Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 Erlendur Einarsson DV Erlendur Elnarsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga 1955-86. Sem forstjóri Sambandsins var Erlendur einn áhrifamesti forystumaöur í íslensku viöskipta- og athafnalífi um þriggja áratuga skeiö. íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára________________________ Sólrún Hannibalsdóttir, Hátúni 10a, Reykjavík. 80 ára________________________ HJálmtýr Hrómundsson, Dalbraut 14, Bíldudal. Jóhanna Jónsdóttir, Klyfjaseli 8, Reykjavík. Slgurbjörn M. Sigmarsson, Háukinn 3, Hafnarfiröi. 75 ára________________________ Jón Svelnsson, Reyni, Vestur-Skaftafellssýslu. Ósk Ingibjörg Eiríksdóttir, Hamraborg 18, Kópavogi. ?0 ára________________________ Árni Brynjólfsson, Einholti 6e, Akureyri. Árni Jóhannsson, Teigi 2, Rangárvallasýslu. Guöbrandur S. Guðbrandsson, Hvanneyrarbraut 64, Siglufirði. Guöfinna Hannesdóttir, Ránargötu 34, Reykjavík. Halla E. Stefánsdóttir, Blikahöföa 3, Mosfellsbæ. Sólveig Magnúsdóttir, Meistaravöllum 7, Reykjavík. 60 ára_______________________ Eyjólfur G. Sigurðsson, Austurbergi 8, Reykjavtk. Gunnar Gunnarsson, Sævangi 2, Hafnarfiröi. 50 ára_______________________ Aöalgeir Olgeirsson, Háholti 1, Hafnarfiröi. Áslaug Hrólfsdóttir, Grýtubakka 24, Reykjavík. Finnbogi Aöalsteinsson, Eskiholti 14, Garðabæ. Guömunda Ragnarsdóttir, Lækjartúni 20, Hólmavík. Halldóra Björnsdóttlr, Snartarstööum, Borgarf. Steinþór Óskarsson, Þrastarima 18, Selfossi. 40 ára_______________________ Árnl Knudsen, Álftamýri 54, Reykjavík. Gísli Pétur Pálmason, Vesturbergi 45, Reykjavík. Guörún Elín Guönadóttir, Tunguvegi 13, Reykjavík. Hilmar Þór Bryde, Móbergi 2, Hafnarfirði. Ólafur Jóhannes Friðriksson, Kópnesbraut 25, Hólmavík. Pétur R. Sveinþórsson, Barðavogi 32, Reykjavík. Phairoh Dana, Malarási 15, Reykjavík. Sigríður Björnsdóttir, Grundarási 19, Reykjavík. Úlfar Lúðvíksson, Rauöarárstíg 24, Reykjavík. Víklngur A. Erlendsson, Háholti 1, Hafnarfirði. fyrrum forstjóri SÍS Erlendur Einarsson, fyrrv. for- stjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, Kirkjusandi 3, Reykja- vik, lést á Landakotsspítala mánu- daginn 18.3. sl. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 27.3. Starfsferill Erlendur fæddist í Vik í Mýrdal 30.3. 1921 og ólst þar upp til tvítugs. Hann var í bama- og unglingaskóla í Vík, stundaði nám við Samvinnu- skólann í Reykjavík 1939-41, stund- aði bankanám í New York 1944-45 við National Citybank of NY (nú Citibank) og American Institute of banking, stundaði vátrygginganám á vegum CIS Manchester og Lloyds í London 1946 og námi í Harvard Business School í Bandaríkjunum 1952. Erlendur starfaði við Kaupfélag Skaftfellinga í Vík 1936-41, við Landsbankann 1942-46. Hann hóf störf hjá SÍS 1946, vann að stofnun og varð framkvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga það ár, var ráðinn forstjóri SÍS í ársbyijun 1955 og gegndi því starfi til 1986 er hann lét af störfum vegna aldurs. Erlendur