Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 Landið !OV DV-MYND SIGURÐUR HJÁLMARSSON Farfuglarnir óöum aö koma yfir hafiö Þessi skógarþrastahópur geröi sig heimakominn í Vík um helgina. Fuglarnir voru mjög svangir og líklegt að þeir séu nýkomnir til landsins. Þeir fengu aö éta kjötsag sem Málfríöur Eggertsdóttir, starfsmaöur Frystihússins í Vík, gaf þeim út í snjóskafl. Síldarvinnslan í alþjóðlegu verkefni: Loðna þurrkuð til manneldis í Afríku Þurrkuö loöna tll Afriku Síldarvinnslan hefur tekiö þátt í alþjóðlegu rannsóknarverkfni, aö framleiða saltaöa. þurrkaöa ioönu í neytendapakkningar til útflutnings. Síldarvinnslan tók þátt í alþjóð- legu rannsóknarverkfni sem lauk fyrir nokkru og snerist um að þróa aðferðir til þurrkunar og geymslu á loðnu til manneldis í Afríku. Verk- efnið var styrkt af Evrópusamband- inu og leiddi Síldarvinnslan verkefn- ið fyrir hönd þátttakenda og var jafn- framt stærst þeirra, ef frá eru taldar rannsóknarstofnanir. Verkefna- stjórn var í höndum Hönnunar hf. Verkefnið hófst formlega árið 1998 og var samstarfsverkefni nokkurra aðila í Evrópu og Afríku. Þáttakend- ur, auk Hönnunar og Síldarvinnsl- unnar, voru Naustin ehf., Rann- sóknastofnun flskiðnaðarins, Heindl Maschinenbau í Þýskalandi, Fraun- hofer Institut fiir Verfahrenstechnik und Verpackung í Þýskalandi, CSIR í Suður-Afríku, Probenius í Dan- mörku, DFFU í Þýskalandi og OF í Bretlandi. Heildarkostnaður við verkefnið var 1.000.000 ECU eða um 90 milljónir króna og styrkti Evrópu- sambandið verkefnið um 390.000 ECU eða um 35 milljónir króna. Söltuð, þurrkuð loðna Verkefnið spannaði mjög vítt svið. Farið var í gegnum veiðar, geymslu og þróun ýmissa aðferða í vinnsluferli, þurrkun, pökkun og flutning. Einnig voru skoðaðir þætt- ir er snúa að umhverfí, hagkvæmni og neytendaprófunum. Unnið var að því að finna og þróa ódýrar aðferðir við meðhöndlun hráeöiisins, þurrk- un, geymslu o.fl. Afurðin, sem er söltuð þurrkuð loðna, pökkuð í neytendapakkningar, þurfti að upp- fylla strangar kröfur. Þar má nefna langt geymsluþol við hitabeltisaö- stæður, eða í allt að 3-6 mánuði, og flutning við erfíðar og frumstæðar aðstæður. Hún þurfti jafnframt að vera mjög ódýr og næringarrík og þurrkaður fiskurinn þurfti að vera heill og óskaddaður. Afurðin hlaut ágætis dóma í neyt- endaprófunum í Suður-Afriku og uppfyllti öll skilyrði sem sett voru. Verið er að skoða möguleika á mark- aðssetningu vörunnar. Er horft til Afríku með það í huga að selja hana hjálparsamtökum. Svipaðar fæðuteg- undir er einnig að finna í mörgum öðrum suð- og austrænum löndum og því eru líklega markaðir fyrir vör- una annars staðar. Niðurstöður verk- efnisins voru mjög áhugaverðar og er mikilvægt skref í þá átt að auka verð- mætasköpun loðnu og koma henni til manneldis á þennan hátt. -EG ! STATUS Við leggjum okkar af mörkum til að halda verðbólgunni niðri og veitum 4% afslátt af völdum bílum. Renault Laguna II fólksbíll Renault Scénic fólksbfll 22.242 Renault Mégane Berline fólksbíll Bílalán, aftorgun á mán. Rekstrarieiga: 39.351 Veröáður 2.090.000 Verð nú Z00&400 23.039 Bilalán.afborgunámán. Rekstrarieiga: 38.665 18.352 Bllalán.afborgunámán. Rekstrar1eiga:31.758 Váröáður 1.630.000 Verðnú 1564.800 Veröáður 2.050.000 Verðnú 1.968.000 RENAULT Grjóthóls 1 • Sfmi 575 1200 Söludaiid 575 1220 . www.bl.is Rekstrarleigan er til 36 mán., m.v. við 20.000 km á ári og erlenda myntkörfu. Rekstrarteiga er aðeins í boði bl rekstraraðila (fyrirtækja). Bílatán miðast við 30% útborgun og 84 mán. samning. Aliar tölur eru með vsk. Mjólkurbú Flóamanna: Frumum og gerlum fækkar - góður hagnaður Heildartekjur Mjólkurbús Flóa- manna á síðasta ári námu 3.153 milljónum króna og jukust um 12% milli ára. Hagnaður fyrir fjár- magnsliði nam 63 millj. kr. Arð- greiðslur til framleiðenda voru 40,8 millj. kr. sem gerir um eina krónu á hvem innveginn lítra. Eigið fé MBF er rösklega 2,1 milljarður kr., eða 84,0%. Aukning þess frá árinu áður er um 8,4%. Innlögð mjólk var 40,8 milijónir lítra í fyrra og jókst um 1,4 millj. lítra frá árinu áður. Innleggjendur á svæði mjólkurbúsins voru í árslok 360 og fækkaði um 23 á árinu. t frétt frá fyrirtækinu segir að gæði inn- lagðrar mjólkur aukist sífellt. Framutala í mjólk fari lækkandi og sömuleiðis gerlafjöldi. Þetta hafi skilað sér í auknu geymsluþoli. Hafi til að mynda verið hægt að lengja sölufrest á sýrðum vörum um tvo daga á árinu. Sé hann 27 dagar. Stjómendur Mjólkurbús Flóamanna Betrl mjólk Innlögö mjólk var 40,8 milljónir lítra í fyrra segja að með fækkun og stækkun kúabúa, betri vegum og flutninga- tækjum sé að nást æ meiri hagræð- ing í mjólkurflutningunum. Mjólk- inni sé nú safnað með stærri og burðarmeiri bílum sem nú séu átta í stað ellefu bifreiða árið 1999, sem aftur skili mikilli hagræðingu i flutningskostnaði. -NH. ^-SUBWRY' Ijúffengar 1 sostir 1 Honey Mustard sósa \ AsiAGO CaESAR SÓSA • SoUTHWEST SÓSA X Horseradish SÓSA > Við Faxafen • Austurstræti • Kringlunni • Esso-stöðinni Ártúnshöfða • Esso-stöðinni Borgartúni • Spönginni Grafarvogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.