Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 4
1 Fréttir *H*f”** - Sparisjóðs- stjóri SPRON hefiir að miklu leyti séð um vamirgegn því sem hann kallar sjálfur „atlögu(í Bún- aðarbankans að sjóðnum. Hann segir hins vegar al- rangt að hann sé aðálhöfimd- urinn að til- boði staifs- manna í stofh- fé sjóðsins. Sjálfstæði SPRON verði tryggt - ekki markmiðið að renna saman við banka Nafn: Guömundur Hauksson Aldur: 52 ára Heimili: Reykjavík Staða: Sparisjóösstjóri SPRON og stjórnarformaður Kaupþings Efni: „Atlaga“ Búnaöarbank ans að SPRON og tengd mál. Hvers vegna hugnast þér ekki að Búnaðarbankinn nái yfirráðum yfir SPRON? „Það eru margar ástæður fyrir því. Sú fyrsta er að sjálfsögðu sú, að við erum að reka mjög blómlegt fyrirtæki sem hefúr vegnað vel og notið mikils stuðnings starfsfólks og viðskiptavina. Við teljum að við getum náð mjög langt á komandi árum ef við fáum tækifæri til þess. I öðru lagi er þetta auðvitað ekki bara spuming um SPRON heldur alla sparisjóði, þvi ef þessi leið til yfir- töku á SPRON reynist fær er sami möguleiki fyrir hendi gagnvart öllum sparisjóðum. Þetta er þar af leiðandi at- laga að tilvist ailra sparisjóða.“ Er það „atlaga" að freista þess að kaupa fyrirtæki? „Það fer eftir þvi hvemig á málum er haldið. Ef um er að ræða vinsamleg- ar aðgerðir þar sem fyrirtæki em sam- mála um hvert beri að stefna njóta báð- ir góðs af. Ef hins vegar um er að ræða aðgerð eins og nú, þar sem Búnaðar- bankinn reynir að yfirtaka SPRON og innlima í sinn rekstur, þá kalla ég það atlögu að sjáifstæði fyrirtækisins." Hugnast þér betur samruni við Landsbankann eða aðra fjármála- stofiiun? „Ég hygg að það sé ekki markmið hjá neinum sparisjóði að renna saman við banka. Á undanfomum árum höf- um við séð marga sparisjóði sameinast þannig að ég sé fremur fyrir mér þróun i þá áttina. Hitt er allt annað mál, að samstarf á miili aðila á fjármagns- markaði sem skilar báðum árangri er öllum tii góða og ég hygg ekki að spari- sjóðir muni neita slíku samstarfi." Eru aðrir kostir betri en Búnaðar- bankinn að þinu mati? „Ég held að sú nálgun Búnaðarbank- ans, að koma okkur á óvart og ganga þvert gegn stjóminni og starfsmönn- um, sé ekki skynsamleg. Meginverð- mæti fyrirtækis felast í starfsfólki og tengslum þess við viðskiptavini. Ef þessir þættir fylgja ekki með næst ekki sú verðmætaaukning sem stefnt var að. Að þessu leyti hefur Búnaðarbankinn notað alranga aðferð og það er atriði sem hluthafar bankans ættu að hafa miklar áhyggjur af.“ Ólafur Teitur Guðnason blaðamaöur Hefði stærsti hluthafinn - ríkið - að þínu mati átt aö stöðva áformin? „Ég tel mjög óeðlilegt að stærsta hluthafanum hafi ekki verið kunnugt um aðgerð eins og þessa. Hér er engan veginn um að ræða aðferð sem fellur undir daglegan rekstur og því hefði verið eðlilegt að stjómendur bankans könnuðu vilja stærstu eigenda fyrir- fram.“ Varð þá ekki kunnugt rnn þau fyrr en of seint? „1 sjálfu sér getur viðskiptaráðherra gripið inn í þetta hvenær sem er, en það þarf trúlega að koma til rík sam- staða innan ríkisstjómar til þess að slíkt sé unnt.“ Er ekki óheppilegt fyrirkomulag í fyrirtækjum að ekki sé skilgreindur eigandi að stórum hluta eigna þess? „Nei. Sparisjóðimir em öflugar og mjög virtar stofnanir og það sýnir að þær hafa átt rétt á sér. En fyrirtæki sem ætlar sér langa framtíð verður að takast á við ríkjandi aðstæður. Þess vegna tel ég að það hafi þurft að heim- ila breytingu sparisjóðanna í hlutafé- lög.