Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 DV Fréttir Hjördís Eyþórsdóttir bridgespilari unir því ekki að hafa verið svipt heiðri: Þetta er fáránlegt mál - annar keppandi neitaði að fara í lyfjapróf en hélt gullverðlaunum Hjördís Ey- þórsdóttir, fyrsti keppnis- spilarinn í bridge sem hef- ur verið sviptur verðlaunum vegna lyfja- prófs, segir vís- bendingar um að brotið hafi verið á sér með ýmsum hætti. Hún útilokar ekki lögsókn ef ekki vill betur og er harðákveðin í að una ekki niður- stöðunni. Hjördís var svipt silfurverð- launum sem hún vann á heims- meistaramótinu í sveitakeppni kvenna i bridge í Kanada eftir að hún neitaði að fara í lyfjapróf að mótinu loknu. í samtali við DV í gær sagði Hjördís að fyrir mótið, sem fram fór í Kanada í ágúst, hafi hún farið til þriggja keppnis- stjóra og eins áhrifamanns í heimsbridgesambandinu að auki og skýrt þeim frá að hún væri á ákveðnu lyfi og spurt hvort það væri vandamál. Þeir gátu ekki svarað því, að sögn Hjördísar, en einn þeirra sagðist ætla að láta hana vita ef lyfið reyndist fyrir- staða. Síðan hafi mótið hafist og hún hafi gengið út frá að allt væri í lagi. Hjördís vill ekki svara um hvaða lyf sé að ræða en segir að það innihaldi örvandi efni. Ætlaöi í lyfjapróf síðar Að keppni lokinni hafi svo ver- ið hringt í hana upp á hótelher- bergi og henni sagt að hún ætti að fara í próf. Hún hafi spurt um afleiðingar ef hún neitaði að taka prófið eða hvað myndi gerast ef hún mældist jákvæð. Enginn hafi getað svarað því eins og þeim hafi þó verið skylt og hún hafi neitað að fara í prófið í kjölfarið. Hjördís segir einnig að reglur um fylgdarmann hafi verið brotnar. Hún hafi verið búin að verja nokkrum tíma alein uppi á hótel- Hjördís Eyþórsdóttir. Fjármögnun Stálpípuverksmiðjunnar: Niðurstöðu að vænta fyrir árslok - segir fulltrúi International Pipe & Tube David Snyder, framkvæmda- stjóri þróunardeildar International Pipe & Tube í Fíla- delfíu í Bandaríkjunum, segir að undirbúningi vegna fjármögnun- ar á fjögurra milljarða sam- nefndrar stálpípuverksmiðju í Reykjanesbæ sé nú i fullum gangi. „Fjármögnun fer fram i gegn- um alþjóðlegar fjármálastofnanir. Við höfum verið í sambandi við fjölmargar fjármálastofnanir og evrópska banka og erum í við- ræðum við þessa aðila einmitt þessa stundina," sagði David Snyder í samtali við DV síðdegis í gær. „Við gerum þvi ráð fyrir að niðurstöðu um fjármögnun verk- smiðjunnar liggi fyrir undir lok ársins. Þá ætti endanleg ákvörð- un að liggja fyrir og framkvæmd- ir gætu þá hafist á fyrri helmingi næsta árs.“ David segir að fyrirtækið International Pipe and Tube hafi verið sérstaklega stofnað utan um þetta verkefni á Islandi. Eig- endur og starfsmenn hafi mikla reynslu í stáliðnaði og viðskipt- um sem og í stjórnun á stálpípu- framleiðslu. Hann segir að allar áætlanir um fjármögnun og fram- kvæmdir hafi gengið eftir eins og um var talað. Ekki sé þó enn búið að tryggja 100% fjármögnun verk- efnisins en fyrirtækið sé komið vel á veg með það. -HKr. Frá Helguvík Fulltrúi International Pipe & Tube segir niöurstööu aö vænta fyrir árslok varöandi fjár- mögnun fjögurra milljaröa stálpípuverksmiöju sem fyrirhugaö er aö reisa í Heiguvík. herbergi eftir mótið þegar hún fékk skilaboðin um lyfjaprófið og hafi m.a. verið búin að fá sér rauðvínsglas. Tveimur dögum seinna barst Hjördisi bréf og i kjölfarið var haldinn fundur þar sem ákveðið var að hún færi í lyfjaprófið þremur dögum eftir mótslok. Þá hefði hún verið búin að fá upplýs- ingar um að allt yrði í lagi ef hún mældist aðeins með þetta eina lyf í blóðinu en svo furðulega hefði viljað til að síðar um daginn hefði henni verið tilkynnt að hætt hefði verið við lyfjaprófið. Næsta morgun hefði hún verið í miðri keppnisspilamennsku og þá hefði hún fengið bréf þar sem henni var tilkynnt að hún væri svipt bæði silfurverðlaunum, stigunum sem hún ávann sér og titlinum. Hjördís segist leita allra leiða til að fá leiðréttingu á málinu. „Þessi framgangur er mjög slæm- ur á allan hátt en ég finn fyrir miklum stuðningi og trúi því að ég fái medalíuna mína aftur um siðir,“ segir Hjördís. Lyf hjálpa ekki í bridge Umdeilt hefur verið að sömu lyfjareglur gildi um annars vegar hugaríþrótt eins og bridge og hins vegar líkamlegar íþróttir. Hjördís segir það einfaldlega fá- ránlegt. „Það eru engin hugsan- leg jákvæð áhrif af þessu lyfi sem ég var á. Bridge og lyf fara ekki saman.