Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 Haukar ráða þjálfara Rcifpostur: clvsport&dv.is Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið þjálfara fyrir kvennalið félagsins. Predrag Bojovic, leikmaður karlaliðsins, mun stýra liðinu í 1. deildinni næsta vetur og tekur hann við af Henning Henningssyni. Haukar sigruðu í 2. deild síðasta vetur og unnu sér sæti í 1. deild. Liðiö er skip- að mörgum ungum og efnilegum stelpum sem eiga bjarta framtíð fyrir sér og fer þar fremst í flokki Helena Sverrisdóttir. Ekki er ljóst hvort Haukar koma tU með að styrkja sig en væntanlega verður fenginn erlendur leikmaður á einhverjum tímapunkti. -Ben Jón Arnór til reynslu í Þýskalandi KR-ingurinn, Jón Arnór Stefánsson, sem valinn var leikmaður ársins i Epson- deUdinni í körfuknattleik síðasta tímabil, fór í gærmorgun tU Þýskalands þar sem hann verður fram á fóstudag tU reynslu hjá þýska liðinu Herzogtel Trier. Trier leikur í efstu deUd í Þýskalandi og var í 12. sæti af 14 liðum síöasta tímabil. Engu síður yrði það gott fyrir þennan unga leikmann að komast strax í efstu deUd á Þýskalandi. árið 2001 vann félagið þýsku bikarkeppnina og lék I Korac Cup í vetur. Jón Arnór hefur fengið tUboð frá Opel Skyliners sem er eitt af bestu liðum Evrópu og lék í meistaradeild Evrópu. Það ætti að skýrast á næstu vikum hvar Jón Arnór spilar næsta tímabU en það ætti að vera orðið ljóst að hann leikur ekki hér á landi miðið við þann áhuga sem lið erlendis sýna honum. -Ben Stuðnings- yfirlýsing við Sunnu Stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þátttöku félagsmanns síns, Sunnu Gests- dóttur, í Meistaramóti tslands um síðustu helgi. „í ljósi eftirmála Meistaramóts íslands (MÍ) í frjálsum íþróttum vill stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) koma á framfæri stuðningi sínum við Sunnu Gestsdóttur. Sunna stóð sig frábærlega og Skagfirðingar eru stoltir yfir árangri hennar og þátttöku í MÍ. GlæsUegt meistara- mótsmet hennar í langstökki, 6,03 m, var óneitanlega einn af há- punktum mótsins. Þá háðu þær stöUur Sunna og SUja Úlfarsdóttir úr FH spennandi einvigi í 100 m og 200 m hlaupum og var sérlega gaman að fylgjast með keppni þessara tveggja glæsUegu íþrótta- kvenna. Skagfirðingar lifa undir blá- himni eins og allir vita og hafa gaman af hlutunum. Við teljum að þátttaka Sunnu á MÍ hafi verið frjálsum iþróttum í Skagafirði og á Islandi til framdráttar og aUir frjálsíþróttaunnendur geti verið stoltir og ánægðir með þátttöku Sunnu sem og annarra afreks- manna á vel heppnuðu Meistara- móti Islands 2002. F.h. UMSS, Haraldur Þór Jó- hannesson formaður. Elísabet Gunnarsdóttir sendi frá sér fréttatilkynningu vegna brottvikningar hennar sem þjálfara ÍBV: Skaðar mannorð mitt og starfsheiður - hún er að skjóta sig í fótinn með þessu, segir Sigurjón Þorkelsson, formaður knattspyrnuráðs kvenna hjá ÍBV, um tilkynninguna Elísabet Gunnarsdóttir, sem vikið var úr starfi í gær sem þjálfari kvennaliðs ÍBV, er ekki sátt við brottvikninguna og sendi frá sér fréttatilkynningu í gær: „Eftir að hafa verið sagt upp störfum sem þjálfari míl. kv. hjá ÍBV vil ég koma eftirfarandi atrið- um málsins á framfæri til fjölmiðla: Stjóm ÍBV gefur fjölmiðlum þá skýringu að mér hafi verið sagt upp vegna samskiptaörðugleika, ann- ars vegar milli þjálfara og leik- manna og svo hins vegar milli þjálfara og stjómar. Ég vil að fram komi eiginlegar ástæður uppsagnarinnar en þær koma fram í meðfylgjandi skjali (af- rit að uppsagnarbréfinu). Liður nr. 1 í uppsögninni, þar sem leikmenn eru ásak- aðir um ólöglega inntöku lyfja er mjög alvarleg og það sem þar kemur fram um að slík inntaka hafi farið fram með minni vitneskju og að ég hafi hylmt yfir með þeim með því að upplýsa ekki stjórn knattspyrnuráðs ÍBV