Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Page 4
4 Fréttir FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 DV Sala á kindakjöti dregst saman: Ríkisstyrkt framleiðsla ekki samkeppnisfær - stóraukin eftirspurn eftir svína- og alifuglakjöti 15% 12% 9% 6% 3% 0% -3% -6% -9% Framleiösla og sala helstu búvara Afurð Ár Breytíng frá fyrra ári Hlutdeild á 12 mán. Framlel&sla Alifuglakjöt 3.860.495 18,6% 16,9% Hrossakjöt 1.079.244 -8,7% 4,7% Kindakjöt 8.618.171 -11,3% 37,8% Nautgripakjöt 3.636.790 -1,2% 15,9% Svínakjöt 5.620.695 10,6% 24,6% Samtals kjöt 22.815.395 -0,4% Sala Alifuglakjöt 3.835.430 14,2% 18,8% Hrossakjöt 546.068 2% 2,7% Kindakjöt 6.725.975 j -6,3% 33,1% Nautgripakjöt 3.628.180 -0,7% 17,8% Svínakjöt 5.614.580 10,5% 27,6% Samtals kjöt 20.350.233 2,8% Breyting á kjötsölu síðustu 12 mánuði frá fyrra ári Svínakjöts- og alifuglakjötsneysla hefur stóraukist á síðustu árum í takt við hlutfallslega ört lækkandi verð gagnvart öðrum kjötvörum og fiski. Talið er að á tuttugu árum hafi raun- verð á svínakótilettum út úr búð t.d. lækkað um 60%. Þetta er þvert á þá þróun sem átt hefur sér stað 1 ríkis- styrktum sauðfjárbúskap. Þar ríkir samdráttur bæði í framleiðslu, sölu sem og eftirspum. ŒBjijlr Fréttaljós Á þessum tuttugu árum hefur neysla á svínakjöti nær fimmfaldast á hvem Islending. Hún hefur aukist úr 4 kílóum og stefnir nú í 20 kíló á mann á ári. Vömþróun hefur einnig tekið stórstígum framförum á þessum tíma. Fjölbreytnin hefur stóraukist og gæði kjötsins eru mun meiri. Verð á svínakjöti á Islandi er talið mjög sam- bærilegt við það sem gerist í ná- grannalöndunum og helstu viðmiðun- arlöndum íslendinga varðandi lifs- gæði. Þetta hafa verðkannanir stað- fest og í sumum tilfellum er jafnvel um að ræða ódýrari vöru en gerist í sjálfu svínaræktarlandinu Danmörku. „Af þessu emm við mjög stoltir," seg- ir Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svinaræktarfélags íslands. Ein skýring á lágu verði á svína- kjöti hérlendis er sögð offram- leiðsla. Hvað eftir annað hafa verið auglýstar útsölur með verði sem ekki hefur áður sést hérlendis. Er svo komið að svínakótilettur em helmingi ódýrari en t.d. ýsuflak. - Hvað veldur þessu, er eitthvað hagkvæmara að framleiða svínakjöt en t.d. nautakjöt og kindakjöt? „Svínakjötsframleiðslan er miklu hagkvæmari. Það em tveir þættir sem eru mjög mikilvægir í kjöt- framleiðslu. Það er annars vegar hvað notar þú margar fóðureining- ar, eða mörg kiló af fóðri til að framleiða hvert kiló af kjöti. Það er kannski verið að nota fjögur kíló við framleiðsluna á hverju kilói svínakjöts á meðan notuð eru á bil- inu 12 til 18 kíló af fóðri við fram- leiðslu á hverju kílói lamba- og nautakjöts. Síðan er það vinnufram- lagið sem skiptir verulegu máli. Framleiðnin er miklu hærri í svína- kjötinu." Samdráttur í kindakjöti Þegar skoðaðar eru tölur Bænda- samtaka íslands yfir framleiðslu helstu búvara í júni kemur í ljós að framleiðsluaukning er í alifugla- og svínakjötsframleiðslu en samdrátt- ur í öðrum greinum miðað við tólf mánaða tímabil. Framleiðsluaukn- ingin í svínakjötinu var 10,6%. Þá var hún 18,6% á alifuglakjöti. I nautgripakjötsframleiðslu var 1,2% samdráttur og í hrossakjöti var samdrátturinn 8,7%. Langmesti framleiðslusamdrátturinn var hins vegar í kindakjötinu eða 11,3%. Af rúmlega 22.800 tonna heildarfram- leiðslu kjöts á tólf mánaða tímabili var hlutdeild alifuglakjöts 16,9%, svínakjöts 24,6%, hrossakjöts 4,7%, nautgripakjöts 15,9% og kindakjöts 