Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Page 14
14
FOSTUDAGUR G. SEPTEMBER 2002
Menning
Á Hakinu ofan við Al-
mannagjá á Þingvöllum
hefur verið reistur skáli,
látlaus og smekklega hann-
aður, þar sem komið hefur
verið fyrir þremur tölvum
með skjám fyrir ofan. Á
einfaldan hátt geta gestir
staðarins kallað þar fram
myndir og lesinn texta á
þremur tungumálum, ís-
lensku, ensku og þýsku,
sem rekja fyrir þeim sögu
íslands eins og hún tengist
Þingvöllum, og upplýsing-
ar um mótun staðarins og
náttúrufar hans. Auk þess
er breiddinni á skálanum
œtlað að sýna sérstaklega
hvað svœðið hefur víkkað
út vegna landreks undan-
farin þúsund ár.
Á Þingvöllum hefur verið opnuð margmiðlunarsýning fyrir ferðamenn:
Fræöslusetriö á Hakinu ofan við Almannagjá á Þingvöllum
íslendingar veröa að gæta sín að vanmeta ekki skynsemi túrista.
Ný tœkni - gömul saga
Einar Á.E. Sæmundsen er skrifaður fyrir
textanum en tölvuvinnslan var í höndum fyr-
irtækisins Gagarín. DV fékk tvo sagnfræð-
inga, Gunnar Karlsson og Sverri Jakobsson,
til að skoða sýninguna og spjalla um túlkun-
ina á íslandssögunni sem þar kemur fram.
Einkum voru þeir inntir eftir því hvort sögu-
skoðun, túlkun eða orðalag á texta væri í
samræmi við rannsóknir og niðurstöður
sagnfræðinga á undaníomum áratugum.
Hæpið að tala um ríki
Þaö vakti fyrst athygli i texta sýningarinn-
ar, bæði á skjá og í lesnum texta, að talað var
um aö stofnun Alþingis á Þingvöllum hefði
lagt grunn að þjóöríki.
„Þjóðríki verða ekki til fyrr en á 19. öld þvi
það er talað um ríki sem þjóðríki þegar al-
menningur fer að taka aukinn þátt i stjómun
þeirra," segir Sverrir. „Fram að því voru riki
ekki þjóðríki og mjög hæpið er að tala um ís-
lenska þjóðveldið sem ríki, það skortir bein-
linis ríkisvald."
„Mér finnst þó allt í lagi að halda því fram
sem skoðun að það hafi verið þjóðríki," segir
Gunnar, „en það er ekki hægt að setja það
fram sem staðreynd. Eins er með söguna af
upphafi Alþingis - söguna af þeim fóstbræðr-
um, Olfljóti sem sækir lög til Noregs og
Grími geitskör sem fer um landið og velur
Þingvelli sem þingstað, þetta eru sagnir og
það má ekki segja þær eins og staðreyndir."
„Og það er ekki nóg að bæta við fyrirvör-
um á borð við „aö því er talið er“ eða nota
varfærnislegt orðalag af öðru tagi, það miss-
ir marks," bætir Sverrir við, „miklu nær
væri að nefna bara heimildina".
„Megingallinn á þessum texta flnnst mér
að höfundar nota sér ekki hvað fræðileg
óvissa er í sjálfu sér skemmtileg ef maður fær
að vita í hverju hún er fólgin," segir Gunnar.
