Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 23
43 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 DV Tilvera •Klassík ■Fagotterí í Dómkirkj- unni Fagotteri er skipað fjórum fagottleikurum, Darra Mika- elssyni, Joanne Árnason, Judith Þorbergsson og Krist- ínu Mjöllu Jakobsdóttur. í kvöld leika þau í Dómkirkj- unni kl. 17 en á efnisskránni eru verk úr ýmsum áttum Evr- ópu, eftir hin nafnkunnu tón- skáld Johann Sebastian Bach, Johann Strauss, Gioacchino Rossini og Edvard Grieg, al- banann Thoma Simaku og bresku tónskáldin Edward William Elgar og Graham Wa- terhouse. Tónlistin er afar að- gengileg, ætti að henta allri fjölskyldunni • Bí ó ■Franskt Filmundur Að þessu sinni sýnir Fil- mundur eina frægustu spennu- mynd allra tíma. En það er kvikmyndin Diabolique frá 1955. Óhætt er að segja að um eina þekktustu spennumynd allra tíma sé að ræða, en hún hefur haft ómæld áhrif á spennumyndagerð síðan, ekki síst verk Alfred Hitchcock. Myndin verður sýnd í Háskóla- bíói í kvöld kl. 22.30. •Uppákomur ■Fótboltakvöld í tilefni af íslandsmótinu i knattspyrnu verður endur- tekinn í Leikhúskjallaranum leiklestur á Fótboltasögum Elísabetar Jökulsdóttur i leikgerð Elísabetar Ó. Ronaldsdóttur. Flytjendur verða Björn Jörundur Frið- björnsson, Hilmar Jónsson, Stefán Jónsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst svo kl. 20.30. Aðgangseyrir er 1000-kall en helmingi minni fyrir nema og eldri borgara. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. •Opnanir ■ Handprjónuð textílverk Hulda Jósefsdóttir opnaði um helgina sýningu á hand- prjónuðum textílverkum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, og stendur sýningin nú yfir. Hulda hefur unnið að textíl- hönnun frá 1952 með aðal- áherslu á prjón. Sýningin er opin daglega frá 15-18 en henni lýkur sunnudaginn 9. júní. ■Hollensk list í Nýlista- safninu Framlag Nýlistasafnsins til Listahátíðar 2002 er að þessu sinni sýning hollenska mynd- listarmannsins Aernout Mik. Sýningin verður i nýjum sal safnsins að Vatnsstíg 3 og stendur hún út maímánuð. Alls kyns verk verða þar til sýnis, m.a. eins konar skúlptúrar í bland við myndbönd svo úr verður heljarinnar völundarhús. Krossgáta Lárétt: 1 dvöl, 4 straum- ur, 7 útisalemi, 8 skum, 10 nöldur, 12 næöing, 13 sigling, 14 mann, 15 beita, 16 ferill, 18 óslétt, 21 kvabbir, 22 leðja, 23 spilið. Lóðrétt: 1 hrakningar, 2 henda, 3 málsvari, 4 öfug, 5 skjóta, 6 kaðall, 9 gíg, 11 hlýði, 16 hamingjusöm, 17 reyki, 19 leyfi, 20 eyktamark. Lausn neðst á síðunni. Skák Hvítur á leik! Stefán Kristjánsson vann fyrri skákina i aukakeppninni um Reykja- víkurmeistaratitilinn og Páll Agnar lagði að sjálfsögðu allt undir í seinni skákinni. En Stefán Kristjánsson reyndist vandanum vaxinn og kemur nú með glæsilega fléttu sem í raun gerir út um skákina. Næsti stórmeist- ari íslendinga þama á ferðinni? Ung- ir skákmenn hyggja á víkingaferðir í sumar sem endranær. Opna tékk- neska meistaramótið í Pardubice er orðið fastur liður. Sennilega fer um 20 manna hópur þangað! Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Páll Agnar Þórarinsson Pirc-vöm. Aukakeppni um Reykja- víkurmeistaratitilinn (2), 20.5. 2002 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. g3 c6 5. Bg2 b5 6. Rge2 a6 7. 0-0 Bb7 8. a3 Rd7 9. f4 c5 10. h3 cxd4 11. Rxd4 e5 12. Rb3 Db6+ 13. Kh2 Rgf6 14. Dd3 0-0 15. Be3 Dc7 16. Hadl Rc5 17. Dxd6 Dxd6 18. Hxd6 Rcxe4 Stöðumyndin! 19. Hxf6 Rxg3 20. Kxg3 Bxg2 21. Kxg2 Bxf6 22. Re4 Bg7 23. f5 Hfc8 24. Rbc5 a5 25. c3 b4 26. f6 BfB 27. axb4 axb4 28. cxb4 Ha2 29. HÍ2 Hb8 30. Rc3 Hal 31. Rd7 Hb7 32. RxfB KxfB 33. Bc5+ Ke8 34. He2 1-0. Lausn á krossgátu •uou oz ‘Jfl 61 ‘ÍSO Ll 'jæs gx 'iuSaS n ‘niaH 6 ‘Soj 9 ‘ejo s ‘mnusSuEj j> ‘jnoEmsjB} g ‘3i(s z ‘soa x :pajgoq 'UBiu ez ‘Jioi ZZ ‘Jigns \z ‘uijn 81 ‘gois 91 ‘uSb ex ‘SSas pi ‘uips £i ‘Sns zi ‘SSeu 01 ‘taifs 8 ‘jeuibji l ‘}soj \ ‘}sia x ipajpq Dagfari Landsleikir á uppboði Á síðustu misserum hefur út- sendingarréttur frá kappleikjum hvers konar orðið æ verðmeiri - og er í raun farinn að skipta sköpum fyrir fjárhag íþróttafé- laga. Enginn deilir um nauðsyn félaganna til að fara þessa leið til tekjuöflunar - enda óvíða annars staðar aura að hafa. Ný- lega hefur verið gengið frá sölu á útsendingarrétti í úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í sumar, en hins vegar eiga menn eftir að leiða til lykta sölu á leikjum í bikarkeppni og frá landsleikjum íslands. Er þess vænst að botn komist í viðræður þar um alveg á næstunni, það er á hvaða sjón- varpsstöð þeir leikir verða sýnd- ir. Landsleikir í knattspyrnu - rétt eins og öðrum íþróttagrein- um - eru nokkuð sem meginþorri landsmanna fylgist með og vill ekki missa af. Þetta eru leikir allrar þjóðarinnar. Fyrir því hljóta því að vera sterk rök - al- veg burtséð frá peningalegum hagsmunum íþróttafélaga - að slíkir leikir séu sýndir í opinni dagskrá í fjölmiðli sem er í sam- eign þjóðarinnar. Séu landsleikir aðeins sýndir í læstri dagskrá getur íþróttahreyflngin síður en ella skírskotað til þjóðarinnar með frasann um strákana okkar. Sem að sumu leyti er þjóðartákn, eins og Þingvellir og þjóðfáninn. Eða fjallkonan sautjánda júní. Suma hluti má hvorki né á að falbjóða á markaðstorginu, þar á meðal landsleiki. Sjálfur hef ég fullan skilning á peningalegum hagsmunum íþróttafélaganna í þessu sambandi, en velta má þá upp þeirri spurningu hvort í staðinn megi ekki fjármagna landsliðsstarf í ríkari mæli af op- inberu fé. Slíkt væri engin sóiundun, allra síst þegar við horfum til þess hversu mikilvæg- ar fyrirmyndir landsliðsmennirn- ir eru uppvaxandi æsku. Já, Hann verndar höfuð- kúpuna ef eitthvað óvasnt kemur upp á. Og þú veist aldrei hvenær ósköpin dynja Ég hef tekið eftlr því að þú ert alltaf með hjálminn, líka helma hjá þár. Myndasögur Hrollur! Komdu hérna aðeins! atfíji

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.