Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið f hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 Óveður: Lögreglan lok- aði heiðinni Mjög mikil röskun varð á umferð yfir Holtavörðuheiði í gær eftir að lögreglan lokaði heiðinni um hádeg- ið vegna blindbyls og hálku. Bílum var safnað saman beggja vegna heiðarinnar og hleypt yfir í hollum í fylgd björgunarsveita. Þótt færðin virtist skapleg á láglendi var nær ekkert skyggni á nokkurra kíló- metra kafla uppi á heiðinni og slysahætta talin mikil. Að sögn x ' björgunarsveitarmanna var ástand- ið á heiðinni afar erfltt viðureignar, enda setti hvert smáóhapp umferð- ina alveg úr skorðum við þessar að- stæður. Nokkrir árekstrar urðu á heiðinni í gær en meiðsl á fólki voru ekki teljandi. Fyrir kom að stöðva þurfti umferðina alveg vegna óhappa og mynduðust þá feiknarleg- ar biðraðir bíla. Lögreglan segir að flestir ökumenn hafi sýnt aðgerðun- um skilning en þeim var hætt um kvöldmatarleytið þegar aðstæður skánuðu. Sjá nánar bls. 2. -ÓTG Feðgar læstust inni í flugstöð Ungur faðir læstist inn í flugstöð- inni á Reykjavíkurflugvelli að kvöldi skírdags. Hann var að koma frá Akur- eyri, með síðustu vél að norðan, en skömmu fyrir lendingu varð þriggja ára syni hans mál að pissa. Sprænan kom helst til of fljótt og fór í buxum- ar. Faðirinn fór þegar í flugstöðina kom með soninn á snyrtinguna þar og hafði á honum buxnaskipti. Þegar frá þvi kom voru hins vegar allir í flug- stöðinni á bak og burt, bæði farþegar 1 og starfsmenn. Þetta vakti undrun þeirra og feðgarnir leituðu að út- gönguleið. Hún fannst að lokum, starfsmannaútgangur baka til. -sbs Skúrir eða él c' \ Suðlægar áttir verða ríkjandi Vj-íÁ næstu daga. I dag og kvöld má *** gera ráð fyrir suðaustanátt, 8 til 13 m/s og slydduéljum og skúrum sunnanlands. Skýjað verður með köfl- um norðaustanlands. Austanlands verður rigning eða súld. Á morgun og flmmtudag verða suðlægar áttir áfram ríkjandi sunnanlands með skúraveðri. Léttskýjað verður norðan og austan til en á fostudag er gert ráð v Tj fyrir rigningu eða súld með köflum norðanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig út vikuna. DVWND SNÆ Þolinmóðir feröalangar Dæmi voru um þaö í gær aö fólk þyrfti aö bíöa í kiukkustund eftir því aö veröa hleypt yfir Holtavöröuheiöi. Þær Erna, Guörún og Áslaug, á heimleiö úr skíöaferö til Akureyrar, létu þaö ekki spilla fyrir sérgleöinni, enda augljóslega undir allt búnar. íslensk flugáhöfn í Lagos í Nígeríu : Skotum hleypt af til varnar flugliðum - öryggisvörður bægði meintum ræningjum frá bílalestinni Flugliðar Atlanta voru varðir af öryggisgæslumanni sínum að kvöldi fostudagsins langa sem notaði byssu á grunsamlega bifreið. Þegar bílalest áhafnarinnar kom akandi frá hóteli á Victoriu-eyju á leið til flugvallarins við Lagos, en það er klukkutíma akstur þegar umferð er þyngst, greip öryggisvörður Atlanta til vopna. Hann taldi að ræningjar á tveim bíl- um ætluðu að stöðva bílalestina. Fyrst skaut hann upp í loftið, en meintir ræningjar svöruðu ekki kúlnahríðinni. Skaut hann þá að hjólbörðum fremri bíls þeirra og lauk þá eftirreiðinni. Áhafnir Atlanta aka til og frá flug- velli í tveimur bílum og aftast er far- angursbíllinn. Vopnaðir öryggisverð- ir eru í bílunum, vanir löggæslu- menn, og er sami háttur hafður á hjá öðrum flugfélögum enda ærin ástæða tO. Einmitt þessar slóðir eru alræmd- ar fyrir árásir stigamanna og rán- morðingja. I bílalestinni voru fjórir íslendingar, Bretar og Nígeríufólk. Jóhann Kárason er stöðvarsfjóri Atlanta í Lagos en félagið er með tvær þotur í áætlun fyrir Nigerian Airways til Evrópuborga. Jóhann var í einum bílnum í bílalestinni á föstudagskvöldið. Hann segir að fólkið hafl heyrt skothvellina og orðið hrætt. „Það olli okkur ótta að við vissum ekki hver var að skjóta á hvem, við vissum það ekki fyrr en úti á flugvell hvað í raun gerð- ist,“ sagði Jóhann. „Þama voru tveir bílar sem reyndu að aka í veg fyrir bílalest- ina og ljóst að þarna var um ránstilraun að ræða. Þetta hefur ekki orðið lögreglumál og telst ekki til tíðinda hér um slóðir. Lög- reglumaðurinn í aftasta bílnum varð var við þessa tilraun og hann stjómaði okkar öryggismálum og tók sínar ákvarðanir," sagði Jó- hann Kárason í gærkvöld. Hann segir að öryggisvörðurinn