Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 21
33 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 DV Tilvera Myndgátan Myndgátan hér til hiiöar lýsir orðasambandi. Lausn á gátu nr. 3268: Gerir sér mat úr engu Lárétt: 1 klók, 4 hönd, 7 þuklar, 8 fjallaskarð, 10 sundfæri, 12 lík, 13 menn, 14 peninga, 15 kúst, 16 málmur, 18 fjandskapur, 21 enda, 22 sögn, 23 kjáni. Lóðrétt: 1 sekt, 2 hlass, 3 heimsk, 4 nirfil, 5 óánægju, 6 hossist, 9 sló, 11 hetjur, 16 sjón, 17 djúp, 19 látbragð, 20 sefi. Lausn neðst á síðunni. Skák Hvítur á leik! Ivanchuk heldur dampimun ágæt- lega eftir tapið í heimsmeistaraeinvígi FIDE gegn Pono. Margir bjuggust við að hann myndi eiga erfitt uppdráttar eftir einvígið enda sumar skákimar stórundarlegar. Og sjálfum Kasparov Hvitt: Vassily Ivanchuk (2717) Svart: Alexander Morozevich (2742) Slavnesk vöm. Amber-mótið í Mónakó (6), 22.3. 2002 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 a6 5. Dc2 b5 6. b3 g6 7. Bd3 dxc4 8. bxc4 c5 9. Rf3 Rc6 10. cxb5 Rb4 11. Dbl Rxd3+ 12. Dxd3 Bg7 13. Ba3 Bf5 14. Dc4 axb5 15. Dxc5 Rd7 16. Db4 Bd3 17. Hdl Bc4 18. Rd2 Bd3 19. Rd5 0-0 (Stöðumyndin) 20. Dc3 b4 21. Bxb4 Ba6 22. Bxe7 Db8 23. Hbl Da7 24. BxfB Hc8 25. Re7+ 1-0 tókst ekki aö leggja Ivanchuk í 2 skák- um í Linares. Hér valtar Ivanchuk yfir Móra í Mónakó og þá minnist ég þess að Ivanchuk sagði sjálfur að tap sitt á móti Pono hefði verið af yfir- náttúrlegum orsökum. Hvort það var draugagangur skal ég ósagt láta! Bridge M I Umsjón: isak Öm Sigurósson Kristján Hauksson, sem búsettur er í Danmörku, sendi þættinum þetta sérkennilega spil. Hann spiiaði ný- verið sem varamaður í 1. deildinni 1 One Eyed Jack spilaklúbbnum í Kaupmannahöfn. Kristján sat í suður en andstæöingamir í AV vom Steffen Holm Pedersen og Flemming Bögh Sörensen. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og allir á hættu: 4 ÁK10763 4 K853 4 ÁK7 4 92 <4 Á109652 4 DG54 4» - 4 ÁG972 4 10543 44 KDG8743 4 DIO 4 862 4 8 VESTUR 24 44 5 grönd NORÐUR pass pass pass AUSTUR 4 44 54 6 44 SUÐUR pass pass p/h Opnun Flemmings í vestur á tveimur spöðum var Acol, sterk hálf- krafa og Steffen stökk í fjögur hjörtu til að sýna stuttlit í hjarta og spaða- stuöning. Flemming var ekki alveg viss um þýðingu sagnarinnar og sagði 4 spaða. Fimm tíglar sýndu fyr- irstöðu í litnum og fimm grönd sýndu 3 af fimm ásum (spaðakóngur talinn sem ás). Þá sagði Steffen sex hjörtu því hann vildi sýna eyðima en Flemming hélt að austur væri að leggja enn frekar áherslu á gæði hjartalitarins. Hann passaði því og and- staðan hafði lítinn áhuga á þvi að leið- rétta misskilninginn. Það er ekki á hverj- um degi sem menn spila hálflslemmu á 0-0 samleguna. Sagnhafi fékk 5 slagi og sagði eftir spilið hróðugur: „Ég var heppinn því trompið skiptist jafnt á milli mótherj- anna.“ Spilið var spilað á 16 borðum, 6 pör náöu alslemmu í spaða eða tígli, en tvö þeirra fundu ekki réttu leiðina í tigullitnum. ■ioi 02 ‘sbj 61 ‘fi? il ‘uAs 9i ‘edieS n ‘isnei 6 ‘inp 9 ‘§m g ‘inndemeiu f ‘soffeujeS g ‘njæ z ‘HQS x maiQO'i iusb sz ‘QiQU zz ‘e>inf[ \z ‘íejn g’l ‘l?}s 9t ‘dos gj ‘eme n ‘eumS gj ‘jbu zi ‘í??n ot ‘Jipi 8 ‘ieje>[ i ‘punui j ‘Sæjs t fijaiei ertu aö kaupa eöa selja? 550 5000 Af umtalsverð- um sparnaði Úr minni gömlu heimabyggð á Selfossi berast mér stundum hingað norður með sunnanátt- inni sérstæðar fréttir um ráðslag í bæjarmálum þar. Þannig hafa kjörnir forystu- menn bæjarfélagsins efnt til ýf- inga með því að sameina grunn- skóla bæjarins. í þeim tilgangi hefur ýmislegt verið á sig lagt. Sérstæðust er hins vegar sú talnaspeki sem sett hefur verið fram um sameininguna og meintan ávinning af henni. í dreifibréfi til foreldra og ann- arra vegna sameiningarinnar segir að ráðdeild sé aðalatriði málsins. Stefnt sé að „umtals- verðum sparnaði í rekstri þeirra, um á annan tug milljóna króna á ári,“ eins og orðrétt seg- ir i umræddu bréfi. Hér verður ekki tekin bein af- staða til sameiningar, kosta hennar eða galla. Hins vegar skal varað við því að sameining skili í öllu falli ágóða, eins og sumir virðast haldnir glýju yfir. Hagkvæmni stærðarinnar er sýnd veiði en ekki gefin. Nauðsynlegt er hins vegar í þessu máli að skoða verk núver- andi bæjarstjórnar í Árborg í samhengi við annaö. Peningaleg- ur ávinningur upp á annan tug milljóna á ári af sameinuðum skóla er léttur í vasa þegar sömu forystumenn hafa til dæmis var- ið hálfum milljarði króna í að innrétta skrifstofur fyrir sjálfa sig. Ráðhúsið í Árborg er vissu- lega fínt - en dýrt. Fleiri dæmi af sama toga má nefna. Þau eiga öll það sammerkt að setja sam- einingu skólanna í bænum í sér- stakt ljós - en í það verk hafa menn gengið blóðugir upp fyrir axlir, eins og klisjan hermir. Sandkorn Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson . Netfang: sandkorn@dv.is |)IM%|<LSSSK4 Liðsmenn Reykjavíkurlistans rýndu í kosningastefnuskrá Sjálf- stæðisflokks um páskana en sem kunnugt er kynnti Björn Bjarna- son hana á mið- vikudaginn fyr- ir hátíðina. Það sem helst vakti 1 áhuga þeirra og um leið undrun var sú tillaga sem gerð er að kosningamáli, að selja Línu.Net. Þetta þótti mörgum vera mjög áhugavert í ljósi reynslu sjálfstæð- ismanna undanfarið af sölu síma- fyrirtækja. Segja gárungarnir að raunar sé tilvalið að fá Sturlu Böðvarsson ef ekki Friðrik Páls- son til þess að ganga í þetta stór- verkefni - sem flokkurinn vill nú að kosið verði um í borginni. Mikið er nú spáð í það hvern- ig mál muni þróast í Árborg að loknum bæjarstjórnarkosningunum þar í vor. Margir sem til mála þekkja telja að mál geti þróast á þann veg að niðurstaðan verði meirir- hluti Fram- sóknarflokks og Samfylking- I ar. Leiðtogar flokkanna, þeir Ásmund- ur Sverrir Pálsson og framsóknarmaðurinn Þorvaldur Guðmundsson, séu vel kunnugir, enda samverkamenn sem kennarar í Fjölbrautaskóla Suður- iands til fjölda ára. Áherslur flokk- anna séu ekki ólíkar og kveði ekki á um til dæmis að láta Karl Bjöms- son bæjarstjóra taka pokann sinn, rétt eins og einstaka herskáir sjáif- stæðismenn hafi lagt til. Fullyrt er að í lyfjageiranum hafi könnun ASÍ á lyfjaverði, sem fram fór fyrir páska, farið nokkuð fyrir brjóstið á mönnum en þó mest umfjöllunin um könnunina. Þannig mun hafa verið sagt frá því í út- varpi að mesta hækkun á lyfseðils- skyldum lyfjum á höfuðborgarsvæð- inu hafi verið j hátt í 30% á lyf- inu „Roaccuta- ne“ sem notað sé við húðkvill- 1 um. Mesta hækkun hjá lif- . eyrisþegum hafi hins vegar i verið hátt í ! 400% á sama lyfi. Þetta hafi verið kynnt sem hneyksli og Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, hneykslast mikið yfir málinu eins og vera ber. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á lyfjafræðingum er að umrætt lyf er sérhæft lyf við ung- lingabólum og því sé mjög undar- legt ef ellilífeyrisþegar séu að kaupa það og sérstaklega sé það sérkenni- legt ef kaup á þessu unglingabólu- lyfi séu farin að hafa áhrif á afkomu ellilífeyrisþega! Iðulega hefur verið rætt um pólitískar drottningar sem komast í drottingarviðtöl hjá Agli Helgasyni og öðrum sjónvarpsmönnum. Hefur jafnan verið tal- að um Davíð Oddsson í þessu sambandi en á heimasíðu sinni uppiýsti Egill að fleiri væru drottn- ingar en Davíð: „Færri virð- ast gera sér grein fyrir því að Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra vill lika fá að vera í drottn- ingarviðtölum. Hann veigrar sér við að takast á við pólitíska andstæð- inga sína í sjónvarpskappræðum. Hann mætir hins vegar gjaman í viðtöl þar sem hann fær að tala einn, nokkuð athugasemdalaust. En í þau þrjú ár sem ég hef haldið úti Silfri Egils hefur hann ekki viljað koma í þátt ásamt öðrum stjórn- málamönnum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.