var stjómarformaður Samvinnutrygginga 1955-88, í mið- stjóm Alþjóða Samvinnusambands- ins 1955-93, í stjóm norræna sam- vinnusambandsins 1955-87 og vara- formaður þess 1983-86, í stjóm Nor- ræna útflutningssambandsins 1955-87, stjómarformaður Lifeyris- sjóðs SÍS, (síðar Samvinnulífeyris- sjóðsins) 1955-86, stjómarformaður Regins hf. 1955-86, Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum 1955-86 og í Bretlandi 1980-87, beitti sér fyrir stofnun Osta- og smjörsöl- unnar og stjómarformaður hennar frá stofnun 1958-88, var einn af frumkvöðlum aö stofnun og sat í stjórn Samvinnusparisjóðsins 1954-62, og stjórnarformaður frá 1955 og síðan í stjóm Samvinnu- bankans 1962-87, beitti sér fyrir stofnun og var stjórnarformaður Samvinnuferða frá 1975 og síðan í stjóm Samvinnuferða-Landsýnar frá 1987, í stjóm Bréfaskóla SÍS og ASÍ þar til skólinn varð eign fleiri aðila, stjómarformaður eignarleigu- félagsins Lindar hf. frá stofnun 1986-89, I miðstjóm Framsóknar- flokksins 1955-86 og I framkvæmda- stjóm um árabil til 1985, í stjóm Krabbameinsfélags íslands 1955-90 og þá kjörinn í stjóm visindaráðs KÍ og formaður stjómar Rannsókn- ar- og tæknisjóðs leitarsviðs KÍ, í stjóm Alþjóðasamvinnubankans í Basel 1984-88, í stjóm íslandsnefnd- ar Alþjóðaverslunarráðsins 1983- -90, í nefnd dr. Pehrs G. Gyllen- hammars, aðalforstjóra Volvo, um aukna efnahagssamvinnu Norður- landa 1984-85 og í stjóm Norrænu iðnþróunarstofnunarinnar frá stofn- un 1986-93, var fulltrúi íslensku samvinnuhreyfmgarinnar á öllum þingum Alþjóðasamvinnusam- bandsins ICA 1948-93, varaformað- ur fiskimálanefndar ICA 1976-93, í stjóm Þróunarfélags íslands frá 1989-91, í stjóm Almenna bókafé- lagsins um árabil til 1989, í stjóm Landakotsspítala 1976-92, fulltrúi á Intemational Industial Conference í San Francisco 1977-85, í fulltrúaráði Samtaka um byggingu tónlistarhúss frá stofhun og í stjóm samtakanna um árabil og forgöngumaður um stofnun JC-hreyfingarinnar á ís- landi 1960. Erlendur ritaði fjölda greina í ís- lensk og erlend dagblöð og tímarit. Æviminningar hans, Staðið í ströngu, ritaðar af Kjartani Stefáns- syni, komu út 1991. Erlendur var sæmdur stórridd- arakrossi íslensku fálkaoröunnar, riddarakrossi með stjömu, finnsku lejonorðunnar og heiðursmerki ÍSÍ. Fjölskylda Erlendur kvæntist 13.4. 1946 Mar- gréti Helgadóttur, f. 13.8. 1922, hús- frú. Hún er dóttir Helga Jónssonar, f. 29.4. 1894, d. 22.5. 1949, bónda í Seglbúðum í Landbroti, og Gyðríðar Pálsdóttur frá Þykkvabæ í Land- broti, f. 12.3. 1897, d. 15.5. 1994, hús- freyju. Böm Erlends og Margrétar em Helga, f. 5.12. 1949, meinatæknir í Reykjavík, gift Sigurði Ámasyni lækni og eiga þau þrjú böm; Edda, f. 31.12. 1950, píanóleikari í París, gift Olivier Manoury tónlistar- manni og eiga þau einn son; Einar, f. 15.5. 1954, ljósmyndafræðingur, kvæntur Ástu Halldórsdóttur fata- hönnuði og eiga þau fjórar dætur. Systur Erlends: Steinunn Fink, f. 29.12. 1924, fyrrv. yfirhjúkrunar- kona í Kalifomíu, gift Aibert Fink lækni; Erla, f. 4.3. 