Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 12
12 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 DV Colin Powell. Powell fundaði með Nam-sun Colin Powell, utanríkisráðherra Bandarikjanna, sem nú er staddur á öryggismálaráðstefnu Suð-Austur Asíuríkja (Asean), sem þessa dagana er haldin í smáríkinu Brunei, fundaði í gær með Paek Nam-sun, utanríkis- ráðherra Norður-Kóreu, í viðleitni sinni til að koma á viðræðum og létta á spennunni milli ríkjanna sem magn- aðist upp eftir að Bush Bandaríkjafor- seti lýsti Norður-Kóreu sem einu öxul- velda hins illa. Þetta er fyrsti fundur háttsettra ráðamanna þjóðanna síðan Bush tók við embætti en áður hafa farið fram viðræður milli embættismanna þar sem hugsanlegir samningar um fækk- un kjamavopna Norður-Kóreumanna hafa verið ræddir en í gildi eru samn- ingar frá árinu 1994 þar sem Norður- Kóreumenn samþykktu að draga úr frekari þróun kjamavopna með því skilyrði að fá frekari tækniaðstoð frá Japönum. 4 látast I flug- slysi í Danmörku Fjórir Danir, þar á meðal 8 ára stúlka, létust í flugslysi í gær. Flugvélin var í einkaeign og fórst á eyjunni Mors í Norðursjó eftir að lending vélarinnar mistókst. Lögreglan sagði tildrög slyssins ekki enn vituð og neitaði að gefa upp nafn hinna látnu. Norðmenn ræða við Japani um sölu á hvalkjöti Islendingar fengu að bragða á norsku hrefnukjöti fyrr í mánuðin- um og var það í fyrsta sinn í 14 ár sem Norðmenn fluttu út hvalkjöt. Nú eftir að sú aðgerð heppnaðist vel hafa Norðmenn hafið viðræður við Japani um hugsanlegan útflutning þangað. „Þetta var mjög gagnlegur fund- ur. Við gerum ráð fyrir að þetta muni ganga upp fyrr eða síðar,“ sagði Johan Williams, ráðuneytis- stjóri norska sjávarútvegsráðuneyt- isins. „Við erum þolinmóðir," bætti j hann við en enn eru nokkrar hindr- anir í veginum. Aðallega em það tvö stór mál sem þarf að leysa, annars vegur magn kvikasilfurs í hvalspikinu sem og magn eiturefnisins PCB sem er að meðaltali 7,6 sinnum meira í norsku hvalspiki en japönsk stjórnvöld leyfa. „Við þyrftum að prófa hvem einasta hval og við getum sennilega aðeins flutt út hluta hvalspiksins til i Japans," sagði Williams. Búast má við harkalegum við- brögðum grænfriðunga við þessu. Tími siðleysis í við* skiptum er liðinn - segir Bush Bandaríkjaforseti sem í gær undirritaði ný refsilög Bush Bandaríkjaforseti undirritaði í gær ný lög um hertar aðgerðir og viðurlög gegn bókhaldssvikum sem samþykkt voru i bandaríska þinginu fyrir helgina í kjölfar stærstu fjársvikamála í sögu Bandaríkjanna sem meðal annars tengjast stórfyrir- tækjunum Enron og WorldCom. Lögin gera ráð fyrir mjög hertum viðurlögum gegn fólsun reiknings- skila og einnig auknum fjárframlög- um til bandaríska fjármálaeftirlitsins, SEC, auk þess sem þau gera ráð fyrir stofnun nýrrar eftirlitsnefndar, sem ætlað er það hlutverk að fylgjast með starfsemi endurskoðunarfyrirtækja sem hingað til hafa að mestu starfað án eftirlits. Bush sagði eftir undirritunina í gær að bókhaldssvikurum og öðrum fjárglæframönnum yrði nú gert erfitt Bush Bandaríkjaforseti Bush hefur sagt bókhalds- og fjársvikurum stríð á hendur. fyrir og að þeir gætu ekki lengur reiknað með auðfengnum gróða. „Lög- in senda öllum þeim sem hygðust beita brögðum, skilaboð um að upp um þá verði komið og þeirra bíða ekk- ert annað en þung refsing. Timi sið- leysis í viðskiptun er liðinn og enginn getur hér eftir gert ráð fyrir því að komast upp með svik,“ sagði Bush. Lögin gera ráð fyrir allt að 25 ára fangelsi fyrir grófústu brot en 20 ára fangelsi fýrir hvers konar svik. Þeim er einnig ætlað að reisa við traust al- mennings á viðskiptalifmu og rétta aftur við verðbréfamarkaðina sem orðið hafa fyrir miklum áfölium í kjölfar stóru fjársvikamálanna. Lögin höfðu þó ekki mikU áhrif á mörkuð- um á fyrsta degi og lækkaði Dow Jo- nes vísitalan lítiUega á meðan Nasdaq hækkaði um tæpt prósent. REUTERSMYND Páfi í Mexíkó Jóhannes Páll páfi annar virtist þreyttur þegar hann kom til Mexíkó í gær en þar er síöasti viðkomustaður hans í 11 daga för um Noröur- og Miö-Ameríku. Hér er hann með forseta landsins, Vicente Fox (til vinstri). Mesta stríöi Afríku lokið Stríði sem hefur kostað um tvær