Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 17. MAI 2002 Árni Johnsen mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun: Ýmist játaði eða neit- aði ákæruatriðum - var rólegur og yfirvegaður Ami Johnsen var afar yfirvegaður og virtist hvergi brugðið þegar hann gerði grein fyrir tæplegta 30 ákæruatriðum á hendur sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Árni ýtnist játaði eða neitaði sekt en málflutningur hans var í samræmi við yfrrlýsingar hans í fjölmiðlum undanfarið. Árni mætti með lögmanni sinum í Héraðsdóm Reykja- víkur í morgun þar sem fram fór fyrsta þinghaldið í máli ríkissaksóknara gegn honum og fjórum öðrum mönnum, þeim Birni Leifs- syni, Gísla Hafliða Guð- mundssyni, Stefánssyni Tómassyni. Mennirnir Stefáni Axel og Tómasi fimm gerðu við þingfestinguna grein ^ífyrir afstöðu sinni til ákæruatriðanna - hvort hátt í þrír tugir ákæruatriða ríkissaksóknara ættu við rök að styðjast, m.ö.o. sekt eða sakleysi. Langflest ákæruatriðin eru gegn Árna. Eftir þaö metur dóm- ur í fyrsta lagi hvort réttar- höldin verði með þremur DV-MYND HILMAR ÞÓR Ámi fyrir rétti Árni Johnsen býr sig undir aö gera grein fyrir afstöðu sinni til ákæruatriða á hendur sér í Héraösdómi Reykjavíkur f morgun. dómurum eða einum og hvernig og hvenær aðal- meðferð verður háttað. Samkvæmt upplýsing- um DV er fyrirhugað að reyna að ljúka málinu fyr- ir réttarhlé í júlí. Sjálf rétt- arhöldin, með dómsyfir- heyrslum yfir ákærðu og vitnum ásamt sóknar- og varnarræðum, gætu því orðið innan fárra vikna. Síðan má búast við að dómurinn taki sér um þrjár vikur til að kveða upp dóm. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari fer með mál- ið og verður dómsformað- ur ef svo fer að hann notar heimild í lögum til að skipa tvo meðdómendur. Árna Johnsen er gefið að sök fjárdráttur, umboðs- svik, rangar skýrslur til yf- irvalda, mútuþægni í opin- beru staríi sem alþingis- maður, formaður bygging- arnefndar Þjóðleikhússins og byggingarnefndar Vest- norræna ráðsins, Bratta- hlíðarnefndar. Sakargiftir hinna mannanna eru mun minni. -Ótt DV-MYND HARI Brugöiö á leik Þaö ergreinilega kominn sumargalsi í unga fólkiö. í þaö minnsta er ekki hægt að ráða annað af þessum nemendum í Landakotsskóla sem notuðu frímínúturnar til að ærslast pínulítið hvert í óðru. Svo er spuming hversu margir vildu vera í sporum drengsins niðurlúta sem virðist þó greinilega í ein- hverjum metum hjá stúlkunum. Vextir lækka um 0,5%: Frekari lækkun talin líkleg Islandsbanki og Landsbankinn ^ hafa lækkað vexti á yfirdráttarlán- um og öðrum óverðtryggðum útlán- um um 0,5% í kjölfar vaxtalækkun- ar Seðlabankans í gær. Samkvæmt vef íslandsbanka voru yfirdráttar- vextir til einstaklinga 18,7% fyrir lækkun. Seðlabankinn lækkaði síðast vexti fyrir hálfum mánuði, þá um 0,3%. Bankinn hefur lækkaö vexti um 1,3% frá 1. apríl og um 2,1% sl. hálftár. Meginástæða lækkunarinnar nú var verðbólgumæling Hagstofunnar sem fól í sér að óvissu um kjara- samninga var eytt. Seðlabankinn segir að vænta megi frekari vaxta- lækkana á komandi mánuðum jg»hjaðni verðbólga i samræmi við spár bankans. -ÓTG NOTA ÞEIR J SLEGGJU? ) Enn er slegist í Byggðastofnun: Forstjórinn fékk aukagreiðslu - segir Kristinn H. Gunnarsson og telur deilurnar erfiðar úrlausnar Kristinn H. Gunnarsson, stjórn- arformaður Byggðastofnunar, seg- ir ekki rétt að hann hafi fengið