1930, fyrrv. íþróttakennari og skrifstofumaður á Sauðárkróki, gift Gísla Felixsyni, fyrrv. rekstrarstjóra Vegagerðar rikisins. Uppeldisbróðir og bræðrungur Erlends var Bjöm Bergsteinn Björnsson, f. 3.10.1918, d. 26.11. 1986, var kvæntur Ólöfu Helgadóttur frá Seglbúðum í Landbroti. Foreldrar Erlends: Einar Erlends- son, f. 1.2. 1895, d. 1987, skrifstofu- maður, og k.h., Þorgerður Jónsdótt- ir, f. 20.1.1897, húsfrú. Ætt Einar var sonur Erlends, smiðs í Vík i Mýrdal, Bjömssonar, b. á Dyr- hólum, bróður Þuríðar, langömmu Bergsteins, fyrrv. brunamálastjóra, og Lúðvíks hrl. Gizurarsona og Ólafs G. Einarssonar, fyrrv. ráð- herra. Móðir Erlends var Ólöf Þor- steinsdóttir, b. í Eystri-Sólheimum, Þorsteinssonar, bróður Finns, langafa Péturs Guðfmnssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra Ríkissjón- varpsins, og afa Lámsar, afa Er- lends Lámssonar, forstöðumanns Tryggingaeftirlits ríkisins. Móðir Einars Erlendssonar var Ragnhildur, systir Þórunnar, ömmu Jóns Þórs Þórhallssonar forstjóra. Ragnhildur var dóttir Gísla, b. í Norður-Götu, Einarssonar, bróður Jóns á Fossi, föður Eldeyjar-Hjalta, afa Hjalta Geirs Kristjánssonar for- stjóra, fóður Ragnhildar, deildar- stjóra í samgönguráðuneytinu og Vigdísar sjónvarpsfréttamanns. Moðir Ragnhildar var Sigríður Tómasdóttir frá Varmahlíð. Þorgerður var dóttir Jóns, smiðs í Höfðabrekku, Brynjólfssonar, b. á Litlu-Heiði, Guðmundssonar. Móðir Brynjólfs var Guðrún Hallgríms- dóttir, systir Helgu, ömmu Þor- steins Erlingssonar skálds. Móðir Guðrúnar var Guðrún Ögmunds- dóttir, systir Sæmundar, fóður Tómasar Fjölnismanns. Móðir Þorgerðar var Rannveig Einarsdóttir, oddvita á Strönd í Meðallandi, Einarssonar, og Rann- veigar Magnúsdóttur. BU.,lill.UA.I„Hi.lMBSL&> •_. | Rósa Rögnvaldsdóttir húsmóðir á Akureyri Rósa Rögnvaldsdóttir húsmóðir, Hamarstíg 12, Akureyri, varð átta- tiu og fimm ára í gær. Starfsferill Rósa fæddist I Málmey á Skaga- firði en ólst upp í Litlu-Brekku á Höfðaströnd. Rósa fór í vist á unglingsárunum og var vinnukona á ýmsum bæjum í Skagafirðinum og í Eyjafirði. Þá var hún um skeið við síldarsöltun á Siglufirði á árunum 1939-42. Auk þess starfaði hún lengi í frystihúsi hjá Útgerðarfélagi Akureyringa á Akureyri eða um fimmtán ára skeið. Fjölskylda Eiginmaður Rósu er Hans Peder- sen, f. á Norður-Jótlandi 12.12.1908, en kom til íslands 1932, iðnverka- maður. Foreldrar hans voru Kristi- an Blichsted Pedersen, smiður og b. á Norður-Jótlandi, og María Boletta, f. Jakobsen, húsmóðir. Dætur Rósu og Hans eru Ragna, f. 3.1. 