Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 21
I MIÐVKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 DV Tilvera um nokkurt rísa upp úr Wesley Snipes 40 ára Leikarinn Wesley Snipes er fertugur í dag. Snipes hefur leikið í ijölmörgum bíómyndum en er líklega þekktastur fyrir hasarmyndir sínar. Hann lék í frábærum mynd- um, á borö við Jungle Fever og Mo Better Blues, en sást svo frekar lítið skeið en ér nú að öskustónni Hann lék síðast í mynd inni Blade II sem vampíra og varð myndin mjög vinsæl. Gildir fyrir fimmtudaginn 1. ágúst Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.v I Ekki fresta þvl sem þú ' getur gert nú þegar. Varaðu þig á öllum seinkunum, bæði þeim sem koma þér illa og þeim sem kimna að valda öðrum óþægindum. Flskarnir (19. febr.-20. mars): Þér gengur ekki nógu Ivel að sannfæra fólk um að breytingar sem þú hefur hug á að gera muni ganga upp. Þú ættir kannski að bíða eftir betri jarðvegi. Hrúturinn (21. mars-19. aprfh: ^^Aðrir virðast ekki ^■^»JFhafa mikinn áhuga á hugmyndum þínum. Bjartsýni þín gæti þó haft jákvæð áhrif. Forðastu kæruleysi. Nautið (20. apríl-20. maíi: Tilfmningamál veldur deilum á milli þín og persónu sem þú þekkir vel. Þú verður mikið á ferðinni seinni hluta dagsins. Happatölur þínar eru 2, 9 og 18. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: V Þú finnur fyrir öfund í //**' kringum þig. Þaö eru wmS / ekki allir jafnánægðir með frama þinn i ákveðnu máli. Þú kynnist ákveðinni persónu á nýjan hátt. Krabblnn (22. iiiní-22. iúffl: Þér leiðist að þurfa að | sinna sömu skyldum alla daga og þú ættir að reyna eitthvað nýtt í dag. Leitaðu til annarra eftir hugmyndum. Liónið (23. iúlí- 22. áeúst): I Þú ert bjartsýnn og það kemur sér vel í starfi þínu. Láttu það ekki angra þig þó að þú verðir fyrir töfum. Happatölur þínar eru 4, 7 og 8. Mevian i23. áeúst-22. seot.): Smávægilegt vandamál kemur upp fyrri hluta .dagsins og þú þarft að fá hjálp annarra við að leysa það. Happatölur þínar eru 1, 7 og 19. Vogin f23. sept.-23. oktö: Þér gengur vel að fá fólk á þitt band í vinnunni og hugmyndir þínar fá mikla athygli. Fjölskyldan kemur mikið við sögu í kvöld. Sporðdreklnn (24. okt.-21. nóv.): | Vertu ákveðinn í kröfum þinum í máli lisem þér er hugleikið, annars áttu á hættu að tapa því sem þú hefur þegar unnið. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.l: |Dagurinn verður hag- rstæður á mörgum svið- um en gættu þess að treysta ekki um of á heppnina, hún gæti brugðist. Happatölur þínar eru 14, 22 og 24. Stelngeitin (22. óe?.-19, ian.); Þú gætir lent í því að fylgja öðnrni eftir í dag í stað þess að sýna sjálfur frumkvæði. Kvöldið verður ánægjulegt. Happatölur þínar eru 3, 27 og 38. Fyrsta sameiginleg leiksýning framhaldsskólanna: Valinn maður í hverju rúmi - segir markaðsmaðurinn Þorvaldur Davíð „Við urðum hreinlega ástfangin af þessu stykki," segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson um leikverkið Fullkomið brúðkaup sem nemar úr framhaldsskólum Reykjavíkur færa nú á svið. Þetta eru krakkar úr