Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 23
35 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2032________________________________________________________________ DV Tilvera Emmylou Harris 55 ára Söngkonan Emmylou Harris er 55 ára í dag. Hún hóf feril sinn sem þjóðlagasöngkona um 1960 í Washingtonborg. Hún spilaði með kántrígoðinu Gram Parsons þar til hann lést 1973 og það samstarf tryggði henni leið inn í heim sveitatónlistarinnar. Hún gaf út sína fyrstu sólóplötu, Pieces of the Sky, árið 1975 og eitt lag af henni náði inn á topp tíu listann yfir sveitatónlist. Síðan hafa plötur henníu- selst í heilu bílfórmunum og hún unnið til margra verðlauna. Emmylou Harris er af mörgmn talin áhrifamesta sveitasöng- kona ailra tíma. I VlUUIdllUI u & Glldir fyrír midvikudaginn 3. apríl Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.): I Þú gerir einhverjum * greiða sem átti alls ekki von á slíku. Þetta veldur skemmtilegri uppákomu sem þú átt eftir að minnast í nokkum tíma. Rskamir(19. (ebr.-20. mars): Vinir þínir skipuleggja Ihelgarferð og mikil samstaða ríkir meðal hópsins. Félagslífið tekur mikið af tíma þínum en þeim tíma er vel varið. Hrúturinn (21. mars-19. april): . Þú kynnist einhveijum 'nýjum á næstunni og það veitir þér ný tæki- færi í einkalifinu. Þú ættir að íhuga breytingar í félagslífinu. Nautjð (20. anríl-20. maíl: / Fólk treystir á þig og leitar ráða hjá þér um hugmyndir og útfærslu þeirra. Þú þarft að sýna skilning og þolinmæði. Happatölur þinar eru 6, 15 og 35. Tvíburarnir (21. maí-21. iMl Þú ert orðinn þreyttur 'á venjubundnum verk- efnum og ert fremur eirðarlaus. Þú ættir að breytá"til og fara að gera eitthvað alveg nýtt. Krabbinn (22. iúni-22. iúiii: ! Þér finnst ekki rétti | tíminn núna til að taka ' erfiðar ákvarðanir. ____ Ekki gera neitt gegn betri vitund. Kvöldið verður ánægjulegt í faðmi fjölskyldunnar. yónið (2S. iúlí- 22. ftgústl: , Þú hefúr í mörgu að snúast og þarft á að- stoð að halda. Ástvinir þínir eru fúsir að veita þér aðstoð og skaltu ekki hika við að þiggja hana. Mevlan (23. ágúst-22. sept.l: Aí. Mikið rót er á tilfinn- ingiun þinum og þér ^li.gengur ekki vel að * r taka ákvarðanir. Mannamót lifgar upp á daginn. Happatölur þínar eru 3, 11 og 30. Vogln (23. sept-23. okt.i: J Þú þarft að gæta þag- mælsku varðandi verk- V f efni sem þú vinnur að. r f Annars er hætt við að minni árangur náist en ella. Þú ættir að hlusta betur á það sem aðrir segja. Sporðdrekinn (24. okt -21. nóv.): IÞú ert óþarflega var- kár gagnvart tfilögum pannarra en þær eru _______ j allnýstárlegar. Þú myndir sámþykkja þær ef þú þyrðir að taka áhættu. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l: LMorgunninn verður Prólegur og notalegur og þér gefst tími til að hugsa málin þar til eitthváð óvænt og ánægjulegt gerist sem breytir deginum. Stelngeitin (22. des.-i9. ian.i: Það er ekki aUt sem sýnist og þó að ein- hveijum virðist ganga betur en þér á ákveðn- umvettvangi skaltu ekki láta það angra þig eða koma inn öfund. Sýnir teikningar í Hveragerði: Man varla eftir mér öðruvísi en teiknandi - segir Páll Ólafsson, tvítugur listamaður sem er á leið í garðyrkjunám Bókasafnið í Hveragerði þjónar mikUvægu hlutverki í lífi bæjarbúa. Þar eru ekki eingöngu lánaðar bæk- ur og veittur aðgangur að tölvum. Rithöfundar hafa komið og lesið úr bókum sínum fyrir jól og hafa með- limir bæjarstjómar einnig tekið þátt í þeim