Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 8
8 Fréttir MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 nv EINSTAKT ASKRIFTARTILBOÐ. [ tilefni af 1 5 ára útgáfuafmæli okkar, bjóðum við foreldrum að gerast áskrifendur að tímaritinu Uppeldi á sérstöku afmælistilboði. f boði er áskrift að sex blöðum, auk fjögurra þemablaða, fyrir aðeins 3.734,- kr. Þeir sem bregðast fljótt við og svara innan 10 daga, fá að auki gjöf að eigin vali. Fjögur aukablöð Frítt á hverju ári! Veldu þér gjöf... BARNAUPPELDI. Vönduð og ríkulega myndskreytt bók, uppfull af hagnýtum ráðum og leiðbeiningum. UMÖNNUN UNCBARNA. Falleg og vönduð bók sem fjallar á skýran og aðgengilegan hátt um umönnun 0-18 mánaða ungbarna. PANTAÐU NUNA www.uppeldi.is sími 570 9500 • fax 570 9501 Vertu íbeinu sambandi við fjjónustudeildir DV 5505000l DV ERAÐALNÚMERIÐ íþróttadeild 550 5880 Sigur í höfn Mikill fögnuöur greip um sig þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mætti til kosningavöku R-listans á Broadway. Æsispennandi kosninganótt í Reykjavík: Stríðsdans og rafmögnuð spenna Það er óhætt að segja að and- rúmsloftið í Ráðhúsi Reykjavíkur hafi verið rafmagnað um tiuleytið í fyrrakvöld þegar þar var beðið eftir fyrstu tölum í borgarstjómarkosn- ingunum. Blaðamenn DV komu á staðinn fáeinum mínútum fyrir lok- un kjörstaða. Þegar við komum þangað hittum við fyrir fulltrúa flokkanna sem biðu eftir að Eirikur Tómasson, formaður yfirkjörstjórn- ar, kvæði upp sannleikann og þá fannst kannski best hversu raf- mögnuð spennan var. Menn tví- stigu, horfðu upp í loftið eða í gaupnir sér eða stungu iðandi hönd- unum ofan i buxnavasana. Fáum var rótt. Prófessorinn gengur í pontu En síðan gekk virðulegur prófess- orinn og kjörstjórnarformaðurinn í pontu. Þá var klukkan sjö mínútur yfir tíu. Talin höfðu verið 22.522 at- kvæði og Reykjavíkurlistinn var að bæta við sig manni á kostnað Sjálf- stæðisflokksins. Ólafur F. Magnús- son var ekki inni í borgarstjórn, sem breyttist þó þegar leið á nóttina. Kastljósið beindist fyrst að Bimi Bjamasyni, borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins. Mikil vonbrigði og ég ber ábyrgðina, sagði Björn. Hann bar sig þrátt fyrir allt mannalega, en hélt fljótt úr húsi. Ingibjörg Sól- rún var sigurreif en tók sigrinum samt sem áður af yfirvegun. Hún dokaði við. Frammi á stigapalli kyssti hún í flassglampa ljós- myndaranna eiginmann sinn Hjör- leif Sveinbjörnsson sælan sigur- koss. Og þau brostu bæði. Andstæðingamir óskuðu borgar- stjóranum til hamingju, enda var hún að vinna sætan sigur. Ekki var annað við hæfi en árna henni allra heilla á þessum stað og stundu. Það var um klukkan ellefu um kvöldið sem Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir kom á Broadway þar sem stuðningsfólk Reykjavíkurlistans hélt sína kosningavöku. Kátínan var þar heilmikfl orðin áður, enda var ljóst að glæsUegur sigur var að vinnnast. En íognuðurinn magnað- ist að miklum mun þegar Ingibjörg og eiginmaður hennar gengu í sal- inn. í blómaregni gekk hún á svið og ávarpaði gesti. Sigur fótgönguliða „Ég er mjög stolt af þeim frambjóð- endum okkar sem hafa unnið mjög vel í þessari kosningabaráttu og munu einnig vinna vel á komandi kjörtíma- bOi við að ná fram þeim markmiðum sem við settum fram. En síðast en ekki síst er ég stolt af stuðningsfólki okkar - fótgönguliðum og hvunndags- hetjum - sem hafa verið að vinna fyr- ir okkur. Þetta er þeirra sigur,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem svo kaUaði frambjóðendur í liði sínu á sviðið - þar sem þeir síðan stigu vOlt- an striðsdans af hreinum og klárum fógnuði. -sbs Sjálfstæðismenn í sjöunda himni - í Garðabæ - framsóknarmenn bættu við sig manni Það ríkti mikO gleði á kosninga- skrifstofu framsóknarmanna í Garðabæ á laugardagskvöld þegar ljóst var að þeir höfðu fjölgað bæjar- fuUtrúum sínum úr einum í tvo. Sjálfstæðisflokkurinn hélt hins veg- ar meirihluta sínum í kosningun- um, fékk 54,2% atkvæða og fjóra bæjarfuUtrúa. Framsókn og óháðir fengu 26,6% atkvæða og 2 fufltrúa, Klappað fyrir tölunum Ásdís Halla Bragadóttir, lengst til hægri, fagnar úrslit- um kosninganna. D-listinn hélt meirihluta sínum í kosningunum, meö 54,2% atkvæöa. og G-listi Garðabæjarlistans fékk 19,2% atkvæða og einn mann kjör- inn. Einar Sveinbjömsson, oddviti framsóknarmanna, sagði i samtali við DV að úrslitin sýndu að Sjálf- stæðisflokkurinn í Garðabæ væri nánast ókleifur múr. „I þessum orðum felst engin uppgjöf. Sjálf- stæðisflokkurinn rak mjög öfluga kosningabaráttu sem skOaði árangri. Við framsóknar- menn höfum aldrei rekið eins öfluga kosningabaráttu og það skilaði þessum frábæra árangri. Ég neita þvi að kosn- ingabarátta okkar hafi verið neikvæð eins og sjálfstæðis- menn héldu fram. Ef þeir verða fyrir gagnrýni, kaUa þeir hana aUtaf ómál- efnalega," sagði Einar Sveinbjöms- son. Ásdís HaUa Braga- OV-MYNDIR HARI Sigurgleði Oddviti framsóknarmanna, Einar Sveinbjörnsson, var aö vonum ánægöur meö árangur sinna manna en Framsókn og óháðir fengu tvo menn kjörna í bæjarstjórn. dóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálf- stæðismanna, kvaðst í sjöunda himni eftir að tölur lágu fyrir. Þetta væri einn stærsti kosningasigur flokksins frá upphafi. „Við lögðum fram vandaða stefnuskrá og lofuð- um ábyrgri fjármálastjóm, og því hafa Garðbæingar augljóslega treyst," sagði Ásdís HaUa Bragadótt- ir bæjarstjóri. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.