Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 Tilvera Ð'V Þar ríkir fegurðin ein Nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness í Þjóð- arbókhlöðunni. Landsbókasafn varðveitir flestöll handrit Hall- dórs, fjölmörg bréf til hans og frá honum, og allar íslenskar út- gáfur verka hans og flestar ef ekki allar þýðingar. Sýningin er í fjórum sýningarrýmum og byrj- ar strax á göngubrú inn í safnið. Hvert sýningarsvæði varpar ljósi á ákveðið tímabil í ævi skáldsins, og um leið er reynt að draga fram mismunandi birting- arform verka þess, hvort heldur þau birtast sem saga, leikverk á sviði eða kvikmynd. Áhersla er lögð á helstu verk Halldórs áður en hann hlaut nóbelsverðlaunin 1955. Ýmsir persónulegir munir Hall- dórs prýða sýninguna, heiður- sviðurkenningar, svo og leik- munir frá sviðsetningum verka hans. Einnig eru ljósmyndir frá nánast öliu lífshlaupi skáldsins. Myndlist I BiBBI OG TINNA I GALLERI TIJKT I glænýju galleríi Hins húss- ins, Gallerí Tukt, sýnir pariö Tinna og Bibba ýmis verk sem pariö hefur veriö að vinna aö upp á síðkastið, jafnt í samvinnu og hvort í sínu lagi. Verkin sem flest eru unnin með blandaðri tækni er raöaö þannig saman aö sýningin stillir sér mitt á milli samsýningar og sameiginlegrar innsetningar. Sýningin er opin alla virk daga frá kl. 9 til 20 og stendur til 31. mars. Aðgangur að Galleri Tukt er algjörlega ókeypls. ■ FIIGLAR í FÖTUM Magnús V. Guðlaugsson heldur myndlistar- sýningu um þessar mundir í Galleríi Sævars Karls. Sýningin er með nokkuð óvenjulegu sniði. Hún ber heitið Fuglar og fólk en á sýn- ingunni klæðir Magnús gínur í fatnað úr verslun Sævars Karls og hefur aö fyrirmyndum íslenska fugla. ■ HJÁLMAR í REYKJAVÍKUR- AKADEMIUNNI Einfari í Reykjavíkur- Akademíunni er nafnið á sýningunni á verkum Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi í Reykjavíkuraka- demíunni, Hringbraut 121, sem lýk- ur í dag. Hjálmar fellur í flokk svo- nefndra elnfara í íslenskri myndlist eða næfista. ■ HANDRIT í ÁRNASAFNI Sýning á Islenskum,handritum stendur nú yfir í,Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suöurgötu. Sýningin er opin virka daga frá 14 til 16. Sýningin stendur til 15. maí. Síðustu forvöð ■ PAÐI I GALLERI FOLD Myndlistar- maðurinn Daði Guðbjörnsson lýkur sýningu sinni, BBB, eða Bátar, Beib og Bíbar, sem staöið hefur yfir I Gallerí Fold aö undan- förnu, í dag. Gallerí Fold er opið dag- lega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17. Sportferðir á Akureyri: Alhliða afþreying fyrir ferðamenn Bíogagnrýni Háskólabíó - Reykjavík Guesthouse S 1 Hilmar Saga ur vesturbænum .js Fyrirtæki í ferðaiðnaði kapp- kosta að lengja ferðamannatímann með þvi að bjóða upp á spennandi nýjungar og leggja áherslu á það sem er einstakt og öðruvísi. Sport- ferðir á Akureyri sérhæfa sig i skipulagningu hvataferða fyrir fyr- irtæki auk árshátíða, skemmti- og óvissuferða fyrir samtök, félög og fyrirtæki. Marinó Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Sportferða, segir að fyrirtækið hafi verið stofnað 1994 og sérhæfl sig í afþreyingu fyrir ferðamenn, bæði innlenda og er- lenda. „Við eru þrir feðgar sem eig- um fyrirtækið, við Jón Ingi bróðir minn og faðir okkar Sveinn í Kálfs- skinni. Starfsemin hófst þegar við fórum