Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 DV________________________________________________ Útlönd Auglýsing um álagningu opinbenna gjalda á áninu 2002 REUTERS-MYND James Traficant Þingmaðurinn skrauttegi var dæmd- ur í 8 ára fangelsi í gær. Traficant fær að dúsa í 8 ár Dómur í máli demókratans James Traficant frá Ohio var kveðinn upp í dómsal í Cleveland í gær og hlaut þingmaöurinn litríki 8 ára fangelsi, en saksóknari hafði aðeins beðið um 7 ár. Dómarinn, Lesley Wells, féllst ekki á þau rök Traficants að sú refs- ing sem fælist í því að vera rekinn frá þingi, sem var gert fyrir viku, væri nóg sem slik og var hann leiddur í fangelsi strax eftir að dómsorð var upp kveðið. Traficant var kærður fyrir spill- ingu, mútuþægni og skattsvik, svo eitthvað sé nefnt, og var hann dæmdur sekur fyrir öll þau 10 atriði sem hann var ákærður fyrir. Hann hafði setið á þingi í tæp 20 ár þegar hann var rekinn þaðan með skömm en hann hélt fram sak- leysi sínu allan tímann. í dómsorð- inu kom fram að Traficant væri sek- ur um „algjöra misnotkun á trausti almennings á honum sem embættis- manni ríkisins" og því bæri að líta brotin sérstaklega hörðum augum. Traficant hefur tilkynnt framboð sitt í næstkomandi þingkosningum í nóvember. SÞ neita yfirhylmingu Sameinuðu þjóðirnar hafa neitað harðlega að vera undir þrýstingi Bandaríkjamanna um að hafa á huldu skýrslu SÞ um skotárás Bandaríkjahers í Uruzgan-héraði í Afganistan þar sem gestir í brúð- kaupsveislu urðu illa úti. í stað þess að birta skýrsluna op- inberlega afhentu SÞ hana aðeins bandarísku og afgönsku rikistjórn- inni sem rannsaka sameiginlega það sem gerðist í Uruzgan. Afganarnir á svæðinu hafa haldið því fram að árásin hafi verið algjör- lega tilefnislaus og til að gera illt verra hafi bandarískir hermenn komið á staðinn í þeim tilgangi að fela sönnunargögn. SÞ og Banda- ríkjaher segja hins vegar að rann- sóknarsveit hafi komið á svæðið skömmu eftir atvikiö til að geta lagt mat á hversu mikla hjálp þyrfti að senda á staðinn. Það voru reyndar hjálparstarfs- menn sem skrifuðu skýrsluna og byggðu hana á ummælum ýmissa íbúa staðarins. „Sem voru ekki skjal- fest ummæli og ásakanir sem voru ekki studdar með sönnunargögn- um,“ sagði SÞ um skýrsluna. Fred Eckhard sagði að ekkert benti til þess að bandaríska og af- ganska ríkisstjómin hefðu haft sam- ráð um að reyna að hafa áhrif á SÞ um mál þetta og hylma yfir það. Bandarísk stjómvöld hafa tekið und- ir þetta. Misræmið kom fram í breska blað- inu The Times fyrr í vikunni. Skýrsla SÞ virtist gefa til kynna að um 80 manns hefðu látist og 200 slasast en afgönsk yfirvöld hafa hald- ið því fram að 47 hafi látist og 117 slasast. Bandaríkjamenn sögðu hins vegar á sínum tíma að þeirra sveitir hefðu einungis fundið 5 grafir. Enn ein sjálfsmorðsárásin í Jerúsalem í gær: Palestínsk hryðjuverkasamtök hafa skipulagt sextíu árásir - segir talsmaður ísraelsku leyniþjónustunnar - tólf hafi verið stöðvaðar , REUTERSMYND Isbimlr í hitabylgju ísbirnirnir tveir í Schönbrunrhdýragaröinum í Vínarborg í Austurríki hvíla sig í 30 stiga hita og skínandi sói. Schönbrunn er elsti dýragarður heims en hann verður á árínu 250 ára gamall. Gleðipinni veldur óróa í flugi Þrjátíu og sex ára gömul kona frá Flórída hefur kært bandaríska flugfé- lagið Delta fyrir að hafa niðurlægt sig fyrir framan fjölda manns. At- burðurinn átti sér sfað í febrúar síð- astliðnum þegar konan sat ásamt manni sínum í flugvélinni og beið þess að hún hæfi sig til flugs frá Dallas til Orlando. Nafh konunnar var þá kallað upp í hátalarakerfi vél- arinnar og hún beðin að koma frammí og ræða við flugfreyju. Þegar þangað kom sagði flugfreyjan