Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 I>V Sharon lýsti yfir stríði gegn hryðjuverkamönnum: ísraelar skýla sér bak við saklausa borgara - segir yfirmaður palestínsku öryggissveitanna REUTERSMYND Kamal Kharrazi Utanríkisráöherra írans hafnar ásök- unum frá Washington. íranar vísa ásök- unum Kana á bug írönsk stjórnvöld vlsa á bug ásök- unum ráöamanna 1 Washington um að þau styöji viö bakið á þeim sem stunda hryðjuverkaárásir á Vestur- bakkanum. Kamal Kharrazi, utanríkisráð- herra írans, sagði í morgun að Palestínumenn sem gerðu sjálfs- morðsárásir væru með því að berj- ast gegn hernámi ísraela. Donald Rumsfeld, landvamaráð- herra Bandarikjanna, sagði í gær að íranar, írakar og Sýrlendingar styddu hryðjuverkamennina sem kyntu undir ófriðarbálinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Israelskar skriðdrekasveith' réðust í bítið í morgun með geltandi byssum inn í bæinn Bethlehem á Vesturbakk- anum og höfðu þegar síðast fréttist komið sér fyrir í nágrenni fæðingar- kirkjunnar. Að sögn talsmanna hers- ins var innrásin gerð til að hafa hend- ur í hári meintra hryðjuverkamanna sem hreiðrað hafa um sig í bænum. Á sama tima hafa hersveitir Israela í öðrum bæjum á svæðinu haft hægt um sig í leitinni að meintum hryðju- verkamönnum, en þó heyrðust skot- hvellir og sprengingar í nágrenni höf- uðstöðva palestínsku öryggissveit- anna í Ramallah. Að sögn talsmanna hersins var þar leitað allt að fimmtíu meintra foringja hryðjuverkasveita Palestínumanna sem staðið hafa að skipulagningu sjálfsmorðsárásanna á undanfomum dögum. ísraelska útvarpið sagði frá því í morgun að fyrirhugaðar væru friðar- viðræður í höfuðstöðvum palestínsku öryggissveitanna í dag, en á sama tíma segir Jibril Rajoub, yfirmaður öryggissveitanna, í simaviðtali við Reuters, að ísraelar haldi upp árásum á höfuðstöðvamar sínar þar sem um fjögur hundruð manns hafa leitað skjóls innandyra. Hann sagði að ísra- elar notuðu þyrlur og skriðdreka til árásanna og skýldu sér bak við sak- lausa borgara. „Við munum aldrei gefast upp,“ sagði Rajoub. Að sögn talsmanna ísraelska hers- ins er árásunum á höfðuðstöðvar Rajoubs ekki beint gegn honum eða mönnum hans, heldur gegn hryðju- verkamönnum sem felast þar í skjóli öryggissveitanna. „Við ætlum okkur ekki að skaða Rajoub," sagði einn talsmanna ísraelska hersins sem um helgina hefur handtekið allt að 700 grunaða hryðjuverkamenn, eða frá því að ráðist var inn í Ramallah á fóstudaginn. Þá bárust fréttir af þvi að leit stæði yfir í bænum Qalqilya og að skrið- drekar væru á leið inn í bæinn Tul- karm. Israelski herinn hefur lýst bæði Bethlehem og Ramallah sem lokuðum átakasvæðum og fréttamönnum var vísað burt úr báðum bæjunum. Samtímis hefur Yasser Arafat verið innilokaður á skrifstofu sinni í bænum ásamt helstu aðstoðar- mönnum sínum og nokkrum frönskum friðarsinnum síðan á fóstudag, eftir að Ariel Sharon sagði hryðjuverkamönnum strið á hendur eftir síendurteknar sjálfsmorðsárásir á ísraelska borgara síðustu daga. Shimon Peres, utanrikisráðherra ísraels, sagði í útvarpsviðtali í morg- un að hann ætti von á því að aðgerðunum yrði haldið áfram næstu tvær til þrjár vikumar. „Ætlunin er ekki að hertaka svæðið heldur erum við að elta uppi hryðjuverkamenn," sagði Peres. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um afgreiðslur borgarráðs Reykjavíkur á deiliskipulagsáætlunum í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýstar afgreiðslur borgarráðs Reykjavíkur eftirtöldum deiliskipulagsáætlunum. Skúlagötusvæði, stjórnarráðsreitur, deiliskipulag. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 4. septembfer 2001 nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem afmarkast af Skúlagötu, Klapparstíg, Lindargötu og Ingólfsstræti. Skipulagsáætlunin var samþykkt með nokkrum breytingum þar sem komið var til móts við athuga- semdir sem bárust við kynningu hennar. Athuga- semdaaðilum hefur verið send umsögn um athuga- semdirnar og þær breytingar sem gerðar voru á tillögunni. Auglýsing um gildistöku skipulagsáætlunarinnar birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. febrúar sl. Skeifan, Fen, deiliskipulag. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 6. nóvember 2001 nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem afmarkast af Suðurlandsbraut, Skeiðavogi, Miklubraut og Grensás- vegi. Skipulagsáætlunin var samþykkt með nokkrum breytingum þar sem komið var til móts við athugasemdir sem bárust við kynningu hennar. Athugasemdaaðilum hefur verið send umsögn um athugasemdirnar og þær breytingar sem gerðar voru á tillögunni. Auglýsing um gildistöku skipulagsáætlunarinnar birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. desember 2001. Suðurlandsbraut 18-28 og Ármúli 15-27. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 21. ágúst 2001 nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 18-28 við Suðurlandsbraut og 15-27 við Ármúla. Skipulagsáætlunin var samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu. Ein athugasemd barst við kynningu tillögunnar og hefur athugasemdaaðila verið send umsögn um hana. Auglýsing um gildistöku skipulagsáætlunarinnar birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. febrúar 2002. Nánari upplýsingar eða gögn um framangreindar skipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er hægt að nálgast á skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs að Borgartúni 3, Reykjavík. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavík, 27. mars 2002. Palestínskt stúlkubarn syrglr föður slnn Þessi mynd lýsir vel ástandinu fyrir botni Miöjaröarhafs. Ung dóttir palestínsks byssumanns, sem skotinn var til bana eftir árás á ísraelska landnemabyggö á Gazasvæöinu, fylgir fööur sínum til grafar íklædd skæruliöabúningi meö handsprengju hangandi um hálsinn. Hvita husið og Kofi Annan ekki einhuga Svo virðist sem ágreiningur sé kominn upp milli Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, og Hvíta hússins um hvort vopnahlé þurfi að ganga í gildi áður en ísraelar geti kallað hersveitir sínar burt frá bækistöðvum Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, í Ramallah. Annan, sem óttast að ástandið eigi enn eftir að versna, hvatti full- trúa í Öryggisráði SÞ til að beita deilendur þrýstingi áður en allt færi úr böndunum. Hann sagði að aðeins íhlutun þriðja aðila gæti unnið bug á þeirri tortryggni sem nú ríkir milli ísraela og Palestínumanna. Yfirlýsing Annans kom í kjölfar maraþonfvmdar Öryggisráðsins um helgina þar sem samþykkt var ályktun sem hvetur til raunverulegs vopnahlés og brottflutning ísrael- skra hermanna frá borgum Palest- ínumanna, þar á meðal frá Ram- allah. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, virtist hins vegar túlka ályktunina á þann veg að koma yrði á vopnahléi áður en brottflutningur- inn gæti farið fram. Þar er Fleischer einnig í andstöðu við túlkun banda- ríska utanríkisráðuneytisins á ályktuninni. Fleischer benti á í gær að talað væri um vopnahléið í fyrstu máls- grein ályktunarinnar og það væri í samræmi við hugmyndir Bush for- seta um hvaö gera þurfi til að friður komist á. Annan sagði aftur á móti við fréttamenn að einn þáttur ályktun- arinnar væri ekki öðrum æöri og að þar væri aðgerðum ekki raðað upp í ákveðna tímaröð. EBK Úkraínumenn gagnrýndir Bandarísk stjórn- völd hafa gagnrýnt stjórn Leoníds Kút- sjma í Úkraínu fyr- ir framgöngu henn- ar i þingkosningun- um þar um helgina, án þess þó að ganga svo langt að segja að kosningarnar hafi verið ósann- gjamar. Bandamönnum Kútsjma tókst ekki að tryggja sér hreinan meirihluta á þinginu. Fundu vopn al-Qaeda AfgEmskir hermenn sem starfa með bandarískum hermönnum og bandamönnum í Afganistan hafa fundið vopnageymslu sem tilheyrði al-Qaeda hryðjuverkasveitunum. Olíuvopnið varasamt Nokkur múslimaríki í samtökum olíuframleiðsluríkja hafa tekið held- ur fálega tillögmn íraka um að beita olíunni sem vopni gegn ríkjum sem styðja ísrael. Hert öryggisgæsla Frönsk stjómvöld ætla að herða mjög alla öryggisgæslu við bænahús gyðinga í Frakklandi eftir að kveikt var í nokkrum bænahúsum yfir páskahelgina. Sækja minningarathöfn Jacques Chirac Frakklandsforseti og Lionel Jospin forsætisráðherra sækja í dag minningarathöfn um átta bæjarfulltrúa í Nanterre sem vom myrtir í síðustu viku. Musharraf til Kabúl forseti Pakistans, fer í »■, * j I heimsókn til Kabúl, | I höfuöborgar Afganist- Inihann mun ræða við I Hamid Karzai, forsæt- birgðastjómarinnar. Pakistanar vom áður helstu stuðn- ingsmenn hinnar illræmdu tali- banastjómar í Afganistan. Sex létust í hótelhruni Sex Pólverjar týndu lífi þegar fjögurra hæða hótel í tékknesku borginni Louny hrimdi í gær. Albright hvetur til dáða Madeleine Al- bright, fyrrum utan- ríkisráðherra Banda- rikjanna, hefur sleg- ist í sístækkandi hóp þeirra sem gagnrýna stefhu bandarískra stjómvalda í Mið- Austurlöndum. Al- bright hvatti Powell utanríkisráö- herra í gær tO að taka meiri beinan þátt í friðarumleitununum. Erfiðar ákvarðanir Einn æðsti maður Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sagði í gær að Argentínumenn gætu aðeins fengiö meiri aðstoð ef stjómvöld tækju erf- iðar pólitískar ákvarðanir um efna- hagsumbætur. Lestarslys í Moskvu Tugir manna slösuðust þegar far- þegalest og flutningalest rákust saman um einn kílómetra frá lestar- stöðinni í Moskvu í gærkvöld. Eng- inn lést svo vitað sé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.