1938, húsmóðir á Akureyri, gift Sveini Þorbergssyni, verkamanni og fyrrv. b. á Syðri-Reistará, og eiga þau tvær dætur; Hildur María, f. 20.2.1952, húsmóðir á Akureyri, gift Guðmundi Ármanni, listmálara og kennara, og eiga þau fimm böm. Rósa átti ellefu systkini en hún á nú fimm systkini á lífi. Systkini hennar: Þóranna húsmóðir, lengst af á Hjalteyri, látin; Sigurður, vél- stjóri á Húsavik, nú látinn; Matthí- as vélstjóri, fórst með Heklu á stríðsárunum; Páll, dó ungur; Rögn- valdur vélstjóri, lengst af á Siglu- firði, síðar í Reykjavík, látinn; Jón, lengst af kokkur á skipum, búsettur á Siglufirði; Steinunn, dó á fyrsta ári; Sigrún, nú látin, húsmóðir á Húsavík; Steinunn, húsmóðir á Siglufirði; Kristján, nú látinn, tog- araskipstjóri og síðar hafnarvörður á Siglufirði; Ari, starfsmaður hjá Hitaveitu Akureyrar. Foreldrar Rósu voru Rögnvaldur Sigurðsson, f. 1888, d. 1934, sjómað- ur á Litlu-Brekku á Höföaströnd, og kona hans, Guðný Guönadóttir, f. 1891, d. 1981, húsmóöir. Ætt Rögnvaldur var sonur Sigurðar, b. í Hólakoti á Höfðaströnd, bróður Lofts, fóður Jóns, framkvæmda- stjóra i Reykjavík, afa Jóns L. Áma- sonar stórmeistara, en annar sonur Lofts var Pálmi, forstjóri Skipaút- gerðar ríkisins, afi Más Gunnars- sonar, starfsmannastjóra Flugleiða. Sigurður var sonur Jóns, b. á Hóli í Svarfaðardal, Jónssonar, b. á Hóli, Jónssonar, bróður Arnbjargar, langömmu Einars Olgeirssonar alþm. Móðir Lofts var Gunnhildur, systir Jóns á Jarðbrú, afa Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS. Gunn- hildur var dóttir Hallgríms, b. á Stóm-Hámundarstöðum, bróður Þorláks, langafa Bjöms Th. Bjöms- sonar. Hallgrimur var sonur Hall- gríms, b. á Stóru-Hámimdarstöðum, Þorlákssonar, b. og dbrm. á Skriðu í Hörgárdal, Hallgrímssonar. Móðir Rögnvalds var Guðlaug Þorsteins- dóttir frá Skáldalæk í Svarfaðardal. Guðný var dóttir Guðna Jónsssonar, b. á Heiði í Sléttuhlið, og Kristínar Jónsdóttur. Svelnn Þormóösson blaöaljósmyndari, Ásgaröi 7, Reykjavík, lést á Landspítal- anum, Fossvogi, þriöjud. 26.3. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 5.4. kl. 10.30. Hildur Einarsdóttir, Digranesvegi 56, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítal- ans í Kópavogi mánud. 25.3. Jónína Þorgelrsdóttir, Kúrlandi 12, Reykjavík, lést á Landspítala háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi þriöjud. 19.3. Út- förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Slgríður Halldórsdóttir frá Fögrubrekku í Hrútafiröi, Lönguhlíð 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum viö Hringbraut miðvikud. 27.3. Guðrún Árnadóttir, Efri-Ey I, Meöallandi, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhól- um mánud. 25.3. Gyða Guðmundsdóttir frá Patreksfiröi, lést í Tromsö, Noregi, laugard. 23.3. Haraldur Jóhannsson hagfræöingur, Mánagötu 11, Reykjavík, lést mánud. 18.3. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey. ■ÆBEEEŒ31 Jósef Ingvarsson, Efstasundi 13, Reykjavík, áöur Grænuhliö, Glerárþorpi, veröur jarösettur frá Glerárkirkju, Akur- eyri, þriðjud. 2.4. kl. 14.00. Útför Ingigerðar Salóme Guöbrands- dóttur fer fram frá Fossvogskirkju þriðjud. 2.4. kl. 10.30. Þorbjörg Jónsdóttlr, Grandavegi 47, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjud. 2.4. kl. 13.30. Útför Guðrúnar Páisdóttur frá Höföa, Blómvallagötu 13, fer fram frá Dómkirkjunni þriöjud. 2.4. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.