„Til dæmis er settur fyrirvari um Lögberg,
hvar það hafi verið nákvæmlega, en lausnin
á því í textanum er bara sú að flestir fræði-
menn haldi aö það haff verið þar sem fáninn
er nú. Skemmtilegra hefði verið að leiða
áhorfandann inn í vandamálið - hvar héldu
aðrir að Lögberg hefði verið og hver voru
rökin með og á móti. Á myndum hefði ekki
verið neinn vandi að sýna þessi ólíku Lög-
berg og svo hefðu áhugasamir gestir getað
farið sjálflr og athugað málið.“
Myndir til skrauts
Þetta atriði leiðir talið að myndefninu sem
sagnfræðingimum fannst illa notað og mun
verr heppnað en í náttúruhluta sýningarinn-
ar. Þar er tölvugraflk notuð markvisst til að
sýna hvemig staðurinn mótaðist og samræmi
er milli texta og kvikmynda af landslagi,
gróðurfari og dýralífi. Með sögulega hlutan-
um em til dæmis myndir eftir breska málar-
ann W.G. Collingwood, sýndir fiölmargir bút-
ar úr heimildamyndum, fréttamyndum og ís-
lenskum kvikmyndum og mátti þar oft
þekkja atriði úr Útlaganum, frægri bíómynd
Ágústs Guðmundssonar eftir Gísla sögu Súrs-
sonar. En hvergi kom nafn þeirrar bíómynd-
ar eða leikstjóra hennar fram, aðeins nafn
fyrirtækisins sem fær þakkir eins og önnur
fyrirtæki í sérstöku skjali. Gestir sem hefðu
áhuga á að sjá þessar kvikmyndir í heilu lagi
fá ekki aðstoð þar. Þó sérkennilegt sé er
myndefni frá Þingvöllum sjálfum af skomum
skammti og kort af staðnum eru óskýr.
„Miðað við kennslu Eggerts Þórs Bern-
harðssonar í Háskólanum um notkun
myndefnis þá var þetta ekki vel gert,“ segir
Sverrir, „aðstandendur sýningarinnar gera,
held ég, flestar vitleysumar sem hann varaði
við. Það á ekki að nota myndefni nema skýrt
sé til hvers það er, mynd á aldrei að vera
bara til skrauts, en þarna var obbinn af
myndefni eingöngu myndskreyting. Þegar
sagt er frá róstum á Alþingi þá kemur bútur
úr kvikmynd þar sem menn em að berjast en
við vitum ekkert hvað hún á að sýna.“
„Gott dæmi er líka þegar sagt er frá því að
Sveinn Bjömsson hafi verið kosinn fyrsti for-
seti landsins á lýðveldishátíðinni 1944. Þá sjá-
um við tvo karla takast í hendur á mynd en
maður verður að þekkja Svein Björnsson til
að vita hvor er hvor,“ segir Gunnar.
„Eða þegar ónafngreindur maður sést
stjóma húrrahrópum á lýðveldishátíðinni,
það væri gaman að minnsta kosti fyrir ís-
lenska gesti að vita að þetta er Bjöm Þórðar-
son forsætisráðherra," bætir Sverrir við.
„Annaðhvort þarf að hafa skýringartexta
inni á myndinni eða segja i lesnum texta
hvað er að gerast
á henni; frysta
myndina á með-
an eða stækka
myndina af þeim
sem er nefndur
sérstaklega. Obb-
inn af þeim sem
skoða sýninguna
hefur ekki hug-
mynd um hverjir
eru á þessum
myndum, hvort
verið er að sýna
Ólaf Ragnar
Grímsson, Karl
Sigurbjömsson
eða einhverja
aðra, en kannski
hefðu þeir áhuga
á að vita hverja
þeir em að horfa
á. Fyrst verið er að sýna myndir af þessum
mönnum verður að gera ráð fyrir að þær hafi
eitthvert gildi.“
„Það er eins og lesari textans hafi ekki hug-
mynd um hvaða mynd er á skjánum á sama
tima - á milli texta og myndar er allt of lítið
samband,“ segir Gunnar.
„Einn hluti sýningarinnar sýnir á hreyfi-
mynd leið nokkurra persóna á þing, einnar
úr hverjum landsfiórðungi," segir Sverrir.