MR, Versló, MH, Kvennó og MS sem hafa sameinað krafta sína og stofnað leikfélagið Þránd. Frum- sýnt verður nú á haustdögum, nánar tiltekið 5. september, og sér Þorvaldur Davíð um kynningu og markaðsmál, enda Verslingur! Fullkomið brúðkaup er glænýr breskur farsi eftir Robin Hawdons sem Örn Árnason, leikari og grinisti, var fenginn til að þýða. Magnús Geir Þórðarson leikstýrir en hann hefur oft stjórnað sýning- um framhaldsskólanna, fyrir utan að vera sjóaður úr atvinnuleik- húsunum. Tónlist verður áber- andi í sýningunni og er hljóm- sveitin skipuð framhaldsskóla- nemum. Að sögn Þorvalds Davíðs munu lög úr Fullkomnu brúð- kaupi bráðlega heyrast á öldum ljósvakans. Leiksýningin er fyrsta stóra samstarfsverkefni skólanna og er myndarlega styrkt af Reykjavík- urborg. Þorvaldur Davíð segir þátttakendur vera þá krakka sem mestan leiklistaráhuga hafi sýnt i skólunum á síðustu árum. „Þetta er rjóminn - valinn maður í hverju rúmi í margvíslegum skilningi," segir hann brosandi og bætir við að verkið sé líka bráð- íjörugt og fyndið. En er búið með allan rig milli skólanna eða hvað? Því kveðst Þorvaldur Davíð ekki þora að lofa. „Eitt er víst, það hef- ur myndast mjög góður andi inn- an leikhópsins og vonandi smitar hann út frá sér.“ segir hann að lokum. -Gun Bíógagnrýni Söguiegt samstarf Formenn skólafélaganna hittust, ásamt aðstandendum sýningarinnar. Efsta röð frá vinstri: Hannes Þórður Þorvaldsson (MR), Þorvaldur Davíð Kristjánsson (VÍ), Birgir Haraldsson (ármaður nemendafélags MS), Sigurður Örn Hilmarsson (in- spector scholae MR), Kári Hðlmar Ragnarsson (formaður nemendafélags MH), Jón Ingi Jónsson (forseti nemendafélags VÍ), Haukur Hrafn Þorsteinsson (for- maður nemendafélags Kvennó) Miðröð: Magnús Geir Þórðarson (leikstjóri), Krist- ín Þóra Haraldsdóttir (MH), Helga Lára Haarde (MR), Marta Goðadóttir (MR), Mar- grét Erla Maack (MR), Ástrós Elísdóttir (MR) Fremsta röð: Sólmundur Hólm Sól- mundarson (MS), Hilmar Guðjónsson (Kvennó), Lydía Grét- arsdóttir (VÍ). Háskólabíó - Viliti folinn; ★ ★ ★ Sif t- i / . n . Gunnarsdóttir Proskasaga ur villta vestrmu skrifar gagnrýni ímyndum okkur sögupersónu sem er villt í æsku en verður á fullorðinsárum sjálfkjörinn leið- togi vegna hugrekkis síns, lendir í óttalegum hættum, eignast góða vini, verður ástfangin og sigrast á öllum erfiðleikum í lokin! Klassisk þroskasaga, krydduð hetjudáðum og rómantík, en í þessu tilviki fjallar hún ekki um mann heldur hinn teiknaða villi- hest, Spirit. Saga villta vesturs- ins var sögð úr söðlinum, segir sögumaður okkur í upphafi - og sögiunaður er Spirit sjálfur en þetta er í fyrsta sinn sem hestur- inn fær orðið. Spirit er bæði fallegur og hug- rakkur hestur. Hann lendir í miklum ævintýrum og kynnist bæði góðu og slæmu fólki. Þeir slæmu eru hvítu mennimir sem eru komnir til að temja villta vestrið og allt sem í því er, nátt- úru, menn og dýr. Þeir reyna hvað þeir geta til að temja Spirit en hann reynist þeim ofviða. Indíán- inn, sem Spirit vingast við síðar, lítur umhverfi sitt allt öðrmn aug- um