um það, skaðar mannorð mitt og starfs- heiður. Inntaka á ólöglegum lyíjum samhliða íþróttaiðkun hefur mér aldrei þótt sæmandi og hef ég aldrei hvatt til slíks og mun aldrei líta fram hjá slíkri notkun. Liður nr. 2, þar ; ‘ • ^ ' ' sem fiallað er um samskiptaörðug- leika milli mín og leikmanna, þykir vart svaraverður. Ágreiningur milli leikmanna og þjálfara á sér víða stað og tel ég þetta málefnalegt vandamál sem ég lagði mig fram við að leysa. Hvergi kemur fram í upp- sagnarbréfi mínu að samskiptaörð- ugleikar hafi verið milli mín og stjórnarinnar enda hafði hún fram að uppsögninni talið mér trú um það að stjórnin stæði við bakið á mér og öllum mínum ákvörðun- um. í framhaldi af þessu get ég ekki annað en talið að upp- sögnin sé ólögmæt enda hef ég á engan hátt brotið þann samning sem í gildi er milli min og Knattspyrnuráðs ÍBV. Ég hef fengið lögfræð- ing til að sækja málið þar sem ég tel mig eiga rétt á uppgjöri í málinu og mun ég sækja rétt minn eins langt og hægt er. Með þessari tilkynn- ingu lit ég svo á að ég hafi svarað málinu frá minni hendi og mun lögfræðingur minn sjá um mál- ið í framhald- , inu.“ jj-:. DV-Sport hafði samband við Sigurjón Þorkelsson, forráða- mann hjá ÍBV, og spurði hann út í frétta- tUkynningu Elísabetar. Erum með öll tromp á hendi „Við eigum eftir að setjast niður með lögfræðingi okkar og síðan að- alsfióm og ákveðum síðan hvað við gerum í framhaldi af því. Við sjáum hvað kemur út úr því. Við erum með öll tromp á hendi. Ég held að hún sé að skjóta sig í fótinn með þessu, því miður hennar vegna. Við höfum ansi gott atriði á hana líka, ekki bara þetta. Þetta er bara sann- leikurinn eins og stendur þarna í uppsögninni. Svo er bara spurning hvort við tökum hana af lífi, fyrst hún vill þetta svona. Það er verður eitthvert framhald af þessu máli. Það borgar sig ekki að segja of mikið þar sem þetta verður líklegast dómsmál þegar uppi er staðið,“ sagði Sigurjón. Margrét Lára hætt í kjölfarið Samkvæmt heimildum DV-Sports hefur Margrét Lára Viðarsdóttir, einn besti leikmaður liðsins í sumar, ákveðið að draga sig út úr meistaraflokknum og spila eingöngu með 2. flokki það sem eftir er sumars. Hún verður ekki með í kvöld þegar ÍBV mætir Grindavík suður með sjó og þá verður væntanlega Rakel Logadóttir ekki í hópnum heldur en hún ætlar að taka sér frí í einhvern tíma samkvæmt sömu heimildum. -Ben A-landslið karla í knattspyrnu: Leikið gegh Eistum A-landslið karla mun leika vin- áttulandsleik gegn Eistlending- um í Tallinn 20. nóvember næst- komandi. Þjóðirnar hafa mæst tvisvar sinnum áður og hafa ís- lendingar sigrað í bæði skiptin, 4-0 á Akureyri 1994 og 3-0 í Tall- inn 1996. Þorvaldur Örlygsson gerði þrennu í leiknum á Akureyri og Bjarki Gunnlaugsson gerði öll þrjú mörkin i leiknum í Tallinn, sem var fyrsti landsleikur Eiðs Smára Guðjohnsens, en hann kom inn á fyrir föður sinn, Arn- ór Guðjohnsen. -Ben Eiöur Smári Guöjohnsen lék sinn fyrsta landsieik gegn Eistum. Logi semur viö Ulm hafa sýnt Loga áhuga í sumar m hal hlf°Pharm UIm- Mörg erlenc leika með Ulm næsta vetur. Ur suin °S ti síðusíu tvö ár hc8fw iMð ^ SÍÖUStu 15 árin til að bera til að vera í efstu öeiiá 1C' Þetta er Élúbbur sem hefur síðasta tímabii 2^ entomt ðanT °,ffaIIan aðbúnað. Liðið í”j verður með einn Ameríkana f l 1 seinni hlutann 1 Evrópu. Annar þeirra er mjög effdwf 61'U tVeir efnhegir frá Aust leikstjómandi. J g ?ur strakur frá Júgóslavíu sem veS markmiMð^hj/mér Sftelþýsku aðííd^í6™ °g Þe“a heí þjóðum. Þar Sem Vlð erum frekar lágt skrifaðir hjá þessu SSöS^3“,SSMLSðUr’ Þá3nnaðhV°rtse: tU Þýskalands í'Iilmar2? æfmgabíðfr S b3UÖ h°nUm samninS? Ég fc síðan til ítalíu í aðrar æfingabúðir na h Þar faU ^eir mig fyrst- Ég fc •nPl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.