarfærarannsóknum." Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður SUS og Vestfirðingur: Framtíðin mótast affólkinu „Ég hef meiri trú á þeirri byggðaáætiun sem Vestfirðing- ar gera fyrir sig sjálfir en opin- berar stofiianir í líkingu við Byggðastofnun eða ráðuneyti iðnaðar og við- skipta. Þegar öOu er á botninn hvolft held ég að Vest- firðingar þurfi litlar áhyggjur að hafa af því að hafa gleymst í nýlegri byggðaáætiun sem að mínum dómi er lítið annað en æfing I skrif- finnsku. Framtíð Vestfiarða á að mótast af einstakling- unum sem þar búa og samtökum þeirra, ekki opinberum kontórum.“ 4) Vestfirðingar hafa sett saman elgln byggðaáætlun sem mótsvar vlð áætlun Iðnaðarráðherra. Kvótabanki og efling menntunar og þjónustu vestra er meðal tillagna.) Uppbyggingin strandar Álverkefhið á Reyðarfirði er strandað. Norsk Hydro er búið að gefast upp, nennti ekki að bíða lengur. Ég lái þeim það ekki, jafnvel þótt þeir séu Norðmenn. Eftir hverju var beöiö? Fyrir nokkrum árum hefði verið hægt að taka ákvörðun um að reisa 120 þúsund tonna álver á Reyð- arfirði og virkjun við Eyja- bakka (fúafen sem sést sjald- an fyrir snjó, sandfokum eða sudda). Það verkefni lenti i umhverfismati og var þar meö svæft í pappírsveltingi mitii skrifborða í Reykjavík, kærum, meiningarlaus- um úrskurðum og áróðri umhverf- isöfga. Þeir sem hefðu átt að taka ákvörð- un (ríkisstjóm og Alþingi) á réttum tíma tóku ekki af skarið, komust ekki að. Ef svo hefði verið væri ál- verið byrjað að framleiða ál og sktia tekjum. Það álver var nógu lítið tti þess að íslenskir aðtiar hefðu líklega ráðið við að byggja það að mestu með eigin afli. Þá væru íslendingar nú sjálfir orðnir þátttakendur í ál- iðnaðinum. Beðiö og beðiö Þegar fiárfestar koma og vtija vera með og nýta orku hérlendis fara þeir til Landsvirkjunar og hinna orkufyr- irtækjanna og spyija hvenær orkan veröi ttibúin, og hvað hún kosti. Eft- ir að „lögin um mat á umhverfisá- hrifum" voru sett, fá þeir svarið: „Fyrst þarf að gera mat á umhverfis- áhrifum"! AOir vita að ákvarðanir um fiárfestingar eru teknar þegar rétt stendur í bólið hjá fyrirtækjun- um (fiárfestanum) og atvinnugrein- inni. Ef verkefnið dregst fer hand- bært flárfestingarfé og fiárfestingar- vtiji fyrirtækjanna í önnur ttitæk verkefhi. Og það var það sem gerðist: Norsk Hydro undirritaði yfirlýsingu með Landsvirkjun og stjómvöldum fyrir 2 árum (maí 2000). Heila etiífð tók að bíða eftir svari yfirvalda og íslend- ingar sjálfir töfðu og frestuðu ákvörðunum vegna þess að „um- hverfismatið þurfti meiri tíma“. Það er búið að halda Norðmönnunum uppi á snakki í mörg ár vegna svo- katiaðra „umhverfismála", sem okk- ar bestu náttúrufræðingar þekktu fyrir löngu í ötium aðalatriðum. Mat á umhverfisáhrifum Ástæða þess að Reyðarálverkefnið er strand era „lög um mat á um- hverfisáhrifum". Þau hafa kostað Landsvirkjun gífurlegar fiárhæðir. Okkar sérhæfðu orkumenn, sem eiga heimsmet i fæmi og afköst- um hvert sem litið er, era famir að eyða sínum virka tíma í klögumál og nöldur, fundarsetu með skriffinn- um og erindrekum um- hverfisöfga, áhyggjur af eyðimerkursöndum og mórtiluám og gæsum á borðum Breta. - Þeirra stcufsþekking er að hverfa í mosatalningu, vemdun á hraunnibbum og örfoka- landi, htilumetra af óþörf- um umhverfisskýrslum og úrskurðum. Raforkan verður þess vegna dýrari og ekki jafn samkeppnishæf í alþjóð- legu viðmiði og ísland verður af góð- um atvinnukostum. Staðnar, líkt og Evrópusambandið þaðan sem lögin era ættuð, þau era sniðin aö þörfum þess, nokkur hundruð sinnum þétt- býtia svæöis og þúsund sinnum fiöl- mennara en ísland. Óþörf lög Lögin um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda voru frá upphafi óþörf. Það hefur atitaf þurft leyfi stjóm- vaida fyrir virkjunum og stórfram- kvæmdum. íslensku stjómvaldi hef- ur atitaf verið í lófa lagið að fá fær- ustu náttúrufræðinga, sem hér er nóg af, tti þess að gefa mat á um- hverfisáhrifum, eftir aðstæðum og þörfum hverju sinni. Líklega hefði oft mátt gera það á einum eftirmið- dagsfundi, fyrir slikk, ekki mtijóna- hundruð og tafir til skaða. ^ Mistökin Lögin um mat á umhverfisáhrifum (sem meö réttu mætti katia lög um höft á uppbyggingaráform) era af- kvæmi EES-samningsins, undirlægj- unnar við evrópskar stjómunarhug- myndir, þýdd upp úr lagakraðaki ESB. Þau eru flókin og sniðin að stjómkerfi stórþjóða og óframkvæm- anleg hérlendis. Það er í kjölfar valdaafsalsins tU Brassel, EES-samn- ingsins, sem þessi ólög og reyndar fleiri, hafa skoUið á fslenskri at- vinnuuppbyggingu. Þegar EES-samningurinn var sam- þykktur, 12. janúar 1993, af 52% þing- heims og í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar og bestu menn, átti hann 4 að spara landsmönnum nokkur hund- ruð miUjónir samkvæmt áhangend- um hans. Sannleikurinn er nú kom- inn í ljós: TugmiUjarða árlegt tekju- tap íslenska þjóðarbúsins vegna tap- aðra eða tafinna þjóðþrifaverkefna. Friðrik Daníelsson þingheims og í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar og bestu menn, átti að spara landsmönnum nokkur hund- ruð milljónir samkvæmt áhangendum hans. Sannleik- urinn er nú kominn í Ijós: Tugmilljarða árlegt tekjutap íslenska þjóðarbúsins vegna tapaðra eða tafinna þjóð- þrifaverkefna. - Frá ráðstefnu í húsakynnum ríkisins * um EES og Evrópumál. Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.