Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 DV Fréttir Hurðaskellir á fundi úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs íslands: Vilhjálmur talaði fyr- ir kvikmynd Hrafns - ég vildi bara loka örugglega, segir Vilhjálmur Egilsson Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjómar Kvikmyndasjóðs, mætti á fund úthlutunarnefndar sjóðsins klukkan hálftíu á mánudag þar sem til umræðu voru nýjustu úthlutanir sjóðsins og þau meintu hagsmuna- tengsl sem ýjað hefur verið að i tengslum við þær. Að sögn meðlima í úthlutunar- nefndinni skýrði Vilhjálmur þau sjónarmið sin á fundinum að kvik- myndin Stella i framboði væri ekki hæf til úthlutunar þar sem gerö myndarinnar hafði þegar verið komin í gang. Þá benti hann á ann- að verkefni sem betur væri til styrksins fallið. „Vilhjálmur nefndi kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Glæpur skekur Húsnæðisstofnun, sem heppilegra verkefni sem félli betur að styrknum," segir Anna G. Magn- ússon, nefndarmaður í úthlutunar- nefndinni. Vilhjálmur er sagður hafa struns- að út í miðjum klíðum á fundinum án þess að kveðja og síðan skellt hurðinni á eftir sér. „Ég skellti bara til þess að loka örugglega. Hurðin var í lás og það þurfti að taka aðeins DV-MYND E.ÓL. Vilhjálmur á upplelð Formaöur stjórnar Kvikmyndasjóös strunsaöi út af fundi úthlutunarnefnd- ar eftir aö hafa lýst því yfir aö kvik- myndin Stella í framboöi væri óhæf til úthlutunar og bent á annan kost. Hér er hann hins vegar á uppleiö á fund stjórnar sjóösins sama dag. á henni,“ segir Vilhjálmur og tekur fram að sig minni að hann hafi kvatt. „Þegar menn eru famir að endurtaka sömu setningamar er ekki um meira að tala. Ég sagði bless og að ég héldi að við þyrftum ekkert að ræöa þetta meira,“ segir hann. Einelti og Hrafn Vilhjálmur segir að komið hafi upp eineltisandrúmsloft í kringum Hrafn Gunnlaugsson leikstjóra. í hvert skipti sem Hrafn sæki um út- hlutunarstyrk birtist blaðaskrif og sögusagnir þar sem hann er kallað- ur styrkjahöfðingi. „Ég bendi hins vegar á að hann hefur aðeins einu sinni fengið úthlutað úr sjóðnum síðan ég byrjaði í stjóminni fyrir níu árum. Og hann hefur aldrei fengið útgreiddan framleiðslustyrk á tímabilinu," sagði Vilhjálmur og varpaði fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjamt. Eins og kunnugt er hlaut Stella í framboði, kvikmynd Guðnýjar Hall- dórsdóttur, úthlutun upp á 35 millj- ónir króna úr Kvikmyndasjóði. Stjóm sjóðsins samþykkti úthlutun- ina með 3 atkvæðum gegn einu. Ari Kristinsson kvikmyndagerðarmað- ur sat hjá, en hann var undirritaður á umsókn Hrafns Gunnlaugssonar til sjóðsins. Vilhjálmur Egilsson formaður var einn stjómarmanna á móti út- hlutuninni. Hann segir úthlutunina gefa slæmt fordæmi. „Þetta eru stór- kostlega hættuleg vinnubrögð. Það er verið að gefa þau skilaboð að menn geti farið af stað með kvik- mynd og þá treyst því að fá styrk af því að þeir eru þegar farnir af stað. Úthlutunamefndin stóð frammi fyr- ir því að hún myndi valda aðstand- endum myndarinnar Stellu í fram- boði miklu fjárhagstjóni með því að veita ekki styrkinn. Þetta verður sérstaklega hættulegt þegar einn maður verður ábyrgur fyrir þessu og verður undir sífelldu álagi,“ seg- ir hann og vísar til væntanlegrar stofnunar Kvikmyndamiðstöðvar