og vill ekki ráða yfir neinu eða neinum heldur lifa í friði með öll- um þeim sem landið byggja. í kvikmyndinni Villta folanum ríkir því pólitísk rétthugsun um nátt- úruvernd og átroðning hvita mannsins á landi og lýð. John Wa- yne myndi ekki líka þessi heims- mynd. Sögumannsröddin er ein af fáum mannsröddum sem við heyr- um í myndinni þvi að sú djarfa ákvörðun var tekin af höfundum myndarinnar að láta dýrin ekki tala saman á mannamáli. Það er því mikið um hnegg og önnur dýrahljóð. Sagan fer samt hvorki fyrir ofan garð né neðan hjá nein- um, bæði er söguþráðurinn ein- faldur og klassískur i uppbygg- ingu og þótt hestarnir tali ekki mannamál sín á milli er látbragð þeirra ótrúlega mannlegt og auð- velt fyrir jafnvel yngstu áhorfend- ur að lesa úr andlitum hestanna skilaboðin sem ekki eru sögð með orðum. Það gerir myndina að sterkari upplifun að sleppa mannamáli dýranna á milli og sögumaðurinn er ekki notaður til að útskýra söguþráð heldur til að leyfa okkur að kynnast hugsunum og tilftnningum Spirits. Myndin er feikilega vel gerð, um kvikmyndir. bæði eru mögnuð atriði þar sem við fylgj- umst með hestahjörð þjóta yfir endalausar sléttur eða sjáum eimreið velta niður fjallshlíð með viðeigandi eldhafi og lát- um. Það er líka nostrað við smáatriði eins og líkamstján- ingu Spirits. Við erum aldrei í vafa um hvort hann er angistar- fullur, ástfanginn, reiður eða sorgmæddur. Tónlistin er eink- ar vel heppnuð og undirbyggir hvert atriði en sönglög Bryans Adams fundust mér þó ansi þreytandi. Hann syngur með sinni hrjúfu rödd um það sem er nákvæmlega að gerast fyrir framan augun á manni og rýrir því upplifunina frekar en hitt og dregur myndina stundar- kom niður á plan tónlistarmynd- banda. En fylgdarkonu minni, 12 ára, fannst lögin fyrirtaksviðbót og ætlar að kaupa diskinn strax og hún getur - greinilega smekksat- riði eins og svo margt annað. Villti hesturinn er af allt öðru sauðahúsi en síðasta teiknimynd fyrirtækisins, Skrekkur. Hér er ekki verið að gera út á fyndni og krúttlegheit heldur hugrekki, ást og aðrar stórar tilfinningar. Villti folinn er fyrir alla krakka með smekk fyrir dramatík en mest fyr- ir litlar stelpur sem dreymir um að eiga hest (og mömmur þeirra líka). Leikstjórar: Kelly Asbury, Lorna Cook Handrit: John Fusco Tónllst: Hans Zimmer Sönglög: Bryan Adams Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 5/99, ek. 38 þús. Verð kr. 890 þus. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 5/98, ek. 60 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Vitara JLX, sjsk. Skr. 4/97, ek. 75 þús. Verð kr. 1050 þús. Suzuki Vitara JLX, 3 d., bsk. Skr. 7/98, ek 75 þús. Verð kr. 970 þús. Suzuki Swift GLS. 3 d., bsk. Skr. 9/99, ek. 23 þús. Verð kr. 790 þus. Ford Focus TTend, 5 d., sjsk. Skr. 1/02, ek. 1 þús. Verð kr. 1790 þús. Audi A-4, bsk. Skr. 11/99, ek. 35 þús. Verð kr. 1670 þuís. Honda CRV, sjsk. Skr. 9/97, ek. 80 þús. Verð kr. 1490 þús. Tovota RAV-4, 5 d., sjsk. Skr. 6/96, ek. 76 þús. Verðkr. 1150 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.