að það heyrðust torkennileg hljóð úr far- angri hennar. Konan sagði þá flug- freyjunni að það gæti varla verið ann- að en „gleðipinninn" hennar, ví- brator sem hún hefði keypt í Las Ve- gas. Flugfreyjan lét sér ekki útskýr- ingu konunnar nægja, opnaði tösk- una og tók áhaldið upp úr henni og sýndi það öllum sem sjá vildu. Við það skelltu flugfreyjurnar sem nær- staddar voru upp úr svo og þeir far- þegar sem næst sátu. Lögfræöingur konunnar telur að skjólstæðingur sinn hafi verið með- höndlaður með niðurlægjandi hætti. Nær hefði verið að ræða einslega við konuna sem nú fer fram á háar skaðabætur frá flugfélaginu fyrir ærumeiðinguna. -GÞÖ Palestínskur sjálfsmorðsliði lét til skarar skríða í Jerúsalem í gær með þeim afleiðingum að fjórir ísraelsk- ir borgarar særðust þegar hann sprengdi sjálfan sig í loft upp á veit- ingastað nálægt Jaffa-stræti í mið- borginni. Að sögn lögregluyfirvalda virðist sem sprengjan hafi sprungið fyrr en ætlað var og því hafi hún valdið minni skaða en annars hefði orðið í þéttsetnum veitingasalnum. Að sögn sjónarvotta voru þeir særðu ekki illa meiddir, en þeir höfðu aðallega orðið fyrir sprengjuflísum. Veitingastaðurinn er í því hverfi miðborgarinnar sem er undir hvað strangastri öryggisgæslu ísraelska hersins á mörkum palestínska aust- urhluta Jerúsalem og vesturhlutans og mun sjálfsmorðsliðinn, sem var 17 ára unglingur frá bænum Beit Jala á Vesturbakkanum, hafa hlaup- ið inn á veitingastaðinn eftir að ör- yggisverðir höfðu orðið hans varir. Þetta er fyrsta sjálfsmorðsárásin í Jerúsalem í sex vikur en um miðjan júní létust 26 ísraelskir borgarar í tveimur aðskildum sjálfsmorðsárás- um sem leiddi til þess að ísraelski herinn hóf aðgerðir í sjö af átta stærstu bæjum Palestínumanna á Vesturbakkanum. Talsmaður ísraelsku leyniþjón- ustunnar sagði í gær að liðsmenn hans hefðu komið í veg fyrir að minnsta kosti tólf sjálfsmorðsárásir á síðustu dögum og fullyrti að palestínsk hryðjuverkasamtök hefðu ráðgert allt að sextíu slikar árásir á næstunni. Fyrr í gær voru tveir ísraelskir landnemar skotnir til bana í palest- ínska bænum Jammaien, þegar þeir fóru þar um í bifreið, en að sögn sjónarvotta munu tveir grímu- klæddir Palestínumenn vopnaðir hríðskotarifflum hafa setið fyrir bifreiðinni. Al-Aqsa-samtökin hafa lýst ábyrgð á árásinni. Hlúð aö særöum í Jerúsalem ísraeiskir björgunarliðar hlúa að einum hinna særðu eftir sjáifsmorðsárásina á veitingahúsinu í miðborg Jerúsalem í gær. í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda, þ.m.t. tryggingagjalds, á árinu 2002 er lokið á alla einstaklinga sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 75/1981. Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður augiýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum einstaklinga verða lagðar fram í öllum skattumdæm- um miðvikudaginn 31. júlí 2002. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmanni skattstjóra eða þjónustuaðila hans í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí til 14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Skattseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2002, vaxtabætur og barnabætur hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og barnabóta, sem gjaldend- um hefur verið tilkynnt um með skattseðli 2002, þurfa að hafa borist skattstjóra eigi síðar en föstudaginn 30. ágúst 2002. Reykjavík, 31 . júlí 2002 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Páll Gunnarsson Skattstjórinn í Norðuriandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karisson Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, IngiT. Björnsson Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.