Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2002, Blaðsíða 16
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 Skoðun I>V > *• * * % Spurníng dagsins Ert þú búin(n) að ráðstafa sumarfríinu þínu? Erna Fjóla Baldvinsdóttir: Ég efast um aö geta planað neitt í bili vegna fjölskylduaöstæðna. Örlygur Þór Örlygsson: Já, ég ætla aö vinna. Ágúst Ævar Gunnarsson: Þetta er of flókin spurning til að ég geti svaraö henni hér og nú. Sigríður Berndsen: Já, að nokkru leyti. Ég verð eitthvað hér á íslandi, þar sem ég bý erlend- is, og svo held ég örugglega eitthvaö suður á bóginn. Hinrik Auðunsson: Ég á ekki sumarfrí. Haraldur Davíðsson: Nei, ég er ekki búinn aö því. Hvort vilja menn Evrópu? Einhvern veginn lítur dæmið um ESB-málin og um- ræðan um þau þannig út fyrir mér, og líklega mörgum öðrum, að enn eigi eftir að þjarka daginn lang- an. Líklega verður engin niðurstaða í málinu fyrr en fylk- ingar riðlast að fullu. Það væri líka besta lausnin. í dag virðist málið komið í þann farveg að það er EES-samningurinn sem orðinn er uppistaðan í ESB- málinu og ESB-umræðunni landað til þeirra sem viðamestu vanþekk- inguna hafa. Á ég hér við þá sem minnst þekkja til sögu Evrópu af eigin raun - voru bara ekki til þeg- ar Evrópa var í fjötrum striðs cg stórræða, eins og hún var næstum allan fyrri helming síðustu aldar. - Þá var nú fjör í Evrópuumræðunni! En þá horfðu menn framan í blá- kalda alvöruna. Evrópa er enn i fjötrum á margan hátt. Það er aö visu gaman að ferð- ast um Evrópu, þar er fjörið og þar er næturlífið í blóma og veitinga- húsin á götum úti fyrir langþyrsta íslendinga og aðra sem hafa úthald- ið og greiðslukortin í lagi. En það er stutt í kveikiþræðinum. Enn eru nánast striðsátök á Balkanskagan- um og ekki nein vissa fyrir fram- haldi á sameinuðu Evrópusam- bandi. Eftir að stjómmálamennim- ir, hinn franski Mitterrand og hinn þýski Kohl, féllu úr leik (en þeir voru mjög samstæðir og nánir i framkvæmdinni um sameinaða Evr- ópu) er nánast enginn leiðtogi eftir sem hefur það bein í nefinu að halda í horfinu í þróunarferlinu. Meira að segja evran er ekki komin til aö vera gjaldmiðill í öllum ríkj- um ESB. Auðvitað er sameining Evrópu- ríkjanna gott mál og nánast lífs- „ESB eða ekki ESB fyrir ís- lendinga er tómt mál í um- rœðunni héðan af. Af inn- göngu verður aldrei og ætt- um við að þakka fyrir um- snúninginn sem er þó að verða sýnilegur.“ spursmál fyrir þau riki sem hafa náð samkomulagi um samstöðu. Evrópa án stríðsátaka var og er höf- uðmálið. Og það vissu þeir Kohl og Mitterrand manna best, þekktu stríðið sjálfir og eftirköst þess. Þeir lögðu því allt í sölumar til þess að gera ríkin fráhverf átökum um ald- ur og ævi. Heiftin blundar þó undir niðri, og nú í garð aðvífandi þjóðar- brota sem flykkst hafa tfi búsetu í Evrópulöndunum vestanverðum. ESB eða ekki ESB fyrir íslend- inga er tómt mál í umræðunni héð- an af. Af inngöngu verður aldrei og ættum við að þakka fyrir umsnún- inginn sem er þó að verða sýnileg- ur. Umleitan um inngöngu í tolla- bandalag Ameríkuríkja (NAFTA) er eina rökrétta leiðin fyrir ísland. Þar er markaður fyrir alla okkar fram- leiðslu. Þar er skjól án frelsissvipt- ingar og þar er öryggi þegar í harð- bakkann slær Evrópumegin við okkur. Við áttum heimsviðskipti við Vesturálfu á stríðárunum og varð ekki meint af. Raunar bjargaði það okkur frá því að verða innlyksa i sameinuðu konungdæmi við Dani. Hverjir em þeir Islendingar sem vilja vaða í djúpan álinn í leit að ör- yggi í Evrópusambandinu? Eru