Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Side 11
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002
11
DV
Útlönd
Al-Qaeda-samtökin grunuð um aðild að tveimur tilræðum í gær:
Hamid Karzai heppinn að sleppa
lifandi frá morðtilræði í Kandahar
- að minnsta kosti 26 fórust og um 150 slösuðust í bílsprengjutilræði í Kabúl
Hamid Karzai, forseti Afganistans,
kom til Kabúl, höfuðborgar landsins, í
gær, eftir að hafa sloppið ómeiddur
frá morðtilræði í borginni Kandahar í
suðurhluta landsins í gær. Atburður-
inn átti sér stað í miðborg Kandahar,
heimaborg Karzais, þegar forsetinn og
fylgdarlið hans fór þar um á leið tO
brúðkaups yngri bróður Karzais. Þús-
undir ibúa borgarinnar fögnuðu
Karzai og þegar hann ætlaði að taka
kveðju ungs drengs úr hópnum með
þvi að teygja sig út um topplúgu bfls-
ins hóf einkennisklæddur maður skot-
hríð að bílnum.
Tilræðismanninum tókst að skjóta
Qórum skotum að bílnum án þess að
hæfa Karzai áður en hann var skotinn
til bana af bandarískum öryggisvörð-
um forsetans, en að sögn sjónarvotta
var það kraftaverk að Karzai skyldi
Hamid Karzai
Karzai bar sig vel eftir tilræöið en
sagðist þó vera brugðið.
sleppa. Ein kúlan mun hafa flogið rétt
við eyra hans og lent í höfði Guls
Agha Sherzai, héraðsstjóra í Kandah-
ar, sem þó hlaut aðeins smávægileg
meiðsli. Tvær kúlur fóru í gegnum
rúður bifreiðarinnar. Einn afganskur
öryggisvörður forsetans mun hafa
faÚið í tilræðinu.
Borin hafa verið kennsl á tilræðis-
manninn, sem er Abdel Raham frá
bænum Kajaki í Helmand-héraði í
suðurhluta landsins, en héraðið er
þekkt sem eitt helsta vígi stuðnings-
manna talibana í Afganistan.
Raham mun hafa gengið til liðs við
öryggissveitir Sherzais héraðsstjóra
fyrir um það bil hálfum mánuði, en að
sögn héraðsstjórans hafa bandarískar
sérsveitir, sem leita uppi liðsmenn al-
Qaeda, oft orðið fyrir árásum stuðn-
ingsmanna talibana í héraðinu.
Sjálfur bar Hamid Karzai sig vel
eftir tilræðið og sagðist líða vel þó
honum hefði brugðið. „Eins og
ástandið er í landinu, þá verð ég að
gera ráð fyrir að slíkt geti gerst,“
sagði Karzai.
Yfirvöld í Afganistan gruna alþjóð-
leg hryðjuverkasamtök sem tengjast
al-Qaeda-samtökunum um að hafa
staðið að tilræðinu, en þau eru einnig
grunuð um að hafa staðið fyrir öflugri
bflsprengingu í höfuðborginni Kabúl í
gær þar sem að minnsta kosti 26
manns létu lífið og um 150 slösuðust.
Öll öryggisgæsla hefur verið efld til
muna í Kabúl, en óttast er að hryðju-
verkamenn ráðgeri að minnast þess
að á miðvikudaginn er liðið ár frá
hryðjuverkaárásunum sem al-Qaeda-
samtökin eru grunuð um að hafa stað-
ið að í Bandaríkjunum.
Aukið öryggi í flugi.
Ný lög samþykkt
sem leyfa vopna-
burð flugmanna
Bandaríska Öldungadefldin sam-
þykkti í gær með miklum meiri-
hluta ný lög sem leyfa bandarískum
flugmönnum vopnaburð.
Atkvæðagreiðslan fór 87-6 og
gera lögin ráð fyrir að flugmenn far-
þegaþotna geti beitt vopnavaldi tfl
að verja öryggi flugvéla sinna.
Lögin eru hluti af nýjum lagatfl-
lögum Bush Bandaríkjaforseta
vegna stofnunar nýs heimaöryggis-
málaráðuneytis, sem teknar voru til
umræðu í Öldungadeildinni fyrr í
vikunni.
Fulltrúadefld Bandarikjaþings
hafði þegar samþykkt lögin sem
leyfa um 70 þúsund flugmönnum í
áætlunarflugi um Bandaríkin að
bera á sér byssur að eigin vilja í
stjómklefum hafi þeir hlotið til þess
sérstaka þjálfun á vegum yfirvalda.
Tfl að ná fullu lagagfldi þurfa lög-
in samþykkt forsetans, en hann var
í upphafi á móti vopnaburði flug-
manna og sama er að segja um flest
stóru flugfélögin.
REUTERSMYND
Blelukallinn komlnn á skriö
Það er ekki undarlegt þótt litla barnið í kerrunni horfi forviða á þrítuga kaupsýslumanninn Rob Moroney í Sydney í
Ástralíu. Moroney er uppnefndur „bleiukallinn “ þessa dagana vegna uppátækis síns að skríða á fjórum fótum, í stórri
bleiu einni fata, 42 kílómetra leiðina sem maraþonhlauparar á Ólympíuleikunum árið 2000 hlupu. Moroney gerir ráö
fyrir að skríða teiðina á níu dögum og með þessu ætlar hann að safna fé fyrir barnaspítalann í Sydney.
Málmbræðsla eyðilögð á Gaza í morgun:
ísraelsher hefndi hermanna
ísraelskar árásarþyrlur eyðflögðu
málmbræðslu í Khan Younis-flótta-
mannabúðunum á Gaza í morgun,
að því er virðist í hefndarskyni fyr-
ir árásir Palestínumanna þar sem
tveir hermenn féllu og skriðdreki
eyðilagðist.