hafi verið viss í sinni sök um að þama hafi náðst að bægja frá ræn- ingjum. „Ég fékk skýringar öryggisvarð- arins á eftir, hann var sallarólegur og viss í sinni sök. Þetta er maður sem er þjálfaður í öryggismálum og efaðist ekki hið minnsta að hann hefði gert rétt,“ sagði Jó- hann. Hann sagði þetta einkenni- lega sögu fyrir Islendinga en í Ní- geríu þætti þetta ekki fréttnæmur atburður. -JBP Ólögleg viðskipti í Leifsstöð: Leitað í skápum starfsmanna Nokkrir tugir starfsmanna í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli liggja undir grun um að hafa notfært sér aðstöðu sína til ólöglegra kaupa á tollfrjálsum vamingi í íþróttavöruverslun Fríhafharinnar að undanfómu. Vörur í versluninni hafa verið seld- ar með talsverðum afslætti upp á síðkastið þar sem fyrir dyrum stendur að hætta starfsemi hennar. Þetta munu tugir starfsmanna úr hinum ýmsu deildum flugstöðvarinnar hafa notfært sér en þeim er hins vegar óheimilt að eiga þar viðskipti séu þeir þar ekki sem ferðamenn. Um páskana var leitað skipulega i Leifsstöö Grunur um ólögleg viöskipti. fataskápum fjölmargra starfsmanna sem lágu undir grun um að hafa versl- að á þennan hátt í íþróttavöruverslun- inni. Fataskápar þeirra sem ekki voru að störfum eða ekki náðist i vora hins vegar innsiglaðir af lögreglu og verða skoðaðir þegar viðkomandi starfs- menn mæta til starfa. Ekki liggur því endanlega fyrir umfang þessara ólög- legu viðskipta né hvaða viðurlögum þeir starfsmenn sæta sem hafa gerst sekir um þau. Það verður sennilega ákveðið í hverju tilfelli fyrir sig og fer eftir því hjá hvaða aðila viðkomandi starfar. Þeir sem liggja undir grun i málinu eru ekki einungis starfsmenn Fríhafnarinnar. -gk Olíufélögin: Bensínverð óbreytt Engar breytingar verða á bensín- verði um mánaðamótin. Olíufélögin segjast með þessu vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika og stuðla að því að verðbólgumark- mið ASÍ og SA í maí náist. Ákvörð- un ríkisstjómarinnar um tíma- bundna lækkun vörugjalds af bens- íni er sögð forsenda þessarar ákvörðunar. Á vef Skeljungs segir að sú lækkun dugi þó ekki til þess að vega upp á móti hækkunum á heimsmarkaðsverði; hún þýði að hækka þyrfti bensínlítrann um 3-4 krónur í staðinn fyrir 5-6 krónur. Olís segir á vef sínum að uppsöfnuð hækkunarþörf sé tæpar 6 krónur en tæpar 4 krónur í ljósi aðgerða ríkis- stjómarinnar. Þar segir einnig að einungis sé tímaspursmál hvenær bensínverð hækki ef heimsmarkaðs- verð lækkar ekki. Öll félögin þrjú hækkuðu um mánaðamótin verð á dísilolíu, gasolíu, skipagasoliu og svartolíu, Olís þó minna en hin fé- lögin tvö. -ÓTG Flugst i óramálið: Aftur á byrjunarreit Mál Árna G. Sigurðssonar, flug- stjóra hjá Flugleiðum, er aftur kom- ið á byrjunarreit eftir að trúnaðar- læknir Flugmála- stjómar hafnaði útgáfu heilbrigð- isvottorðs handa flugstjóranum. Flugstjórinn mun hafa andmælarétt til 15. apríl en fær ekki að fljúga í bráð. * , G Mál flugstjór- Sigurðssón. ans er til komið vegna krankleika sem Ámi kenndi sér árið 1998. í fyrra fékk hann flug- skírteini tímabundið en í kjölfarið greindi áfrýjunarnefnd og þáver- andi trúnaðarlækni á um hvort Ámi mætti fljúga. Hugsanlegt er að málið muni berast áfrýjunamefnd á ný. -BÞ íslenska beriavínið: Kolsýra í Kvöldsólinni Allur lager af íslenska berjavíninu Kvöldsól hefur verið afturkallaöur úr vínbúðum ÁTVR. Að sögn Ómars Gunnarssonar, framleiðanda á Húsa- vík, er ástæðan sú að einhvers konar eftirgerjun virðist hafa átt sér staö eft- ir að tappað var á flöskumar. Suð heyrist í víninu líkt og myndun kol- sýru hafi átt sér stað. Ómar sagði í samtali við DV í morgun að rannsókn stæði yfir á or- sökum mistakanna en engin skýring hefði enn komið fram. Að öðru leyti sagði hann söluna hafa gengið vel og betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Vínið er framleitt á haustin og er uppistaðan krækiber. Það er um 12% að styrkleika og tekur framleiðsluferl- ið um þrjá mánuði. Til framleiöslu á Kvöldsól, árgangi 2001, voru notuð um þrjú tonn af krækiberjum, auk bláberja og rabar- bara. -BÞ Brother PT-2450 merklvélin er Mögnuð véJ som, meö þinni hjálp, hefur hlutína í röA V ogreglu. Snjöii og góö lausn á óreglunni. Rafnort Nýbýlavegi 14 • simi 554 4443 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.