milljónir manns lífið er nú form- lega lokið með friðarsáttmála Rú- anda og Kongó. Forsetar landanna skrifuðu undir sáttmálann í gær og sagði forseti Rúanda, Paul Kageme, að hann vonaðist til að þetta mundi almennt stuðla að friði f Mið-Afríku. Joseph Kabila, forseti lýðveldis- ins Kongó, sagði að nú væri það komið undir alþjóðasamfélaginu að tryggja að sáttmáli þessi héldi. Það leið ekki á löngu þar tU Fred Eckhard, aðaltalsmaður Samein- uðu þjóðanna, sagöi að SÞ fögnuðu sáttmálanum og myndu hjálpa löndunum að framfylgja honum eftir að fuUtrúar þeirra hefðu skoðað hann og rætt við aðUa beggja megin við landamærin. Stríðið hófst fyrir fjórum árum þegar aUt að ein miUjón Hutu-upp- reisnarmenn flúðu yfir tU Zaire, sem heitir nú Kongó, en þeir höfðu átt mikinn þátt í þjóðernishreins- unum í Rúanda árið 1994. Mörg önnur ríki Oæktust svo i deiluna og úr varð mikið stríð sem hefur skUið Kongó, sem er á stærð við Vestur-Evrópu, í rúst. Efnisatriði samningsins kveða á um að stjómvöld í Kongó leggi niður vopn og handtaki þúsundir Hutu-uppreisnarseggja og sömu- leiðis dragi stjómvöld í Rúanda tU baka þá tugi þúsunda herdeUda sem staðsettir eru í austurhluta Kongó. Stuttar fréttir Saddam hlær að ásökunum íraksforseti, Saddam Hussein, gefur litið fyrir þær ásakanir Bandaríkj- anna að hann standi fyrir fram- leiðslu gereyðingar- vopna og segir þær vera „brandara" lík- astar. Hann sagði það einnig lygi Bandaríkjanna og Breta að hann seldi hryðjuverkamönnum vopn. Bandaríkjaher fer Bandaríkjaher er að undirbúa brottför frá FUippseyjum eftir að hafa þjálfað herinn þar í landi í 6 mánuði tU að búa þá betur undir stríðið gegn múslímskum uppreisn- armönnum. ísraelsmenn skera niður ísraelska ríkisstjómin styður tU- lögu að niðurskurði í fjármálum um 153 miUjarða króna, mesta niður- skurði í sögu landsins. Á þetta að rífa landið úr kreppu sem það er í vegna átakanna við Palestínu og ástandsins í fjármálaheiminum. Bankavesen í Úrúgvæ Kapphlaup var í hraðbanka og útibú banka i Úrúgvæ þegar ljóst var að bankatrygging fyrir innstæð- um fólks þar væri að þverra. Þar kom fólk hins vegar að lokuðum dyrum og verða bankar liklega lok- aðir út vikuna þar sem stjómvöld íhuga lausnir á málinu. Mugabe sveltir óvini Hjálparstofhanir hafa varað við því að mUljónir manns muni svelta í Zimbabwe á næstunni þar sem stuðningsmenn forseta landsins, Ro- berts Mugabes, hafa komið í veg fyr- ir að matvælum sé dreift á sum svæði þar sem fólk sem kaus hann ekki í forsetakosningunum býr. Ákærur á hendur WorldCom Fljótlega mun alríkissaksóknari í Bandaríkjunum gefa út kæmr á hendur yflrmönnum WorldCom vegna bókhaldsvindls fyrirtækisins. Um er að ræða svindl upp á 3,85 mUljarða Bandaríkjadala. Kosið um forsætisráðherra Suður-kóreska þingið mun í dag kjósa um hvort Chang Sang, 62 ára kona, verði staðfest í embætti for- sætisráðherra, fyrst kvenna í land- inu. Hún hefur undanfarna daga mátt sæta þungum spumingum þingsins varðandi bakferU hennar sem og fasteignakaup sem hafa þótt vafasöm. Dýrasta mynt sögunnar Sjaldgæf 20 doU- ara mynt er orðin sú dýrasta í heimi eftir að hún var seld á uppboði í New York fyrir 638 miUjónir króna. Gamla metið er 349 mUljónir. Mynt- in fór í umferð árið 1933 en forseti Bandaríkjanna, Franklin D. Roose- velt, fyrirskipaði eyðUeggingu hennar, aUs 500 þúsund stykki. En ein slapp og var týnd í mörg ár. Henni hefur verið líkt við Gralbik- arinn af myntsöfnurum. AEG FRYSTIKISTUR MARGAR STÆRÐIR Blákaldar staðreyndir magwjfgsm as Sama verð nffiBiinPVilfsmönnum um land allt Vörunr. H«tl Brútto Litrar Netto litrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylflja Læsing Einangrun þykktrmm. Rafnotkun m/v 18*C umhviiiU kWh/24 kUL VerS: 12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 39.900 23HL HFL 230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 45.900 29HL HFL290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 49.900 38HL HFL390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 56.900 53HL EL53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 66.900 61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.900 Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.