37,8%. Ekki samkeppnisfær Athygli vekur að þrátt fyrir að mest sé enn framleitt af kindakjöti virðist það ekki skila sér inn á borð neytenda í formi lægra verðs í lík- ingu við það sem gerist í svínakjöt- inu. Er þetta enn athyglisverðara í ljósi þess að kindakjötsframleiðslan er styrkt af stjórnvöldum en svína- og alifuglaframleiðslan ekki. Miðað við tólf mánaða tímabil hefur svína- kjötssalan aukist um 10,5% og salan á alifuglakjöti hefur aukist um 14,2%. Þá hefur orðið 2% aukning á sölu hrossakjöts á þessu timabili, en nautakjötssalan stendur því sem næst í stað, en hefur þó minnkað um 0,7%. Þrátt fyrir mestu fram- leiðsluna í kindakjötinu og þrátt fyrir alla ríkisstyrkina virðist það ekki geta keppt við svína- og kjúklingakjötsframleiðsluna sem nýtur engra styrkja. Endurspeglast þetta greinilega í sölutölum, en þar er mestur samdráttur í sölu kinda- kjöts á tólf mánaða tímabili, eða 6,3%. I júní, sem er allajafna einn mesti grillmánuður landsmanna, var samdráttur í kindakjötssölunni um heil 14,5% á meðan söluaukning var á öllum öðrum kjöttegundum, m.a. um 8,1% í sölu svínakjöts. Vinsældir dvína Svínakjötið saxar óðum á það for- skot sem kindakjötið hefur haft í gegnum tíðina sem mest selda kjöt- ið í landinu. Af rúmlega 20 þúsund tonnum af kjöti sem framleitt var á tólf mánaða tímabili voru rúmlega 6.700 tonn seld af kindakjöti, eða 33,1% af heildarsölunni og rúmlega 5.600 tonn af svínakjöti eða 27,6% af heildarsölu á kjöti. Nær allt svína- og alifuglakjötið var selt, en um 2.000 tonn af kindakjöti eru í afgang af framleiðslu þessara tólf mánaða. Þá voru einnig óseld um 500 tonn af hrossakjöti. Vilhelm Þorsteinsson EA gerði mettúr á síld norður undir Svalbarða: Markaður fyrir fryst síldarflök hríðfallinn Verð frystra síldarflaka á Póllands- marki fer nú mjög lækkandi, sala hefur orðið umtalsvert tregari, og svo virðist sem mikið magn inn á markað með háu verði hafi einfald- lega sprengt hann. Jón Helgason á skrifstofu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Þránd- heimi segir að SH hafi aðallega verið að selja heilfrysta síld inn á Rúss- landsmarkað en lítið af síldarflökum sem aðallega hafi farið inn á Pól- landsmarkað. Verðmunur á heilfrystri síld á Rússlandsmarkað og frystum síldarflökum til Póllands er gríðarlegur en síldarflökin hafa selst í Noregi á 12 kr/kg á meðan heilfrysta sildin fer á 7 kr/kg, eða 134 krónur íslenskar á móti 78 krónum. „Pólski markaðurinn er nánast dauð- ur og ég veit að norskir framleiðendur eru mjög svartsýnir á framhald á sölu Vllhelm Þorsteinsson EA Landab er nú í Sortland í Noröur- Noregi og annab skip Samherja, Þor- steinn EA-810, er einnig í síldar- frystingu á sömu slóöum og iandabi einnig á mánudag í Sortiand. heilfrystrar síldar til Póllands. Þeir eru að selja á sömu markaði og íslendingar. Verðið var orðið of hátt svo það hríðféll. Nú eru menn að reyna að selja þangað á 7 til 8 krónur norskar. Verðið á síldinni var í vetur um 880 dollarar, eða um 7 krónur, svo þama er óvænt að verða verðjöfnuður á milli rússneska og pólska markaðarins þrátt fyrir að flökin séu miklu verðmætari en nýting sílriar við flökun er um 50%. Nú er heitt í Pól- landi og ekki mjög auðvelt að selja síld- ina. Ástandið er því ekki vænlegt," seg- ir Jón Helgason í Þrándheimi. Mesta aflaverðmæti Samherjaskipið Vilhelm Þorsteins- son EA-11 gerði nýlega mjög góðan túr á síld norður undir Svalbarða og landaði um 1000 tonnum eftir 20 daga útihald. Verðmæti aflans er samkvæmt