Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 15
15 Gífurleg styrking lengri skuldabréfa MIDVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 DV Þetta helst :___________________________ HEILDARVIÐSKIPTI 4.161 m.kr. Hlutabréf: 237 m.kr. Húsbréf: 1905 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Bakkavör Group 27 m.kr. Búnaðarbanki íslands 24 m.kr. (slandsbanki 19 m.kr. MESTA HÆKKUN O Grandi 2,6% O Bakkavör Group 1,8% O Nýherji 1,8% MESTA LÆKKUN O Eimskip 1,0% O Jaröboranir 0,9% © Össur 0,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1,260 - Breyting 0,17% Væntingar minnka Samkvæmt morgunpunktum Kaupþings i gær kom fram aö vænt- ingavísitala Gallups var 104,4 stig í júlímánuði og lækkaði um 4,6 stig, eða 4,2%. Jákvæð leitni hefur verið í vísitölunni nær samfellt frá því í nóvember 2001 en á síðustu tveimur mánuðum hefur vísitalan verið að gefa eftir. Tiltrú og væntingar til efnahagslífsins og atvinnuástands- ins minnka milli mánaða og var vísitala þessa þáttar 86,9 stig í lok júlimánaðar og hafði þá lækkað um 6,8 stig. Athyglisvert er að vænting- ar háskólamenntaðs fólks aukast milli mánaða en væntingar aðila með grunn- og framhaldsskólapróf minnka. Einnig er athyglisvert að væntingar einstaklinga með tekjur á bilinu 400-549 þúsund krónur á mánuði aukast en væntingar ann- arra tekjuhópa minnka Samkvæmt Morgunpunktum Kaup- þings í gær kom fram að skuldabréfa- markaður á íslandi hefði tekið heldur betur við sér á mánudag eftir fremur daufan júlímánuð. Fjörleg viðskipti settu mark sitt á daginn þar sem kaup- hliðin var yfirgnæfandi og reyndist eft- irspum eftir lengri skuldabréfum mest áberandi. Svo fór því að verð lengri hús- og húsnæðisbréfa styrktist veru- lega. Ávöxtunarkrafa langa húsbréfs- ins IBH37 lækkaði um hvorki meira né minna en 16 punkta sem er gífurleg lækk- un á svo löngu bréfi. Ávöxtunarkrafa IBH37 hrapaði í 5,54% og IBH41 fór niður um 9 punkta í 5,57%. IBN38 átti þó vinn- inginn í gær. Krafa þess féll um 21 punkt og endaði í 5,42%. Veltan í þessum þrem- ur löngu flokkum nam upp undir 5 millj- örðum króna en heildarvelta gærdagsins reyndist hðlega 7 ma. kr., eða heldur meiri en aila síðustu viku. Rekstrarvörur ehf. taka að sér aha dreifmgu á framleiðsluvörum Blindravinnustofunnar ehf. fyrir stofnanamarkað, samkvæmt samn- ingi sem undirritaður var í húsa- kynnum Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 í Reykjavík 25. júli síðastliðinn. Þá kaupa Rekstrarvör- ur vörulager Blindravinnustofunn- ar og yfirtekur fyrirtækið innflutn- ingsstarfsemi hennar fyrir áður- nefndan markað. Fátítt er að ávöxtunarkrafa lengri bréfa lækki í jafn stórum stökkum og sást í gær og verður því ekki annað séð en að ákveðin leiðrétting á lengri enda vaxtarófsins hafi komið fram. Talsvert hefur verið skrifað og skeggrætt um óhóflega húsbréfaútgáfú á þessu ári, miðað við fyrri áætlanir íbúðarlána- sjóðs, og hefur þessi umræða verið neftid sem hluti skýringar þess að ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur ekki lækkað að neinu marki þrátt fyrir að vaxtastig hafi í heild verið fært veru- lega niður það sem af er ári. Svo virð- ist hins vegar sem fjársterkir aðilar hafi túlkað stöðuna á annan veg og séð mikil kauptækifæri í lengri enda mark- aðarins. í þessu sambandi hefur verið leitt að því getum að hér væri í ein- hverjum tilvikum erlendir