upplestri. Á degi bókar- innar í fyrra lásu konur úr Hvera- gerði ljóð við góðar undirtektir. Hlíf Amdal, forstöðumaður bókasafns- ins, og Pálina Snorradóttir bóka- vörður hafa bryddað upp á ýmsum öðrmn nýjungum. í apríl í fyrra kom sú hugmynd fram á fundi bókasafnsnefndar að setja reglulega upp myndlistarsýn- ingar sem hver stæði yfir i mánuð. Við val á listamanni yrði þá helst leitað til Hvergerðinga eða ein- hverra sem tengdust Hveragerði. Segir Pálína að þetta hafi tekist mjög vel, enda fjölmargir listamenn búsettir í Hveragerði, að ógleymd- um þeim sem dvelja um tíma í lista- mannahúsinu við Breiðumörk. Nú stendur yfir sérkennileg og skemmtileg sýning ungs lista- manns, Páls Ólafssonar, en hann er aðeins rúmlega tvítugur og hefur aldrei haldið sýningu áður. Páll er tólfti myndlistarmaðurinn sem sýn- ir í bókasafninu. Sýningin er sér- Páll Olafsson J ókertölur laugardags 7 0 4 4 5 80|i ^ AÐALTÖLUR 1 4 ) 16) 26 27)36) 39 BÓNUSTÖLUR 24) 28 Alltaf á miðvikudögum Jókertölur mlðvlkudags 7 0 13 7 Páll er tólfti myndlistarmaöurinn sem sýnir 7 bókasafninu í Hverageröi. stök vegna þess að aðallega er um að ræða teiknimyndaseríur í dúr þeirra Asterix-félaga. Auk nokkurra blaðsíðna sem festar eru upp á veggi liggur frammi stór mappa með tilbúnum sögum og er lengsta sagan um 80 blaðsíður. Páll segist varla muna eftir sér öðruvísi en teiknandi. „Það eru til myndir heima eftir mig fjögurra ára gamlan, en þær eru nú ekki á sýn- ingunni," segir Páll brosandi. „Ég fór snemma að stæla svolítið Aster- ix og þessar teiknimyndir sem hanga hér í bókasafninu eru brot af þeim. Myndimar og söguþráður hafa þó þróast í dálítinn súrreal- isma en söguþráðurinn er einfald- ur,“ segir þessi hógværi listamaður. Páll teiknar allar myndimar, lit- ar þær siðan með trélitum og semur textann. Fleiri myndir en teikni- myndir em á sýningu Páls þar sem berlega kemur í ljós að hæfileikar hans em ekki bundnir við teikni- myndasögur. Aðspurður hvort hann hefði nokkum tíma reynt að koma sér á framfæri við dagblöð varðandi teikniseríumar neitar hann því. „Það væri nú samt svolítið gaman að sjá eitthvað eftir sig í blöðun- um,“ viðurkennir Páll. Hann segist ekki hafa áhuga á að fara í mynd- listarskóla að svo stöddu, enda hefði hann innritað sig í Garðyrkjuskóla rikisins í haust en þar starfar hann. -EH Helena pælir í að giftast Tim Breska leikkonan Helena Bon- ham Carter er að spá í það að ganga að eiga bandariska leikstjórann Tim Burton. Hún segir í þaö minnsta að sambandið sé farið að verða alvar- legt. Breska æsifréttablaðið The Sun hefur þó eftir leikkonunni smá- vöxnu að hún hyggi ekki á bam- eignir að svo stöddu. „Ég útiloka það ekki að gifta mig,“ segir leikkonan sem ein- hveiju sinni átti í ástarsambandi við hinn sjálfhverfa Kenneth Branagh, stórleikara og leikstjóra, sem kom hingað á síðasta ári. REUTERSMYND Fjölgun hjá Taronga-apafjölskyldunnl í Sydney Meö fæöingu Samaki litla, fyrir fjórum mánuöum, fjölgaöi meölimum simpansafjölskyldunnar í Taronga-dýragaröinum í Sydney í Ástralíu í sext- án. Samaki, sem hér á myndinni stendur í skjóli Shibu móöur sinnar, er 45. simpansabarniö sem fæöist í dýragaröinum frá því aö tegundin var þar fyrst til sýnis áriö 1980. Nýjung Framþróun í eyrnagatagerð Hárgreiðslustofan | Klapparstíg i Sími 551 3010 | Upptýslngar i&íma 5802525 TextavarplÚ 110-113 RÚV281, 283 og 284 bilasolur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.