“ Væri ekki sérstaða þeirra horfin með hlutafélagavæðingu? „Hlutafélagaformið hentar ekki endi- lega öllum sparisjóðum. Og sparisjóður sem hefur breytt rekstri sínum í hluta- félag, eins og við ætluðum að gera, breytir ekki um eðli. Kúltúrinn og markmiðin em hin sömu.“ Hefur verið hætt við þau áform? „Stjóm sjóðsins hefur ákveðið að ýta þeim til hliðar í bili að minnsta kosti. Það þarf að eyða þeirri óvissu og óró- leika sem hefur verið myndaður í kringum sparisjóðinn áður en slík áform verða rædd á ný.“ Get ég orðið stofiifjáreigandi í SPRON og þannig notið þeirra sér- kjara sem því fylgja? „Við höfúm á undanfömum áram fjölgaö stofnfiáreigendum mjög. Það sem við leggjum fyrst og ffemst til grundvallar er hvort viðkomandi sé líklegur til þess að verða mjög góður viðskiptavinur." Margir hafa átt viðskipti við sparisjóð áratugum saman án þess að vera boðiö að gerast stofnfjáreig- andi. „Það kann vel að vera að það sé dá- lítið tilfallandi hvemig þetta hefur bor- ið að, en við höfúm skoðað öll mál sem hafa borist til okkar. Við höfúm ekki fjölgað stofnfjáreigendum undanfarið eitt og hálft ár vegna áforma um breyt- ingu sparisjóðsins í hlutafélag en það má vel vera að við endurskoðum það.“ Því hefur verið haldið fram að þú sért aðalhöfúndurinn að tilboði starfsmanna í stofiifé sjóðsins. „Það er rangt. Mér var að sjálfsögðu kunnugt um þá gerjun sem átti sér stað hér innanhúss, enda í daglegum sam- skiptum við samstarfsfólk mitt, en ffumkvæðið kemur alfarið frá starfs- mönnunum sjálfum." Felur það í sér hagsmunaárekstur hjá þér að vera starfsmaður SPRON en jafnframt stjómarformaður Kaupþings, sem er fjárhagslegur bakhjarl eins hóps stofiifiáreigenda (starfsmanna) gegn öðmm (fimm- menningahópsins)? „Ég hef ekki haft milligöngu eða tek- ið ákvörðun um aðkomu Kaupþings eða armarra aðila að þessu máli. Það hafa aðrir starfsmenn gert.“ Hvers vegna er skilyrt í kauptil- boði starfsmanna að stofiifiáreig- endur framselji atkvæðirétt sinn á fundinum 12. ágúst? „Það kemur væntanlega til af því að fimmmenningamir hafa uppi skýr áform um að fella stjómina. Það stang- ast á við vilja starfsmanna." Er tilboðið þá yfirvarp til þess að komast yfir atkvæði stofiifiáreig- enda? „Nei, engan veginn. Starfsmönnum er full alvara með tilboðinu og það er ekki sett ffam til að blekkja einn né neinn.“ Hvað gerist á fúndinum 12. ágúst? „Ég hef enga trú á því að stofnfiár- eigendur felli þá stjóm sem nú situr. Hún hefur notið víðtæks trausts og bent á að hún hafi fúllan vilja til þess að gæta hagsmuna sparisjóðsins og stofnfjáreigenda.“ Mikill viðbúnaður vegna umferðar um helgina Umferðarráð mun í samstarfi við lögreglu um allt land starfrækja upp- lýsingamiðstöð á skrifstofu ráðsins um verslunarmannahelgina. Þar verður safnað saman upplýsingum um umferðina, um ástand vega og annað það sem ætla má að geti orðið ferðafólki að gagni. Umferðarfulltrú- ar Umferðarráðs og Slysavamafé- lagsins Landsbjargar munu einnig fylgjast með umferð um allt land og miðla upplýsingum til vegfarenda. Nauðsynlegt er fyrir ökumenn að hafa ýmis atriði sérstaklega í huga þeg- ar lagt er af stað út á þjóðvegina. Jafn og góður hraði skiptir þar miklu máli. Hann dregur úr framúrakstri og minnk- ar streitu. Vegna fjölda fellihýsa og tjaldvagna á vegum landsins er sérstök áhersla lögð á að ef eftirvagninn er breiður þarf að setja aukahliðarspegla á bílinn. Þeir sem draga eftirvagn fara eðlilega hægar en aðrir og þurfa stöðugt að leitast við að