Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 DV Ótrúleg björgun tveggja jöklafara á Langjökli: Hrapaði 12 jeppa- lengdir ofan í jökulinn - annar mannanna hælir björgunarmönnum á hvert reipi „Lífsreynslunni mun ég lýsa í æviminningum mínum,“ sagði Þor- steinn Kröyer, annar mannanna sem björguðust af Langjökli um há- tíðimar þegar jeppi þeirra félaga féll 10 til 12 bíllengdir niður í djúpa gjá í jöklinum. Björgun þeirra þótti heppnast með afbrigðum vel og í gær heyrði DV í Þorsteini stutta stund og var hann þá í fermingar- veislu og hinn hressasti. „Þama urðu engin mistök, ekkert klúður, allt fumlaust og eins og það átti að vera. Ég vil þakka björgunar- sveitinni Oki í Reykholtsdal, þyrlu- sveitinni og öðrum sem að björgun- inni unnu, og auðvitað ferðafélög- unum,“ sagði Þorsteinn. Slysið varð um fmunleytið á fóstudag en um nóttina tókst að koma þeim með þyrlu á sjúkrahúsið í Fossvogi. Þar dvöldu þeir tvo sólarhringa og heils- aðist vel. Bíll Þorsteins og Amars félaga hans var fremstur i fimm bíla lest á leið úr Borgarfirði yfir á Hveravelli í þykkri þoku sem lá yfir jöklinum. Ákveðið hafði verið aö skipta um slóð sem til var á GPS-staðsetning- artækjum leiðangursins. Á leiðinni milli slóða gerðist atburðurinn. Fé- DV-MYND SIGUÞOR ÞÓRSSON Ljótt útllt Þarna liggur jeppi jökiamannanna tvegga á botni gjárinnar í Langjökli. Bílstjórinn mun vera lengst til vinstri á myndinni og feröafélagar stumra yfir sjúklingi sem reyndist minna meiddur en óttast var í fyrstu. lögunum sem eftir komu brá mikið þegar slysið varð. Neyðarlínan fékk strax skilaboð um atburðinn og allt var sett af stað. Þeir sem komu á vettvang töldu að bíllinn hefði endastungist utan í veggi gjárinnar áður en honum hvolfdi á botni hennar. Bratt er nið- ur, en nokkuð aflíðandi, þannig að bíllinn lenti ekki í frjálsu falli nema að litlu leyti, að því er Þorsteinn sagði í gærkvöld. -JBP Veiðin hefst í Varmá og fiskinum rótað á land: Veiða eiginlega allt nema hákarl Það er sama hvemig viðrar fyrsta apríl. Þann dag hvert ár kemur saman hópur manna til veiða í Varmá í Ölfusi. Þeir sem hefja veið- ina þennan fyrsta aprildag hafa undanfarin ár verið Rósar Eggerts- son, tannlæknir í Reykjavík, og af- komendur hans. En í fyrsta skipti í ár mætti Rósar ekki fyrstur allra manna. Vonir stóðu þó til að hann liti á veiðina síðar um daginn. Dótt- ursonur Rósars, Egill Óli Gústafs- son, mætti i hans stað í fyrsta sinn til veiða í Varmánni. Egill segist hafa veitt sinn fyrsta fisk, lax, í Langá og vonaðist til að veiða eitt- hvað í Varmá nú. Rétt fyrir hádegið í gær höfðu veiðst um 20 fiskar, bleikjur, sjóbirt- ingar og regnbogasilungar. Að- spurðir kváðust veiðimennimir eig- inlega hafa veitt nær allar tegundir fiska í Varmá, nema kannski há- karl. Á1 höfðu þeir meira að segja veitt, en viðurkenndu að enginn lax hefði veiðst hingað til. DV-MYND RAGNHEIÐUR RÓSARSDÓTTIR Þeir fyrstu koma í land Gunnar Rósarsson og Egiii Óli Gúst- afsson með fyrstu fiska sumarsins viö Varmá í Ölfusi í gærdag. -EH Ráðherra látinn vita af hugsanlegum töfum hjá Hydro í lok febrúar: Opinber umræöa hefði getað skaðað málið - segir Þórður Friðjónsson „í lok febrúar vora teknar ákvarð- anir hjá Norsk Hydro um að staðan þar væri með þeim hætti að tímasetn- ingar varðandi álver i Reyðarfirði kynnu að raskast. Aðalsamningamað- ur Norsk Hydro lét mig vita af því að blikur væra á lofti með tímasetning- ar og í framhaldi af því lét ég ráð- herra vita af málinu," segir Þórður Friðjónsson, formaður samráðsnefnd- ar Norsk Hydro, íslenskra stjóm- valda og fjárfesta og Landsvirkjunar, vegna Reyðarálsverkefnisins. Sem kunnugt er birti Morgunblað- ið frétt þann 15. mars þess efnis að Norsk Hydro hefði gefið íslenskum stjómvöldum til kynna að fyrirtækið gæti ekki staðiö við tímasetningar í tengslum við álver í Reyðarfirði. Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra brást við frétt blaðsins í fréttttm Rík- isútvarpsins þann sama dag. Hún var spurð hvort stjómvöld hefðu orðið vör við einhverjar breytingar hjá Norsk Hydro og svaraði: „Nei, við höfúm ekki orðið það og trúum því að þessar sögusagnir eigi því ekki við rök að styðjast." Akvörðun hafði ekki verið tekin „Ég notaði orð- ið „sögusagnir" um fullyrðingar þess efnis að Norsk Hydro hefði tekið ákvörðun um að standa ekki við tímasetningar," segir Valgerður Sverrisdóttir. „Það fyrsta sem ég spurði um þegar mér bárust fregnir af málinu um mán- aðamótin var hvort Hydro hefði tek- ið ákvörðun um málið. Þórður Frið- jónsson hafði það eftir fulltrúum fyrirtækisins að svo væri ekki. Um það snýst málið.