„Það er í sjálfu sér frumleg notkun á
myndefni. En að velja ýmist sögulegar per-
sónur, eins og Þorgeir Ljósvetningagoða, eða
persónur úr íslendingasögunum, eins og
Gunnar á Hlíðarenda, finnst mér hæpið. Og
svo er ekkert gert með erindi þeirra á Alþingi
þannig að alveg eins vel hefði verið hægt að
nota tilbúnar persónur. Úr því að Gunnar var
valinn hefði til dæmis mátt velja Hallgerði
Höskuldsdóttur líka og láta hann koma að
suðaustan og hana að vestan og segja söguna
úr Njálu af því þegar þau hittust á Þingvöll-
um. Og í stað þess að senda Hrafnkel úr
Hrafnkels sögu Freysgoða á Þingvöll hefði átt
að senda Sám úr sömu sögu vegna þess að í
sögunni er það ferð Sáms á Alþing sem er
spennandi. Það vantar undirbyggingu undir
þessi atriði eins og fleiri."
íhaldssöm sagnfræði
- Var eitthvað í þessum texta sem gengur
beinlínis gegn rannsóknaniðurstöðum ís-
lenskra sagnfræðinga undanfama áratugi?
Er þetta með öðrum orðum „gamaldags"
saga?
„Nei, ekki þannig að það séu villur í hon-
um,“ segir Sverrir, „en andinn finnst mér
gamaldags. Efnisvalið er ógurlega íhalds-
samt, þarna er allt sem maður getur búist við
á svona sýningu og allt sem hefði verið á
svona sýningu fyrir 30 árurn."
- En er eitthvað að því?
„Nei, en ekki finnst manni það spennandi!
Það er ekki nóg að saga sé villulaus, hún
verður líka að vera ögrandi, ýta við manni,
koma á óvart.“
„Mér finnst það líka, eins og ég sagði áðan,
gamaldags sagnfræði að setja sagnir fram
sem staðreyndir," bætir Gunnar við. „Há-
skólamenntaðir erlendir gestir sem koma
hingað og vita ekki neitt um íslenska sögu
fyrir skynja þessa efnismeðferð sem gamal-
dags. Þeir vilja fá svör við spurningunni
hvemig vita menn þetta? Upprunagoðsagnir
á borð við söguna um upphaf þinghalds á
Þingvöllum eru afar skemmtilegar í sjálfum
sér og þær eiga að fá að njóta sín sem slíkar.
En þessi texti er laus við þjóðrembu. Til
dæmis er ekki sagt að þetta hafi verið fyrsta
þingið í heiminum eða að ríkið sem stofnað
var hafi verið lýðræðissamfélag, þær gömlu
klisjur era eiginlega horfnar. Stóra hættan
við alþýðlega miðlun sögunnar er þó að þeg-
ar þjóöemiskenndin hverfur út úr henni þá
verði staðreyndimar sem eftir eru óttalega
leiðinlegar. í staðinn væri hægt að magna
upp spennu milli staðreynda og sagna, milli
þess hvað er vitað og hvað ekki. Það þarf að
gæta sín á að vanmeta ekki skynsemi
túrista."
Sýningin er opin frá kl. 9 á morgnana til kl.
17 alla daga vikunnar.
Sverrlr Jakobsson skoðar hvernlg Lögrétta var skipuð
Tölvugrafik er stundum notuö skemmtilega í sögulegum hluta sýningarinnar.
__________________________DV
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
The Saga
of Gudridur
Síðustu sýningar
sumarsins á The Saga
of Gudridur eftir
Brynju Benediktsdótt-
ur verða í Skemmti-
húsinu við Laufásveg
22 um helgina. Sýning-
ar hafa staðið frá þvi
6. júní síðastliðinn á
fimmtudögum, föstu-
dögum og sunnudögum og hafa viðtökur
farið fram úr björtustu vonum aðstand-
enda. Þar sem verkið er flutt á ensku hef-
ur meirihluti áhorfenda verið ferðamenn
í heimsókn á íslandi en einnig hefur tölu-
vert af íslendingum sótt sýninguna, auk
nýbúa og erlendra stúdenta sem hér em
við nám.