þetta hinir nýju Fjölnismenn? Em þetta vormenn íslands? Geir R. Andersen blm. skrífar: Palestína í öðru ljósi Vilhjálmur Alfreösson skrífar: Að gefnu tilefhi langar mig að ræða stuttlega ástandð í Palestínu í ööm ljósi en oft er gert hér á landi. - Árið 1943 gerðu gyðingar í Varsjá hetjulega uppreisn gegn hemámi Þjóðveija. SS-stormsveitarforingjan- um Júrgen Stoop var falið að bæla niður uppreisn þessa og án allrar miskunnar. Öllum tiltækum ráðum var beitt: SS-stormsveitum, flugvélum, stór- skotaliðum, skriðdrekum, eldvörp- um og jafnvel eiturgasi. - Eftir tæp- lega þrjá mánuði gafst þetta bless- aða fólk upp og flestir sem náðust vora umsvifalaust skotnir eða barð- „Ég er farinn að hugsa sem svo: Er SS-harkan komin í ísraelska herinn? Það ligg- ur við, sýnist mér. En sú mikla hætta gœti skapast aftur, að orð Hitlers kæmust í gagnið: Júða- undirlœgjur skal upprœta án miskunnar.““ ir til bana. Ég er farinn að hugsa sem svo: Er SS-harkan komin í ísra- elska herinn? Það liggur við, sýnist mér. En sú mikla hætta gæti skap- ast aftur, að orð Hitlers kæmust í gagnið: „Júðaundirlægjur skal upp- ræta án miskunnar“. Og hvað segja Bandaríkjamenn? Það sem skeði fyrir rúmum sex mánuðum vestanhafs kynni að vera sem svipur hjá sjón miðað við það sem kynni að ske. Og ég bendi á annað: Þögn Rússlandsforseta vek- ur mér ugg. þegar Rússar þegja þá er alvara á ferð. Þegar forseti Bandaríkjanna hrópar slagorð kynni að vera stutt í viðbrögð að austan. Þaö þyrfti þá ekki að spyija að leikslokum. - Fallegasta reiki- stjaman í sólkerfi okkar myndi hverfa í einum allsheijarblossa. Við skulum samt vona það besta. S fyrir Stefán er. Garri er ekki mikið fyrir ferðalög. Honum þykir þægilegast að sitja í hægindum heima í stofu eða í mesta lagi að ráfa rykaður um stræti miðborgarinnar. Það em mestu ævintýrin sem hann sækist eftir. Raunar hefur Garri aUtaf ver- ið svag fyrir Noregi og líklega er það vegna of- urástar ömmu hans á öUu sem þaðan kemur. „Þeir em svo vinalegir, þessir Norðmenn," var hún vön að segja þegar fréttir bárast frá þessu vogskoma landi í austri. „Svo er landið þeirra svo skógi vaxið,“ bætti hún viö. Amma Garra er, eins og margir íslendingar, haldin svokaUaðri rjóðuröfund sem er sambærUeg við reðuröfund Freuds. Lítill leikþáttur En hafi löngun tU ferðalaga bærst í brjósti Garra er hún fokin eftir aUa umfjöllunina um Gardermoen-atvikið. Reyndar skUur Garri aUs ekki hvað gerðist en gerir sér þó grein fyrir því að það var skelfilegt. Athyglisverðasta frétt ljós- vakamiðlanna um páskana var þvi að mati Garra þegar maður af holdi og blóði steig fram og sagðist hafa verið farþegi í vélinni. Þessi herramaður var enginn annar en þjóðleikhús- stjórinn Stefán Baldursson. Honum var ekki skemmt yfir þessari lífsreynslu eins og vonlegt Amma Garra var miður sin eftir að hafa horft á þessa miður skemmtUegu frétt um ferðalag leikhússtjórans. „Þetta er óskaplegt," sagði hún og beit í páskaeggið sitt, „en hvað eru menn sossum að þvælast þetta með flugvélum. Af hveiju fer fólk ekki meö Norrænu?" Það varö engu tauti komið við kerlu sem settist strax nið- ur og skrifaði nokkrar línur. „Hvað ertu að pára, amma?“ spurði Garri en gamla konan sussaði á hann en leit svo píreyg upp úr bókinni og sagði: „leikþátt, lítinn leikþátt. Ég ætla að selja Þjóð- leikhúsinu hann sem getur síðan selt Flugleiðum hann. Miklu skárra en þetta jukk sem þeir em að sýna í flugsjónvarpinu.