Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 32
Mold og hellusandur Jarðefni - ótal gerðir Grjót og grjóthleðsla Flytjum sumarhús Vörubílar - Kranabílar - Gröfur www.throttur.is MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (jfí) - Loforð er loforð Sími: 533 5040 - www.allianz.is Skotárás við kjallaraíbúð í Álfheimum í gærkvöldi: Ég sá byssuna - segir íbúi í húsinu - vegfarandi veitti eftirför sem leiddi til handtöku Lögreglan í Reykjavík mun í dag yfirheyra tvítugan mann sem handtekinn var eftir að hann hafði hleypt af haglabyssu á útidyrahurð kjallaraíbúðar við Álfheima í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum DV var maður innandyra sem ekki á íbúðina en hafði dvalið í henni um skeið. Honum tókst að komast út um glugga og forða sér. Kona sem býr 1 sama húsi sagði við DV að hún hefði heyrt skothvell en ekki gert sér grein fyrir strax hvað um væri að vera. Eftir það hefði hún og aðrir ibúar litið út og séð ungan mann. „Ég sá byssuna," sagði konan. Hún sagði að fólk hefði verið skelkað þegar það gerði sér ljóst hvað var á seyði. Ekki lá fyrir í morgun hjá lög- reglu hver ástæða árásarinnar var. Þó er ljóst að tveir byssuhvellir heyrðust. Byssumaðurinn var á bil og ók á brott eftir atburðinn. Nokk- ur vitni voru til staðar. Þar á meðal var maður sem átti leið fram hjá. Hann sá ungan mann koma frá hús- inu með haglabyssu í hönd, fannst það strax óeðlilegt og ákvað að aka á eftir manninum. Hann gerði lög- reglu viðvart og gaf henni síðan upplýsingar í farsíma um hvert byssumaðurinn stefndi. Lögregl- unni tókst að stöðva för mannsins í Ártúnsbrekkunni. Haglabyssan fannst i bílnum. Umræddur maður er fæddur árið 1982. Hann er ekki þekktur afbrota- maður en málið er í rannsókn. 1 dag verður tekin ákvörðun um hvort lögreglan krefst þess fyrir dómi að fá að halda honum lengur en í einn sólarhring frá handtöku. -Ótt Kríuvarp gengur illa Á Norðurlandi hef- ur krían verið að koma að hreiðrum sín- um allt að tveimur vik- um á eftir áætlun. Kristinn Haukur Skarphéðinsson nátt- úrufræðingur sagði í viötali við DV að ekk- ert óvenjulegt væri við það að kríuvarp gengi iila og færi það alfariö eftir því hvemig gengi að afla ætis. „Krían heldur sig við sjó þar sem um 95% kria verpa. Meginæti kríunn- ar er sandsíli og trönusíli og ef ekki er nóg af þessum mat i sjónum seinkar varpi," sagði Kristinn. Kristinn býr á Seltjamarnesi og sagði hann að kríulíf væri blómlegt þar í bæ og greinilegt að nóg æti væri í sjónum. Hins vegar vissi hann til þess að kríur hefðu verið með unga i sept- ember en það væri allt of seint og næst- um öruggt að þeir ungar lifðu ekki. „Krían er viðkvæm að mörgu leyti. Ef brestur verður á æti hennar verður varpskortur og ungamir deyja að öllum líkindum," segir Kristinn. Þó telur Kristinn ekki að kríustofninn sé í hættu þar sem stofhinn sé enn stór. -ss Líkur á besta veörinu eystra Væta verður um allt vestanvert landið á morgun, fimmtudag, eða svipað veður og í dag og má draga Við viijum minna á að næsta helgarblað kemur út fóstudaginn 2. ágúst. Tekið er á móti smáauglýsingum fimmtudaginn 1. ágúst til kl. 20 til birtingar í helgarblaðinu. nánast lóðrétta línu yflr landakortið og austan við hana verður þurrt. Áttin verður suðlæg og vindstyrkur 5 til 10 metrar um landiö vestanvert og lítils háttar súld víðast hvar en hægari vindur um landið austan- vert og skýjað með köflum eða létt- skýjað. Hiti getur orðið allt að 22 stig í innsveitum austanlands. Lægðir eru mjög aðgerðalitlar svo vaxandi líkur eru á því að þurrviðri verði um verslunarmannahelgina á Suðausturlandi, Austurlandi og Norðausturlandi og jafnframt verði einnig heitast í veðri þar. -GG Hvor í sína áttlna Guömundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON ræðir við fréttamenn eftir fund hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, hraðar sér af fundinum að baki hans. Lögmaður fimmmenningahópsins: Segir Fjármálaeftirlitiö hafa samþykkt áformin Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður fimm stofnfiáreigenda í SPRON, sem vilja hafa milligöngu um sölu á a.m.k. meirihluta stofnfiár til Búnaðarbank- ans, segir að Fjármálaeftirlitið hafi sam- þykkt áformin. Þetta er þvert á túlkun stjómar SPRON sem Fjármálaeftirlitið virtist hafa staðfest skriflega. Rök Jóns Steinars em þau að Fiár- málaeftirlitið hafi það hlutverk eitt sam- kvæmt lögum að meta hvort þeir sem hyggjast eignast hlut í banka eða spari- sjóði séu hæfir til þess með tiiliti til heil- brigðs og trausts reksturs. Eftirlitinu beri að afgreiða erindi um þetta innan eins mánaðar frá þeim degi sem full- nægjandi upplýsingar berist. Samþykkt með þögninni „Með því að afgreiða ekki umsókn umbjóðenda minna með samþykki eða synjun fyrir 25. júlí 2002 telst Fjármála- eftirlitið hafa samþykkt hana,“ segir í greinargerð Jóns Steinars um máliö. Ámi Tómasson, bankastjóri Búnað- arbankans, fer á fund forstjóra Fiár- málaeftirlitsins í dag til þess að kynna nákvæm áform bankans i framhaldi af kaupum á stofnfénu. Bankastjóm telur að í samningi þeim sem stofnunin fékk til umsagnar felist ekkert annað en kaup á stofnfé á yfirverði, en slík við- skipti hafi Fjármálaeftirlitið þegar sam- þykkt. Andstæðingar ftinda Flestir ef ekki allir aðilar þessa máls voru boðaöir á fúnd efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis í gær. Fundinn sátu fulltrúar frá Búnaðarbankanum, SPRON, félagi starfsmanna SPRON, sem einnig hefúr gert tilboð í stofnfé sjóðsins, fimmmenningahópnum, viðskiptaráðu- neytinu og Flármálaeftirlitinu. Jón G. Tómasson, stjómarformaður SPRON, sagðist eftir fundinn ekki getað dæmt um hvort hann hefði verið gagn- legur. „Ég get ekki dæmt um það, en það er alveg ljóst að allir þingmennimir sem tjáðu sig - og þeir gerðu það næsta allir - töldu nánast að Búnaðarbankinn væri að ögra lagasetningarvaldinu með því að ganga gegn skýrum vilja löggjafans í þessum máli.“ Aðspurður um hvort þingmenn hefðu tjáð sig með sama hætti um tilboð starfs- mannafélagsins sagði Jón að það hefði ekki verið til umræðu, enda væri það til meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu. Landsbankinn vill viðræður Ari Bergmann Einarsson, stjómar- formaður einkahlutafélags starfsmanna, segir ljóst að frestur stofnfiáreigenda til að ganga að tilboði félagsins verði fram- lengdur, líklega til hádegis á morgun. Hann rann út á miðnætti í nótt en ekki hefur meirihluti stofnfiáreigenda gengið að tilboðinu. Landsbankinn óskaði í gær eftir við- ræðum við sparisjóði landsins um náið samstarf og hugsanlegan samruna ein- stakra sparisjóða við bankann, enda megi með því ná fram hagræði öllum til góða. Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri segir í DV í dag að brýnast sé að tryggja sjálfstæði SPRON og hann telji ekki að það sé markmið hjá neinum sparisjóði að renna saman við banka. -ÓTG Sjá yfirheyrslu á blaðsíðu 4 Nöguðu sig í gegnum girðinguna í þetta sinn Fimm hvolpar af Stóra-Dan teg- und, sem margítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að hafa i húsi og girðingu við Junkaragerði utan við Hafnir, sluppu enn út á þriðju- dagskvöld. Til þessa hafa þeir ým- ist komist yfir girðinguna eða grafið sig undir hana en i þetta sinn nöguðu þeir sundur vírnetið og sluppu þannig. Þeir fóru að laxeldisstöðinni Stofnflski en síðan til baka og voru handsamaðir fyrir utan hundagirðinguna og færðir á hundahótelið á Hafurbjarnarstöð- um milli Sandgerðis og Garðs. Síðast þegar hundarnir sluppu út greiddi eigandinn 7 þúsund krónur fyrir hvem þeirra í lausnargjald en að sögn talsmanns Heilbrigðiseftir- lits Suðumesja er alls ekki ljóst hver endir málsins verður þar sem ekki var hægt að búast við að þeir nöguðu sig í gegn um netið. Ákvörð- un um hvort hundunum verður lóg- að liggur hjá heilbrigðisnefnd en eigandi hefur frest þar til síðdegis til að tjá sig. -GG HEIMAGÆSLA ORYGGISMIDSTÖÐ ÍSLANDS BORGARTÚNI31 • SlMI 530 2400 WWW.0l.IS BYSSUR SPORTVÖRUGERÐIN SKIPHOLT 5 562 8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.