Sýningarnar um helgina verða á
fimmtudag, föstudag og sunnudag kl. 20.30
en auk þess verður verkið sýnt á ráðstefn-
unni Saga og samfélag í Borgamesi annað
kvöld.
Að loknum þessum sýningum verður
reglulegu sýningarhaldi hætt fram til
næsta vors, utan sýninga sem pantaðar
eru vegna ráðstefnu- og fundahalda.
Ævisaga
Jóns Baldvins
Um þessar mundir er
verið að leggja lokahönd
á fyrra bindi ævisögu
Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, Tilhugalíf,
sem út mun koma hjá
Vöku-Helgafelli um
miðjan nóvember. Höf-
undur bókarinnar, Kol-
brún Bergþórsdóttir, hefur unnið að verk-
inu í Washington ásamt Jóni Baldvini og
er þar nú að ganga frá lokagerð þess. Kol-
brún byggir á samtölum sínum við hann
og samferðamenn hans, minnispunktmn
og einkabréfum.
í ævisögunni greinir
Jón Baldvin ítarlegar
frá einkalífi sinu en
áður, m.a. samskiptum
sinum við föður sinn,
Hannibal Valdimarsson,
uppvexti á Vestfiörðum
og í Reykjavík, eigin-
konu sinni, Bryndísi
Schram, námi heima og erlendis, skóla-
meistaraámm á Isafirði, ritstjóraferli sín-
um á Alþýðublaðinu og uppgjörinu við
Vilmund Gylfason í kjölfar deilna kring-
um blaðið. Þá birtir hann umbúðalaust
skoðanir sínar á mönnum og málefhum.
Kolbrún Bergþórsdóttir hefur verið
áberandi í íslensku bókmenntalífi um
árabil sem gagnrýnandi. Nú sest hún hin-
um megin við borðið og skrifar sögu Jóns
Baldvins sem í ævisögu Steingríms Her-
mannssonar er nefndur „glaumgosi ís-
lenskra stjómmála".
Námsgengi
ungmenna
Félagsvísindasofnun
og Háskólaútgáfan hafa
gefið út bókina Ungt fólk
og framhaldsskólinn -
Rannsókn á námsgengi
og afstöðu ‘75 árgangsins
til náms eftir Jón Torfa
Jónasson og Kristjönu
Stellu Blöndal.
í bókinni eru kynntar niðurstöður
rannsóknar Jóns Torfa og Kristjönu
Stellu á námsferli og námsgengi fólks sem
fæddist árið 1975. Rannsóknin veitir yfir-
gripsmiklar upplýsingar um menntun
ungs fólks að loknum grunnskóla auk
þess sem varpað er ljósi á fiölmargt um ís-
lensk skólamál. Fjallað er um námsstöðu
fólks viö 24 ára aldur og afstöðu til náms
í grunn- og framhaldsskóla í ljósi námsár-
angurs í grunnskóla, kyns og búsetu.
Jafnframt er fiallað um ástæður brottfalls
úr framhaldsskóla. Kynntar eru fyrstu
niðurstöður um tengsl sjálfsálits viö
námsframvindu og afstöðu til náms og
samanburður á niðurstöðum þessarar
rannsóknar og sambærilegrar rannsókn-
ar sem náði til ‘69 árgangsins.
Jón Torfi Jónasson er prófessor í upp-
eldis- og menntunarfræði við félagsvís-
indadeild Háskóla íslands. Hann hefur á
undanfomum árum staðið fyrir rann-
sóknum á íslenska skólakerfinu, starfs-
menntun og fullorðinsfræðslu og birt fiöl-
margar greinar um menntamál, hér á
landi og erlendis. Kristjana Stella Blöndal
er aðstoðarforstöðumaður Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla íslands og stundakenn-
ari við félagsvísindadeild.