“ Þrumá úr heiðskíru Amma sýndi Garra hluta verksins. „Ég kalla það „S fyrir Stefán“,“ sagði kella,“ og vísa þar í myndimar um Súpermann." Verkið átti að mestu að gerast í höfuðstöðvum Flugleiða í Reykjavík. Aðalsöguhetjumar vora sfjómar- menn Flugleiða sem stöðugt sitja á fundum, boröa rækjusalat og spá í heimsmálin. Eins og þruma úr heiðskíra lofti berast tíðindi um að flugvél félagsins sé í vanda yfir Sjálandi. Enginn veit hvað á að gera fyrr en Sigurður Helgason æpir: „Köllum á Stefán!" „Já, köllum á Stefán," taka hinir undir. „Ef við köllum allir í einu þá heyrir hann kannski í okkur," segir Sigurður og þeir hrópa allir í einu: „S fyrir Stefán! S fyrir Stefán!“. Næsti leikþáttur ber nafnið „Guðjón Pedersen bjargar grísnum Badda" en söguþráðurinn er ekki fullmótaður. Cjkrri Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni. Eyfíröingar meö áætlun? Eyfirsk stjórn í Vatnsmýrina Reykvikingur skrifar: I fréttum hefur komið fram að samtök nokkur norðanlands, Samtök byggingamanna í Eyjafirði, hafa gert kröfu um að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki látinn víkja, því lands- byggðin verði að geta „átt aðgang að“ eins og það er orðað, höfuðborg- inni. Ég vil mótmæla þessari gerræð- islegu kröfu byggingamanna í Eyja- firði og tel þeim ekki koma við hvemig Reykvíkingar haga sínum lóðamálum í Vatnsmýrinni eða ann- ars staðar. Annars getur vel verið að eyfirskir byggingamenn séu þarna með slóttuga áætlun. Þeir viti sem er að Reykjavíkurflugvöllur muni fara og nýr flugvöllur hugsanlega útbú- inn í nágrenninu. Næsta skref verði það að eyfirskir byggingamenn bjóð- ist til að byggja slikan flugvöll syðra. Atvinnan sé fyrir öllu. Lambakjöt of dýrt Kjartan Magnússon skrifar: Ég er ekki undrandi þótt neysla lambakjöts minnki verulega eins og nú hefur komið fram í nýlegri könn- un. Jafnvel minnkað um 30%, miðað við fyrstu tvo mánuði þessa árs, bor- ið saman við þá á fyrra ári. Verðið á dilkakjöti er einfaldlega allt of hátt og fólk leitar á önnur mið í innkaup- um sínum, jafnt eldra sem yngra. Innflutt hráefni tii matargerðar er orðið fjölbreytt og sömuleiðis ýmsir tilbúnir réttir, innlendir sem erlend- ir. Auk þess sem matreiðsla sem var í miðri viku er að færast mikið yfir á helgamar eingöngu og fólk kaupir tilbúinn mat virka daga. Þetta er mikill skaði því lambakjötið er frá- bært, en alltof, alltof dýrt. Nánast á okurverði. Verktakar og hiö opinbera Haukur Haröarson skrifar: Hálendisfranv kvæmdir. Skaöabótakröf- ur vegna frestun- ar? Umræðan sem snúist hefur meira og minna um virkjanir og ál- verksmiðjur, sem nú era ekki í sjón- máli í allra næstu framtíð, leiða hug- ann að því hvort hér verði mikil niðursveifla í at- vinnulífmu. Þótt ekki tengist t.d. virkjunarffam- *■“ kvæmdir á hálend- inu almennu atvinnulifi svona yfir- leitt, þá munu margir finna fyrir ein- hveijum samdrætti og allt kemur það við budduna. Verktakar hjá ríki og sveitarfélögum hafa um árabil notið góðs af framkvæmdum þessara aðila. Og er Reykjavíkurborg ekki undan- skilin á því sviði. Manni dettur svona rétt í hug að nú hugsi sumir þeirra sér til hreyfings um að krefja ríkið um „skaðabætur" vegna ímynd- aðs eða raunverulegs ádráttar um framkvæmdir á hálendinu, sem svo ekki verða. Ríkinu ber því að vera vel á verði gagnvart svona nokkra, og láta ekki valta yfir sig eins og oft hefúr verið raunin. Allt eru þetta peningar okkar skattborgaranna, og því ber hinu opinbera að standa fast á bremsunum. ÍJV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasí&a DV, Þverholti 11, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.