ís- lands utan um Kvikmyndasjóð. Staða forstöðumanns miðstöðvar- innar mun hafa talsvert meira um úthlutanir að segja en núverandi staða forstöðumanns sjóðsins. Ný lög um Kvikmyndamiðstöð taka gildi 1. janúar næstkomandi. -jtr Taliö að landnáms- bær sé fundinn á Seylu í Skagafirði DV-MYND HARI Stór áfangi í lífinu Kristinn Arnar Friögeirsson, einn sex íbúa á Baröastööum, tekur viö lykli aö íbúö sinni úr hendi Líneyjar Óladóttur forstööuþroskaþjálfa. Til hliöar stendur Björn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Svæöisskrifstofu fatlaöra í Reykjavík. Nýtt sambýli tekið í notkun í Grafarvogi: Langþráður draumur margra að rætast - segir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Ekki verður annað sagt en mikil gróska sé i fomleifauppgrefti í Skagafirði í sumar. Auk þess sem uppgröftur á sér nú stað á Hólum og í Glaumbæ eru vísindamenn frá Kalifomíuháskóla að kanna nokkra staði i nágrenni Glaumbæjar. Þeir hafa síðustu vikumar verið á bæn- um Stóru-Seylu, sem er gamalt höf- uðbýli, og telja sig þar hafa fundið bæjarrústir frá landnámsöld. Þá er einnig áformað að kanna svæði í landi Torfgarðs. John M. Steinberg, fomleifafræð- ingur frá Kaliforníuháskóla, segir húsarústirnar við Seylu mjög óvenjulegar en þær eru neðarlega í landinu, rétt fyrir neðan fjósbragg- ann og votheysgeymsluna sem standa enn uppi. Þar hafa fundist hleðslur fjögurra húsa á litlu svæði. DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Rústir frá landnámsöld Bandarísku vísindamennirnir viö störf á Seylu. Frá hægri taliö: John M. Steinberg, Steve Martin og Poul Song. Steinberg segir þennan fund mjög forvitnilegan sökum þess hversu óvenjulegt munstur bygginganna sé og í rauninni væri þessi fundur merkilegri með tilliti til fomleifa- rannsókna en það sem fundist hefur í Glaumbæ en þar er það sagan, tengd Guðríði og Snorra Þorfmns- syni, sem gerir rannsóknimar svo merkilegar. Reyndar em vísinda- menn í Glaumbæ einnig komnir niður á húsarústir sem taldar eru frá landsnámsöld. Þær reyndust vera undir langhúsinu frá 11. öld sem staðsett var i fyrra með berg- málsmælingum - aldurgreining barst fyrr í sumar. Eftir er að framkvæma nákvæma aldursgreiningu á þeim húsarústum sem fundist hafa í Stóru-Seylu en það verður væntanlega gert næsta vetur. Bandarisku visindamennim- ir kortleggja svæðið og framkvæma grunngröft og þar eru nú komnar fjórar rásir, tæplega metri á dýpt, ein við hvert húsanna. Að sögn Johns Steinbergs verður það síðan væntanlega verkefni íslenskra fom- leifafræðinga að stjóma frekari rannsóknum en Guðmundur Ólafs- son, deildarstjóri fornleifadeildar Þjóðminjasafnsins, var á svæðinu i síðustu viku. Sigríður Sigurðardóttir, safn- stjóri Byggðasafnsins í Glaumbæ, segir mjög spennandi að fylgjast með þeim fomleifarannsóknum sem nú fara fram í Skagafirði. Bæði fundurinn í Glaumbæ og á Seylu hafi sýnt fram á munstur í bygging- um forfeðranna sem ókunnugt var áður. Það sé greinilegt að frum- byggjamir hafi reist hús sín neðar í landinu en tíðkaðist seinna. Það verði eitt rannsóknarefnið að fá svar viö þvi hvers vegna þeir gerðu það. En hins vegar hafi það alltaf verið þekkt og vitað að bændur fluttu tU sín hús á jörðunum þegar um nýbyggingar eða endumýjun var að ræða. -ÞÁ. GlæsUegt