Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002
Fréttir DV
Ósýnilegur Keikó veldur aukinni umfjöllun í Eyjum:
Keikó er enn þá í
villtum félagsskap
- raunhæft að koma honum í villta náttúru, segir Hallur Hallsson
i:*5—.,’[T ’&jy*'-_
pií®f5®ÍÍÍÍÍ^^S
Kelkó
Ósýnilegur en gagniegur Vestmannaeyingum.
Sveitarstjóri í Hrísey:
Afkomandi
Hákarla-Jör-
undar ráðinn
Á aukafundi sveitarstjórnar 25.
júlí sl. var ákveðið að ráða Ragnar
Jörundsson í stöðu sveitarstjóra
Hríseyjarhrepps fyrir kjörtímabilið
2002-2006. Ragnar mun hefja störf 1.
september 2002. Hann var fram-
kvæmdastjóri Félags eldri borgara í
Reykjavík en þar áður starfaði hann
sem sveitarstjóri og sparisjóðsstjóri
á Suðureyri, i Súðavík og Ólafsvík.
Hann er afkomandi Hákarla-Jör-
undar, sem margir Hríseyingar
rekja ættir sínar til.
Fráfarandi sveitarstjóri, Pétur
Bolli Björgvinsson, leitaði ekki eftir
endurráðningu og er fluttur til Ak-
ureyrar. Kona hans, Rut Ingólfsdótt-
ir, var skólastjóri grunnskólans. í
hennar stað hefur verið ráðin Jó-
hanna María Jóhannsdóttir frá Fá-
skrúðsfirði.
Atvinnulíf er sæmilegt í Hrísey
nú, að sögn oddvitans, Kristins Fr.
Ámasonar, sem er bústjóri einangr-
unarstöðvar svína í eyjunni, sem er
í eigu Svinaræktarfélags íslands.
Hann segir töluverðar vonir bundn-
ar við kræklingarækt sem fyrirhug-
aö er að koma á fót í Hrísey. -GG
„Keikó hefur það mjög gott, þetta
gengur allt afskaplega vel. Við erum
einbeittir í að koma honum i villta
náttúru,“ segir
Hallur Hallsson,
talsmaður Ocean
Future-samtak-
anna. Hann stað-
festi það við DV
að Keikó væri
mikið með há-
hymingahópi í
kringum Kletts-
vik.
Hallur segir að fyrr í sumar hafi
Keikó synt frá þjálfurum sínum til
annarra háhyminga. Hann hafi ver-
ið í fjóra daga með hópnum og fylgst
hafi verið með honum úr fjarlægð í
skútu. Síðan snéri hann aftur í
Klettsvík og var þar i tvo daga.
Hinn 17. júlí fór Keikó síðan aftur
til hópsins og hefur hann fylgt ferð-
um hans síðan.
„Það er greinilegt að Keikó sýnir
mjög ákveðið áhuga á villtum há-
hyrningum og þeirra tilveru og það
eru greinileg samskipti milli hans
og þeirra,“ segir Hallur en bætir við
að ekki sé hægt að gera sér grein
fyrir því hvort hann veiðir og borð-
ar.
„Við reynum að skipta okkur sem
allra minnst af honum en það er
mjög ánægjuleg þróun sem á sér
stað. Hún staðfestir þá sýn samtak-
anna að það sé fullkomlega raun-
hæft að koma Keikó í villta nátt-
úru.“
Ekki fjölgun útlendinga
„Vissulega hefur Keikó haft já-
kvæð áhrif á bæjarlífið héma í Eyj-
um,“ segir Aurora Friðriksdóttir,
starfsmaður hjá Feröamálastofnun
Vestmannaeyja, aðspurð hvort
ferðamönnum hafi fjölgað með til-
komu Keikó.
„Með tilkomu Keikó hafa Vest-
mannaeyjar náttúrlega fengið
aukna umfjöllun. Það em fyrst og
fremst fleiri íslendingar sem koma
og þá sérstaklega fjölskyldur með
böm. Hvað varðar erlenda ferða-
menn myndi ég ekki segja að þeim
hafi fjölgað," segir Aurora og bætir
við að það heyri til undantekninga
að fólk sé að koma til að sjá Keikó.
„Það var fyrst í vor að hægt var
að sjá Keikó. Nú er það ekki mögu-
legt, það er mikiö farið með hann
„út í göngutúr" eins og þeir vilja
kalla það,“ segir hún
„Það voru heldur engar vonir
bundnar, a.m.k. ekki hjá heima-
fólki, um að Keikó myndi lokka að
sér einhverja þúsundir útlendinga.
Það var frá upphafi sagt að hann
yrði ekkert sýningardýr og fólk
hérna í Eyjum var alveg með lapp-
irnar á jörðinni," segir Aurora.
-vig
Hallur Hallsson.
Smáauglýsingar
550 5000
Ertu aö
selja bfllnn?
• komdu með bílinn og
láttu okkur taka myndina
• eða sendu okkur
mynd á .jpg sniði á
smaauglysingar@dv.is
DV-MYND: ÞGK
Bæjarstjóri með búslóö
„ Viö höfum átt góö ár hér í Grindavík og eignast marga góöa vini. Viö fengum hlýjar skilnaöarkveöjur, “ sagöi Einar
Njálsson í samtali viö DV. Hann og eiginkona hans, Sigurbjörg Bjarnadóttir, yfirgáfu Grindavík um helgina þar sem Ein-
ar hefur starfaö sem bæjarstjóri síöustu fjögur árin. Áöur var Einar bæjarstjóri Húsvíkinga en hefur nú veriö ráöinn
bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.
Rauði krossmn:
Tíu milljónir til hjálparstarfs
Rauði kross íslands sendir á
næstunni rúmlega tíu milljónir
króna, að minnsta kosti, til hjálpar-
starfs á hungursvæðum í sunnan-
verðri Afríku eftir vel heppnaða
fjáröflun undanfama daga. Um tvö
þúsund manns hringdu í söfnunar-
síma Rauða krossins 907 2020 og
fjöldi manns kom framlagi til skila
á annan hátt.
Hjálparstarf Rauða krossins mið-
ast við að koma matvælum til 750
þúsund manna, einkum bama, sem
þjást af matarskorti nú þegar. Ef
ekki verður bragðist við á næstu
vikum er óttast aö 300 þúsund
manns kunni að láta lífið á tímabil-
inu fram að jólum.
Ríkisstjórn íslands tilkynnti í
gær um tveggja milljóna króna
framlag til hjálparstarfsins. Þetta fé
kemur til viðbótar tveimur og hálfri
milljón króna sem almenningur gaf
í símasöfnun, fjórum miiljónum
króna úr Hjálparsjóði Rauða kross
íslands og á þriðju milljón króna
sem deildir félagsins um allt land
hafa lagt fram.
Áður höfðu stjórnvöld ákveðið að
senda eina milljón til Matvælastofn-
unar Sþ vegna ástandsins. Þótt fjár-
öfluninni sé nú lokið getur fólk enn
hringt í 907 2020 og gefið þannig
1.000 krónur sem verða dregnar af
næsta símreikningi.
-aþ