Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 Tilvera dv Nú reynir á Margs konar leiktæki og spil eru á útivlstarsvæðinu við Úlfljótsvatn. Fjölskyldumót að Úlfljótsvatni um helgina: Stígvélakast og breiðasta brosið „Viö leggjum meira upp úr virkni gesta en skipulagðri skemmtidagskrá,“ segir Kristján Helgason sem í annað sinn stend- ur fyrir fjölskyldumóti fyrir al- menning við Úlfljótsvatn um versl- unarmannahelgina á vegum Úti- lífsmiðstöðvar skáta. Hann segir fjölbreytt verkefni í boði fyrir böm og fullorðna og lýsir þeim svo: „í fyrra vakti bátasmiðjan mikla lukku. Þar gátu ungir sem aldnir smíðað sér frumstætt fley og látið það sigla á vatninu. Nú verður líka hægt að búa til sinn eigin minjagrip og meðal annarra nýjunga er risaspilatjald með tafli og slönguspili í yfirstærðum." Hann nefnir líka klifurturn þar börn sem fullorðnir geta reynt með sér í sigi og klifri en auk þess hoppkastala, þrautabraut, ratleiki, kassabílarall, skipulagðar göngu- ferðir og hið sívinsæla vatna- safarí. „Svo er hægt að spila fót- bolta, krikkett eða prófa frisbígolf, líka kallað „folf‘, og reyndar fer hið árlega íslandsmeistaramót í folfi fram um helgina,“ segir Krist- ján. Af öðrum íþróttaviðburðum ber Úllaleikana hæst. Þar er keppt í óhefðbundnum íþróttagreinum, meðal annars stígvélakasti og breið- asta brosinu. Hægt er að renna fyr- ir silung í vatninu eða að leigja sér kanó eða kajak. Kvöldvökur eiga sinn sess á mótinu og á laugardag verður barnadiskótek i risatjaldi. „Ekki má svo gleyma flugeldasýn- ingunni á sunnudagskvöldið," segir Kristján og brosir sínu breiðasta. Enginn aðgangseyrir er að hátíð- inni. Aðeins er greitt fyrir tjald- stæði en ókeypis er fyrir börn yngri en 16 ára. Á Úlfljótsvatni hefur ver- ið byggð upp góð aðstaða á undan- fórnum árum, ræktuð skjólbelti og stórt grill og nestisborð sett upp á hverju tjaldsvæði. Þess má geta að börn yngri en 16 ára geta ekki kom- ið á mótið nema í fylgd með full- orðnum og gæsla verður á staðnum. Kristján Helgason segir fólk geta treyst því að friðsæl fjölskyldu- stemning ráði ríkjum á Úlfljótsvatni alla helgina. -Gun. Götuleikhús Kópavogs með sýningu: Daglegt líf í strætóskýlum Beðið heitir nýtt leikverk sem Götuleikhús Kópavogs frumsýnir í kvöld kl. 20 í félagsheimilinu Hjá- leigunni í Fannborg 21. Verkið er eftir flytjenduma sem eru unglingar á gagnfræðaskólaaldri. „Við gerðum allt sjálf en Vignir Valþórsson og Valdimar Kristjónsson era leiðbein- endur hópsins" segir Ólöf Rut Stef- ánsdóttir, einn götuleikhússkrakk- anna. Hún segir Beðið fjalla um dag- legt líf, til dæmis í strætóskýlum, og leikritið sé fyrir alla aldurshópa. Spurð hvor það sé skemmtilegt svarar hún einlæg: „Ja, okkur finnst það.“ Götuleikhúsið hefur í sumar skemmt bæjarbúum í Kópa- vogi með ýmiss konar sprelli, ekki síst þeim yngstu, en nú ræðst það í stærra stykki sem tekur um klukku- tíma. „Sýningar verða þrjár til að byrja með, kl. 20 í kvöld, og kl. 17 og 20 á morgun, 1. ágúst. Þrjú hundruð kall kostar inn. -Gun. DV-MYND SIGURÐUR JOKUa Leikhópur Götuleikhússins í Kópavogi Þau leika eigið verk í Hjáleigunni í kvöld og á morgun. ■ ’ jpl gh, 4| ! •’ltó i- L;-; f Eldspúandi Þessir fóru um götur og spúðu eldi. DV-MYNDIR EVA HREINSDÓTTIR Hálfrar aldar afmæli dvalarheimilisins Áss: Hátíöahelgi í Hveragerði Haldið var upp á fimmtugsaf- mæli dvalarheimilisins Áss i Hveragerði um síðustu helgi en starfsemi þar hófst 26. júlí 1952 og var Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar, frumkvöðullinn. Gestum og gangandi var boðið upp á grill- aðar pylsur, gos og ís og auk þess skemmtu gestum hvergerskir trúðar með alls kyns tilþrifum. Meðal annars supu þeir á vökva og spúðu eldi úr munni, börnum og öðrum til mikillar skemmtunar og furðu. Ungir sem aldnir nutu sin í góðviðrinu, ýmist við harm- oníkuleik í tjaldi eða utanhúss, þar sem blöðrur settu svip sinn á afmælishátíðina. -eh Ungir og aldnir Hátíðlegt á Ási. Hér eru heiðursmennirnir Magnús Jðnsson og Bjarni Bjarnason, nýlega kominn á tíræðisaldurinn, og milli þeirra telpa úr Hveragerði með blöðru i tilefni dagsins. kr./stk. Ljóskubrandari í símann þinn! Sendu SMS: Smart Joke, og fáðu .sprenghlægilegan Ijóskubrandara fyrir hÉfaðeins 99 kr. Þú færð aldrei sama brandarann tvisvar. A Topp 10 hringitónar Til að panta hringitón sendir þú skeytið: fokus tone merki. T.d.: FOKUS TONE BOMB, til að velja lagið Sex Bomb með Tom Jones, og sendir á þitt þjónustunúmer. 99 kr. stk. Nr. Flytjandi lag merki 1 Shakira Whenever EVER 2 Queen We are the Champions QUCH 3 Eminem Without me EMWE 4 Britney Spears Slave SLAV 5 Tom Jones Sex Bomb BOMB 6 Þáttur Friends FRSD 7 AC/DC Higway to Hell HWLL 8 Bíómynd Lord Of The Rings LORS 9 Enrique Iglesias Hero EURO 10 ABBA SOS SOSA Sendu skeytin á 1415 Tal eða 1848 Síminn Stjörnuspó Fáðu stjörnuspána þína beint í farsímann þinn á hverjum degi. Ef þú ertt.d. fiskur sendirðu skeytið is fiskur. Á hverjum degi munum við senda þér stjörnuspá dagsins beint í farsímann þinn. Til að stöðva þjónustuna sendu is stop fiskur. Að móttaka hvert skilaboð kostar 49 kr. Is Steingeit Is Hrutur Is Naut Is Tviburi Is Krabbi Is Ljon Is Meyja Is Vog Is Sporddreki Is Bogamadur is Fiskur Is Vatnsberi eða Gluggi>Nýtt Íslandssími eíngöng‘'h,r,r nokia S"na (ekki tónar). smant/ www.smartsms.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.