því um 112 milljónir islenskra króna sam- kvæmt gengi norsku krónunnar. Það mun vera mesta aflaverðmæti íslensks skips, sé miðað við úthaldsdaga. Landað er nú i Sortland i Norður-Noregi og ann- að skip Samherja, Þorsteinn EA-810, er einnig í sildarfrystingu á sömu slóðum og landaði einnig á mánudag í Sortland. Skip Samherja hafa ekki landað i Leknes við Lofoten þar sem Guðrúnu Gísladóttur KE hlekktist á og sökk síð- an. Róleg sala „Verðið er sæmilegt, það hefur verið róleg sala á frystum síldarflökum að undanförnu svo það er erfitt að spá í framhaldið. Síldin er að ganga norður á Svalbarðasvæðið og síðan snýr hún við og það er ekki vitað hvað er langt þang- að til hún birtist aftur og hvert hún fer þá. Hins vegar hefur þessi vertíð verið ágæt. Ég get nú ekki orðað það þannig að við höfum nægan kvóta þama en skipin verða þama áfram um sinn,“ seg- ir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja. -GG Málefni BÍ og SPRON: 52% andvíg sameiningu 52% almennings eru andvíg sam- einingu Búnaðarbankans og SPRON, samkvæmt símakönnun sem IMG-Gallup gerði fyrir SPRON dagana 2. til 14. júlí. 24% eru hlynnt sameiningunni og sami fjöldi tók ekki afstöðu. Ef Búnaðarbankinn eignast meirihlutann i SPRON telja 78% að SPRON verði ekki rekinn með óbreyttu sniði en aðeins 22% prósent segjast halda að SPRON verði rekinn á svipaðan hátt og áður. Rúmur helmingur almennings, eða alls 55%, er hlynntur því að breyta SPRON í hlutafélag en 25% eru andvíg. 59% eru hlynnt samein- ingu SPRON og annars fjármálafyr- irtækis, sparisjóðs eða banka, en 41% er því andvigt. Rúm 42% sögð- ust hafa orðið mikið vör við umljöll- un fjölmiðla um málið en 13% höfðu ekkert orðið vör við umfiöllunina. Tilgangur könnunarinnar var að greina áhrif umfiöllunar um yfir- tökutilboð Búnaðarbankans í SPRON á ímynd beggja fyrirtækja ásamt þvi að kanna skynjun al- mennings á umfiöllun um málið. Úrtakið var 1200 manns á aldrinum 16-75 ára, valið handahófskennt úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 59,4%. -vig Jeppi á floti niður jökulsá Hollenskur ferðamaður komst í hann krappan þegar jeppabifreið hans fór á flot í Jökulsá í Lóni. Manninum, sem er á fertugsaldri, tókst að koma sér úr bifreiðinni áður en hún flaut um 500 metra niður ána. Hann slapp ómeiddur í land en jeppinn, sem er af gerðinni Mitsubishi Pajero frá árinu 2002, er talinn ónýtur. Hollendingurinn er á ferðalagi ásamt landa sínum og hafði skilið félagann eftir í landi til þess að prófa hvort fært væri yfir jökulsána. Hann komst tilfinnanlega að raun um að hún er mjög vatnsmikil um þessar mundir. -jtr Rauði krossinn: Margir styðja hungraða Rúmlega 1.200 manns hafa hringt í söfnunarsíma Rauða kross Islands, 907 2020, og gefið þannig 1.000 krónur til hjálparstarfs á hungursvæðun- um í sunnan- verðri Afriku. Féð verður notað til að koma mat- vælum til hungr- aðra, einkum fiölskyldna sem enga fyrirvinnu hafa og til barna og alnæmissmitaðra. Ekki er að vænta uppskeru á þessu svæði fyrr en í marsmánuði 2003. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir deildir um allt land einnig hafa brugðist vel við með framlög- um sem nema liðlega tveimur milljónum króna. Þar af hefur Reykjavíkurdeild lagt fram eina milljón króna og Kópavogsdeild fiögur hundruð þúsund krónur. Hjálparsjóður Rauða krossins hef- ur lagt fram fiórar milljónir króna. Farið hefur verið fram á stuðning frá ríkisstjórn íslands. -GG Þórir Guömundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.