“ Aðspurð hvort meldingar Norsk Hydro til Þórðar um mánaðamótin um að „blikur væra á lofti“ teldust ekki „breytingar“ í hennar huga ít- rekar Valgerður að fyrirtækið hefði samkvæmt sínum upplýsingum ekki verið búið að taka ákvörðun um málið. „Á meðan ákvörðun hafði ekki verið tekin hefði verið mjög óheppilegt að ég hefði lýst þvi yfir að svo væri.“ Valgerður segist ekki vita hvenær Norsk Hydro tók endan- lega ákvörðun í málinu. „Á þessu stigi málsins, um mánaðamótin, var fullyrt að hún lægi ekki fyrir. Ég náði ekki tali af forstjóra fyrirtækisins fyrr en 19. mars. Ég spurði hann ekki þá hvenær ákvörðun um þetta hefði verið tekin en strax daginn eftir til- kynnti ég þinginu að Hydro væri í erfiðleikum með að standa við tíma- setningar og að unnið væri að sam- eiginlegri yfirlýsingu um málið." Umræöa heföi skaöaö málið „Það er kristaltært í mínum huga að það hefði verið óeðlilegt að stofna til opinberrar umræöu hér innanlands um málið fyrr en niður- staða var i sjónmáli og það gerðist ekki fyrr en 19. mars,“ segir Þórður Friðjónsson. „Fyrstu dagana.í mars var reynt að finna lausn sem fæli í sér lágmarksbreytingar á tímasetn- ingum þannig að þær gætu staðist í aðalatriðum. Niðurstaða þeirra þreiflnga lá ekki fyrir fyrr en 19. mars og fyrr en þetta var fullreynt hefði opinber umræða getað skaðað málið.“ En hversu afdráttarlaus var meld- ingin sem Norsk Hydro kom á fram- færi við Þórð um mánaðamótin febrúar-mars? „Þetta var alls ekki afdráttarlaust af hálfu Hydro í lok febrúar heldur voru þetta efasemdir um að tímasetningar gætu staðist og viljayfirlýsing um viðræður um hvemig hægt væri að mæta þessari nýju stöðu. Málið var ekki til lykta leitt fyrr en 19. mars og fyrir þann tima heföi mér fúndist óeðlilegt að ræða það á opinberum vettvangi," segir Þórður. -ÓTG Valgerður Sverrisdóttir. Skíðasvæðin vel sótt: Flestir voru í Hlíðarfjalli Talið er að um 14 þúsund manns hafi lagt leið sína á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri um pásk- ana en ljóst var fyrir hátíðisdag- ana að flest skíðafólk hugðist leggja leið sína þangað. Um fjögur þúsund manns komu þangað á föstudaginn langa en að- eins færri hina dagana. Á skíða- svæði höfuðborgarinnar mættu um 15 þúsund manns en færri voru á öðrum svæðum. Veður fór mjög illa með ísfirðinga sem hugð- ust halda sína árlegu skíðaviku og munu skíðabrekkurnar þar hafa verið lokaðar lengst af þessa daga. -gk Hollending- urinn seldur - sala á miðum hafin í dag hefst sala á miðum á Hol- lendinginn fljúgandi í Þjóðleik- húsinu. Fjórar íslenskar lista- stofnanir, Islenska óperan, Þjóð- leikhúsið, Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Listahátíð í Reykjavík, tóku saman höndum við upp- færslu óperunnar sem verður frmnsýnd á Listahátfð í Reykjavík 11. maí. Mikill áhugi er á sýningunni og hafa Þjóðleikhúsinu borist fyrir- spumir vegna miðapantana vfðs vegar úr heiminum. Meðal annars ætlar hópur Hollendinga að fljúga til landsins. -sm Kópavogur: Þrjú fíkniefnamál um helgina Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Kópavogi komu þrjú fíkniefnamál upp þar um helgina en ekkert þeirra var stórvægilegt. Það síðasta í röðinni kom upp f nótt en þá hafði lögreglan afskipti af mönnum í bifreið þar sem gnm- ur var talinn á að þeir væru með fíkniefni. Við leit í bifreið þeirra á lögreglustöð fundust flkniefni sem talin eru hafa verið hass og var mönnunum sleppt að því loknu. -gk Reykjanesbær: Lögreglan stöðv- aði veisluhöld Talsvert gekk á þegar lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að skerast í leikinn og stöðva veisluhöld í fjöl- býlishúsi í bænum i gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn um klukkan 6 og var þá mikill hávaöi í íbúðinni og fram á gang enda dyr að íbúðinni opnar. Þeim var hins veg- ar skellt aftur og varð þá lögreglu- maður á milli stafs og hurðar og hurðin brotnaði. Skömmu eftir þetta komu upp slagsmál i íbúðinni þar sem vora á milli 20 og 30 manns og þegar slagsmálin bárast fram á gang náði lögreglan að handtaka tvo og koma fleirum út úr húsinu. Skömmu eftir þetta náðist í hús- ráðanda sem sagðist hafa veriö að vakna. Féllst hann á að svona gengi þetta ekki og vísaði hann þeim gest- um út sem enn vora í „veislunni“. Ekki var þó allt búið því þriðji aðili vildi freista þess að ná þeim tveim- ur út úr lögreglustöðinni sem þang- að höfðu verið fluttir. Lauk þeirri tilraun þannig að sá fékk líka að gista í fangaklefa. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.