sér- staka greiðslu frá iðnaðar- og við- skiptaráðherra vega meints álags vegna flutnings stofnunarinnar á Sauðárkrók. Það hafi verið vegna setu i lánanefnd. Hins vegar hafi forstjórinn, Theodór Arnar Bjarna- son, fengið sérstaka greiðslu vegna flutningsins. „Iðnaðarráðherra ákvað að greiða mér og varaformanni stjórnar sérstaka álagsgreiðslu vegna setu í lánanefnd fyrri hluta ársins 2001. Þá var stofnunin mjög fáliðuð og mikið álag á okkur. Hins vegar fékk forstjórinn greidda sér- staka álagsgreiðslu vegna flutnings stofnunarinnar. Hann óskaði eftir þvi við ráðuneytið sem sendi erindi til kjaranefndar sem úrskurðar um laun forsrjóra. Við ákváöum að mæla með því að kjara- nefndin úrskurðaði um þessar launa- bætur. Hann fékk því verulegar fjárhæðir þar sem talið var að hann þyrfti að vinna mun meira um nokkurra mána skeið en venja er." - Hver verður lendingin í þess- um deilumálum innan stofnunar- innar? Theodór Agnar Bjamason. „Það er góð spurning. Ég held að menn reyni að taka á þessu innan- húss eins og hægt er og greiða úr þessum flækjum. Því meira sem menn koma þó með af yfirlýsingum í fjölmiðlum, eins og forstjórinn hefur gert og hert á, þá verður auðvitað erfiðara að finna leiðina til baka. Við munum setjast yfir þetta núna en aðalatriðið er að menn geri sér grein fyrir hver hefur hvaða verk- efni innan stofnunarinnar," segir Kristinn H. Gunnarsson. Hann seg- Kristlnn H. Gunnarsson. Kostnaður á hvern sjúkling Landspítalans lækkar: Verði tekinn af fjárlögum Guðný Sverr- isdóttir, formað- ur stjórnar- nefndar Land- spítala - há- skólasjúkrahúss, segir óviðunandi að reka stofnun- ina með halla ár eftir ár en hún lýsir ánægju með þær umbæt- ur sem náðst hafa í rekstrinum. Spítalinn var rekinn með 487 milljóna króna halla í fyrra en Guðný Sverrisdóttir. rekstrarkostnaður lækkaði um 1,2% frá fyrra ári. Kosrnaður á hvern sjúkling lækkaði úr 199.000 kr. árið 2000 í kr. 195.000 áriö 2001 þrátt fyrir launahækkanir og óhagstæða gengisþróun. Guðný telur að jákvæðar breyt- ingar í rekstrinum megi þakka skipulagsbreytingum og góðu starfsfólki en hún telur að það henti ekki að hafa spítalann á föst- um fjárlögum. Hún segir að sjúkrahúsið sé að skilgreina kostnað með sérstakri greiningu og eðlilegt sé að fastur kostnaður verði ákveðin tala en að öðru leyti verði litið til höfðatölu sjúklinga." Við vitum að við get- um ekki temprað að- streymið að sjúkrahúsinu og þess vegna er svo erfitt að vera á föstum fjárlögum," sagði Guðný í samtali við DV í morgun. -BÞ Landspítalinn. ir t.d. að það sé ekki hlutverk starfsmanna að gagnrýna hluti op- inberlega sem srjórnin á að ákvarða um. Embættismenn verði bara að una ákvörðun srjórnarinn- ar þó þeir hafi hugsanlega aðra skoðun. -HKr. Útafakstur Bifreið lenti utan vegar á Stafnes- vegi við Sandgerði í nótt. Fjórir ungir menn voru í bílnum og sluppu þeir allir með minni háttar skrámur. Þeir voru allir í beltum. Ástæða útafakstursins er talin vera hraðakstur og þar með vanmat á að- stæðum. -GG Sérffræðincjar í fluguveiði Sportvörugerðin hf., Skipholt 5. s. 562 8383. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um írétt, hringdu þS í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist e&a er notaö í DV, greioast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. ViÖ tökum viö fréttaskotum ailan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.