að bjóða upp á gistingu og sumarhús að Ytri-Vík. í framhaldi af því fórum við að skoða mögu- leika á að laða til okkar ferðamenn og buðum upp á jeppa-, vélsleða- og hestaferðir. Margs konar möguleikar Marinó segir að næsta skref hafi verið að stofha sjálfstætt fyrirtæki sem sérhæfði sig í afþreyingu og markaðssetja sig sem slíkt. Með því móti var einnig hægt að fara í sam- starf við aðra sem voru með gistingu. „I dag bjóðum við margs konar möguleika á afþreyingu á Norður- landi fyrir einstaklinga og hópa. Við erum í samvinnu við menn sem bjóða hvalaskoðun og sjóstangaveiði sem við útfærum á eigin veg.“ Sportferðir fara meðal annars upp á hálendið frá Mývatni. „Við eru í sam- vinnu við Sel-hótel við Mývatn og bjóðum upp á keilu á ís, Go-kart og dagsferðir á vélsleða að Dettifossi." Marímó - kúluskítur „Jeppaferöimar hjá okkur hafa að miklu leyti byggst á hópum í ÐV-MYNDIR V.HANSEN Bræðumir í Sportferðum Bræðurnir Marinó og Jón Ingi Sveinssynir stofnuðu Sportferðir ásamt föður sínum árið 1994 til að bjóða ferðamönn- um alhliða afþreyingarferðir. hvata- eða verðlaunaferðum. Þetta geta verið dagsferðir eða nokkrir dagar í senn. Við fléttum ýmiss konar afþreyingu inn í ferðirnar, eins og sjóstangaveiði eða annað sem við höfum upp á að bjóða svo að ferðin veröi meira en bara akst- ur yfir hálendið. Við skipuleggjum yfirleitt hveija ferð sérstaklega en bjóðum líka fyrirfram ákveðnar ferðir sem hægt er að skoða á heimasiðu okkar www.sportto- urs.is“. Að sögn Marinós eru þeir alltaf með augun opin fyrir nýjungmn. „Þessa dagana emm við tU dæmis að kanna möguleika á sérstökum marímó skoðunarferðum á Mý- vatni, en marímó er þömngur sem kallast kúluskítur á íslensku. Hug- myndin er að geta sýnt hann í gegnum ísinn því kúluskitur er einstakt fyrirbæri sem þekkist í Mývatni og einu vatni i Japan, svo ég viti til. Japanar eru búnir að koma upp miklum ferðamannaiðn- aði í kringum kúluskítinn, eða marímó eins og ég kýs að kalla þömnginn, og þar i landi er hald- inn sérstök marímó-hátíð og við ætlum að reyna slíkt hið sama. Málið er reyndar enn í skoðun og á langtímaáætlum.“ í lokin má geta þess að Sport- ferðir standa fyrir stærsta vél- sleðamóti sem haldið er á landinu, svonefndu snowcrossi. Keppnin nýtur mikilla vinsælda og Marinó segir að þátttakendum fjölgi með hverju ári. -Kip Reykjavík Guesthouse er lítil og metnaðarfull kvikmynd um tvo ein- staklinga, annar er einrænn gisti- húseigandi sem nýbúinn er að missa foður sinn. Hann vill hafna þjóðfé- laginu og fá að vera í friði í sinni einangmn. Hinn er níu ára skóla- drengur sem skólafélagarnir hafna. Leiðir þessara einstaklinga liggja SEiman og finna þeir huggun hvor hjá öðram og bindast vináttuböndum. Það er þó ekki þar með sagt að þeir fái að vera í friði fyrir öðrnrn. Fleiri einstaklingar koma við sögu sem róta til í tilveru þeirra á einn eða annan hátt. Gistihúseigandinn Jóhann (Hilmir Snær Guðnason) missir fótanna í til- verunni þegar faðir hans deyr. Hann hafði verið undir hans forsjá allt sitt lif og út frá minningum má reikna með að á milli þeirra hafi verið órjúfanleg tengsl vináttu og haturs. Jóhann erfir gistihús eftir föður sinn og í upphafi gerum við okkur grein fyrir því að ekki er allt eins og á að vera. Jóhann svarar