íbúðasambýli, ætlað fötluðu fólki, var tekið í notkun við Barðastaöi í Grafarvogi í gær. Hús- ið er ætlað sex fotluðum einstak- lingum sem hver um sig mun búa í eigin 32 fermetra íbúð. í húsinu er jafnframt sameiginleg borðstofa, eldhús, skrifstofa, þvottahús og geymslur. Garöskáli með heitum potti er við hlið hússins og mun án efa veröa íbúum tU yndisauka. Sambýlið var reist fyrir tUstuðlan Hússjóðs Öryrkjabandalagsins en félagsmálaráðuneytið tekur það á leigu. Um er að ræða samstarfsverk- efni Hússjóösins og ráðuneytisins tU að stytta biðlista vegna búsetu fatlaðra. Björn Sigurbjömsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, segir nýja sambýlið já- kvætt skref í áttina að styttingu biðlista. „í dag er langþráður draumur margra að rætast en enn eru margir sem bíða eftir þjónustu frá Svæðisskrifstofu Reykjavíkur og sumir hverjir hafa beðið verulega lengi - jafnvel mörg ár,“ sagði Björn m.a. við opnunina í gær. Bjöm sagði jafnframt ánægjulegt að sjá sex ungmenni leggja af stað í búsetu og hefja nýtt lif. „Þótt ung- lingurinn sé íloginn burt úr hreiðr- inu þá slitna bönd fjölskyldunnar ekki og vona ég að foreldrastarf geti orðið öflugt hér og komi tU með að efla aUt starf innan sambýlisins," sagði Bjöm Sigurbjörnsson. -aþ S:LinJFýjjjy,iU u'£ sjíiJiLt/lJ] REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 22.36 22þ39 Sólarupprás á morgun 04.33 03.56 Siódegisflóó 23.12 16.15 Árdegisflóð á morgun 11.42 03.45 PiBHflflWBBr > .... Skýjað með köflum Suölæg átt, 5-10 m/s um landið vestanvert og lítilsháttar súld öðru hverju, hægari vindur um landið austanvert og skýjaö með köflum eða léttskýjað. Hiti 10 til 22 stig síðdegis, hlýjast í innsveitum austanlands. IBBl Fremur hæg suðaustlæg átt. Skýjað að mestu en þurrt að kalla en síðan rigning um nóttina vestanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 10 tU 20 stig. Veðriö Föstudagur Laugardagur ! iunnudagur £> 33 Hrti 10» Hiti 10° Hiti 10° «120° til 22° «1 22° Vindun Vindur: Vindur: 5-10 m/* 5-10 "V* 5-10 "v* Fremur hag ! Suftaustanátt 08 SuSlægar áttlr, suðaustiæg átt, viia suld rigning ota súld skýjaö en þurrt vestanlands en meö köfium aö kalla. annars b|nrtara. vestanlands an annars skýjaö meö köflum. f * t m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinnlngskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvlðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárvlörl >= 32,7 AKUREYRI skýjað 12 BERGSSTAÐIR alskýjaö 12 BOLUNGARVÍK alskýjaö 10 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 9 KIRKJUBÆJARKL. skviað 9 KEFLAVÍK súld 9 RAUFARHÖFN skýjaö 10 REYKJAVÍK súld 9 STÓRHÖFÐI súld 10 BERGEN léttskýjaö 20 HELSINKI léttskýjaö 23 KAUPMANNAHOFN skýiaö 20 OSLÓ hálfskýiaö 21 STOKKHOLMUR 21 ÞÓRSHÖFN hálfskýiaö 11 ÞRANDHEIMUR skýjaö 18 ALGARVE heiöskírt 20 AMSTERDAM þokumóðc i 20 BARCELONA alskýjaö 20 BERLÍN skýjaö 21 CHICAGO heiöskírt 26 DUBLIN súld 13 HALIFAX þokumóöc i 17 FRANKFURT skýjaö 20 HAMBORG léttskýjaö 20 JAN MAYEN þoka 6 LONDON skýjað 17 LÚXEMBORG skýjað 19 MALLORCA léttskýjaö 25 MONTREAL skýjaö 18 NARSSARSSUAQ léttskýjað 15 NEW YORK léttskýjað 23 ORLANDO heiöskírt 26 PARÍS skýjaö 18 VÍN hálfskýjaö 19 WASHINGTON skýjaö 20 WINNIPEG hálfskýjaö 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.