“ Þá segir Hjördís, sem býr í Ala- hama og er eini íslenski atvinnu- maðurinn í bridge, að ein kvenn- anna sem hafi unnið gullverðlaun á mótinu hafi einnig neitað að fara i lyfjapróf af læknisfræðileg- um ástæðum. Hún hafi borið við að hún ætti í vandræðum með að taka prófið vegna fötlunar og eng- inn hafi gert athugasemdir við það. Málið sé því vægast sagt furðulegt í heild sinni. -BÞ DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Hrunlð skoöaö Þau voru aö skoöa ummerkin eftir hruniö, frá vinstri Fríöa Brá Pálsdóttir, Einar Siguröur Jónsson og Eiríkur Vilhelm Siguröarson. Mikið grjóthrun við golfvöll og reiðleiðir ! nótt féll grjótskriða úr Víkur- hömrum nokkra kílómetra aust- an við Vík í Mýrdal. Ekkert fólk, skepnur eða mannvirki urðu fyr- ir skriðunni svo vitað sé. Skriðan féll efst úr svokölluðum Helj- arkinnarhaus sem er uppi af hin- um tignarlega Víkurkletti en þama féll skriða síðast fyrir 10 til 15 árum síðast. Þarna hefur orðið talsvert jarðrask, heilu björgin hafa losnað úr berginu. Fremur óvenjulegt er að skriður verði um þetta leyti árs, frekar á vorin þeg- ar frost fer úr jörðu. Eflaust hafa miklar rigningar undanfarið haft sitt að segja um þessa grjót- skriðu. Skammt frá staðnum er golfvöllur og reiðleiðir hesta- manna. -SKH HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ VISTA FILMUNA frá AGFA ^ ? KJÖRIN BESTA FILMAN í EVRÓPU 2001 OG 2002 Gæða framköllun HEIMSMYNDIR Smiðjuvegi 11,- gul gata -, 200 Kópavogur, sími 544 4131 Alþjóðahúsið: Forstöðumaðurinn svarar engu „Það er fjárhagsvandi hér í starfseminni og í framhaldi af því hafa komið upp ákveðnir samskipta- örðugleikar milli mín og stjómarinnar. Mér skilst að stjómin sé núna að skoða þetta mál frekar og hvernig má leysa þennan peninga- vanda. Öðru ætla ég ekki að svara til um þetta mál,“ sagði Bjarney Friðriksdótt- ir, forstöðumaður Alþjóðahússins, í samtali við DV. Bjarney Frlðriksdóttir. sagði Eins og DV greindi frá í gær var henni sagt upp störfum um sl. helgi en hún mun starfa áfram út upp- sagnarfrestinn. Hún vildi ekki svara neinu öðru til um uppsögn sína - svo sem hvort hún liti svo á að trún- aðarbrestur hefði orðið milli sín og stjórnarinnar, eins og formaðurinn, Hrannar B. Arnarsson, hér i blaðinu í gær. -sbs Heilabilunardeild opnuð Ólafur Örn Har- aldsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður ijár- laganefndar, kveðst munu beita sér fyr- ir því að Landspítal- inn fái þær 30 millj- ónir sem upp á þarf svo hægt verði að halda deild fyrir heilabilaða sjúklinga opinni á Landakotsspítala. Þingmaðurinn kveðst í samtali við mbl.is hafa fundið fyrir mikilli reiði almennings vegna lokunar deildarinnar fyrir skömmu. Úrskurður staðfestur Hæstiréttur hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að heimilt sé að skrá upplýs- ingar úr skrá um stofnfjáreigendur í SPRON. Stofnfjáreiganda var í sum- ar bannað að búa til skrá um stofn- fjáreigendur í SPRON. LSH greiðir skuldir Landspítalinn háskólasjúkrahús hefur greitt um 276 milljónir króna til fyrirtækja innan Samtaka versl- unarinnar. Vanskil sjúkrahússins munu nema um 435 milljónum með dráttarvöxtum. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök verslunarinnar hafa látið gera. Eykur fylgi um 1% Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt um 1% en Framsóknarflokkur tapar 0,8% frá síðustu þingkosningum. Þetta er meðal .niðurstaðna nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt könnuninni fékk Sjálf- stæðisflokkur 41,7%, Samfylking 27,1%, Framsóknarflokkur 17,6%, Vinstri hreyfingin grænt framboð 11,7% og Frjálslyndi flokkurinn 1,6%. Úrtakið var 1200 manns og 43,9% aðspurðra neituðu að svara. Sakaður um kynferðisbrot Lögreglumaður í Kópavogi hefur verið kærður fyrir kynferðislegt of- beldi. Brotin eru talin hafa beinst að tveimur stúlkum. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar í Reykja- vík. Sölubann á rjúpu Sölubann á rjúpu hefur mesta þýðingu til verndar rjúpnastofnin- um. Þetta segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands, í samtali við mbl.is. Hann segir að auk sölubanns sé ráðlegt að félagið leggi til friðað svæði í nágrenni höf- uðborgarinnar og rannsóknir á stofninum verði auknar. -aþ helgarblað breyttist á einni sekúndu í Helgarblaði DV á morgun er viðtal við Óskar Þór Halldórsson á Akureyri og dóttur hans, Sig- rúnu Maríu, en Sigrún er í hjóla- stól eftir alvar- legt umferðar- slys sem fjölskyldan lenti í á ferð í Danmörku í sumar. Allt líf þeirra breyttist á einni sekúndu. Einnig er rætt við Felix Bergsson leikara um poppstjörnuárin, leik- listina og einu kynverurnar i heim- inum. Guðbergur Bergsson rithöf- undur tjáir sig um hræðilegar, sög- ur, greind og lýsisneyslu og fjallað er um fáfama staði á öræfum ís- lands sem munu hverfa vegna Kára- hnjúkavirkjunar. irrai Lífið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.