öllum fyrir- spumum um gistingu með því að segja að allt sé fullt, þótt enginn sé gesturinn. Við hliðina á gistihúsinu er City Hótel og þar á bæ vfija menn stækka og kaupa gistihúsið. Jóhann vill ekki selja þrátt fyrir gylliboð og má segja að í viðskiptum hans viö hótelstjórann komi best fram hversu einangraður, einmana og einrænn Jóhann er. Finnur (Stefán Eiríksson) býr hjá ömmu sinni sem er ekki fær um að hugsa um barnið. Móðir hans lét sig hverfa til Ameríku og skildi barnið eftir hjá ömmunni. Faðirinn hefur aldrei verið til í líf Finns. Amman á í mesta basli með sjálfa sig, helst ekki í vinnu, drekkur og rembist við að halda sér ungri. Auk þess sem heimilisástæður Finns eru bágborn- ar er honum strítt af skólafélögum sinum. Það er Jóhann sem eitt sinn bjargar honum frá þeim og upp frá því verða þeir perluvinir. Og í brengluðum hugsanagangi Jóhanns er fljótt ljóst að hann vill ganga drengnum í fóðurstað. Frá höfunda hendi em Jóhann og Finnur skýrir persónuleikar. Og þar sem auðveldara er að átta sig á Finni þá virkar hann meira sannfærandi. Ofan í Jóhann er kafað, en þó varla nógu djúpt til að fá skýra mynd af því hvað farið hefur úrskeiðis hjá honum. Þegar þeir em saman er eins og lifni yfir þeim báðum og er þessi samkennd þeirra á milli aðal mynd- arinnar og það sem best er mmið. Hilmir Snær Guðnason er góður í hlutverki Jóhanns. Hann nær vel að sýna persónu sem veit ekki hvert á að fara og samlagast ekki. Stefán Ei- ríksson sýnir þroskaðan leik í hlut- verki Finns. Hann er hrifinn af þess- um nýja vini sínum en um leið var- kár. Samleikur þeirra Hilmis og Stef- áns er sérlega góður. í Reykjavík Guesthouse er mikið um nærmyndir í sögusviði sem er þröngt. Myndin gerist á Ránargöt- unni og í næsta nágrenni og er aldrei farið austur fyrir læk. Sagan ristir ekki eins djúpt og persónurnar og einfaldleiki í framsetningu gerir það stundum að verkiun að myndin verður langdregin. Eins og við má búast er minna lagt í hliðarpersón- ur, það er helst að amman gefi eitt- hvað af sjálfri sér. Þeir tveir gestir sem á hótelinu búa eiga að létta and- rúmsloftiö en verða að mestu til trafala. Vandræðalegust er þó inn- koma Margrétar Vilhjálmsdóttur í hlutverki þjónustustúlkunnar sem leitar ásjár hjá Jóhanni. Þjónustu- stúlkan er dæmi um aðskotahlut sem engan tilgang hefur og dregur frekar niður dampinn í sögunni en lyftir henni upp. Reykjavík Guesthouse, sem hefur undirtitilinn - rent a bike, er á mælikvarða kvikmynda lítið til- raunaverkefni ungs fólks sem heppnast bærilega þegar á heildina er litið. Leikstjóramir Unnur Ösp Stefánsdóttir og Bjöm Thors og kvikmyndatökumaðurinn Börkur Sigþórsson eru að feta sig áfram, sýna á stundum góð og skapandi vinnubrögð og eiga örugglega með timanum eftir að láta til sín taka. Leikstjórar: Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors. Handrit: Björn Thors, Börkur Sigþórsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Kvikmyndataka: Börkur Sigþórsson. Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir. Leik- mynd og búningar: Sigrún Birna Þrastar- dóttir. Tónlist: Daníel Bjarnason. Aöal- leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Stefán Eiríksson og Kristbjörg Kjeld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.