fagfjárfestar á ferð. Þyrfti það í raun ekki að koma á óvart því ekki verður annað séð en að Valgeir Hallvarðsson er stjórnar- formaður Blindravinnustofunnar. „Með yfirtöku Rekstrarvara á stofn- anamarkaði gefst betri kostur á að beina starfseminni að atvinnusköp- un fyrir blinda og sjónskerta og efla þannig pökkunardeild Blindra- vinnustofunnar," segir Valgeir. Gott samstarf hefur verið með Blindravinnustofunni og Rekstrar- vörum í rúman áratug. Blindravinnustofan hefur í 61 ár íslensk skuldabréf séu ákjósanlegur fjárfestingarkostur, ekki síst meðan helstu hlutabréfamarkaðir heims virð- ast í uppnámi. Eins og fyrr segir hafði skuldabréfa- markaður legið í láginni að undan- förnu og hafði ávöxtunarkrafa verð- tryggðra bréfa einkum borið þess merki. Eins og áður hefúr verið fjailað ítarlega um í Morgunpunktum hefur ávöxtun óverðtryggðra bréfa haldist prýðileg allt þetta ár. Gangi ávöxtunar- krafa í löngu hús- og húsnæðisbréfa- flokkunum ekki til baka, verður ekki annað séð en að kærkomin og senni- lega timabær leiðrétting sé nú komin fram á íslenskum skuldabréfamarkaði. Áhrifa þessa mun víða gæta. Sem dæmi lækkuðu affóll á lengri húsbréf- um um á annað prósent í gær og ætti það að reynast kaupendum fasteigna talsverður búhnykkur. skapað vinnu fyrir blinda og sjón- skerta. í dag starfa um 20 manns hjá Blindravinnustofunni og hefur þeim fjölgað um 35% síðustu sex mánuði. Þá er ætlunin að skapa sjö ný störf á þessu ári. Valgeir segir þó að erfitt hafi reynst í mörgum tilfellum fyrir blinda og sjónskerta að fá vinnu úti á markaðnum vegna fordóma. Gísli Helgason, formaður Blindra- félagsins, segir að hann sé mjög ánægður með samninginn og að það ______________Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið Airbus selur fleiri farþega- vélar en Boeing Samkvæmt Morgunpunktum Kaup- þings í gær kom fram að samkvæmt tilkynningu, sem birt var í gær, litur út fyrir að Airbus muni selja fleiri far- þegaflugvél- ar en Boeing í fyrsta skipti á næsta ári. Gert er ráð fyrir að Boeing muni afhenda 275-300 farþegaþotur á kom- andi ári en áætlað er að Airbus muni afhenda yfir 300 slíkar vélar. Til árs- ins 1999 seldi Boeing tvisvar sinnum fleiri vélar en Airbus en síðustu 3 ár hefur mjög dregið úr muninum og undanfarin ár hefur pöntunum fjölgaö svo um munar hjá Airbus. Einnig virðist sem atburðimir 11. september á síðasta ári hafi haft minni áhrif á Airbus en Boeing þar sem viðskipta- hópur Airbus er mun breiðari. Það sem gæti bjargað Boeing á næstunni er sala á hervélum til bandaríska flug- hersins en umræða um það hefur átt sér stað í Bandaríkjunum. hafi sýnt sig að samningar sem þessi séu allra hagur. „Blindrafélag- ið hefur áður gert samninga við fyr- irtæki um samstarf og hefur útkom- an verið jákvæð," segir Gísli. Þó svo að aðstæður fyrir blinda og sjón- skerta í skólum og á vinnumarkaði hafi batnað tU muna undanfarin ár með tUkomu fullkomnari tækni vantar enn mikið upp á að blindir og sjónskertir njóti sömu tækifæra og sama réttar og aðrir. Rekstrarvörur taka að sér dreifingu og innflutn- ing fyrir Blindravinnustofuna á stofnanamarkaði Verður þú heppinn áskrifandi ? I dag, miovikudag, munu fjórir heppnir DV-áskrifendur vinna ► Song DVD. Að auki munu tveir heppnir áskrifendur vinna ► pitsuveislu fgrir 8 manns á Pizza Hut. B.T Töluur - borgar sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.