Hermenn létu til skarar skríða
aðeins örfáum klukkustundum eftir
að Ariel Sharon forsætisráðherra
hét því að halda áfram baráttunni
við „hryðjuverkahópa".
í Vesturbakkaborginni Jenín
fundust tveir palestínskir harðlínu-
menn skotnir til bana snemma í
morgun. Sjónarvottar sögðu að ísra-
elskir hermenn hefðu gert áhlaup á
felustað mannanna og skotið þá.
Per Stig Moller, utanrikisráð-
herra Danmerkur sem er í forsæti
Evrópusambandsins, sagði við lok
heimsóknar til Mið-Austurlanda í
gær að friðaráætlunum ESB hefði
verið betur tekið en búist hefði ver-
ið við.
Stig Moller sagði eftir fund með
Hosni Mubarak Egyptalandsforseta
að fulltrúar ESB, SÞ, Bandaríkj-
anna og Rússlands myndu vinna
frekar að tillögunni.
Colin Powell
Bandaríski utanríkisráðherrann fékk
að kynnast afrískum regnskógi af
eigin raun í Gabon í gær.
Powell á fílaslóð
í regnskóginum
Colin Powell, utanrikisráðherra
Bandarikjanna, fór í gær í göngutúr
á fflaslóð í þjóðgarði í regnskógin-
um í Gabon í miðhluta Afríku og
lýsti því yfir að það hefði verið há-
tindur stuttrar heimsóknar sinnar
til álfunnar.
Leiðsögumaður Powells og ferða-
félaga hans, líffræðingurinn Mich-
ael Fay, reyndi hvað hann gat að
fmna fílakúk til að sýna fram á að
dýrin hefðu nýlega verið á ferð á
þessum slóðum, en hafði ekki erindi
sem erfiði. Það spillti þó ekki fyrir
ánægju bandaríska ráðherrans.
Powell kom einnig við í olíurík-
inu Angóla í gær á leið sinni heim
frá ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þró-
un í Jóhannesarborg. Þar hvatti
hann tfl þjóðarsáttar, eftir 27 ára
borgarastríð. Powell lagði einnig
áherslu á að stjómvöld þyrftu að
hefja bæöi pólitiskar og efnahags-
legar umbætur í landinu.
Stoiber heilsað
með eggjakasti
Edmund Stoiber, kanslaraefni
þýskra íhaldsmanna, fékk skæða-
drífu eggja og tómata yfir sig þegar
hann kom til kosningafundar í
Hamborg í gær, fjarri heimahögun-
um í Bæjaralandi.
Stoiber átti í mesta basli með að
láta heyra í sér, svo mikið púuðu
viðstaddir á hann. Þykir mörgum
sem þett auki enn á efasemdir
manna um að Bæverji úr suðri geti
nokkurn tíma unnið hug og hjörtu
norðlendinga.
Tæpar þrjár vikur eru þar til
Þjóðverjar ganga að kjörborðinu og
er nokkuð jafnt með þeim Stoiber
og jafnaðarmanninum Gerhard
Schröder kanslara.
Hundruð vel búinna lögreglu-
þjóna sáu um að óróaseggir kæmust
ekki of nærri Stoiber.
Danir gefa gest-
um dýrar gjafir
Háttsettir stjórnmálamenn og
embættismenn frá Evrópusamband-
inu fara ekki tómhentir heim frá
Danmörku þessa mánuðina þegar
Danir gegna formennsku í ESB. Að
sögn Jyllands-Posten er heildarand-
virði gjafanna rúmar þrjátiu millj-
ónir íslenskra króna. Hinir tignu
gestir fá meðal annars hnífaparasett
sem hannað er af hinum fræga Ame
Jacobsen.
Játningar á al-Jazeera:
Bin Laden ábyrgur
Arabíska sjónvarpsstöðin al-
Jazeera sagðist í gær hafa undir
höndum játningar tveggja manna úr
al-Qaeda-samtökum Osama bin
Ladens um að samtökin bæru
ábyrgð á hryðjuverkaárásunum á
Bandaríkin 11. september í fyrra.
Annar mannanna, Ramzi bin al-
Shaibah frá Jemen, deildi einhverju
sinni íbúð með Mohamed Atta sem
stjórnaði annarri flugvélanna sem
flugu á World Trade Center. Hinn
maðurinn, Khaled al-Sheikh Mo-
hammad, er á lista yfir eftirlýsta
menn á vefsvæði bandarísku alrík-
islögreglunnar FBI.
í fyrsta hluta heimildarmyndar
sem al-Jazeera sýndi í gærkvöld
kom fram að viðtöl hefðu verið tek-
in við mennina tvo i Karachi í
Pakistan en ekki var sagt hvenær.
Játningar tvímenninganna koma
fram í öðrum þætti myndarinnar en
hann verður ekki sýndur fyrr en
næsta fimmtudag. Að sögn frétta-
mannsins sem gerði myndina kem-
ur þar fram hvernig al-Qaeda undir-
bjó og framkvæmdi árásimar.
V
Skemmtistaður
, Laugardagskvöld
STÓRDANSLEIKUR
Danshljómsveit
Geirmundar Vatýssonar
skemmtir!
Árshátíðir og samkvæmi. Tökum að okkur matarveislur og skemmtanahald.
_________Upplýsingar í síma 867 4069 og 892 5431
Odd-Vitinn • pub-skemmtistaður • Strandgata 53 • Akureyri • Sími 462 6020 • GSM 867 4069