hliðra til og hleypa öðrum ffarnúr, hvar sem færi gefst. Brýnt er að allir ökumenn viröi yf- irborðsmerkingar sem gefa til kynna að ekki megi aka framúr, þ.e. óbrotn- ar línur á blindhæðum, við beygjur og víðar. Þá er sérstök ástæða til að hvetja ökumenn til að sýna varúð þar sem malarvegir taka við af veg- um með bundnu slitlagi, þar verður að draga úr hraða til að koma í veg fyrir óhöpp. Eftirlit lögreglu verður mikið um allt land. M.a. munu lögreglumenn úr umferðardeild ríkislögreglustjóra ganga til liðs við önnur lögregluemb- ætti. Geta því ökumenn hvarvetna átt von á lögreglu á ferð, þar á meðal á ómerktum lögreglubiffeiðum bún- um hraðamyndaáfengis. -GG MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 DV SS kaupir Reykjagarð: Ekki mikilla breytinga að vænta - segir forstjórinn Sláturfélag Suðurlands hf. hefúr keypt 67% hlut í Reykjagarði hf. af Búnaðarbanka íslands. Reykjagarður er stærsti kjúklinga- ffamleiðandi landsins með starf- semi víða um Suð- ur- og Vesturland og ráðgert er að nýtt og fulikomið sláturhús verði tekið til notkunar í lok október. í fréttatilkynn- ingu, sem SS sendi ffá sér í kjölfar kaupanna, segir að markmið kaupanna sé hagræðing i framleiðslu kjöts og unninna kjötvara. Fyrirséð sé að neysla fuglakjöts muni aukast mikið á næstu árum og mun þekking SS á sviði úrvinnslu nýtast Reykjagarði vel. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að skiptar skoðanir hafi verið um þessi kaup í langan tíma en ekki sé hægt að segja að þau eigi sér langan aðdrag- anda. „Þegar Búnaðarbankinn eignað- ist þetta í fyrrasumar þá var vitað mál að þeir ætla ekki að reka fýrirtæki í samkeppni við sína viðskiptavini. Sam- keppnisstofnun stöðvaði áframhald- andi sölu sem var náttúrlega áætlun á sínum tima en það var löngu vitað að Búnaðarbankinn ætlaði að selja og eft- ir því sem ég best veit hafa ákveðnir aðilar rætt þessi mál við bankann ffam og tilbaka,“ segir Steinþór. Steinþór Skúlason. Fyrirtækin áfram sjálfstæö Varðandi breytingar segir Steinþór ekkert liggja fýrir í þeim efnum en hann segist ekki búast við því að þær verði miklar. „Það verður fýrst og ffemst farið i það að skoða hagræðing- armöguleika í svokölluðum bakþátt- um, eins og t.d. innkaupum, vöraþróun og öðru sem lýtur að gæðamálum og framleiðslustýringu sem og alls kyns þáttum sem snúa að rekstrarkostnaði en sjást kannski ekki beint út á við. En þetta era allt hlutir sem á eftir að fara í gegnum," segir hann. „Auðvitað verður ákveðin uppstokk- un en þetta er sjálfstætt fýrirtæki með mjög góðan grunn og á alveg að geta átt sér bjarta framtíð," segir Steinþór Áætluð velta SS í ár er um fiórir milljarðar króna en Reykjagarðs tæp- lega einn milljarður en taka skal ffam að SS og Reykjagarður verða áffam jj rekin sem aðskilin og sjálfstæð fýrir- tæki. SS hefur kauprétt á 16% hlut í 1 Reykjagarði til viðbótar en áætluð hlut- deild SS og Reykjagarðs á heiidarkjöt- markaði er um 36%. Fjárhagshlið kaupanna er trúnaðarmál. -vig Takmörkun hreindýra- veiða Landeigendur þriggja jarða við Hornafiörð hafa ákveðið að tak- marka aðgang hreindýraveiði- manna að veiðisvæði nr. 8 þar sem þeir telja hreindýraráð hafa úthlut- að of háum hreindýrakvóta þar. Hreindýraráð ákveður veiðikvóta að tillögu Náttúrustofu Austurlands en hún byggir tillögur sínar á taln- ingu. Nú er úthlutað um 30 dýrum á þessum svæðum en Náttúrustofa telur að um 200 dýr séu þar. -GG JBBSm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.